Norwegian aflýsir 85 prósent allra fluga og segir mögulega upp þúsundum

Norska lágfargjaldarflugfélagið sem flýgur meðal annars til Íslands hefur gripið til stórtækra aðgerða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og áhrifa þess á flugsamgöngur.

Norwegian
Auglýsing

Norska lág­far­gjald­ar­flug­fé­lagið Norweg­ian hefur aflýst 85 pró­sent allra fyr­ir­hug­aðra flug­ferða sinna og störf 7.300 starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins eru í hættu. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá Jacob Schram, for­stjóra Norweg­i­an, sem hann sendi frá sér í dag. Dag­ens Nær­ingsliv greinir frá. 

Schram sagði í til­kynn­ing­unni að um tíma­bundnar aðgerðir væri að ræða og þegar að heim­ur­inn yrði aftur eðli­legur þá væri það stefna hans að ráða starfs­menn­ina sem nú missa vinn­una aft­ur. Hann sagði enn fremur að það væri afar jákvætt að norsk stjórn­völd hefðu til­kynnt að þau ætl­uðu að gera allt sem til þyrfti til að styðja við norskan flug­iðnað svo að mik­il­vægir inn­virðir héld­ust og tug þús­undir starfa myndu ekki tap­ast.

Í gær var greint frá því að tíu þús­und starfs­menn flug­fé­lags­ins SAS yrðu sendir í ótíma­bundið leyf­i. Rickard Gustaf­­son, for­­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, sagði á blaða­manna­fundi í gær að  eft­ir­spurn eft­ir flugi hef­ði meira og minna þurrk­­ast út vegna kór­ón­u­veirunn­­ar. Um er að ræða 90 pró­sent starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing
Erna Sol­berg for­­sæt­is­ráð­herra Nor­egs og Jan Tore Sann­er, fjár­­­mála­ráð­herra lands­ins, kynntu í gær­kvöldi björg­un­ar­pakka upp á að minnsta kosti 100 millj­­arða norskra króna, sem eru um 1.340 millj­­arðar íslenskra króna, sem not­aður verður til að styðja við norsk fyr­ir­tæki vegna áhrifa sem þau verða fyrir vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­dómn­­um. 

Áætl­­unin sem norska rík­­is­­stjórnin kynnti var tví­­þætt. Ann­­ars vegar verða fjár­­mun­irnir not­aðir til að kaupa skulda­bréf af stærri fyr­ir­tækj­um, eins og flug­fé­lög­um, upp að sam­tals 50 millj­­örðum norskra króna. Það mun styrkja lausa­fjár­stöðu þeirra og getu til að kom­ast í gegnum fyr­ir­liggj­andi skafl.

Hin leiðin snýst um að norska ríkið ætlar að veita ábyrgðir fyrir lánum í bönkum fyrir lítil og milli­­­stór fyr­ir­tæki svo þau geti fengið fyr­ir­greiðslu til að kom­­ast í gegnum það ástand sem nú er uppi. Með þessu ættu fyr­ir­tækin að geta tryggt sér laust fé til að lifa af. 

Þessi leið nær til þeirra fyr­ir­tækja sem bankar meta sem svo að séu arð­­bær til lengri tíma lít­ið, en að gætu jafn­­vel lent i gjald­­þroti að óbreyttu vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla kór­ón­u­veirunnar og aðgerðir ríkja heims vegna hennar eru að hafa á allt efna­hags­­kerf­ið.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent