Lilja skipar Pál Magnússon ráðuneytisstjóra

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipa Pál Magnússon, sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn um árabil, sem ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Páll_Magnússon_1203714289_high_res_1.jpg
Auglýsing

Ákveðið hefur verið að skipa Pál Magn­ús­son í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti. Skipað er í emb­ætt­ið til fimm ára frá og með 1. des­em­ber.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti Lilju Daggar Alfreðs­dótt­ur, vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Páll hefur um ára­bil gegn trún­að­ar­störfum fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Auglýsing

Páll er sagður í til­kynn­ingu hafa fjöl­þætta menntun og reynslu af stjórn­un­ar­störfum hjá hinu opin­ber­a. 

Hann lauk meistara­gráðu í lög­fræði frá Háskól­an­um í Reykja­vík og meist­ara­prófi í opin­berri stjórn­sýslu frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með BA-gráðu í guð­fræði frá sama skóla. Frá árinu 2006 hefur hann starfað sem sviðs­stjóri stjórn­sýslu­sviðs og bæj­ar­rit­ari hjá Kópa­vogs­bæ, stýrt umbótum á stjórn­sýslu bæj­ar­ins og m.a. haft for­göngu um inn­leið­ingu gæða­kerf­is. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra.

„Hann starf­aði áður í iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­inu um sjö ára skeið, sem aðstoð­ar­maður ráð­herra. Páll sat í stjórn Lands­virkj­unar frá árinu 2007 til 2011, þar af sem for­maður frá 2007 til 2008, var vara­for­maður útvarps­ráðs og síðar stjórnar RÚV ohf. frá 2003 til 2008. Hann var stjórn­ar­for­maður Fjár­fest­inga­stofu Íslands frá 1999 til 2006 og á sama tíma­bili vara­maður í stjórn Nor­ræna fjár­fest­inga­bank­ans (NI­B). Á árunum 1990-1998 var hann vara­bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi og vara­þing­maður frá 1999 til 2007. Þrettán sóttu um emb­ættið og mat hæfn­is­nefnd fjóra umsækj­endur mjög hæfa til þess að gegna því. Í kjöl­farið boð­aði ráð­herra þá í við­tal, þar sem ítar­lega var farið ofan í ein­staka þætti starfs­ins og sýn umsækj­enda. Var það mat ráð­herra, að Páll Magn­ús­son væri hæf­astur umsækj­enda til að stýra ráðu­neyt­inu næstu fimm árin og leiða það umbóta­starf sem er í far­vatn­in­u,“ segir í til­kynn­ingu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent