EPA

Þýsku leiðinni svipar til þeirrar íslensku – margir greinst en dánartíðni enn lág

Þrátt fyrir að staðfestum smitum fjölgi hratt í Þýskalandi og að 239 hafi látist þar í landi úr COVID-19 hafa yfirvöld boðist til að taka við ítölskum og frönskum sjúklingum. Dánartíðni er lægri í Þýskalandi en mörgum löndum.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum rann­sókn­ar­stofn­unar Johns Hop­k­ins hafa ­rúm­lega 511 þús­und smit af nýju kór­ónu­veirunni verið stað­fest í heim­in­um. Flest ­greind smit eru í Kína, þá á Ítalíu og svo í Banda­ríkj­un­um. Lang­flest dauðs­föll hafa orðið á Ítalíu eða 8.215. Næst­flest eru dauðs­föllin á Spáni og eru þau orðin tæp­lega þús­und fleiri en í Kína.

Í Þýska­landi hafa verið stað­fest tæp­lega 44 þús­und smit og 239 dauðs­föll. Í gær, mið­viku­dag, voru fimm­tíu dauðs­föll rakin til COVID-19 og er það lang­mesti fjöldi á einum degi hingað til.

Þýskir stjórn­mála­menn hafa sagt far­ald­ur­inn „mestu áskor­un“ lands­ins frá síð­ari heims­styrj­öld. Þar hefur verið gripið til harðra aðgerða og ­mega ekki fleiri en tveir koma saman séu þeir ekki úr sömu fjöl­skyld­u. Veiru­fræð­ingar vona að þetta muni hægja á útbreiðsl­unni en árang­ur­inn mun þó ekki sjást strax. 

Sextán sam­bands­lönd mynda Þýska­land og hafa nokkur síðust­u daga boð­ist til að taka við sýktum ein­stak­lingum frá nágranna­ríkj­un­um, m.a. Ítalíu og Frakk­landi. Segja heil­brigð­is­yf­ir­völd sam­bands­land­anna að á með­an að­stæður leyfi vilji þau gjarnan fá til sín erlenda sjúk­linga til með­ferðar á sjúkra­hús­um. Þannig vilja þau sýna sam­stöðu með öðrum löndum þar sem far­ald­ur­inn er skæð­ari. „Við viljum hjálpa með því að taka við sjúk­lingum frá Ítal­íu,“ ­sagði Mich­ael Müll­er, borg­ar­stjóri í Berlín í útvarps­við­tali fyrr í vik­unni.

Þegar hafa nokkrir franskir og ítalskir sjúk­lingar ver­ið ­fluttir til Þýska­lands.

Ástæðan fyrir því að þýsk yfir­völd eru að bregð­ast við með­ þessum hætti er að þrátt fyrir að mörg smit hafi greinst í land­inu, með því ­mesta sem þekk­ist í heim­in­um, hafa dauðs­föllin verið til­tölu­lega fá. Á Ítal­íu er dán­ar­tíðni miðað við fjölda stað­festra smita um tíu pró­sent og í Frakk­land­i er hún um fimm pró­sent. En í Þýska­landi er hún hins vegar aðeins um 0,55 pró­sent, miðað við stað­festar tölur dags­ins í dag. 

Einn á hjóli yfir brú í Dresden.
EPA

En hvernig má það vera? Hvaða aðferðum hafa Þjóð­verjar beitt í far­aldr­in­um?

Sér­fræð­ingar í smit­sjúk­dómum segja að helsta skýr­ing­in ­felist í því að síðan fyrstu smitin voru greind í Þýska­landi hefur ver­ið brugð­ist við með því að taka sýni, rekja og ein­angra fólk og setja í sótt­kví. Þar er sem sagt not­ast við svip­aðar aðferðir og íslensk heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa beitt. Þannig gefa tölur frá Þýska­landi mögu­lega sann­ari mynd af far­aldr­in­um en mörg önnur lönd sem aðeins eru að taka sýni hjá þeim sem eru í við­kvæmust­u hóp­un­um, sýna ein­kenni eða telj­ast af öðrum ástæðum mögu­lega sýkt­ir.

Sjúkra­hús í Þýska­landi ráða því enn sem komið er vel við á­lag­ið. Ekki er hægt að slá því föstu að svo verði áfram enda breyt­ast spár um út­breiðslu far­ald­urs­ins þar dag frá degi líkt og hér á landi. Þýsk stjórn­völd von­ast þó til að far­ald­ur­inn verði ekki jafn skæður og á Spáni og Ítal­íu.

Stað­festum smitum fjölg­aði hægt í fyrstu í Þýska­landi og því var smitrakn­ing sem gripið var til nokkuð auð­veld, segir Rein­hard Bus­se, ­for­seti heil­brigð­is­vís­inda­deildar Tækni­há­skól­ans í Berlín, í sam­tali við Was­hington Post. Frá upp­hafi var svo ein­angrun og sótt­kví beitt kerf­is­bund­ið.

Aðallestarstöðin í Berlín er nær mannlaus.
EPA

Þá skiptir aldur þeirra sem hafa greinst einnig miklu sem og hversu fljótt þýsk yfir­völd gripu til aðgerða. En lyk­il­at­riðið hefur verið að ­taka sýni. Taka mjög mörg sýni.

Í Frakk­landi eru dauðs­föllin orðin rúm­lega 1.300 af tæp­lega 26 þús­und sem greinst hafa með veiruna. Í Þýska­landi hafa tæp­lega 20.000 fleiri ­greinst og séu aðeins tölur um stað­fest smit borin saman mætti ætla að far­ald­ur­inn sé útbreidd­ari í Þýska­landi. En fjöldi dauðs­falla í Frakk­landi er mun meiri og því telja sér­fræð­ingar að sam­fé­lags­smit þar sé útbreidd­ara en í Þýska­landi.

Vandað til verka í smitrakn­ingu

Allt frá fyrstu til­fellum sem greindust röktu þýsk heil­brigð­is­yf­ir­völd smitin af vand­virkni og settu alla þá sem átt höfðu í sam­skiptum við hinn sýkta í sótt­kví. Þar með tókst þeim að rjúfa smit­keðjur sem ann­ars hefðu farið af stað. Í byrjun voru sömu grein­ing­ar­við­mið notuð í Þýska­landi og á Ítalíu og víð­ar. Þeir sem voru að koma frá háá­ættu­svæðum vor­u ­sendir í sýna­töku. Í byrjun mars var hins vegar gefið í hvað varð­ar­ ­sýna­tök­urnar í Þýska­landi. Fyrstu viku mars­mán­aðar voru 35 þús­und sýni tekin og í annarri vik­unni voru þau um 100 þús­und.

Þetta eru sömu aðferðir og beitt hefur verið á Íslandi frá­ ­upp­hafi. Þær hafa að öllum lík­indum gert það að verkum að færri hafi smit­ast en hætta var á. Síð­ustu tvo sól­ar­hringa hafa um 60 pró­sent nýrra smita hér á land­i ­greinst hjá fólki sem þegar er í sótt­kví og hlut­fallið var um 50 pró­sent dag­ana þar á und­an. 

Auglýsing

Christ­ian Drosten, veiru­fræð­ingur við Charité-­sjúkra­húsið í Berlín, telur að grein­ing­ar- og rakn­ing­ar­að­ferð­irnar hafi veitt þýskum heil­brigð­is­yf­ir­völdum gott for­skot í því að hemja útbreiðslu far­ald­urs­ins. Hann ­segir þó of snemmt að fagna og að dán­ar­tíðnin muni hækka þegar líður að hámarki far­ald­urs­ins. „Við verðum engin und­an­tekn­ing þegar að því kem­ur.“

Nú þegar nokkuð er liðið frá því að fyrstu smit voru greind í land­inu hefur ekki tek­ist að halda smitrakn­ing­unni jafn ítar­lega áfram og í fyrstu var gert. Þá hefur einnig reynst ómögu­legt að taka sýni úr öll­u­m þeim sem sækj­ast eftir því.

Sam­an­burður ekki að fullu tíma­bær

Í Suð­ur­-Kóreu, sem er orðin ein helsta dæmi­sagan um á­hrifa­ríkar aðgerðir gegn veiru­far­aldr­in­um, er dán­ar­tíðnin um 1,2 pró­sent eða nokkru hærri en í Þýska­landi. Enn eru töl­urnar ekki sam­bæri­legar þar sem far­ald­ur­inn braust fyrr út í Asíu. Yfir­völd í báðum lönd­unum brugð­ust þó bæð­i snemma við og með svip­uðum aðferð­um.

Lík­lega væri nær að bera Þýska­land saman við Noreg þar sem ­ríkin eru á svip­uðum stað í far­aldr­in­um. Í Nor­egi er dán­ar­tíðnin um 0,4 ­pró­sent.

Og svo er það aldur þeirra sem hafa greinst. Fyrst­u til­fellin í Þýska­landi voru greind meðal ungs fólks sem var að koma heim úr frí­i. Ungt fólk fær síður en það eldra alvar­leg ein­kenni COVID-19 og er því ekki í jafn­mik­illi áhættu. Þetta telja far­alds­fræð­ingar mögu­lega skýr­ingu á lágri dán­ar­tíðni enn sem komið er. Það gæti hins vegar allt átt eftir að breyt­ast.

Dán­ar­tíðnin enn ráð­gáta

Dán­ar­tíðnin helst svo einnig í hendur við það hversu vel – eða illa – heil­brigð­is­þjón­usta hvers lands er í stakk búin að takast á við far­ald­ur­inn. Þegar þykir ljóst að á Spáni og Ítalíu muni fleiri deyja vegna þess að sjúkra­hús eru orðin yfir­full og því ekki hægt að sinna sjúk­lingum eins vel og best hefði verið á kos­ið. Einn mæli­kvarði er svo fjöldi gjör­gæslu­rúma og önd­un­ar­véla miðað við höfða­tölu. Sé honum beitt er Þýska­land betur sett en flest ­ríki Evr­ópu.

En í far­aldri sem þessum, þar sem brugð­ist er við með ólík­um hætti og þar sem enn er margt á huldu um útbreiðsl­una, er var­huga­vert að fara í of mik­inn sam­an­burð á milli landa. „Í hrein­skilni sagt þá vitum við enn of ­lít­ið,“ segir Ric­hard Pebody, sér­fræð­ingur hjá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni. „Dán­ar­tíðnin er enn ráð­gáta.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar