Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum

Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur lagt fram drög að laga­frum­varpi um stjórn­sýslu jafn­rétt­is­mála í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Með þeim breyt­ingum sem lagðar eru til yrði meðal ann­ars komið í veg að sú staða gæti komið aftur upp að ráð­herra eða ein­hver annar þurfi að stefna kær­anda í jafn­rétt­is­máli einum fyrir dóm til að fá nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar hnekkt.

Það er einmitt sú staða sem kom upp í síð­asta mán­uði, eftir að Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra ákvað að una ekki þeirri nið­ur­stöðu sem kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að í máli Haf­dísar Helgu Ólafs­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, sem sótt­ist eftir starfi ráðu­neyt­is­stjóra í ráðu­neyti Lilju.

Lilja hefur stefnt Haf­dísi per­sónu­lega fyrir dóm vegna máls­ins, eftir að hafa aflað sér lög­fræði­á­lita sem að sögn ráðu­neyt­is­ins bentu á laga­lega ann­marka í úrskurði kæru­nefnd­ar­inn­ar. Ráðu­neytið hefur neitað að láta þessi lög­fræði­á­lit í hendur Kjarn­ans svo hægt sé að upp­lýsa almenn­ing um efni þeirra. Synj­unin hefur verið kærð til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál.

Eina leiðin til að fá úrskurð­inum hnekkt

Laga­lega voru Lilju engir aðrir vegir færir til þess að fá úrskurð­inum hnekkt og hefur for­sæt­is­ráð­herra bent á að hún telji full ástæða til þess að skoða breyt­ingar á þessu, „því ekki viljum við að fram­­kvæmd lag­anna með þessum hætti hafi kæl­ing­­ar­á­hrif, ef svo mætti segja, á vilja fólks til að leita réttar síns. Ferlið er einmitt hugsað til að tryggja rétt fólks sem telur á sér brot­ið.“

Auglýsing

Í skrif­legu svari til Kjarn­ans undir lok júní­mán­aðar sagði Katrín að það væri „auð­vitað sér­­stakt að lögin geri ráð fyrir því að eina leiðin til að fá úrskurði hnekkt sé að fara í mál við ein­stak­l­ing­inn sem kær­­ir.“ 

Nú hafa sem áður segir verið lögð fram frum­varps­drög þar sem þessu er breytt, á þann veg að sá sem unir ekki nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála mun stefna nefnd­inni sjálfri, auk kær­and­ans. Þetta mun ef til vill breyta ásýnd mál­anna nokk­uð, en athygli vakti í máli Lilju gegn Haf­dísi Helgu að ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands væri að stefna borg­ara sem leit­aði réttar síns hjá stjórn­sýslu­nefnd.

„Eng­inn þekkir betur á hvaða grunni úrskurður nefnd­ar­innar er byggður en nefndin sjálf og því er rétt að hún sjái um að færa fram máls­á­stæður og lagarök fyrir því af hverju úrskurð­ur­inn sé lög­legur og rétt­ur, en ekki kær­andi einn eins og núver­andi skipan mála er hag­að,“ segir í umfjöllun um frum­varps­drögin í sam­ráðs­gátt­inn­i. 

Þó er tekið fram að eftir sem áður hafi kær­andi kost á að koma að öllum við­horfum sínum varð­andi málið til skila fyrir dóm­stól­um, þar sem hann telj­ist einnig til varn­ar­að­ila máls­ins.

Einnig verður tryggt, sam­kvæmt frum­varps­drög­un­um, að máls­kostn­aður vegna dóms­mála sem þess­ara á öllum dóm­stigum verði áfram greiddur úr rík­is­sjóði.

Auknar kröfur til nefnd­ar­manna um sér­þekk­ingu á jafn­rétt­is­málum

Í frum­varps­drög­unum er lagt til að kröfur um sér­þekk­ingu nefnd­ar­manna í kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála verði aukn­ar. Lagt er til að a.m.k. tveir nefnd­ar­menn, þar á meðal for­maður nefnd­ar­inn­ar, skuli hafa sér­þekk­ingu á jafn­rétt­is­mál­u­m. 

Einn skal hafa sér­þekk­ingu á jafn­rétti kynj­anna og annar á jafn­rétti í víð­tæk­ari merk­ingu, þar sem þau mál sem koma til kasta kæru­nefnd­ar­innar lúta jú að öðrum atriðum en ein­göngu jafn­rétti kynj­anna.

Í því skyni að tryggja að þessi sér­þekk­ing hald­ist innan dóm­stóls­ins þrátt fyrir að skipt verði um full­trúa er lagt til að full­trúar í nefnd­inni verði ekki skip­aðir á sama tíma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent