Norwegian aflýsir 85 prósent allra fluga og segir mögulega upp þúsundum

Norska lágfargjaldarflugfélagið sem flýgur meðal annars til Íslands hefur gripið til stórtækra aðgerða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og áhrifa þess á flugsamgöngur.

Norwegian
Auglýsing

Norska lág­far­gjald­ar­flug­fé­lagið Norweg­ian hefur aflýst 85 pró­sent allra fyr­ir­hug­aðra flug­ferða sinna og störf 7.300 starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins eru í hættu. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá Jacob Schram, for­stjóra Norweg­i­an, sem hann sendi frá sér í dag. Dag­ens Nær­ingsliv greinir frá. 

Schram sagði í til­kynn­ing­unni að um tíma­bundnar aðgerðir væri að ræða og þegar að heim­ur­inn yrði aftur eðli­legur þá væri það stefna hans að ráða starfs­menn­ina sem nú missa vinn­una aft­ur. Hann sagði enn fremur að það væri afar jákvætt að norsk stjórn­völd hefðu til­kynnt að þau ætl­uðu að gera allt sem til þyrfti til að styðja við norskan flug­iðnað svo að mik­il­vægir inn­virðir héld­ust og tug þús­undir starfa myndu ekki tap­ast.

Í gær var greint frá því að tíu þús­und starfs­menn flug­fé­lags­ins SAS yrðu sendir í ótíma­bundið leyf­i. Rickard Gustaf­­son, for­­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, sagði á blaða­manna­fundi í gær að  eft­ir­spurn eft­ir flugi hef­ði meira og minna þurrk­­ast út vegna kór­ón­u­veirunn­­ar. Um er að ræða 90 pró­sent starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing
Erna Sol­berg for­­sæt­is­ráð­herra Nor­egs og Jan Tore Sann­er, fjár­­­mála­ráð­herra lands­ins, kynntu í gær­kvöldi björg­un­ar­pakka upp á að minnsta kosti 100 millj­­arða norskra króna, sem eru um 1.340 millj­­arðar íslenskra króna, sem not­aður verður til að styðja við norsk fyr­ir­tæki vegna áhrifa sem þau verða fyrir vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­dómn­­um. 

Áætl­­unin sem norska rík­­is­­stjórnin kynnti var tví­­þætt. Ann­­ars vegar verða fjár­­mun­irnir not­aðir til að kaupa skulda­bréf af stærri fyr­ir­tækj­um, eins og flug­fé­lög­um, upp að sam­tals 50 millj­­örðum norskra króna. Það mun styrkja lausa­fjár­stöðu þeirra og getu til að kom­ast í gegnum fyr­ir­liggj­andi skafl.

Hin leiðin snýst um að norska ríkið ætlar að veita ábyrgðir fyrir lánum í bönkum fyrir lítil og milli­­­stór fyr­ir­tæki svo þau geti fengið fyr­ir­greiðslu til að kom­­ast í gegnum það ástand sem nú er uppi. Með þessu ættu fyr­ir­tækin að geta tryggt sér laust fé til að lifa af. 

Þessi leið nær til þeirra fyr­ir­tækja sem bankar meta sem svo að séu arð­­bær til lengri tíma lít­ið, en að gætu jafn­­vel lent i gjald­­þroti að óbreyttu vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla kór­ón­u­veirunnar og aðgerðir ríkja heims vegna hennar eru að hafa á allt efna­hags­­kerf­ið.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Icelandair ætlar að fljúga til 32 áfangastaða
Flugfélagið gerir ráð fyrir 25 til 30 prósentum færri sætum næsta sumar miðað við í fyrra, en stefnir þó á að fljúga til 22 borga í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. október 2020
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
Kjarninn 20. október 2020
Þórarinn Eyfjörð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun
Kjarninn 20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
Kjarninn 20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent