Skemmtiferð sjávarútvegsfyrirtækis endar í sóttkví

Sjötíu manns frá Patreksfirði, yfir 10 prósent bæjarbúa, þurfa að fara í 14 daga sóttkví eftir ferð til Tenerife. Um er að ræða hóp frá fiskvinnslufyrirtæki, starfsmenn þess til lands og sjávar og maka þeirra.

Hópurinn var á Tenerife í skemmtiferð.
Hópurinn var á Tenerife í skemmtiferð.
Auglýsing

Sjötíu íbúar á Patreksfirði þurfa að fara í 14 daga sóttkví við komuna til landsins, en um er að ræða hóp sem fór í skemmtiferð á Tenerife á vegum sjávarútvegsfyrirtækisins Odda, starfsmenn fyrirtækisins til lands og sjávar og maka þeirra.

Tuttugu manns úr hópnum komu til landsins í gær og ráðgert er að fimmtíu komi á morgun. Rúmlega 10 prósent íbúa á Patreksfirði verða þannig í sóttkví næstu tvær vikurnar, en bæjarbúar eru um 700 talsins.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur verið í sambandi við fararstjóra hópsins, sem segir alla einkennalausa. Haft verður samband við alla við komuna til landsins til að skerpa á fyrirmælum um sóttkví, samkvæmt færslu stofnunarinnar á Facebook.

Auglýsing

Bannað að vera utandyra

Starfsmaður fyrirtækisins, sem enn er staddur á Tenerife, segir við Kjarnann að vinnsla hjá fyrirtækinu muni ekki leggjast alveg af þrátt fyrir að meirihluti starfsmanna sé á leið í sóttkví. Á annan tug starfsmanna fór ekki með í skemmtiferðina og munu þeir geta haldið uppi lágmarksvinnslu hjá fyrirtækinu.

Nær algört útgöngubann er í gildi á Spáni og hefur sólþyrstum Patreksfirðingum sem enn eru á svæðinu verið bannað að fara út í sundlaugargarð, samkvæmt frásögn sama starfsmanns. Tæplega 8.000 smit hafa greinst í landinu til þessa, rúmlega hundrað þeirra á Kanaríeyjum. 

Tæplega 300 manns hafa látist vegna COVID-19 á Spáni, en flest eru smitin í borgum á meginlandinu og langflest í Madríd og nágrenni eða á fjórða þúsund, samkvæmt frétt spænska blaðsins El País.

Mikilvægt að halda reglur um sóttkví

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða segir að ófærð hafi sett strik í ferðalög fyrri hópsins hér innanlands og að mögulegt sé að seinni hópurinn verði einnig í basli við að koma sér heim vegna veðurs.

„Þrátt fyrir þetta er mikilvægt að reglur um sóttkví verði haldnar til að minnka líkur á smiti,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. Engin staðfest COVID-19 smit hafa til þessa greinst á Vestfjörðum, en í umdæminu eru sem stendur 11 manns í sóttkví eftir, samkvæmt vefsíðunni covid.is. Fjöldi þeirra margfaldast því núna á næstu dögum.

70 Patreksfirðingar í sóttkví Stór hópur Patreksfirðinga sem verið hefur á ferðalagi á skilgreindu hættusvæði er nú...

Posted by Heilbrigðisstofnun Vestfjarða on Monday, March 16, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent