Spyr hvort stjórnendur Icelandair séu helsta fyrirstaðan fyrir því að fyrirtækinu verði bjargað

Formaður VR segist geta fullyrt að lífeyrissjóðirnir opni „ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallarréttindum“.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, seg­ist hafa átt mörg sam­töl við stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóð­unum vegna stöðu Icelandair og geta stað­fest að aldrei hafi komið krafa um það frá stjórn félags­ins að end­ur­semja þurfi við starfs­fólk félagsis svo það verði „sam­keppn­is­hæft“ við önnur flug­fé­lög. Þetta segir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag og spyr enn fremur hvort það geti verið að stjórn­endur félags­ins séu helsta fyr­ir­staðan fyrir því að Icelandair verði bjarg­að.

Hann seg­ist þó geta full­yrt að líf­eyr­is­sjóð­irnir opni ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfs­fólki að afsala sér grund­vall­ar­rétt­ind­um.

Auglýsing„Það má vera að það sé nið­ur­lægj­andi fyrir stjórn­endur félags­ins að halda hlut­hafa­fund án þess að lang­tíma­kjara­samn­ingar liggja fyrir en segir það þá ekki allt sem segja þarf um stjórn­end­ur?

Sama stjórn og stjórn­endur sem ráku félagið með bull­andi tapi á mesta góð­ær­is­tíma flug­sög­unn­ar.

Sama stjórn og stjórn­endur sem stigið hafa fleiri feil­spor en almennt þekk­ist í fyr­ir­tækja­rekstri og má þar nefna breyt­ingar á leiða­kerfi, millj­arða fram­úr­keyrslu við inn­leið­ingu tölvu­kerfa og innri breyt­inga.

Sama stjórn og stjórn­endur sem bera ábyrgð á millj­arða skandal í kringum Lind­ar­vatn.

Sama stjórn og stjórn­endur og kusu að standa með samn­ingum um flug­vélar sem fáir þora að fljúga með.

Sama stjórn og stjórn­endur og vilja nú með öllum ráðum velta for­tíð­ar­vanda félags­ins yfir á líf­eyr­is­sjóði og skatt­greið­endur í nafni þess að vanda­málið sé starfs­fólkið þegar málið snýst um það sem fáir virð­ast þora að segja. Að halda núver­andi stjórn­enda­klíku við völd í einu af stærstu og mik­il­væg­ustu fyr­ir­tækjum lands­ins.

Sama stjórn og stjórn­endur og telja sig geta sann­fært fjár­festa með trúð­verð­ugum áætl­un­um, en munu svo vafa­laust kenna starfs­fólk­inu um ef illa fer og ekki tekst að fjár­magna félag­ið,“ skrifar hann.

Icelandair verður bjargað með ein­hverjum hætti

Ragnar Þór seg­ist enn fremur vera orð­inn þreyttur á því að alltaf skuli starfs­fólkið vera aðal­vanda­málið þegar illa gangi þegar annað sé aug­ljóst. „Ég veit til dæmis að nokkrir stjórn­ar­menn líf­eyr­is­sjóða hafa velt því fyrir sér hvort ekki þurfi að setja það sem skil­yrði að stjórn og stjórn­endum verði skipt út ef skoða eigi þátt­töku í hluta­fjár­út­boði“

Hann telur að flestum sé það ljóst að Icelandair verði bjargað með ein­hverjum hætti og að mögu­lega sé það ekki versti kost­ur­inn verði það gert með sama hætti og með bank­ana eftir hrun. Það mætti jafn­vel skoða að starfs­fólkið tæki félagið yfir með stuðn­ingi rík­is­ins og líf­eyr­is­sjóða.

„En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að rétt­indi og samn­ingar við starfs­fólkið verði virt svo sómi sé af.

Vil að lokum senda starfs­fólki Icelandair bar­áttu­kveðj­ur. Þið eruð lausnin ekki vanda­mál­ið,“ segir hann að lok­um.

Gæti verið að stjórn­endur félags­ins séu helsta fyr­ir­staðan að Icelandair verði bjarg­að? Ég hef átt mörg sam­töl við...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Sunday, May 10, 2020


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent