„Forsendubrestur í samtali stjórnvalda við atvinnulífið“

Félags- og barnamálaráðherra finnst ekki siðferðislega ásættanlegt að fyrirtæki fari „undir ríkiskranann og fái fjármagn til þess að setja í sinn eigin vasa“.

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason
Auglýsing

Um leið og stjórn­völd hafa hvatt fyr­ir­tæki til þess að nýta sér hluta­bóta­leið­ina þá telur Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, að það megi ekki vera þannig að atvinnu­lífið líti þannig á að það sé sjálf­sagt að fara undir rík­is­kran­ann og fá fjár­magn til þess að setja í sinn eigin vasa. Þetta kom fram í við­tali við Ásmund Einar í Silfr­inu í morg­un.

„Það finnst mér sið­ferði­lega ekki ásætt­an­legt. Bara engan veg­inn,“ sagði ráð­herr­ann.

Hann vildi enn fremur meina að á þeim tíma­punkti sem leiðin var sett fram hefði hún verið skyn­sam­leg gagn­vart launa­fólki. „Vegna þess að við vörðum launa­fólk mjög vel gagn­vart þessum upp­sögn­um. Hins vegar vil ég segja að ef ekki er hægt í íslensku sam­fé­lagi að höfða til sið­ferð­is­kenndar stórra fyr­ir­tækja á tímum eins og þessum – ef stjórn­mála­menn mega ekki fjalla um það að það sé ekki eðli­legt að fyr­ir­tæki vinni ein­hvers konar sið­ferði­legt mat – þá erum við ekki í umræð­unni sem við fórum af stað með inn í þetta. Sem var það að við ætl­uðum öll að vera saman í þessu. Og ef eitt­hvað er sem ég hef sann­færst á þessum tíma er að við getum ekki treyst því að innan atvinnu­lífs­ins sé sú rödd skýr að við séum í sama bátnum í þessu.“

Auglýsing

Hann sagði þó að mörg fyr­ir­tæki stæðu sig vel en að stærri fyr­ir­tækin sem teldu það eðli­legt að greiða arð á sama tíma og þau eru með munn­inn undir rík­is­kran­an­um. „Þá er orð­inn ákveð­inn for­sendu­brestur í sam­tali stjórn­valda við atvinnu­líf­ið.“ Hann tal­aði um þessi fyr­ir­tæki sem svarta sauði og að atvinnu­lífið þyrfti að axla ábyrgð á því.

Reiður að sjá fyr­ir­tæki segja upp fólki í hluta­bóta­leið­inni

Ásmundur Einar sagði enn fremur að þegar stjórn­völd hefðu sett þessa lög­gjöf fram á sínum tíma þá hefði íslensk sam­fé­lag verið á þeim stað að landið lok­að­ist einn, tveir og þrír. „Við þurftum að grípa mjög hratt inn í. Við töldum þá – og vorum að vinna með þá sviðs­mynd – að þetta myndi taka skamman tíma. Við værum að sjá ferða­þjón­ust­una fara núna af stað í maí­mán­uði og jún­í.“

Hann sagði að frum­varp hefði verið tekið unnið upp úr lögum sem voru hér á landi árin 2008 og 2009 og að unnið hefði verið með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins til að breyta þeim. „Hugs­unin var þá að menn mundu þurfa á því að halda í skamman tíma að nýta sér þetta. Síðan verð ég að segja eins og er að við fórum strax að sjá af því fregnir að fyr­ir­tæki sem væru stöndug væru að nýta sér þetta.

Hann sagði jafn­framt að honum hefði fund­ist það mjög skrítið þegar fyr­ir­tæki ætl­uðu að segja upp fólki í hluta­bóta­leið­inni. „Fyr­ir­tæki voru byrjuð að gera það. Hvatn­ingin var sú að fyr­ir­tækin nýttu þetta í stað­inn fyrir að segja upp fólki en heilt yfir er það nátt­úru­lega þannig að maður höfðar líka til, og við höfum talað um það, að við ætlum að vera saman í þessu. Það er verið að höfða til sið­ferð­is­kenndar okkar allra í þessu og þess vegna segir mað­ur: Maður verður reiður að sjá fyr­ir­tæki sem eru gríð­ar­lega stöndug, og hefðu getað ráðið við þetta, að þau hafi verið að reyna að segja upp í hluta­bóta­leið­inni. Og það er í raun­inni ekki boð­leg­t,“ segir hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent