Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum

Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.

Fé á leið til slátrunar.
Fé á leið til slátrunar.
Auglýsing

Ef slát­ur­hús á Íslandi yrði óstarf­hæft af ein­hverjum ástæðum yrði fyrsti kost­ur­inn vænt­an­lega alltaf sá að senda dýr til slátr­unar í annað slát­ur­hús, segir Kristín Silja Guð­laugs­dótt­ir, sér­greina­dýra­læknir heil­brigð­is­eft­ir­lits hjá Mat­væla­stofnun (MAST).Hópsmit af kór­ónu­veirunni hafa komið upp meðal starfs­manna í fjölda slát­ur­húsa um allan heim, m.a. víðs vegar í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um, með þeim afleið­ingum að þurft hefur að loka þeim og drepa dýrin á bæjum þar sem þau eru alin. Oft er um risa­vaxin slát­ur­hús að ræða þar sem tugum þús­unda svína og ann­arra dýra er slátrað á hverjum degi. Sér­fræð­ingar hafa bent á að í slíkum verk­smiðjum séu kjörað­stæður fyrir nýju kór­ónu­veiruna: Þar er loftið kalt og rakt og starfs­menn standa þétt saman við störf sín.Kristín Silja segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að ólík­legt sé að til þess myndi koma að aflífa þyrfti heil­brigð dýr hér á landi ann­ars staðar en í slát­ur­húsi. Kæmi hins vegar upp sú staða er bændum heim­ilt að aflífa sín eigin dýr svo fremi sem það sé gert á „mann­úð­legan hátt með við­ur­kenndum aflíf­un­ar­að­ferð­u­m“. Einnig geta bændur að sögn Krist­ínar leitað til sjálf­stætt starf­andi dýra­lækna og óskað eftir aðstoð þeirra við aflífun dýra sinna.

Auglýsing


„Af og til þarf að aflífa hópa dýra vegna sjúk­dóma, svo sem ali­fugla vegna stað­fests salmon­ellu­smits í eldi eða sauðfé vegna rið­u­nið­ur­skurð­ar,“ segir Krist­ín. „Slík aflífun fer alltaf fram sam­kvæmt leið­bein­ingum Mat­væla­stofn­unar og undir eft­ir­liti henn­ar“.Við­ur­kenndum aflíf­un­ar­að­ferðum er lýst í I. við­auka við reglu­gerð 911/2012 um vernd dýra við aflíf­un. Að sögn Krist­ínar er heim­ilt að nota þær aðferðir sem þar er lýst við neyð­ar­af­lífun utan slát­ur­húsa. Hún bendir þó á að bændur hafi sjaldan aðra kosti en pinna­byssu til að aflífa stór­gripi.

Ákveðnum aðferðum má samkvæmt reglugerðinni beita til að aflífa smágrísi.Þær aðferðir sem beita má við aflífun dýra eftir teg­undum þeirra eru eft­ir­far­andi:

 • Tæki með pinna sem gengur inn í heil­ann. Þetta veldur alvar­legum og var­an­legum skaða á heila af völdum höggs og inn­ferðar pinna. Aðferð­inni má beita á allar dýra­teg­und­ir.
 • Tæki með pinna sem gengur ekki inn í heil­ann. Þetta veldur alvar­legum skaða á heila af völdum höggs frá pinna sem gengur ekki inn í heil­ann. Þessa aðferð má aðeins nota á ali­fugla utan slát­ur­húss.
 • Skot­vopn með lausu skoti. Má nota á allar teg­undir utan slát­ur­húsa.
 • Möl­un. Allt dýrið er malað taf­ar­laust. Aðferð­inni má beita á kjúklinga allt að 72 klukku­stunda gamla og óklakta unga í eggj­um.
 • Snúið úr háls­lið. Þá er háls­inn teygður og und­inn með vél­rænum hætti eða með handafli, þannig að blóð­þurrð verður í heila. Aðferð­inni má beita á ali­fugla með líf­þyngd sem er allt að 5 kg.
 • Högg á haus­inn. Fast og nákvæmt högg á haus­inn sem veldur alvar­legum skaða á heila. Aðferð­inni má beita á smá­grísi, lömb, kiðlinga, loð­dýr og ali­fugla með líf­þyngd sem er allt að 5 kg.
 • Deyf­ing með raf­straumi sem fer ein­ungis í gegnum haus­inn. Raf­straumur er lát­inn fara gegnum heil­ann og þannig kemur fram almenn floga­veiki­virkni á heila­riti. Allar teg­und­ir.
 • Deyf­ing með raf­straumi sem er lát­inn fara gegnum dýrið frá hausi til skrokks. Raf­straumur er lát­inn fara gegnum skrokk­inn og þannig kemur fram almenn floga­veiki­virkni á heila­riti sam­tímis því að hjartað flöktir eða stöðvast. Aðferð­inni má beita á allar teg­und­ir.
 • Vatns­bað. Raf­straumur er lát­inn fara með vatns­baði gegnum allan skrokk­inn og þannig kemur fram almenn floga­veiki­virkni á heila­riti og hjartað kann að flökta eða stöðvast. Má beita á ali­fugla.
 • Koltví­sýr­ingur í miklum styrk. Dýr, sem eru með með­vit­und, eru beint eða smám saman látin verða fyrir váhrifum af gas­blöndu sem inni­heldur meira en 40 pró­sent af koltví­sýr­ingi. Þess­ari aðferð má beita í gryfj­um, göng­um, gámum eða bygg­ingum sem áður hafa verið gerðar loft­þétt­ar. Aðferð­inni má beita við aðrar aðstæður en slátrun að því er varðar ali­fugla og svín.
 • Koltví­sýr­ingur í tveimur áföng­um. Dýr, sem eru með með­vit­und, eru fyrst látin verða fyrir váhrifum af gas­blöndu sem inni­heldur allt að 40 pró­sent af koltví­sýr­ingi og því næst, eftir að dýrin hafa misst með­vit­und, af gas­blöndu með meiri styrk koltví­sýr­ings. Má beita á ali­fugla.
 • Koltví­sýr­ingur ásamt óhvarf­gjörnum gas­teg­und­um.  Dýr, sem eru með með­vit­und, eru látin verða fyrir váhrifum af gas­blöndu, sem inni­heldur allt að 40 pró­sent af koltví­sýr­ingi ásamt óhvarf­gjörnum gas­teg­und­um, sem veldur súr­efn­is­skorti. Þess­ari aðferð má beita í gryfj­um, sekkj­um, göng­um, gámum eða bygg­ingum sem áður hafa verið gerðar loft­þétt­ar, á ali­fugla og svín.
 • Óhvarf­gjarnar gas­teg­und­ir. Dýr, sem eru með með­vit­und, eru beint eða smám saman látin verða fyrir váhrifum af blöndu óhvarf­gjarnra gas­teg­unda, t.d. argons eða köfn­un­ar­efn­is, sem veldur súr­efn­is­skorti. Þess­ari aðferð má beita í gryfj­um, sekkj­um, göng­um, gámum eða bygg­ingum sem áður hafa verið gerðar loft­þéttar á svín og ali­fugla.
 • Hreinn kol­sýr­ing­ur. Dýr, sem eru með með­vit­und, eru látin verða fyrir váhrifum af gas­blöndu sem inni­heldur meira en 4 pró­sent af kol­sýr­ingi. Aðferð­inni má beita á Loð­dýr, ali­fugla og smá­grísi.
 • Kol­sýr­ingur ásamt öðrum gas­teg­und­um. Dýr, sem eru með með­vit­und, eru látin verða fyrir váhrifum af gas­blöndu sem inni­heldur meira en 1 pró­sent af kol­sýr­ingi ásamt öðrum eitr­uðum gas­teg­und­um. Má beita á  loð­dýr, ali­fugla og smá­grísi.
Sundurskorinn lambaskrokkur. Mynd: Af vef MatísHvað varðar slát­ur­húsin sjálf, sem fylgja þurfa ströngum skil­yrðum við slátrun dýra, segir Kristín að þau starfi hvert og eitt eftir eigin við­bragðs­á­ætl­un. Í slíkri áætlun er skipu­lagt hvernig slát­ur­húsið bregst við ef upp kemur smit hjá starfs­manni húss­ins, þannig að tryggja megi að starf­semin skerð­ist sem minnst.

Jafn­framt hefur Mat­væla­stofnun sína eigin við­bragðs­á­ætlun. Þar er meðal ann­ars gerð áætlun um hvernig brugð­ist er við for­fall­ist eft­ir­lits­dýra­læknir í slát­ur­húsi vegna sýk­ingar af COVID-19. Að sögn Krist­ínar hefur ekki komið til þess að grípa þyrfti til þess að finna stað­gengil fyrir eft­ir­lits­dýra­lækni í slát­ur­húsi í far­aldr­inum hingað til.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent