Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær

Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.

Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Auglýsing

Almennar vaxta­bætur vegna vaxta­gjalda af lánum til kaupa á íbúð­ar­hús­næði, sem ein­stak­lingar greiddu af á árinu 2019, námu 2,6 millj­örðum króna í fyrra og runnu til rúm­lega 15 þús­und manns. Heild­ar­upp­hæðin dróst saman um 5,8 pró­sent milli ára og 9,7 pró­sent færri ein­stak­lingar fengu vaxta­bætur í fyrra en árið áður. Þessi þróun átti sér stað þrátt fyrir að bæði fjár­hæðir hámarks­vaxta­gjalda og vaxta­bóta hafi verið hækk­aðar um fimm pró­sent í fyrra og að eign­ar­mörk bót­anna hafi verið hækkuð um tíu pró­sent.

Þetta kemur fram í umfjöllun á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um álagn­ingu opin­berra gjalda á ein­stak­linga í fyrra. Þar segir að lækkun vaxta­bóta skýrist nú „eins og fyrri ár skýrist fyrst og fremst af betri eig­in­fjár­stöðu heim­ila[...]Nýt­ing iðgjalda af sér­eign­ar­sparn­aði til greiðslu íbúð­ar­skulda skiptir þar máli og sömu­leiðis lækkun vaxta og auknar tekjur og þar með lækk­andi vaxta­byrð­i.“

Verð á hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur rúm­lega tvö­fald­ast á innan við ára­tug. Uppi­staðan í eignum þorra lands­manna eru fast­eignir sem þeir búa í, en heild­ar­virði fast­eigna heim­il­anna var alls 5.351 millj­arðar króna í lok síð­asta árs, sem þýðir að 75 pró­sent af eignum heim­il­anna eru bundnar í slíkum eign­um. Virði fast­eigna heim­il­anna hækk­aði um 9,4 pró­sent milli áranna 2018 og 2019. Skuldir þeirra eru langt undir eign­un­um, eða 2.175 millj­arðar króna, og þær hækk­uðu hlut­falls­lega hægar en virði eign­anna, eða um 7,9 pró­sent á árinu 2019. Skuldir vegna íbúð­ar­kaupa hækk­uðu þó um tíu pró­sent milli ára.

Hærra eign­ar­verð þýðir hærri fast­eigna­gjöld

Á sama tíma og ofan­­greint hefur átt sér stað hefur kostn­aður fast­­eigna­eig­enda vegna fast­­eigna­gjalda sem sveit­­ar­­fé­lög inn­­heimta stór­auk­ist.

Auglýsing
Kjarninn greindi til dæmis frá því í maí að Reykja­vík­­­ur­­borg inn­­heimti alls 21,1 millj­­arð króna í fast­­eigna­skatta á árinu 2019. Það var 2,9 millj­­örðum krónum meira en borgin inn­­heimti í slíka skatta árið áður og 5,9 millj­­örðum krónum meira en árið 2017, þegar tekjur hennar vegna þeirra námu námu 15,1 millj­­arði króna. 

Þessi þróun átti sér stað þrátt fyrir að fast­­eigna­skattar hafi verið lækk­­aðir árið 2018. Ástæðan er ein­fald­­lega sú að fast­eigna­verð í höf­uð­­borg­inni hefur hækkað mikið og þar sem álagn­ingin er hlut­­fall af fast­­eigna­mati þá fjölgar krón­unum sem fast­­eigna­eig­endur í Reykja­vík borga þrátt fyrir að skatt­­pró­­sentan hafi lækk­­að. 

Tekjur Reykja­vík­­­ur­­borgar af fast­­eigna­sköttum voru þannig 11,6 millj­­arðar króna árið 2013 og hafa því hækkað um 82 pró­­sent frá því ári. Frá árs­­byrjun 2013 og út síð­­asta ár hækk­­aði hús­næð­is­verð á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu um 81 pró­­sent.

Helm­ingur þeirra sem fengu vaxta­bætur 2016 fékk þær í fyrra

Þeim sem fá vaxta­bætur hefur fækkað hratt und­an­farin ár. Árið 2010 fengu til að mynda  alls 56.600 fjöl­­skyldur slíkar bætur og heild­­ar­um­­fang þeirra var 12 millj­­arðar króna, eða næstum fimm sinnum meira en greitt var út í fyrra. Vert er þó að taka fram að 2010 var verið að greiða sér­­staka vaxta­n­ið­­ur­greiðslu sem var 0,6 pró­­sent af skuldum íbúð­­ar­hús­næðis til eigin nota, en þó að hámarki 200 þús­und krónur fyrir ein­stak­l­inga og 300 þús­und fyrir hjón eða sam­­búð­­ar­­fólk. Þetta var gert vegna sér­­stakra aðstæðna í kjöl­far hruns­ins.

Vegna áranna 2011 og 2012 voru greiddar út almennar vaxta­bætur upp á 8,6-8,7 millj­­arða króna árlega og 45-46 þús­und fjöl­­skyldur fengu slíkar bæt­­ur. Vegna árs­ins 2013 voru almennar vaxta­bætur um átta millj­­arðar króna og þiggj­endur þeirra tæp­­lega 42 þús­und fjöl­­skyld­­ur. 

Vegna árs­ins 2014 voru greiddar úr vaxta­bætur upp á sjö millj­­arða króna til 38 þús­und fjöl­­skyldna. Ári síðar voru almennar vaxta­bætur 5,2 millj­­arðar króna og þiggj­endur þeirra 29.170 fjöl­­skyld­­ur. Þeim fækk­­aði um heil 21,3 pró­­sent milli áranna 2014 og 2015.

Árið 2016 fengu 29.170 fjöl­­skyldur vaxta­bætur og fækk­­aði þá um 21,3 pró­­sent milli ára.

Vegna árs­ins 2019 námu greiðsl­urn­ar, líkt og áður sagði, 2,6 millj­örðum króna og fóru til rétt rúm­lega 15 þús­und manns. Fjöldi þeirra fjöl­skyldna sem fær vaxta­bætur hefur því helm­ing­ast frá árinu 2016.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent