Icelandair og Flugvirkjafélag Íslands undirrita kjarasamning

Icelandair og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna.

icelandair
Auglýsing

Icelandair ehf. og Flug­virkja­fé­lag Íslands hafa und­ir­ritað nýjan kjara­samn­ing á milli félag­anna fyrir tíma­bilið 1. jan­úar 2021 til 31. des­em­ber 2025. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelandair í dag.

„Samn­ing­ur­inn er í sam­ræmi við þau mark­mið sem samn­ings­að­ilar lögðu upp með sem í senn styrkir sam­keppn­is­hæfni félags­ins og stendur vörð um starfs­kjör og gott starfs­um­hverfi. FVFÍ mun nú leggja samn­ing­inn fyrir félags­menn sína til atkvæða­greiðslu,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá kemur fram að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og afleið­ingar hans hafi haft gríð­ar­leg áhrif á starf­semi Icelanda­ir. Mikil óvissa sé um hvenær ferða­tak­mörk­unum verði aflétt og eft­ir­spurn eftir flugi og ferða­lögum taki við sér á ný. Félagið hafi þurft að grípa til erf­iðra en nauð­syn­legra aðgerða til að bregð­ast við óviss­unni. Á sama tíma sé unnið að því að styrkja sam­keppn­is­hæfni félags­ins til lengri tíma.

Auglýsing

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir í til­kynn­ing­unni það vera ánægju­legt og mik­il­vægt að hafa und­ir­ritað lang­tíma­samn­ing við eitt af lyk­il­stétt­ar­fé­lögum þeirra. „Við­ræð­urnar voru lausn­a­mið­aðar allt frá upp­hafi enda hafa aðstæður í umhverfi flug­fé­laga aldrei verið meira krefj­andi en nú. Við stóðum frammi fyrir ýmsum áskor­unum sem við unnum að í sam­ein­ingu að leiða til lykta. Þetta er mik­il­vægt skref í að styrkja stöðu félags­ins og sam­keppn­is­hæfni á alþjóða­mark­aði svo við verðum í stakk búin til að sækja fram af krafti þegar óviss­unni lýkur og til fram­tíð­ar.“

Guð­mundur Úlfar Jóns­son, for­maður Flug­virkja­fé­lags Íslands, seg­ist telja að samn­inga­nefnd Flug­virkja­fé­lags Íslands hafi mætt þeim þörfum og mark­miðum sem Icelandair telji að þurfi að upp­fylla í því ástandi sem rík­ir. „Und­ir­ritun á samn­ingi er lausn fyrir báða aðila í þeirri stöðu. Við lögðum áherslu á að kjara­samn­ings­bundin gildi flug­virkja yrðu varð­veitt þannig að sátt væri um stöðu mála.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent