„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“

Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.

Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
Auglýsing

Ungt fólk á Íslandi heldur áfram að mót­mæla aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­málum hvern ein­asta föstu­dag á Aust­ur­velli klukkan 12. Verk­fallið – eins og mót­mælin eru kölluð – er inn­blásið af hinni sænsku Gretu Thun­berg en hún hefur vakið heims­at­hygli fyrir bar­áttu sína í lofts­lags­mál­um.

Greta sagði á Instagram-­reikn­ingi sínum í síð­ustu viku að lofts­lags­váin færi ekki í sum­ar­frí, „svo við höldum áfram að mót­mæla“.

For­svars­menn verk­falls­ins á Íslandi segja í sam­tali við Kjarn­ann að þau hafi tekið pásu á meðan sam­komu­bannið stóð yfir. „Við byrj­uðum aftur í miðjum júní, og mæt­ingin hefur verið sú sama eins og fyrir COVID-19.“ Fólk haldi sig þó fjær hvort öðru en áður.Auglýsing


Á Face­book-­síðu verk­falls­ins kemur fram að nýj­ustu tölur Gallup sýni að fleiri Íslend­ingar en nokkru sinni fyrr hafi áhuga á – og áhyggjur af – umhverf­is­málum en þó fari losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda enn vax­andi.

„Við viljum sýna stjórn­völdum að almenn­ingur sé með­vit­aður um alvar­leika máls­ins og vilji rót­tækar aðgerð­ir.

Stjórn­völd hafa sett sér aðgerð­ar­á­ætlun í lofts­lags­málum til árs­ins 2030 og gera meðal ann­ars ráð fyrir kolefn­is­hlut­leysi fyrir árið 2040. Við viljum styðja við bakið á þeim aðgerð­um, en betur má ef duga skal. Núver­andi aðgerða­á­ætlun er ekki í sam­ræmi við mark­mið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heims­vísu og við krefj­umst aðgerða sem eru lík­legar til að skila þeim árangri,“ segir á síðu verk­falls­ins.

Vilja að Ísland taki af skarið

Ljóst sé að stór­auka þurfi fjár­fram­lög til lofts­lags­að­gerða. Milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál (IPCC) reikn­ist til að verja þurfi 2,5 pró­sent af heims­fram­leiðslu til lofts­lags­mála á ári til árs­ins 2035 til að halda hlýnun innan við 1,5 gráð­ur. Núver­andi áætlun sé upp á 0,05 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu á ári næstu fimm árin.

Þau krefj­ast þess að Ísland taki af skar­ið, hlusti á vís­inda­menn, lýsi yfir neyð­ar­á­standi og láti hið minnsta 2,5 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu renna beint til aðgerða tengdum umhverf­is­mál­um. Þar verði atvinnu­lífið einnig að axla ábyrgð og til þess verði við­horfs­breyt­ing að eiga sér stað.

Ekki sé nóg að almenn­ingur taki ábyrgð á sínum gjörðum heldur þurfi á því að halda að stjórn­völd, fyr­ir­tæki og félög taki þátt og breyti við­horfi og hegðun sinni. „Við viljum afdrátt­ar­lausar aðgerð­ir. Núna. Fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Fyrir lofts­lag­ið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Sérhagsmunaöflin „stökkva á tækifærið“ til að hafa afkomuöryggið af fólki
Forseti Alþýðusambands Íslands setti 44. þing sambandsins í dag. Hún sagði í ávarpi við þingsetningu að hættan þegar harðnar á dalnum væri sú að réttindi yrðu gefin eftir og ójöfnuður ykist.
Kjarninn 21. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji aftur kominn yfir 30 prósent í Eimskip og gerir yfirtökutilboð
Í annað sinn á þessu ári er Samherji Holding komið með yfir 30 prósent eignarhlut í Eimskip, en þá myndast yfirtökuskylda. Síðast fékk félagið að sleppa undan henni vegna „sérstakra aðstæðna sem hefðu skapast á fjármálamarkaði vegna útbreiðslu Covid-19“.
Kjarninn 21. október 2020
ASÍ gagnrýnir að skattalækkun til fjármagnseigenda sé í forgangi
Alþýðusamband Íslands segir að skattalækkun upp á 2,1 milljarða til fjármagnseigenda eigi ekki að vera í forgangi heldur eigi verkefni stjórnvalda að vera að tryggja afkomu fólks. Sambandið segir að atvinnuleysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfnuðar.
Kjarninn 21. október 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ósannfærandi málamiðlunartillaga
Kjarninn 21. október 2020
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni
Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.
Kjarninn 21. október 2020
Árni Stefán Árnason
Flugmál – ævintýraleg þróun flugherma til heimabrúks
Kjarninn 21. október 2020
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Vill nánari útlistun á aðhaldsaðgerðum
Viðskiptaráð kallar eftir nánari útskýringu á því hvernig hið opinbera ætlar að haga aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem eru boðaðar eftir rúm tvö ár.
Kjarninn 21. október 2020
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent