EPA

Þýsku leiðinni svipar til þeirrar íslensku – margir greinst en dánartíðni enn lág

Þrátt fyrir að staðfestum smitum fjölgi hratt í Þýskalandi og að 239 hafi látist þar í landi úr COVID-19 hafa yfirvöld boðist til að taka við ítölskum og frönskum sjúklingum. Dánartíðni er lægri í Þýskalandi en mörgum löndum.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum rann­sókn­ar­stofn­unar Johns Hop­k­ins hafa ­rúm­lega 511 þús­und smit af nýju kór­ónu­veirunni verið stað­fest í heim­in­um. Flest ­greind smit eru í Kína, þá á Ítalíu og svo í Banda­ríkj­un­um. Lang­flest dauðs­föll hafa orðið á Ítalíu eða 8.215. Næst­flest eru dauðs­föllin á Spáni og eru þau orðin tæp­lega þús­und fleiri en í Kína.

Í Þýska­landi hafa verið stað­fest tæp­lega 44 þús­und smit og 239 dauðs­föll. Í gær, mið­viku­dag, voru fimm­tíu dauðs­föll rakin til COVID-19 og er það lang­mesti fjöldi á einum degi hingað til.

Þýskir stjórn­mála­menn hafa sagt far­ald­ur­inn „mestu áskor­un“ lands­ins frá síð­ari heims­styrj­öld. Þar hefur verið gripið til harðra aðgerða og ­mega ekki fleiri en tveir koma saman séu þeir ekki úr sömu fjöl­skyld­u. Veiru­fræð­ingar vona að þetta muni hægja á útbreiðsl­unni en árang­ur­inn mun þó ekki sjást strax. 

Sextán sam­bands­lönd mynda Þýska­land og hafa nokkur síðust­u daga boð­ist til að taka við sýktum ein­stak­lingum frá nágranna­ríkj­un­um, m.a. Ítalíu og Frakk­landi. Segja heil­brigð­is­yf­ir­völd sam­bands­land­anna að á með­an að­stæður leyfi vilji þau gjarnan fá til sín erlenda sjúk­linga til með­ferðar á sjúkra­hús­um. Þannig vilja þau sýna sam­stöðu með öðrum löndum þar sem far­ald­ur­inn er skæð­ari. „Við viljum hjálpa með því að taka við sjúk­lingum frá Ítal­íu,“ ­sagði Mich­ael Müll­er, borg­ar­stjóri í Berlín í útvarps­við­tali fyrr í vik­unni.

Þegar hafa nokkrir franskir og ítalskir sjúk­lingar ver­ið ­fluttir til Þýska­lands.

Ástæðan fyrir því að þýsk yfir­völd eru að bregð­ast við með­ þessum hætti er að þrátt fyrir að mörg smit hafi greinst í land­inu, með því ­mesta sem þekk­ist í heim­in­um, hafa dauðs­föllin verið til­tölu­lega fá. Á Ítal­íu er dán­ar­tíðni miðað við fjölda stað­festra smita um tíu pró­sent og í Frakk­land­i er hún um fimm pró­sent. En í Þýska­landi er hún hins vegar aðeins um 0,55 pró­sent, miðað við stað­festar tölur dags­ins í dag. 

Einn á hjóli yfir brú í Dresden.
EPA

En hvernig má það vera? Hvaða aðferðum hafa Þjóð­verjar beitt í far­aldr­in­um?

Sér­fræð­ingar í smit­sjúk­dómum segja að helsta skýr­ing­in ­felist í því að síðan fyrstu smitin voru greind í Þýska­landi hefur ver­ið brugð­ist við með því að taka sýni, rekja og ein­angra fólk og setja í sótt­kví. Þar er sem sagt not­ast við svip­aðar aðferðir og íslensk heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa beitt. Þannig gefa tölur frá Þýska­landi mögu­lega sann­ari mynd af far­aldr­in­um en mörg önnur lönd sem aðeins eru að taka sýni hjá þeim sem eru í við­kvæmust­u hóp­un­um, sýna ein­kenni eða telj­ast af öðrum ástæðum mögu­lega sýkt­ir.

Sjúkra­hús í Þýska­landi ráða því enn sem komið er vel við á­lag­ið. Ekki er hægt að slá því föstu að svo verði áfram enda breyt­ast spár um út­breiðslu far­ald­urs­ins þar dag frá degi líkt og hér á landi. Þýsk stjórn­völd von­ast þó til að far­ald­ur­inn verði ekki jafn skæður og á Spáni og Ítal­íu.

Stað­festum smitum fjölg­aði hægt í fyrstu í Þýska­landi og því var smitrakn­ing sem gripið var til nokkuð auð­veld, segir Rein­hard Bus­se, ­for­seti heil­brigð­is­vís­inda­deildar Tækni­há­skól­ans í Berlín, í sam­tali við Was­hington Post. Frá upp­hafi var svo ein­angrun og sótt­kví beitt kerf­is­bund­ið.

Aðallestarstöðin í Berlín er nær mannlaus.
EPA

Þá skiptir aldur þeirra sem hafa greinst einnig miklu sem og hversu fljótt þýsk yfir­völd gripu til aðgerða. En lyk­il­at­riðið hefur verið að ­taka sýni. Taka mjög mörg sýni.

Í Frakk­landi eru dauðs­föllin orðin rúm­lega 1.300 af tæp­lega 26 þús­und sem greinst hafa með veiruna. Í Þýska­landi hafa tæp­lega 20.000 fleiri ­greinst og séu aðeins tölur um stað­fest smit borin saman mætti ætla að far­ald­ur­inn sé útbreidd­ari í Þýska­landi. En fjöldi dauðs­falla í Frakk­landi er mun meiri og því telja sér­fræð­ingar að sam­fé­lags­smit þar sé útbreidd­ara en í Þýska­landi.

Vandað til verka í smitrakn­ingu

Allt frá fyrstu til­fellum sem greindust röktu þýsk heil­brigð­is­yf­ir­völd smitin af vand­virkni og settu alla þá sem átt höfðu í sam­skiptum við hinn sýkta í sótt­kví. Þar með tókst þeim að rjúfa smit­keðjur sem ann­ars hefðu farið af stað. Í byrjun voru sömu grein­ing­ar­við­mið notuð í Þýska­landi og á Ítalíu og víð­ar. Þeir sem voru að koma frá háá­ættu­svæðum vor­u ­sendir í sýna­töku. Í byrjun mars var hins vegar gefið í hvað varð­ar­ ­sýna­tök­urnar í Þýska­landi. Fyrstu viku mars­mán­aðar voru 35 þús­und sýni tekin og í annarri vik­unni voru þau um 100 þús­und.

Þetta eru sömu aðferðir og beitt hefur verið á Íslandi frá­ ­upp­hafi. Þær hafa að öllum lík­indum gert það að verkum að færri hafi smit­ast en hætta var á. Síð­ustu tvo sól­ar­hringa hafa um 60 pró­sent nýrra smita hér á land­i ­greinst hjá fólki sem þegar er í sótt­kví og hlut­fallið var um 50 pró­sent dag­ana þar á und­an. 

Auglýsing

Christ­ian Drosten, veiru­fræð­ingur við Charité-­sjúkra­húsið í Berlín, telur að grein­ing­ar- og rakn­ing­ar­að­ferð­irnar hafi veitt þýskum heil­brigð­is­yf­ir­völdum gott for­skot í því að hemja útbreiðslu far­ald­urs­ins. Hann ­segir þó of snemmt að fagna og að dán­ar­tíðnin muni hækka þegar líður að hámarki far­ald­urs­ins. „Við verðum engin und­an­tekn­ing þegar að því kem­ur.“

Nú þegar nokkuð er liðið frá því að fyrstu smit voru greind í land­inu hefur ekki tek­ist að halda smitrakn­ing­unni jafn ítar­lega áfram og í fyrstu var gert. Þá hefur einnig reynst ómögu­legt að taka sýni úr öll­u­m þeim sem sækj­ast eftir því.

Sam­an­burður ekki að fullu tíma­bær

Í Suð­ur­-Kóreu, sem er orðin ein helsta dæmi­sagan um á­hrifa­ríkar aðgerðir gegn veiru­far­aldr­in­um, er dán­ar­tíðnin um 1,2 pró­sent eða nokkru hærri en í Þýska­landi. Enn eru töl­urnar ekki sam­bæri­legar þar sem far­ald­ur­inn braust fyrr út í Asíu. Yfir­völd í báðum lönd­unum brugð­ust þó bæð­i snemma við og með svip­uðum aðferð­um.

Lík­lega væri nær að bera Þýska­land saman við Noreg þar sem ­ríkin eru á svip­uðum stað í far­aldr­in­um. Í Nor­egi er dán­ar­tíðnin um 0,4 ­pró­sent.

Og svo er það aldur þeirra sem hafa greinst. Fyrst­u til­fellin í Þýska­landi voru greind meðal ungs fólks sem var að koma heim úr frí­i. Ungt fólk fær síður en það eldra alvar­leg ein­kenni COVID-19 og er því ekki í jafn­mik­illi áhættu. Þetta telja far­alds­fræð­ingar mögu­lega skýr­ingu á lágri dán­ar­tíðni enn sem komið er. Það gæti hins vegar allt átt eftir að breyt­ast.

Dán­ar­tíðnin enn ráð­gáta

Dán­ar­tíðnin helst svo einnig í hendur við það hversu vel – eða illa – heil­brigð­is­þjón­usta hvers lands er í stakk búin að takast á við far­ald­ur­inn. Þegar þykir ljóst að á Spáni og Ítalíu muni fleiri deyja vegna þess að sjúkra­hús eru orðin yfir­full og því ekki hægt að sinna sjúk­lingum eins vel og best hefði verið á kos­ið. Einn mæli­kvarði er svo fjöldi gjör­gæslu­rúma og önd­un­ar­véla miðað við höfða­tölu. Sé honum beitt er Þýska­land betur sett en flest ­ríki Evr­ópu.

En í far­aldri sem þessum, þar sem brugð­ist er við með ólík­um hætti og þar sem enn er margt á huldu um útbreiðsl­una, er var­huga­vert að fara í of mik­inn sam­an­burð á milli landa. „Í hrein­skilni sagt þá vitum við enn of ­lít­ið,“ segir Ric­hard Pebody, sér­fræð­ingur hjá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni. „Dán­ar­tíðnin er enn ráð­gáta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar