Spyr hvort stjórnendur Icelandair séu helsta fyrirstaðan fyrir því að fyrirtækinu verði bjargað

Formaður VR segist geta fullyrt að lífeyrissjóðirnir opni „ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallarréttindum“.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, seg­ist hafa átt mörg sam­töl við stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóð­unum vegna stöðu Icelandair og geta stað­fest að aldrei hafi komið krafa um það frá stjórn félags­ins að end­ur­semja þurfi við starfs­fólk félagsis svo það verði „sam­keppn­is­hæft“ við önnur flug­fé­lög. Þetta segir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag og spyr enn fremur hvort það geti verið að stjórn­endur félags­ins séu helsta fyr­ir­staðan fyrir því að Icelandair verði bjarg­að.

Hann seg­ist þó geta full­yrt að líf­eyr­is­sjóð­irnir opni ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfs­fólki að afsala sér grund­vall­ar­rétt­ind­um.

Auglýsing„Það má vera að það sé nið­ur­lægj­andi fyrir stjórn­endur félags­ins að halda hlut­hafa­fund án þess að lang­tíma­kjara­samn­ingar liggja fyrir en segir það þá ekki allt sem segja þarf um stjórn­end­ur?

Sama stjórn og stjórn­endur sem ráku félagið með bull­andi tapi á mesta góð­ær­is­tíma flug­sög­unn­ar.

Sama stjórn og stjórn­endur sem stigið hafa fleiri feil­spor en almennt þekk­ist í fyr­ir­tækja­rekstri og má þar nefna breyt­ingar á leiða­kerfi, millj­arða fram­úr­keyrslu við inn­leið­ingu tölvu­kerfa og innri breyt­inga.

Sama stjórn og stjórn­endur sem bera ábyrgð á millj­arða skandal í kringum Lind­ar­vatn.

Sama stjórn og stjórn­endur og kusu að standa með samn­ingum um flug­vélar sem fáir þora að fljúga með.

Sama stjórn og stjórn­endur og vilja nú með öllum ráðum velta for­tíð­ar­vanda félags­ins yfir á líf­eyr­is­sjóði og skatt­greið­endur í nafni þess að vanda­málið sé starfs­fólkið þegar málið snýst um það sem fáir virð­ast þora að segja. Að halda núver­andi stjórn­enda­klíku við völd í einu af stærstu og mik­il­væg­ustu fyr­ir­tækjum lands­ins.

Sama stjórn og stjórn­endur og telja sig geta sann­fært fjár­festa með trúð­verð­ugum áætl­un­um, en munu svo vafa­laust kenna starfs­fólk­inu um ef illa fer og ekki tekst að fjár­magna félag­ið,“ skrifar hann.

Icelandair verður bjargað með ein­hverjum hætti

Ragnar Þór seg­ist enn fremur vera orð­inn þreyttur á því að alltaf skuli starfs­fólkið vera aðal­vanda­málið þegar illa gangi þegar annað sé aug­ljóst. „Ég veit til dæmis að nokkrir stjórn­ar­menn líf­eyr­is­sjóða hafa velt því fyrir sér hvort ekki þurfi að setja það sem skil­yrði að stjórn og stjórn­endum verði skipt út ef skoða eigi þátt­töku í hluta­fjár­út­boði“

Hann telur að flestum sé það ljóst að Icelandair verði bjargað með ein­hverjum hætti og að mögu­lega sé það ekki versti kost­ur­inn verði það gert með sama hætti og með bank­ana eftir hrun. Það mætti jafn­vel skoða að starfs­fólkið tæki félagið yfir með stuðn­ingi rík­is­ins og líf­eyr­is­sjóða.

„En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að rétt­indi og samn­ingar við starfs­fólkið verði virt svo sómi sé af.

Vil að lokum senda starfs­fólki Icelandair bar­áttu­kveðj­ur. Þið eruð lausnin ekki vanda­mál­ið,“ segir hann að lok­um.

Gæti verið að stjórn­endur félags­ins séu helsta fyr­ir­staðan að Icelandair verði bjarg­að? Ég hef átt mörg sam­töl við...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Sunday, May 10, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent