Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum

Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur lagt fram drög að laga­frum­varpi um stjórn­sýslu jafn­rétt­is­mála í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Með þeim breyt­ingum sem lagðar eru til yrði meðal ann­ars komið í veg að sú staða gæti komið aftur upp að ráð­herra eða ein­hver annar þurfi að stefna kær­anda í jafn­rétt­is­máli einum fyrir dóm til að fá nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar hnekkt.

Það er einmitt sú staða sem kom upp í síð­asta mán­uði, eftir að Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra ákvað að una ekki þeirri nið­ur­stöðu sem kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að í máli Haf­dísar Helgu Ólafs­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, sem sótt­ist eftir starfi ráðu­neyt­is­stjóra í ráðu­neyti Lilju.

Lilja hefur stefnt Haf­dísi per­sónu­lega fyrir dóm vegna máls­ins, eftir að hafa aflað sér lög­fræði­á­lita sem að sögn ráðu­neyt­is­ins bentu á laga­lega ann­marka í úrskurði kæru­nefnd­ar­inn­ar. Ráðu­neytið hefur neitað að láta þessi lög­fræði­á­lit í hendur Kjarn­ans svo hægt sé að upp­lýsa almenn­ing um efni þeirra. Synj­unin hefur verið kærð til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál.

Eina leiðin til að fá úrskurð­inum hnekkt

Laga­lega voru Lilju engir aðrir vegir færir til þess að fá úrskurð­inum hnekkt og hefur for­sæt­is­ráð­herra bent á að hún telji full ástæða til þess að skoða breyt­ingar á þessu, „því ekki viljum við að fram­­kvæmd lag­anna með þessum hætti hafi kæl­ing­­ar­á­hrif, ef svo mætti segja, á vilja fólks til að leita réttar síns. Ferlið er einmitt hugsað til að tryggja rétt fólks sem telur á sér brot­ið.“

Auglýsing

Í skrif­legu svari til Kjarn­ans undir lok júní­mán­aðar sagði Katrín að það væri „auð­vitað sér­­stakt að lögin geri ráð fyrir því að eina leiðin til að fá úrskurði hnekkt sé að fara í mál við ein­stak­l­ing­inn sem kær­­ir.“ 

Nú hafa sem áður segir verið lögð fram frum­varps­drög þar sem þessu er breytt, á þann veg að sá sem unir ekki nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála mun stefna nefnd­inni sjálfri, auk kær­and­ans. Þetta mun ef til vill breyta ásýnd mál­anna nokk­uð, en athygli vakti í máli Lilju gegn Haf­dísi Helgu að ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands væri að stefna borg­ara sem leit­aði réttar síns hjá stjórn­sýslu­nefnd.

„Eng­inn þekkir betur á hvaða grunni úrskurður nefnd­ar­innar er byggður en nefndin sjálf og því er rétt að hún sjái um að færa fram máls­á­stæður og lagarök fyrir því af hverju úrskurð­ur­inn sé lög­legur og rétt­ur, en ekki kær­andi einn eins og núver­andi skipan mála er hag­að,“ segir í umfjöllun um frum­varps­drögin í sam­ráðs­gátt­inn­i. 

Þó er tekið fram að eftir sem áður hafi kær­andi kost á að koma að öllum við­horfum sínum varð­andi málið til skila fyrir dóm­stól­um, þar sem hann telj­ist einnig til varn­ar­að­ila máls­ins.

Einnig verður tryggt, sam­kvæmt frum­varps­drög­un­um, að máls­kostn­aður vegna dóms­mála sem þess­ara á öllum dóm­stigum verði áfram greiddur úr rík­is­sjóði.

Auknar kröfur til nefnd­ar­manna um sér­þekk­ingu á jafn­rétt­is­málum

Í frum­varps­drög­unum er lagt til að kröfur um sér­þekk­ingu nefnd­ar­manna í kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála verði aukn­ar. Lagt er til að a.m.k. tveir nefnd­ar­menn, þar á meðal for­maður nefnd­ar­inn­ar, skuli hafa sér­þekk­ingu á jafn­rétt­is­mál­u­m. 

Einn skal hafa sér­þekk­ingu á jafn­rétti kynj­anna og annar á jafn­rétti í víð­tæk­ari merk­ingu, þar sem þau mál sem koma til kasta kæru­nefnd­ar­innar lúta jú að öðrum atriðum en ein­göngu jafn­rétti kynj­anna.

Í því skyni að tryggja að þessi sér­þekk­ing hald­ist innan dóm­stóls­ins þrátt fyrir að skipt verði um full­trúa er lagt til að full­trúar í nefnd­inni verði ekki skip­aðir á sama tíma.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent