„Forsendubrestur í samtali stjórnvalda við atvinnulífið“

Félags- og barnamálaráðherra finnst ekki siðferðislega ásættanlegt að fyrirtæki fari „undir ríkiskranann og fái fjármagn til þess að setja í sinn eigin vasa“.

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason
Auglýsing

Um leið og stjórn­völd hafa hvatt fyr­ir­tæki til þess að nýta sér hluta­bóta­leið­ina þá telur Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, að það megi ekki vera þannig að atvinnu­lífið líti þannig á að það sé sjálf­sagt að fara undir rík­is­kran­ann og fá fjár­magn til þess að setja í sinn eigin vasa. Þetta kom fram í við­tali við Ásmund Einar í Silfr­inu í morg­un.

„Það finnst mér sið­ferði­lega ekki ásætt­an­legt. Bara engan veg­inn,“ sagði ráð­herr­ann.

Hann vildi enn fremur meina að á þeim tíma­punkti sem leiðin var sett fram hefði hún verið skyn­sam­leg gagn­vart launa­fólki. „Vegna þess að við vörðum launa­fólk mjög vel gagn­vart þessum upp­sögn­um. Hins vegar vil ég segja að ef ekki er hægt í íslensku sam­fé­lagi að höfða til sið­ferð­is­kenndar stórra fyr­ir­tækja á tímum eins og þessum – ef stjórn­mála­menn mega ekki fjalla um það að það sé ekki eðli­legt að fyr­ir­tæki vinni ein­hvers konar sið­ferði­legt mat – þá erum við ekki í umræð­unni sem við fórum af stað með inn í þetta. Sem var það að við ætl­uðum öll að vera saman í þessu. Og ef eitt­hvað er sem ég hef sann­færst á þessum tíma er að við getum ekki treyst því að innan atvinnu­lífs­ins sé sú rödd skýr að við séum í sama bátnum í þessu.“

Auglýsing

Hann sagði þó að mörg fyr­ir­tæki stæðu sig vel en að stærri fyr­ir­tækin sem teldu það eðli­legt að greiða arð á sama tíma og þau eru með munn­inn undir rík­is­kran­an­um. „Þá er orð­inn ákveð­inn for­sendu­brestur í sam­tali stjórn­valda við atvinnu­líf­ið.“ Hann tal­aði um þessi fyr­ir­tæki sem svarta sauði og að atvinnu­lífið þyrfti að axla ábyrgð á því.

Reiður að sjá fyr­ir­tæki segja upp fólki í hluta­bóta­leið­inni

Ásmundur Einar sagði enn fremur að þegar stjórn­völd hefðu sett þessa lög­gjöf fram á sínum tíma þá hefði íslensk sam­fé­lag verið á þeim stað að landið lok­að­ist einn, tveir og þrír. „Við þurftum að grípa mjög hratt inn í. Við töldum þá – og vorum að vinna með þá sviðs­mynd – að þetta myndi taka skamman tíma. Við værum að sjá ferða­þjón­ust­una fara núna af stað í maí­mán­uði og jún­í.“

Hann sagði að frum­varp hefði verið tekið unnið upp úr lögum sem voru hér á landi árin 2008 og 2009 og að unnið hefði verið með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins til að breyta þeim. „Hugs­unin var þá að menn mundu þurfa á því að halda í skamman tíma að nýta sér þetta. Síðan verð ég að segja eins og er að við fórum strax að sjá af því fregnir að fyr­ir­tæki sem væru stöndug væru að nýta sér þetta.

Hann sagði jafn­framt að honum hefði fund­ist það mjög skrítið þegar fyr­ir­tæki ætl­uðu að segja upp fólki í hluta­bóta­leið­inni. „Fyr­ir­tæki voru byrjuð að gera það. Hvatn­ingin var sú að fyr­ir­tækin nýttu þetta í stað­inn fyrir að segja upp fólki en heilt yfir er það nátt­úru­lega þannig að maður höfðar líka til, og við höfum talað um það, að við ætlum að vera saman í þessu. Það er verið að höfða til sið­ferð­is­kenndar okkar allra í þessu og þess vegna segir mað­ur: Maður verður reiður að sjá fyr­ir­tæki sem eru gríð­ar­lega stöndug, og hefðu getað ráðið við þetta, að þau hafi verið að reyna að segja upp í hluta­bóta­leið­inni. Og það er í raun­inni ekki boð­leg­t,“ segir hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent