Efling semur við sveitarfélögin – Verkfalli aflýst

Formaður Eflingar segir að Eflingarfólk hafi sýnt að jafnvel „grimmustu stofnanir valdsins“ eigi ekki roð við sér. Þeir sem héldu að kórónaveirufaraldur og efnahagslægð væri átylla til að skerða kjör hafi komist að því að það væri „stór misskilningur“.

Sólveig Anna Jónsdóttir - Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Samn­inga­nefnd Efl­ingar und­ir­rit­aði í gær­kvöldi kjara­samn­ing við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Verk­fall á þriðja hund­rað félags­manna Efl­ingar sem vinna hjá Kópa­vogs­bæ, Sel­tjarn­­ar­­nes­bæ, Mos­­fells­bæ og Sveit­­ar­­fé­lag­inu Ölf­usi, og hófst fyrir viku, hefur verið aflýst frá og með deg­inum í dag. Verk­fallið hafði áhrif á starf­semi hluta leik­skóla og grunn­skóla í sveit­ar­fé­lög­unum þar sem ræst­ing­ar­fólk gekk ekki til starfa á meðan að því stóð.

Verk­fallið hófst upp­haf­lega 9. mars síð­ast­lið­inn eftir að hafa verið sam­þykkt með 90 pró­sent greiddra atkvæða á meðal félags­manna en var svo frestað 24. mars vegna kór­ónu­veirunn­ar. Kosið var aftur um verk­falls­að­gerðir eftir páska og aftur sam­þykktu 90 pró­sent allra sem greiddu atkvæði aðgerð­irn­ar. Verk­fallið hófst síð­an, líkt og áður sagði, á mánu­dag í síð­ustu viku. 

Auglýsing
Í til­kynn­ingu frá Efl­ingu segir að í kjara­samn­ingnum sé  kveðið á um hækkun lægstu launa með sér­stakri auka­greiðslu að fyr­ir­mynd kjara­samn­ings Efl­ingar við Reykja­vík­ur­borg. Efl­ing fagni sigri í lang­vinnri og erf­iðri kjara­bar­áttu við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga fyrir hönd félags­manna sem starfa hjá Kópa­vogs­bæ, Sel­tjarn­ar­nes­bæ, Mos­fells­bæ, Sveit­ar­fé­lag­inu Ölf­usi og Hvera­gerð­is­bæ. Kjara­bæt­urnar eru beinn árangur af verk­falls­að­gerð­unum að mati stétt­ar­fé­lags­ins.

Önnur meg­in­at­riði samn­ings­ins eru, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni, sam­tals 90 þús­und króna hækkun grunn­launa í grunn­þrepi yfir samn­ings­tím­ann, stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, 61 þús­und króna árlegt fram­lag í nýjan félags­manna­sjóð og fleira.

Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ing­ar, segir að í enn eitt skiptið hafi Efl­ing­ar­fólk í 

minnst metnu störfum sam­fé­lags­ins sýnt að jafn­vel „grimm­ustu stofn­anir valds­ins“ eigi ekki roð við þeim þegar þau komi fram bar­átt­uglöð og sam­ein­uð. „Í enn eitt skiptið hafa þau sannað að rétt­lát og stað­föst bar­átta lág­launa­fólks í gegnum sitt stétt­ar­fé­lag er ekki bara réttur okkar heldur skilar hún líka raun­veru­legum árangri. Ég vil líka benda á hversu mik­il­væg skila­boð félags­menn okkar senda inn í sam­fé­lags­á­standið með þessum árangri. Ef ein­hver hélt að kór­óna­veiru­far­ald­ur­inn og efna­hagslægðin sem honum fylgir yrði átylla til að skerða kjör lág­launa­fólks og berja niður í þeim bar­áttu­and­ann, þá hafa félags­menn okkar hjá sveit­ar­fé­lög­unum sýnt að það er ansi stór mis­skiln­ing­ur. Bar­áttan fyrir rétt­látu sam­fé­lagi er lif­andi og hefur aldrei skipt meira máli en einmitt nún­a.“ 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki senda okkur póst til að reyna að komast framar í röðina
Veiran er ennþá þarna úti, segir sóttvarnalæknir. Í lok mars á að hafa borist hingað til lands bóluefni fyrir um 30 þúsund manns. Frekari dreifingaráætlanir lyfjafyrirtækjanna hafa ekki verið gefnar út.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent