Ekki takmark yfirvalda að meirihluti þjóðarinnar smitist af veirunni

Enn bendir allt til þess að innan við eitt prósent almennings hér á landi hafi sýkst af COVID-19 og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda séu að bera árangur. „Nú gildir að vera þolinmóð, umburðarlynd og sýna kærleika,” segir Víðir Reynisson.

Kórónuveiran
Auglýsing

„Það tekst ekki að halda far­aldri í skefjum nema að við vinnum sam­an,“ sagði Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn rík­is­lög­reglu­stjóra, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Þar var hann spurður um áhyggjur for­eldra af áhrifum tak­mark­ana á skóla­haldi á atvinnu. Hann benti á að nú væru marg­ar vikur fram undan þar sem líf okkar verður ekki með hefð­bundnum hætti. „Ef all­ir ­gera eitt­hvað getum við saman gert mjög mik­ið.“

Ef atvinnu­rek­endur slök­uðu á mæt­ing­ar­kröfum myndi það skila mjög miklu í heild­ar­mynd­inni. Sagði Víðir að til­ ­mik­ils væri að vinna að kom­ast hjá því að loka öllu sam­fé­lag­inu.

Smit hafa nú ­greinst í þremur lands­hlutum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Veiran er því farin að láta á sér kræla ann­ars staðar sem kemur ekki á óvart, að sögn Þór­ólfs Guðna­son­ar ­sótt­varna­lækn­is. 180 hafa nú greinst með veiruna hér á landi. Benti Þórólfur á að nýj­ustu tölur væru stöðugt upp­færðar á covid.­is.

Auglýsing

Rann­sókn­ir heil­brigð­is­yf­ir­valda sem og Íslenskrar erfða­grein­ingar benti til að ekki væri mikið sam­fél­gs­smit í gangi, „við vitum ekki hversu lengi það end­ist,“ ­sagði Þórólf­ur. Á 1-2 vikum gætu komið upp tals­vert fleiri smit en greinst hafa fram að þessu.

Sagði Þórólfur að enn væri ekki hægt að segja með mik­illi vissu hvernig far­ald­ur­inn kæmi til með að þró­ast en að ekki væri óraun­hæft að ætla að hann myndi fjara út í lok maí eða júní. Enn ætti þó eftir að fá gleggri ­mynd af ástand­inu svo hægt væri að áætla hvenær far­ald­ur­inn myndi ná hámarki.

„Við erum að skrítnum tím­um, það er sam­komu­banni í gildi og röskun á sam­fé­lag­in­u,“ sagði Víð­ir. „Það tekur tíma að aðlag­ast þessu nýja normi, þessum nýja raun­veru­leika. Nú gildir að vera þol­in­móð, umburð­ar­lynd og ­sýna kær­leika.“

Hvað er hjarð­ó­næmi?

Þórólfur ræddi sér­stak­lega um hug­takið hjarð­ó­næmi og sagð­i það komið úr bólu­setn­inga­fræð­um. Það væri mæli­kvarði á hversu marga þyrftu að ­bólu­setja til að skapa ónæmi í sam­fé­lagi ef veira kemur upp svo hún næði ekki að ­þríf­ast og verða að far­aldri. Hann sagði að hægt væri að reikna út stuð­ul hjarð­ó­næmis og að miðað við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar um nýju kór­ónu­veiruna þyrft­i að bólu­setja um 60 til 70 pró­sent manna til að vernda þjóð­ina. Ekk­ert bólu­efni er hins ­vegar til. „Þetta þýðir ekki að það sé okkar tak­mark að svo margir sýk­ist af veirunn­i,“ sagði Þórólfur með áherslu. „Okkar mark­mið er að tak­marka út­breiðsl­una og hægja á henn­i.“ Ekki væri vitað hversu margir kæmu til með að ­sýkjast, „von­andi sem fæstir og þá sér­stak­lega úr þessum við­kvæmu hóp­um.“

Spurður hvort að fólk ætti að hætta við að fara í til dæm­is­ ­klipp­ingu sagði Þórólfur að hver og einn þyrfti að vega og meta það, ­sér­stak­lega þeir sem eru í áhættu­hóp­um. Almenn­ingur ætti ekki endi­lega að ­sleppa því. Í sumum löndum hefur börum og hár­greiðslu­stofum verið lok­að, svo ­dæmi séu tek­in. „Við get­um  hugs­an­lega þurft að grípa til harð­ari aðgerða ef far­ald­ur­inn ætlar að þró­ast á rangan máta. Við getum hugs­an­lega gert ákveðnar til­slak­anir ef allt virkar vel í sam­ræmi við okkar áhættu­mat.“

Alma Möller land­læknir sagði að mikið mæddi nú á starfs­mönn­um Land­spít­al­ans en að þar væri þó engan bil­bug að finna. Verið væri að und­ir­bú­a ­spít­al­ann fyrir það að taka á móti fleiri sjúk­lingum með COVID-19 en einnig ­þyrfti að tryggja að önnur nauð­syn­leg þjón­usta væri veitt. Aðeins þrjár skurð­stof­ur af átta væru nú í notk­un.

Yfir þúsund sýni eru tekin á hverjum degi hér á landi. Mynd: EPA

Á fund­inum var einnig Jóhannes Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó bs. Í máli hans kom fram að ákveðið hefði verið að ráð­ast í aðgerðir til að hefta útbreiðslu COVID-19. Frá­ og með deg­inum í dag hafa fram­dyr allra stræt­is­vagna verið lok­aðar og far­þegar beðn­ir um að ganga inn um mið- eða aft­ari dyr á vögn­un­um.

Þá eru far­þeg­ar hvattir að greiða far­gjöld með strætókorti eða strætó­appi, og halda korti eða síma á lofti í átt að vagn­stjór­an­um, en ganga ekki fram í vagn­inn til að ­stað­festa far­gjald við vagn­stjóra. Þeir við­skipta­vinir sem greiða með pen­ing­um eða strætómiðum geta þó gengið fram í vagn­inn til að greiða far­gjald­ið.

Nítján jákvæð sýni

Starfs­fólk ­Ís­lenskrar erfða­grein­ingar er búið að taka 3.087 sýni í Þjón­ustu­mið­stöð rann­sókna­verk­efna í Turn­inum í Kópa­vogi. Þegar greind hafa verið 1.800 sýni hafa fund­ist 19 já­kvæð. Enn bendir því allt til þess að innan við eitt pró­sent almenn­ings hafi ­sýkst af COVID-19 og aðgerðir heil­brigð­is­yf­ir­valda séu að bera árang­ur, þar sem nýja kór­ónu­veiran sé ekki orðin mjög útbreidd meðal almenn­ings.

Gert er ráð fyr­ir­ að um þús­und nið­ur­stöður til við­bótar verði til­búnar í kvöld, og greind sýn­i verði þá alls 2800.

Alls hafa rúm­lega 14.000 manns skráð sig í skimun fram til 27. mars. Ann­ars slagið losna tímar eftir því sem afbók­anir ber­ast. Hægt er að fylgj­ast með hvort það eru laus­ir ­tímar á bok­un.­rannsokn.is.

Þrjú jákvæð sýn­i hafa þegar verið rað­greind, upp­runi eins þeirra er úr mann­eskju sem var að kom­a frá vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna og er af teg­und­inni S sem er upp­runa­lega veiran frá Asíu. Hin sýnin reynd­ust lít­il­lega stökk­breytt og af gerð­inni L, sem er al­geng­ari í Evr­ópu.

Von er á 100 ­sýnum til við­bótar úr rað­grein­ingu á morg­un.

Tæp­lega 170 ­þús­und manns hafa nú greinst með veiruna í 148 löndum heims­ins. Yfir 6.500 hafa lát­ist, flestir í Kína, á Ítalíu og í Íran.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent