Norwegian aflýsir 85 prósent allra fluga og segir mögulega upp þúsundum

Norska lágfargjaldarflugfélagið sem flýgur meðal annars til Íslands hefur gripið til stórtækra aðgerða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og áhrifa þess á flugsamgöngur.

Norwegian
Auglýsing

Norska lág­far­gjald­ar­flug­fé­lagið Norweg­ian hefur aflýst 85 pró­sent allra fyr­ir­hug­aðra flug­ferða sinna og störf 7.300 starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins eru í hættu. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá Jacob Schram, for­stjóra Norweg­i­an, sem hann sendi frá sér í dag. Dag­ens Nær­ingsliv greinir frá. 

Schram sagði í til­kynn­ing­unni að um tíma­bundnar aðgerðir væri að ræða og þegar að heim­ur­inn yrði aftur eðli­legur þá væri það stefna hans að ráða starfs­menn­ina sem nú missa vinn­una aft­ur. Hann sagði enn fremur að það væri afar jákvætt að norsk stjórn­völd hefðu til­kynnt að þau ætl­uðu að gera allt sem til þyrfti til að styðja við norskan flug­iðnað svo að mik­il­vægir inn­virðir héld­ust og tug þús­undir starfa myndu ekki tap­ast.

Í gær var greint frá því að tíu þús­und starfs­menn flug­fé­lags­ins SAS yrðu sendir í ótíma­bundið leyf­i. Rickard Gustaf­­son, for­­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, sagði á blaða­manna­fundi í gær að  eft­ir­spurn eft­ir flugi hef­ði meira og minna þurrk­­ast út vegna kór­ón­u­veirunn­­ar. Um er að ræða 90 pró­sent starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing
Erna Sol­berg for­­sæt­is­ráð­herra Nor­egs og Jan Tore Sann­er, fjár­­­mála­ráð­herra lands­ins, kynntu í gær­kvöldi björg­un­ar­pakka upp á að minnsta kosti 100 millj­­arða norskra króna, sem eru um 1.340 millj­­arðar íslenskra króna, sem not­aður verður til að styðja við norsk fyr­ir­tæki vegna áhrifa sem þau verða fyrir vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­dómn­­um. 

Áætl­­unin sem norska rík­­is­­stjórnin kynnti var tví­­þætt. Ann­­ars vegar verða fjár­­mun­irnir not­aðir til að kaupa skulda­bréf af stærri fyr­ir­tækj­um, eins og flug­fé­lög­um, upp að sam­tals 50 millj­­örðum norskra króna. Það mun styrkja lausa­fjár­stöðu þeirra og getu til að kom­ast í gegnum fyr­ir­liggj­andi skafl.

Hin leiðin snýst um að norska ríkið ætlar að veita ábyrgðir fyrir lánum í bönkum fyrir lítil og milli­­­stór fyr­ir­tæki svo þau geti fengið fyr­ir­greiðslu til að kom­­ast í gegnum það ástand sem nú er uppi. Með þessu ættu fyr­ir­tækin að geta tryggt sér laust fé til að lifa af. 

Þessi leið nær til þeirra fyr­ir­tækja sem bankar meta sem svo að séu arð­­bær til lengri tíma lít­ið, en að gætu jafn­­vel lent i gjald­­þroti að óbreyttu vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla kór­ón­u­veirunnar og aðgerðir ríkja heims vegna hennar eru að hafa á allt efna­hags­­kerf­ið.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent