Yfirlæknir á bráðadeild segir vert að íhuga skorður á sölu og notkun flugelda

Frá 2010 hafa þrettán manns orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna flugeldaáverka, eða einn um hver áramót að meðaltali. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir vert að íhuga að setja frekari skorður á innflutning, sölu og notkun flugelda.

Flugeldar
Auglýsing

21 ein­stak­ling­ur, að með­al­tali, leitar á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans ár hvert vegna flug­eldaslysa, þar af helm­ingur á nýárs­dag og fjórð­ungur á fyrstu klukku­stund hvers nýs árs. Eng­inn hefur látið lífið vegna flug­elda­á­verka en að minnsta kosti 13 hafa orðið fyrir var­an­legu heilsutjóni vegna flug­elda­á­verka frá árinu 2010.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein Hjalta Más Björns­son­ar, yfir­læknis á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans, og Björns Vil­helms Ólafs­sonar lækna­nema í des­em­ber­blaði Lækna­blaðs­ins þar sem fjallað er um rann­sókn þeirra á flug­eldaslysum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá 2010-2022.

Um er að ræða fyrstu heild­stæðu rann­sókn á flug­eldaslysum hér á landi. Flug­eldar voru fyrst sprengdir í Kína fyrir um 2000 árum en elstu heim­ildir um flug­elda­notkun á Íslandi eru frá Kópa­vogs­fund­inum árið 1662 þegar ein­veld­is­skuld­bind­ingin var und­ir­rit­uð. Sala flug­elda hófst hér á landi um alda­mótin 1900.

Auglýsing

Karl­menn þrír af hverjum fjórum sem slasast vegna flug­elda

„Þrátt fyrir að flug­eldar séu almennt taldir fólki til skemmt­unar fylgja skugga­hliðar notkun þeirra. Hefur slysa­tíðni verið all­mik­il, helst bruna­sár og einnig nokkuð um alvar­lega augná­verka,“ segir í rann­sókn­inni og telja höf­undar slys vegna flug­elda­notk­unar umtals­vert vanda­mál á Íslandi.

248 manns leit­uðu á bráða­mót­töku Land­spít­ala frá des­em­ber 2010 til jan­úar 2022 vegna flug­eldaslysa.

Yngsti ein­stak­ling­ur­inn sem leit­aði á bráða­mót­töku vegna flug­elda­á­verka var 9 mán­aða og sá elsti 79 ára en með­al­aldur þeirra sem urðu fyrir áverkum vegna flug­eldaslysa var 26 ár. Tæp­lega þrír af hverjum fjórum sem slasast vegna flug­elda, eða 73 pró­sent, eru karl­kyns.

Banna ætti börnum á leik­skóla­aldri að nota stjörnu­ljós

Áber­andi er að börn voru tæpur helm­ingur slas­aðra. Alls slös­uð­ust 114 börn, eða 46 pró­sent slas­aðra, þar af 12 á leik­skóla­aldri. Höf­undar segja slá­andi var hversu mörg börn slös­uð­ust við flug­elda­notkun hér á landi en hlut­fallið er hærra en í erlendum rann­sóknum þar sem hlut­fallið var almennt á bil­inu -15-42 pró­sent.

Af þeim 114 börnum sem slös­uð­ust við notkun flug­elda voru 42 sögð undir eft­ir­liti full­orð­inna þegar slysið varð, eins og lög kveða á um. Börn sem skráð voru án eft­ir­lits voru alls 28 tals­ins en í 44 til­fellum lágu gögn ekki fyr­ir. Árlega slasast að með­al­tali eitt barn á leik­skóla­aldri, þar af rúmur helm­ingur vegna stjörnu­ljósa.

„Stjörnu­ljós líta út fyrir að vera sak­laus ljósa­dýrð en þau brenna skært og ná yfir 1000°C hita. Mestur skaði hlýst þó þegar kviknar í klæðum fólks og geta stjörnu­ljós þá valdið alvar­legum áverk­um. Ekki fund­ust slík til­vik í þess­ari rann­sókn en fræða þarf for­eldra betur um hætt­una sem stafar af stjörnu­ljósum og banna leik­skóla­börnum að nota þau,“ segja höf­und­ar.

Fjórð­ungur flug­eldaslysa á fyrsta klukku­tíma nýs árs

Skrán­ing á notkun áfengis og ann­arra fíkni­efna var mjög ófull­komin en 10 ein­stak­lingar voru sagðir undir áhrifum áfengis og einn sagður alls­gáður en skrán­ingu vant­aði hjá 237 manns. Eng­inn var sagður undir áhrifum ann­arra efna.

Ef tíma­setn­ing flug­eldaslysanna er skoðuð sést að alls urðu 28 pró­sent slysa utan leyfi­legs skot­tíma flug­elda. Slysin dreifð­ust ekki jafnt á árið, 81 pró­sent slysanna urðu í jan­úar og 10 pró­sent í des­em­ber á meðan 9 pró­sent dreifð­ust á hina 10 mán­uð­ina. Við nán­ari skoðun á ára­mót­unum kemur í ljós að 129, eða 52 pró­sent slysa, urðu 1. jan­úar og þar af 59, eða 24 pró­sent, á fyrsta klukku­tíma árs­ins.

16 prósent einstaklinga voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa, 68 prósent komu á eigin vegum en skráning var ófullkomin hjá 16 prósent slasaðra.

Flest slys vegna rak­etta

Rak­ettur ollu flestum slysum, eða 23 pró­sent, og þar á eftir skott­ert­ur, 17 pró­sent. Þriðja algeng­asta orsökin voru blys, 14 pró­sent, og þar af tvö neyð­ar­blys sem notuð voru til skemmt­un­ar. Átta slys urðu vegna stjörnu­ljósa, öll hjá börnum 9 ára og yngri.

Í 39 pró­sent til­vika voru vís­bend­ingar um að galli í flug­eldi hefði átt þátt í eða orsakað slys og í þriðj­ungi til­vika virð­ast ein­stak­lingar ekki hafa með­höndlað flug­elda með réttum hætti.

Flestir áverk­anna voru minni­hátt­ar, bruna­sár og skurð­ir. Helstu áverkar sem fund­ust voru brun­ar, sár, brot, mar, hljóð­himnurof og aðskota­hlutur í auga. Í heild­ina voru þessir áverkar 382 tals­ins. Algeng­ustu áverk­arnir voru bruna­sár, en 157 ein­stak­lingar hlutu bruna. Dreif­ing bruna var ójöfn eftir lík­ams­svæðum og lang algeng­ast var að brenna á hönd­un­um.

19 geng­ist undir skurð­að­gerð vegna flug­eldaslysa

22 voru lagðir inn á Land­spít­al­ann vegna flug­eldaslysa á tíma­bil­inu og lágu sam­tals inni í 91 dag, frá einum degi upp í 33 daga hver. 19 geng­ust undir skurð­að­gerð vegna áverk­anna. Af þeim 248 sem leit­uðu á bráða­mót­töku vegna flug­eldaslysa frá 2010-2022 hafa að minnsta kosti 13 hlotið var­an­legt heilsutjón vegna flug­elda­á­verka, eða um einn ein­stak­lingur á hverju ári að með­al­tali. Ekki er til­greint nánar um hvers eðlis heilsutjónið er, annað en að það sé var­an­legt.

Að mati Hjalta og Björns þarf að efla for­varn­ar­starf gegn flug­eldaslysum, einkum með áherslu á rétta með­höndlun þeirra og notkun örygg­is­gler­augna. „Sér­stak­lega þarf að huga að for­vörnum barna og ættu börn á leik­skóla­aldri ekki að nota stjörnu­ljós né aðra flug­elda,“ ítreka þeir í rann­sókn­inni.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar gefa til­efni til að setja skorð­ur, eða að minnsta kosti íhuga það, á flug­elda­notkun að mati höf­unda.

„Þó flug­eldar séu fal­legir fylgir þeim mikil slysa­tíðni og álag á bráða­mót­tök­una og því er vert að íhuga að setja frek­ari skorður við inn­flutn­ingi, sölu og notkun þeirra,“ segir í sam­an­tekt rann­sókn­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent