Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“

Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Vanda­málið er ekki að einka­fyr­ir­tækið Íslensk erfða­grein­ing ákveði að láta ekki mis­nota sig til eilífðar án samn­inga og sam­ráðs – sem er alengt fyr­ir­komu­lag hjá rík­is­stjórn­inni – heldur er vanda­málið að við erum með rík­is­kerfi sem er búið að grafa svo mikið undan í þágu einka­fyr­ir­tækja að kerfið gæti ekki virkað á til­skil­inn hátt án þeirra. Það skrif­ast á Sjálf­stæð­is­flokk­inn og ham­farakap­ít­al­ismann þeirra, fyrst og fremst, ásamt við­hlæj­endur þeirra í öðrum flokk­um.

Þetta segir Smári McCart­hy, þing­maður Pírata, á Face­book-­síðu sinni um þá stöðu sem komin er upp varð­andi skimun á landa­mær­un­um. Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, til­kynnti í gær að fyr­ir­tækið myndi hætta skimun fyrir íslensk heil­brigð­is­yf­ir­völd­um.

Smári segir að það sé rétt sem Kári segir að sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans ætti undir öllum eðli­legum kring­um­stæðum að vera nægi­lega vel útbúin tækj­um, aðföngum og mann­skap til að geta tek­ist á við þetta verk­efni. „LSH ætti heilt yfir að vera betur í stakk búið en það er. Það er ekki skortur á fag­þekk­ingu eða vilja til verks­ins, þvert á móti. En það er búinn að vera við­var­andi skortur á fjár­magn­i,“ skrifar hann.

Auglýsing

Ekki bara vanda­mál í heil­brigð­is­kerf­inu

Þá telur Smári þetta ekki ein­ungis vera vanda­mál í heil­brigð­is­kerf­inu. „Sama hvert litið er hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn und­an­farna ára­tugi notað valda­stöðu sína til að moka verk­efnum yfir á einka­geirann, oft­ast með um 30 pró­sent meiri kostn­aði, og ábyrgðin áfram hjá rík­inu.

Ein­hvern veg­inn tókst til dæmis að byggja Ölf­usár­brú árið 1945 þegar landið var nýstofn­að, fátækt og nýkomið undan seinni heims­styrj­öld. En í dag, þegar Ísland er eitt rík­asta land heims er lífs­ins ómögu­legt að byggja nýja brú án þess að fá einka­að­ila að,“ skrifar hann. 

Hann segir að það eina sem breytt­ist hafi verið við­horf þeirra sem sitja að völdum ár eftir ár, ára­tug eftir ára­tug, til þess hvert hlut­verk þeirra sé. Einu sinni hafi þetta snú­ist um að búa til gott sam­fé­lag.

Snýst um að maka krók­inn

„Núna snýst þetta um að maka krók­inn. Fyrir vik­ið, þótt ég hefði gjarnan viljað sleppa því að sjá Kára Stef­áns­son taka enn eitt frekjukast­ið, sér­stak­lega þegar það gæti bitnað á almanna­heilsu og öryggi, þá verð ég að við­ur­kenna að það er svo­lítið ánægju­legt að sjá rík­is­stjórn­ina sem getur ekki tekið jafn­vel auð­veld­ustu ákvarð­anir um almanna­hag fá ærlega á bauk­inn frá einum einka­að­il­anum sem Sjallar hömp­uðu á sínum tíma.

En schaden­freude er vont nesti. Væri ekki betra ef rík­is­stjórnin tæki sig til og gerði það sem þarf til að tryggja að sýkla- og veiru­fræði­deild LSH geti unnið úr þeim fjölda sýna á hverjum degi sem þörf er á, og það án þess að brenna út starfs­fólkið í leið­inn­i?“ skrifar hann.

Smári seg­ist þó ekki ætla að halda niðri í sér and­an­um. „Vil ekki verða jafn blár og skepnan sem bjó til vanda­mál­ið.“

Vanda­málið er ekki að einka­fyr­ir­tækið Íslensk Erfða­grein­ing ákveði að láta ekki mis­nota sig til eilífðar án samn­inga og...

Posted by Smári McCarthy on Tues­day, July 7, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent