Skemmtiferð sjávarútvegsfyrirtækis endar í sóttkví

Sjötíu manns frá Patreksfirði, yfir 10 prósent bæjarbúa, þurfa að fara í 14 daga sóttkví eftir ferð til Tenerife. Um er að ræða hóp frá fiskvinnslufyrirtæki, starfsmenn þess til lands og sjávar og maka þeirra.

Hópurinn var á Tenerife í skemmtiferð.
Hópurinn var á Tenerife í skemmtiferð.
Auglýsing

Sjö­tíu íbúar á Pat­reks­firði þurfa að fara í 14 daga sótt­kví við kom­una til lands­ins, en um er að ræða hóp sem fór í skemmti­ferð á Tenerife á vegum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Odda, starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins til lands og sjávar og maka þeirra.

Tutt­ugu manns úr hópnum komu til lands­ins í gær og ráð­gert er að fimm­tíu komi á morg­un. Rúm­lega 10 pró­sent íbúa á Pat­reks­firði verða þannig í sótt­kví næstu tvær vik­urn­ar, en bæj­ar­búar eru um 700 tals­ins.

Heil­brigð­is­stofnun Vest­fjarða hefur verið í sam­bandi við far­ar­stjóra hóps­ins, sem segir alla ein­kenna­lausa. Haft verður sam­band við alla við kom­una til lands­ins til að skerpa á fyr­ir­mælum um sótt­kví, sam­kvæmt færslu stofn­un­ar­innar á Face­book.

Auglýsing

Bannað að vera utandyra

Starfs­maður fyr­ir­tæk­is­ins, sem enn er staddur á Tenerife, segir við Kjarn­ann að vinnsla hjá fyr­ir­tæk­inu muni ekki leggj­ast alveg af þrátt fyrir að meiri­hluti starfs­manna sé á leið í sótt­kví. Á annan tug starfs­manna fór ekki með í skemmti­ferð­ina og munu þeir geta haldið uppi lág­marks­vinnslu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Nær algört útgöngu­bann er í gildi á Spáni og hefur sól­þyrstum Pat­reks­firð­ingum sem enn eru á svæð­inu verið bannað að fara út í sund­laug­ar­garð, sam­kvæmt frá­sögn sama starfs­manns. Tæp­lega 8.000 smit hafa greinst í land­inu til þessa, rúm­lega hund­rað þeirra á Kanarí­eyj­u­m. 

Tæp­lega 300 manns hafa lát­ist vegna COVID-19 á Spáni, en flest eru smitin í borgum á meg­in­land­inu og lang­flest í Madríd og nágrenni eða á fjórða þús­und, sam­kvæmt frétt spænska blaðs­ins El País.

Mik­il­vægt að halda reglur um sótt­kví

Heil­brigð­is­stofnun Vest­fjarða segir að ófærð hafi sett strik í ferða­lög fyrri hóps­ins hér inn­an­lands og að mögu­legt sé að seinni hóp­ur­inn verði einnig í basli við að koma sér heim vegna veð­urs.

„Þrátt fyrir þetta er mik­il­vægt að reglur um sótt­kví verði haldnar til að minnka líkur á smit­i,“ segir í til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar. Engin stað­fest COVID-19 smit hafa til þessa greinst á Vest­fjörð­um, en í umdæm­inu eru sem stendur 11 manns í sótt­kví eft­ir, sam­kvæmt vef­síð­unni covid.is. Fjöldi þeirra marg­fald­ast því núna á næstu dög­um.

70 Pat­reks­firð­ingar í sótt­kví ­Stór hópur Pat­reks­firð­inga sem verið hefur á ferða­lagi á skil­greindu hættu­svæði er nú...

Posted by Heil­brigð­is­stofnun Vest­fjarða on Monday, March 16, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent