Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum

Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um stjórnsýslu jafnréttismála í samráðsgátt stjórnvalda. Með þeim breytingum sem lagðar eru til yrði meðal annars komið í veg að sú staða gæti komið aftur upp að ráðherra eða einhver annar þurfi að stefna kæranda í jafnréttismáli einum fyrir dóm til að fá niðurstöðu nefndarinnar hnekkt.

Það er einmitt sú staða sem kom upp í síðasta mánuði, eftir að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ákvað að una ekki þeirri niðurstöðu sem kærunefnd jafnréttismála komst að í máli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, sem sóttist eftir starfi ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Lilju.

Lilja hefur stefnt Hafdísi persónulega fyrir dóm vegna málsins, eftir að hafa aflað sér lögfræðiálita sem að sögn ráðuneytisins bentu á lagalega annmarka í úrskurði kærunefndarinnar. Ráðuneytið hefur neitað að láta þessi lögfræðiálit í hendur Kjarnans svo hægt sé að upplýsa almenning um efni þeirra. Synjunin hefur verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Eina leiðin til að fá úrskurðinum hnekkt

Lagalega voru Lilju engir aðrir vegir færir til þess að fá úrskurðinum hnekkt og hefur forsætisráðherra bent á að hún telji full ástæða til þess að skoða breytingar á þessu, „því ekki viljum við að fram­kvæmd lag­anna með þessum hætti hafi kæl­ing­ar­á­hrif, ef svo mætti segja, á vilja fólks til að leita réttar síns. Ferlið er einmitt hugsað til að tryggja rétt fólks sem telur á sér brot­ið.“

Auglýsing

Í skriflegu svari til Kjarnans undir lok júnímánaðar sagði Katrín að það væri „auð­vitað sér­stakt að lögin geri ráð fyrir því að eina leiðin til að fá úrskurði hnekkt sé að fara í mál við ein­stak­ling­inn sem kær­ir.“ 

Nú hafa sem áður segir verið lögð fram frumvarpsdrög þar sem þessu er breytt, á þann veg að sá sem unir ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála mun stefna nefndinni sjálfri, auk kærandans. Þetta mun ef til vill breyta ásýnd málanna nokkuð, en athygli vakti í máli Lilju gegn Hafdísi Helgu að ráðherra í ríkisstjórn Íslands væri að stefna borgara sem leitaði réttar síns hjá stjórnsýslunefnd.

„Enginn þekkir betur á hvaða grunni úrskurður nefndarinnar er byggður en nefndin sjálf og því er rétt að hún sjái um að færa fram málsástæður og lagarök fyrir því af hverju úrskurðurinn sé löglegur og réttur, en ekki kærandi einn eins og núverandi skipan mála er hagað,“ segir í umfjöllun um frumvarpsdrögin í samráðsgáttinni. 

Þó er tekið fram að eftir sem áður hafi kærandi kost á að koma að öllum viðhorfum sínum varðandi málið til skila fyrir dómstólum, þar sem hann teljist einnig til varnaraðila málsins.

Einnig verður tryggt, samkvæmt frumvarpsdrögunum, að málskostnaður vegna dómsmála sem þessara á öllum dómstigum verði áfram greiddur úr ríkissjóði.

Auknar kröfur til nefndarmanna um sérþekkingu á jafnréttismálum

Í frumvarpsdrögunum er lagt til að kröfur um sérþekkingu nefndarmanna í kærunefnd jafnréttismála verði auknar. Lagt er til að a.m.k. tveir nefndarmenn, þar á meðal formaður nefndarinnar, skuli hafa sérþekkingu á jafnréttismálum. 

Einn skal hafa sérþekkingu á jafnrétti kynjanna og annar á jafnrétti í víðtækari merkingu, þar sem þau mál sem koma til kasta kærunefndarinnar lúta jú að öðrum atriðum en eingöngu jafnrétti kynjanna.

Í því skyni að tryggja að þessi sérþekking haldist innan dómstólsins þrátt fyrir að skipt verði um fulltrúa er lagt til að fulltrúar í nefndinni verði ekki skipaðir á sama tíma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent