„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“

Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.

Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
Auglýsing

Ungt fólk á Íslandi heldur áfram að mót­mæla aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­málum hvern ein­asta föstu­dag á Aust­ur­velli klukkan 12. Verk­fallið – eins og mót­mælin eru kölluð – er inn­blásið af hinni sænsku Gretu Thun­berg en hún hefur vakið heims­at­hygli fyrir bar­áttu sína í lofts­lags­mál­um.

Greta sagði á Instagram-­reikn­ingi sínum í síð­ustu viku að lofts­lags­váin færi ekki í sum­ar­frí, „svo við höldum áfram að mót­mæla“.

For­svars­menn verk­falls­ins á Íslandi segja í sam­tali við Kjarn­ann að þau hafi tekið pásu á meðan sam­komu­bannið stóð yfir. „Við byrj­uðum aftur í miðjum júní, og mæt­ingin hefur verið sú sama eins og fyrir COVID-19.“ Fólk haldi sig þó fjær hvort öðru en áður.Auglýsing


Á Face­book-­síðu verk­falls­ins kemur fram að nýj­ustu tölur Gallup sýni að fleiri Íslend­ingar en nokkru sinni fyrr hafi áhuga á – og áhyggjur af – umhverf­is­málum en þó fari losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda enn vax­andi.

„Við viljum sýna stjórn­völdum að almenn­ingur sé með­vit­aður um alvar­leika máls­ins og vilji rót­tækar aðgerð­ir.

Stjórn­völd hafa sett sér aðgerð­ar­á­ætlun í lofts­lags­málum til árs­ins 2030 og gera meðal ann­ars ráð fyrir kolefn­is­hlut­leysi fyrir árið 2040. Við viljum styðja við bakið á þeim aðgerð­um, en betur má ef duga skal. Núver­andi aðgerða­á­ætlun er ekki í sam­ræmi við mark­mið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heims­vísu og við krefj­umst aðgerða sem eru lík­legar til að skila þeim árangri,“ segir á síðu verk­falls­ins.

Vilja að Ísland taki af skarið

Ljóst sé að stór­auka þurfi fjár­fram­lög til lofts­lags­að­gerða. Milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál (IPCC) reikn­ist til að verja þurfi 2,5 pró­sent af heims­fram­leiðslu til lofts­lags­mála á ári til árs­ins 2035 til að halda hlýnun innan við 1,5 gráð­ur. Núver­andi áætlun sé upp á 0,05 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu á ári næstu fimm árin.

Þau krefj­ast þess að Ísland taki af skar­ið, hlusti á vís­inda­menn, lýsi yfir neyð­ar­á­standi og láti hið minnsta 2,5 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu renna beint til aðgerða tengdum umhverf­is­mál­um. Þar verði atvinnu­lífið einnig að axla ábyrgð og til þess verði við­horfs­breyt­ing að eiga sér stað.

Ekki sé nóg að almenn­ingur taki ábyrgð á sínum gjörðum heldur þurfi á því að halda að stjórn­völd, fyr­ir­tæki og félög taki þátt og breyti við­horfi og hegðun sinni. „Við viljum afdrátt­ar­lausar aðgerð­ir. Núna. Fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Fyrir lofts­lag­ið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent