Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?

Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.

Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Auglýsing

Lík­legra þykir að fá ný kór­ónu­veirusmit valdi því að alvar­legum til­fellum hefur fækkað heldur en að veiran hafi stökk­breyst og sé orðin veik­ari. Þetta kemur fram í nýju svari á Vís­inda­vef Háskóla Íslands þar sem skoðað er hvort að kór­ónu­veiran sé að missa styrk sinn og verða minna sýk­ing­ar­hæf. 

Í svar­inu er meðal ann­ars vitnað í Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni sem sagði á blaða­manna­fundi þann 25. maí síð­ast­lið­inn að það sem helst ein­kenndi þá sem greinst hefðu af veirunni dag­ana á undan væri það að þeir ein­stak­lingar væru ekki mikið veik­ir. Þegar þarna var komið við sögu hafði nýgreindum smitum fækkað all­veru­lega.

„Það gæti verið að þetta séu ein­stak­lingar sem hafi verið búnir með sín veik­indi. Það gæti líka verið að það sé ein­hver þróttur að fara úr veirunni, hugs­an­lega. Alla­vega er til­hneig­ingin sú að veik­indin hafa minnkað eftir því sem liðið hefur frá 28. febr­ú­ar. Það gæti gefið okkur hugs­an­lega vís­bend­ingu um það að veiran sé ekki eins ágeng og slæm og hún var. En tím­inn verður að leiða það í ljós,“ sagði Þórólfur á áður­nefndum blaða­manna­fundi.

Auglýsing

Fjöldi greindra smita fækkað veru­lega

En þá að spurn­ing­unni sem leit­ast er við að svara á Vís­inda­vefn­um; Er veiran að veikjast? Í svari Arn­ars Páls­son­ar, erfða­fræð­ings og pró­fess­ors í líf­upp­lýs­inga­fræði við HÍ, eru gefnar sex mögu­legar ástæður fyrir því að veiran kunni að vera að veikj­ast eða hvers vegna svo kann að virð­ast.

Í fyrsta lagi segir Arnar að það sé mögu­legt að tíðni alvar­legra smita sé jafnhá og áður, sem þýðir að veiran sé ekki orðin veik­ari. Lík­urnar á alvar­legum til­fellum séu litlar vegna þess að smit eru orðin svo fá. Sam­kvæmt þessum mögu­leika er veiran þar af leið­andi ekki veik­ari.

Breytt hegðun gæti hafa skipt máli

Í öðru lagi gæti breytt hegðun fólks mögu­lega hafa leitt til mild­ari ein­kenna. Þeir sem við­kvæmir eru fyrir veirunni sem og eldra fólk hafi haldið sig til hlés og veiran því frekar borist milli yngra hraust­ara fólks.

Þriðja mögu­leik­inn fyrir mild­ari ein­kennum hverf­ist einnig um breytta hegðun fólks. Vera má að vegna var­úð­ar­ráð­staf­ana hafi færri veiru­agnir borist í ein­stak­linga, sem gæti hafa orðið til þess að fram­vinda sýk­ing­ar­innar hafi verið hæg­ari og ónæm­is­kerfi þeirra sem hafi sýkst hafi haft meiri tíma til að læra á veiruna og brjóta sýk­ing­una á bak aft­ur.

Aukin þekk­ing gæti hafa mildað áhrifin

Aukin þekk­ing heil­brigð­is­fólks á eðli sjúk­dóms­ins er svo fjórði mögu­leik­inn sem tek­inn er til skoð­un­ar. Aukin þekk­ing og auk­inn hraði í grein­ingum gæti hafa orðið til þess að fleiri alvar­legum til­fellum hafi verið afstýrt.

Í fimmta lagi gæti árs­tíð­ar­breyt­ing haft áhrif á veiruna. Venju­lega missir árleg inflú­ensa þrótt sinn þegar sum­arið gengur í garð og það sama gæti verið uppi á ten­ingnum varð­andi kór­ónu­veiruna. Þó kemur fram í svar­inu að engar vís­bend­ingar eru um áhrif árs­tíða eða umhverf­is­hita á veiruna sem veldur COVID-19. Þá segir í svar­inu að lík­legra sé að fólk fari í auknum mæli út af heim­ilum og í almenn­ings­rými með hækk­andi sól sem eykur smit­hættu vegna mann­mergð­ar.

Lík­legra að veiran mild­ist frekar en styrk­ist með tím­anum

Í sjötta og síð­asta lagi gæti verið að veiran hafi þró­ast og orðið mild­ari hér á landi. „Slíkt fæli í sér að stökk­breyt­ingar sem draga úr alvar­leika ein­kenna vegna smits hafi auk­ist í stofni veirunn­ar, og að þeim völdum lækki dán­ar­tíðni. Þetta er talin lík­leg fram­vinda, en frekar sé horft til fram­tíðar en að þetta hafi gerst á þeim fáu mán­uðum sem hafa liðið frá því að veiran barst í menn. Þótt veiran fjölgi sér hratt, er ekki búist við að eig­in­leikar hennar þró­ist á hálfi ári,“ segir í svar­inu.

Talað hefur verið um þann mögu­leika að veiran stökk­breyt­ist í hina átt­ina, sem leiðir til þess að hún verði hættu­legri, smit­ist betur eða valdi alvar­legri ein­kenn­um. Sam­kvæmt svar­inu er það talið ólík­legt.

„Flestar stökk­breyt­ingar á veirunni eru skað­legar fyrir hana, og valda veikluðum til­brigð­um. Ólík­legt er að þau smiti frekar en „eðli­leg“ afbrigði henn­ar. Að end­ingu er mögu­legt að ein­hver „veikluð“ afbrigði veirunnar smit­ist milli manna og valdi mild­ari ein­kenn­um,“ segir í svar­inu. Sá mögu­leiki að veiran hafi þró­ast í mild­ara afbrigði hér­lendis er þó tal­inn ólík­leg skýr­ing. Lík­legra sé að mikil fækkun til­fella gefi þá mynd líkt og áður seg­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent