Spyr hvort stjórnendur Icelandair séu helsta fyrirstaðan fyrir því að fyrirtækinu verði bjargað

Formaður VR segist geta fullyrt að lífeyrissjóðirnir opni „ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallarréttindum“.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, seg­ist hafa átt mörg sam­töl við stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóð­unum vegna stöðu Icelandair og geta stað­fest að aldrei hafi komið krafa um það frá stjórn félags­ins að end­ur­semja þurfi við starfs­fólk félagsis svo það verði „sam­keppn­is­hæft“ við önnur flug­fé­lög. Þetta segir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag og spyr enn fremur hvort það geti verið að stjórn­endur félags­ins séu helsta fyr­ir­staðan fyrir því að Icelandair verði bjarg­að.

Hann seg­ist þó geta full­yrt að líf­eyr­is­sjóð­irnir opni ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfs­fólki að afsala sér grund­vall­ar­rétt­ind­um.

Auglýsing„Það má vera að það sé nið­ur­lægj­andi fyrir stjórn­endur félags­ins að halda hlut­hafa­fund án þess að lang­tíma­kjara­samn­ingar liggja fyrir en segir það þá ekki allt sem segja þarf um stjórn­end­ur?

Sama stjórn og stjórn­endur sem ráku félagið með bull­andi tapi á mesta góð­ær­is­tíma flug­sög­unn­ar.

Sama stjórn og stjórn­endur sem stigið hafa fleiri feil­spor en almennt þekk­ist í fyr­ir­tækja­rekstri og má þar nefna breyt­ingar á leiða­kerfi, millj­arða fram­úr­keyrslu við inn­leið­ingu tölvu­kerfa og innri breyt­inga.

Sama stjórn og stjórn­endur sem bera ábyrgð á millj­arða skandal í kringum Lind­ar­vatn.

Sama stjórn og stjórn­endur og kusu að standa með samn­ingum um flug­vélar sem fáir þora að fljúga með.

Sama stjórn og stjórn­endur og vilja nú með öllum ráðum velta for­tíð­ar­vanda félags­ins yfir á líf­eyr­is­sjóði og skatt­greið­endur í nafni þess að vanda­málið sé starfs­fólkið þegar málið snýst um það sem fáir virð­ast þora að segja. Að halda núver­andi stjórn­enda­klíku við völd í einu af stærstu og mik­il­væg­ustu fyr­ir­tækjum lands­ins.

Sama stjórn og stjórn­endur og telja sig geta sann­fært fjár­festa með trúð­verð­ugum áætl­un­um, en munu svo vafa­laust kenna starfs­fólk­inu um ef illa fer og ekki tekst að fjár­magna félag­ið,“ skrifar hann.

Icelandair verður bjargað með ein­hverjum hætti

Ragnar Þór seg­ist enn fremur vera orð­inn þreyttur á því að alltaf skuli starfs­fólkið vera aðal­vanda­málið þegar illa gangi þegar annað sé aug­ljóst. „Ég veit til dæmis að nokkrir stjórn­ar­menn líf­eyr­is­sjóða hafa velt því fyrir sér hvort ekki þurfi að setja það sem skil­yrði að stjórn og stjórn­endum verði skipt út ef skoða eigi þátt­töku í hluta­fjár­út­boði“

Hann telur að flestum sé það ljóst að Icelandair verði bjargað með ein­hverjum hætti og að mögu­lega sé það ekki versti kost­ur­inn verði það gert með sama hætti og með bank­ana eftir hrun. Það mætti jafn­vel skoða að starfs­fólkið tæki félagið yfir með stuðn­ingi rík­is­ins og líf­eyr­is­sjóða.

„En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að rétt­indi og samn­ingar við starfs­fólkið verði virt svo sómi sé af.

Vil að lokum senda starfs­fólki Icelandair bar­áttu­kveðj­ur. Þið eruð lausnin ekki vanda­mál­ið,“ segir hann að lok­um.

Gæti verið að stjórn­endur félags­ins séu helsta fyr­ir­staðan að Icelandair verði bjarg­að? Ég hef átt mörg sam­töl við...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Sunday, May 10, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent