Borgin varði 1,5 milljörðum í málaflokk heimilislausra á fyrstu 10 mánuðum ársins

Á fyrstu tíu mánuðum ársins varði Reykjavíkurborg einum og hálfum milljarði króna í þjónustu og stuðning við heimilislaust fólk. Önnur sveitarfélög greiddu borginni 28,5 milljónir króna fyrir gistingu íbúa sinna í neyðarskýlum á sama tímabili.

Reykjavíkurborg ber mestan þunga af þjónustu við heimilislaust fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Reykjavíkurborg ber mestan þunga af þjónustu við heimilislaust fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Auglýsing

Á fyrstu tíu mán­uðum þessa árs, frá byrjun jan­úar og út októ­ber, varði Reykja­vík­ur­borg alls 1,5 millj­örðum króna til úrræða og þjón­ustu í mála­flokki heim­il­is­lausra. Þar af runnu um 500 millj­ónir króna í rekstur þeirra þriggja gisti- eða neyð­ar­skýla sem rekin eru í borg­inni.

Á móti þeim útgjöldum koma rúmar 28,5 millj­ónir króna sem önnur sveit­ar­fé­lög greiða Reykja­vík­ur­borg fyrir þá íbúa sína sem nýta sér þjón­ustu gisti­skýl­anna, en Reykja­vík­ur­borg rukkar um þessar mundir rúm­lega 21 þús­und krónur fyrir hverja nótt sem ein­stak­lingar með lög­heim­ili í öðrum sveit­ar­fé­lögum dvelja í neyð­ar­skýl­un­um.

Þetta kemur fram svari sem borgin veitti Kjarn­anum við fyr­ir­spurn um útlagðan kostnað vegna mála­flokks heim­il­is­lausra í borg­inni. Útgjöld borg­ar­innar til mála­flokks­ins eru ann­ars vegar vegna ólíkra hús­næðisúr­ræða og hins vegar vegna Vett­vangs- og ráð­gjafateymis Reykja­vík­ur­borg­ar, hins svo­kall­aðar VoR-teym­is, sem veitir heim­il­is­lausu fólki stuðn­ing og ráð­gjöf.

Auglýsing

Þung staða í neyð­ar­skýl­unum í haust

Sam­kvæmt úttekt sem fram­kvæmd var af vel­ferð­ar­sviði borg­ar­innar í októ­ber í fyrra tald­ist 301 ein­stak­lingur heim­il­is­laus í Reykja­vík­ur­borg. Þrjú pró­­sent hóps­ins, fjórir karlar og fjórar kon­­ur, voru ekki með aðgang að hús­næði af ein­hverju tagi og höfð­ust við á víða­vangi. Fimmtán karlar og sjö konur til við­­bótar töld­ust í ótryggum hús­næð­is­að­­stæð­­um.

Rúmur helm­ingur hóps­ins eða 54 pró­­sent var hins í hús­næði sem skil­­greint er fyrir heim­il­is­­lausa á vegum Reykja­vík­­­ur­­borgar eða á áfanga­heim­ili eða þá í hús­næði með lang­­tíma­­stuðn­­ing. Tæpur þriðj­ungur hóps­ins, eða 31 pró­­sent, var í neyð­­ar­g­ist­ingu fyrir heim­il­is­­lausa.

Í haust voru fluttar fréttir af því að þjón­ustu­þörf í mála­flokknum hefði auk­ist mjög á þessu ári og frá því sagði í frétt RÚV að neyð­ar­skýlin þrjú í borg­inni, gisti­skýli karla við Lind­ar­götu og Granda­garð og svo Konu­kot, væru ítrekað í og yfir hámarks­nýt­ingu, en að í fyrra hefði nýt­ingin verið á bil­inu 60-80 pró­sent og árið 2020 enn minni, eða á bil­inu einn þriðji til helm­ingur af því sem hann væri nú um stund­ir.

Hrafn­hildur Ólöf Ólafs­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ingur og deild­ar­stjóri mála­flokks heim­il­is­lausra hjá Reykja­vík­ur­borg, sagði við RÚV að um þriðj­ungur þeirra sem nýttu gisti­skýlin væru íbúar ann­arra sveit­ar­fé­laga og að hún og aðrir starfs­menn í mála­flokknum finndu ekki fyrir miklum aðgerðum frá öðrum sveit­ar­fé­lögum eða rík­inu, og sökn­uðu þess.

„[Þ]að sem við söknum er upp­bygg­ing á úrræðum og úthlutun í hús­næði og þjón­ustu ann­ars stað­ar. Þannig að fólk velji ekki að fara til okk­ar, þar sem við erum eina sveit­ar­fé­lagið með virka þjón­ust­u,“ hafði RÚV eftir Hrafn­hildi.

Kópa­vogs­bær búinn að greiða fyrir 772 gistinætur

Kjarn­inn beindi einnig fyr­ir­spurnum til ann­arra sveit­ar­fé­laga höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um útlagðan kostnað vegna þessa mála­flokks og hafa svör borist nú þegar frá Kópa­vogsbæ og Hafn­ar­fjarð­ar­bæ.

Í svari frá Kópa­vogsbæ er þess getið að á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins hafi bær­inn greitt Reykja­vík­ur­borg alls rúmar 16 millj­ónir króna fyrir alls 772 gistinætur heim­il­is­lausra íbúa Kópa­vogs í neyð­ar­skýlum á vegum borg­ar­inn­ar.

Þetta er nokkur aukn­ing frá því í fyrra, sam­kvæmt yfir­liti sem Kópa­vogs­bær sendi Kjarn­an­um, en allt síð­asta ár rukk­aði Reykja­vík­ur­borg Kópa­vogsbæ um 10 millj­ónir króna fyrir 527 gistinætur í skýlum á vegum borg­ar­innar og árið 2020 námu þessar greiðslur Kópa­vogs­bæjar til Reykja­víkur 5,9 millj­ónum króna fyrir alls 326 gistinæt­ur.

Að auki er vel­ferð­ar­svið Kópa­vogs­bæjar með þjón­ustu­samn­ing við Sam­hjálp um rekstur áfanga­heim­ilis við Dal­brekku fyrir 8 karl­menn og er kostn­aður bæj­ar­ins við rekstur úrræð­is­ins á þessu ári rúmar 32 millj­ónir króna. Í svari frá bænum segir að félags­ráð­gjafi frá Kópa­vogsbæ sé þar með viku­lega við­veru, en um er að ræða úrræði fyrir karl­menn sem eru með lög­heim­ili í Kópa­vogi og eru að ljúka fíkni­með­ferð­um, oft lang­tíma­með­ferð­um, og þurfa að koma undir sig fót­unum að nýju.

Hafn­ar­fjörður segir erfitt að segja til um kostn­að­inn

Í svari frá Hafn­ar­firði til Kjarn­ans segir að það sé „mjög erfitt að segja til um árlegan kostnað Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar vegna þjón­ustu við heim­il­is­laust fólk“.

„Erfitt hefur reynst að festa tölu á fjölda heim­il­is­lausra því það leita ekki allir til sveit­ar­fé­lags­ins í erf­ið­leikum sín­um. Ein­hverjir eru á mán­að­ar­legri fjár­hags­að­stoð frá sveit­ar­fé­lag­inu og ein­hverjir komnir á örorku. Raun­hæf heild­ar­mynd í kostn­aði kallar á gögn frá mörgum ólíkum aðilum sem vinna þá með sömu skil­grein­ing­una á heim­il­is­leysi. Hafn­ar­fjarð­ar­bær vinnur náið með öðrum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í þessum mála­flokki líkt og svo mörgum öðr­um. Mark­miðið er ávallt að bæta lífs­kjör þeirra sem standa höllum fæti og reynt að veita þessum ein­stak­lingum mark­vissa stuðn­ings­þjón­ustu til að auka lífs­gæði þeirra,“ segir í svari bæj­ar­ins.

Í svar­inu er einnig bent á að á vett­vangi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) sé starf­andi sam­starfs­hópur um mál­efni heim­il­is­lausra og að verk­efna­stjóri hóps­ins sé um þessar mundir að vinna að úttekt með sveit­ar­fé­lög­unum um þennan mála­flokk.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent