EPA

Verksmiðjurnar sem framleiða kórónuveiruna

Vikum saman hafa sláturhús verið í fréttum vegna hópsýkinga starfsmanna af COVID-19. Skýringarnar eru margvíslegar. Í slíkum verksmiðjum er loftið kalt og rakt og fólk er þétt saman við vinnuna. En oft er starfsfólkið líka fjarri heimalandinu, þekkir illa sinn rétt og býr í ofanálag saman við þröngan húsakost.

Yfir 1.550 starfs­menn Tönnies-slát­ur­húss­ins greindust með kór­ónu­veirusmit í síð­asta mán­uði. Í kjöl­farið tóku sam­komu- og ferða­tak­mark­anir í borg­inni  Guet­ersloh aftur gildi. Um 600 þús­und manns þurfa að hlíta þeim.Tönnies-slát­ur­húsið er aðeins eitt af mörgum slát­ur­húsum og kjöt­vinnslu­stöðvum í Þýska­landi  þar sem umfangs­mikil hópsmit hafa komið upp meðal starfs­manna. Og Þýska­land er aðeins eitt af mörgum löndum þar sem kór­ónu­veiran hefur náð mik­illi útbreiðslu meðal starfs­fólks í kjöt­iðn­aði. Kjarn­inn hefur þegar fjallað um ástandið í Banda­ríkj­unum en sífellt fleiri lönd bæt­ast í þennan hóp. Hol­lend­ingar hafa fengið sinn skerf og um helg­ina greindust til dæmis kór­ónu­veirusmit í starfs­mönnum þriggja slát­ur­húsa í Aust­ur­ríki.Auglýsing

Ef nýja kór­ónu­veiran SAR­S-CoV-2 mætti velja sér stað til að hreiðra um sig á yrðu slát­ur­hús ofar­lega á óska­list­an­um. Ástæðan er sú að þar er allt til alls svo hún geti lif­að, dafnað og fjölgað sér við kjörað­stæð­ur. Í slát­ur­húsum og kjöt­vinnslu­stöðvum er loftið kalt og rakt. Þar standa iðnir verka­menn þétt saman við vinnu sína og svitna jafn­vel við erfið störf­in. Allt getur þetta orðið til þess að veir­ur  á borð við SAR­S-CoV-2 eiga auð­veld­ara en ella með að ber­ast frá manni til manns með dropa­smiti eða snert­ingu.Veirunni skæðu, sem fyrst er talin hafa smit­ast yfir í menn á blaut­mark­aði í Kína þar sem verslað er með lif­andi og dauð dýr, hefur orðið að ósk sinni. Hún hefur hreiðrað um sig í slát­ur­hús­um. Og hún hefur sýkt marga.Það eru þó ekki aðeins slát­ur­húsin sjálf sem geta nán­ast orðið að verk­smiðjum fyrir veiruna ef ekki er farið að öllu með gát og öllum reglum um sótt­varnir – sem eru strangar í mat­væla­iðn­aði – fylgt.Þýskir svínabændur eru í erfiðri stöðu. Svínin halda áfram að stækka en enginn kemur að sækja þau og flytja til slátrnunar.

Í Þýska­landi er talið að skýr­ing­una á hóp­sýk­ingum meðal starfs­manna slát­ur­húsa megi líka rekja til fyr­ir­komu­lags þessa iðn­aðar í land­inu þar sem fram­leiðslu­fyr­ir­tækin fela oft und­ir­verk­tökum þennan hluta fram­leiðslu­keðj­unn­ar: Að slátra dýr­unum og brytja niður fyrir áhuga­sama kaup­end­ur.Und­ir­verk­tak­arnir ráða far­and­verka­menn frá fátæk­ari löndum til starfs­ins. Starfs­fólk slát­ur­hús­anna er því upp til hópa inn­flytj­endur og far­and­verka­fólk. Inni í samn­ingnum er hús­næði – og akstur á vinnu­stað. Hljómar kannski ágæt­lega nema að hús­næðið er þröng ver­búð og far­ar­tækið sem notað er til að aka fólk­inu til vinnu er rúta þar sem þétt er set­ið. Þannig eru aðstæð­urnar að minnsta kosti í mörgum til­fellum eins og rakið er í ítar­legri úttekt Der Spi­egel á aðbún­aði og aðstæðum fólks­ins sem vinnur við að slátra dýrum í Þýska­landi svo að ódýrt kjöt kom­ist á disk neyt­enda.  Það er því talið að smit­hættan sé í bæði vinnu­um­hverfi starfs­mann­anna, í híbýlum þeirra og á leið í vinnu. Sam­an­tek­ið: Hún er alltum­lykj­andi í öllu þeirra lífi.„Það er mjög mik­il­vægt að gera sér grein fyrir að starfs­fólk í þessum verk­smiðjum – og sinnir þessu óvin­sæla starfi – er oft far­and­verka­fólk, útlend­ingar sem búa saman á heima­vist­um. Og þeir búa og ferð­ast í mik­illi nánd,“ segir James Wood, deild­ar­for­seti dýra­lækn­inga­deildar Cambridge-há­skóla.Auglýsing

Heima­vist, svefn­skáli eða ver­búð. Þetta eru lík­lega þau orð sem kom­ast næst því að lýsa híbýlum verka­mann­anna. Þangað koma þeir rétt til að halla sér á milli vakta.Kanadískir og breskir vís­inda­menn tóku saman höndum og rann­sök­uðu aðstæður í kjöt­vinnslu­stöðvum og slát­ur­hús­um. Þeir komust að því að „járn­flet­ir“ og „lágur hiti“ lengja líf­tíma veira á borð við SAR­S-CoV-2. Þeir benda í rann­sókn­inni einnig á að í slíkum verk­smiðjum er oft hávaði sem verður til þess að fólk þarf að hækka róm­inn til að yfir­gnæfa læt­in. Það gæti, að mati vís­inda­mann­anna, aukið enn á smit­hætt­una. Þá er nið­ur­staða þeirra einnig sú að starfs­fólkið finni fyrir þrýst­ingi frá yfir­mönnum að halda áfram að mæta í vinn­una þó að það finni fyrir ein­kennum sem bent gætu til COVID-19.

Líf­tím­inn lengdurYsta lag kór­ónu­veira er skel úr fitu sem verður til þess að þær þríf­ast vel í köldu lofti. Sýnt hefur verið fram á að nýja kór­ónu­veiran getur lifað í allt að 72 klukku­tíma á yfir­borði ef hita­stigið er 21-23 gráð­ur. Í lægra hita­stigi lifa þær enn leng­ur. Mögu­lega dögum sam­an.Þá berst veiran auð­veldar um kalt loft, sér­stak­lega því sem dælt er með loft­ræst­ingu hring eftir hring í sama rými. Þetta getur orðið til þess að aðeins örfáir smit­aðir starfs­menn séu nóg til að stað­bundið hópsmit verð­ur, hefur Der Spi­egel eftir Tom Jeffer­son, heilsu­sér­fræð­ingi við Oxfor­d-há­skóla.  Þeir verða ofursmit­berar svo­kall­að­ir. „Og ef starfs­menn­irnir búa svo sam­an, og taka sama stræt­is­vagn­inn til vinnu, þá er erfitt að stöðva útbreiðsl­una.“Á hverjum degi, undir venjulegum kringumstæðum, er tugþúsundum svína slátrað í Tönnies-sláturhúsinu.

Vís­inda­menn við smit­sjúk­dóma­stofnun Banda­ríkj­anna hafa rann­sakað til­felli COVID-19 í 114 slát­ur­húsum þar í landi. Að minnsta kosti 4.900 starfs­manna sýkt­ust og í byrjun apríl höfðu yfir tutt­ugu lát­ist vegna sjúk­dóms­ins. Stofn­unin krafð­ist grund­vall­ar­breyt­inga til að lág­marka hættu á smit­um, m.a. hólfuð úti­svæði fyrir starfs­menn í pásum, strang­ari þrif og meiri sótt­hreins­un.Jeffer­son telur að miklu frekar ætti að skima ræki­lega og reglu­lega fyrir veirunni hjá fólk­inu sem vinnur við þessar kjörað­stæður veirunn­ar.Svefn­skála verka­manna í Mün­ster, vest­ast í Þýska­landi, er vart hægt að kalla heim­ili, skrifa blaða­menn Der Spi­egel í umfjöllun sinni. Og á síð­ustu dögum hefur þeim verið breytt í fang­elsi. Járn­hliðið við bygg­ing­una er harð­læst og eng­inn má yfir­gefa hús­ið. Inni eru far­and­verka­menn frá Rúm­en­íu. Þeir eru í sótt­kví – sumir reyndar í ein­angr­un. Allir vinna þeir hjá Tönnies-slát­ur­hús­inu, því stærsta í Þýska­land­i. 

Fyrir nokkrum dögum bjuggu þeir fimmtán saman í litlu rými. Fimm greindust með smit. Þrír voru fluttir annað en tveir eru enn í hús­inu. Blaða­maður Der Spi­egel tal­að­i við einn verka­mann­inn í gegnum hlið­ið. Sá var ekki smit­að­ur, að minnsta kosti síð­ast þegar hann vissi. En hann býr í sama húsi og menn sem eru með COVID-19. Og vill gjarnan kom­ast í burtu. Hann hringdi meira að segja í lög­regl­una sem sagð­ist ekk­ert geta gert.Auglýsing

Á hefð­bundnum degi er tugum þús­unda svína slátrað í Tönnies-slát­ur­hús­inu. Rúm­en­arnir komu til Þýska­lands til að vinna þar. Starfs­ör­yggið er lítið og launin lág. Það var eins og eng­inn heims­far­aldur væri í gangi innan veggja. Við starfs­manna­inn­gang­inn átti að mæla hita starfs­manna. Það var ekki gert fyrr en tveimur dögum áður en allir voru sendir heim í ein­angrun og sótt­kví eftir að ljóst var að upp var komið stærsta hópsmit í allri Evr­ópu.Eig­and­inn – stundum kall­aður Kjöt­bar­ón­inn – hefur í fleiri ár hag­rætt í starf­sem­inni til að ná meiri afköst­um. Clem­ens Tönnies er sagður „meist­ari“ í því að ná sem mestu út úr starfs­fólk­inu og sömu­leiðis af skrokkum dýr­anna sem það slátr­ar. Hann selur kjötið ódýrt og er þess vegna eft­ir­lætis birgir lág­vöru­versl­ana Þýska­lands. Tönnies-veldið er með 30 pró­sent af svína­kjöts­mark­aði lands­ins. Slát­ur­húsin hans eru, eins og það er orðað í umfjöllun Der Spi­egel, „lyk­il­hlekkur í þeirri fram­leiðslu­keðju þar sem dýrum er umbreytt í ódýrt kjöt“.Með því að lág­marka kostn­að, stækka og stækka, hefur Tönnies eitt og sér umbylt kjöt­iðn­að­inum og komið sér fyrir í ráð­andi stöðu.

Er skinku­sneiðin þess virði?Hvernig komið er fram við starfs­menn slát­ur­húsa og kjöt­vinnsla í Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku er eitt af því sem far­aldur COVID-19 hefur afhjúpað síð­ustu mán­uði. Hann hefur einnig afhjúpað hvernig komið er fram við dýrin sem þar er slátr­að. „Þetta neyðir okkur ekki aðeins til að spyrja hvers vegna veiran getur breiðst svona hratt út í slát­ur­hús­um,“ segir í grein blaða­manna Der Spi­egel. „Þetta setur kast­ljósið einnig á þennan iðnað í heild: Hvað gengur í raun og veru á í kjöt­fram­leiðsl­unni? Við hvaða aðstæður þarf starfs­fólkið að vinna? Og er skinku­sneiðin þess virð­i?“„Þetta setur kastljósið einnig á þennan iðnað í heild: Hvað gengur í raun og veru á í kjötframleiðslunni? Við hvaða aðstæður þarf starfsfólkið að vinna? Og er skinkusneiðin þess virði?“

Stjórn­mála­menn eru hættir að mæra Tönnies. Það hafa minni hlut­hafar í fyr­ir­tæki hans einnig gert. Íbúar borg­anna tveggja sem þurfa að sæta ferða- og sam­komu­tak­mörk­un­um, eru æfir.Robert Habeck, vara­for­maður Græn­ingja­flokks­ins í Þýska­landi, segir að hópsmitin í kjöt­iðn­að­inum og „Tönnies-krísan“ hafi sýnt að nýrrar nálg­unar sé þörf. Breyt­ingar eru þegar í upp­sigl­ingu. Þýska rík­is­stjórnin ætlar sér að banna und­ir­verk­töku í kjöt­iðn­að­inum með nýrri lög­gjöf.Hubertus Heil, atvinnu­mála­ráð­herra Þýska­lands, hefur sagt kjöt­bar­ón­inn Tönnies bera mikla ábyrgð. Hann hafi hagn­ast sví­virði­lega á slátrun svína. Karl-Josef Laumann, heil­brigð­is­ráð­herra í Norð­ur­rín-Vest­fa­l­íu, hefur kraf­ist laga­breyt­inga.Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur einnig blandað sér í mál­ið. Ráð­herra atvinnu- og félags­mála sam­bands­ins hefur sagt að til skoð­unar sé hvort að vinnu­lög­gjöf sam­bands­ins hafi verið brot­in.

Svína­kjöt frá Tönnies á til­boðiEin stærsta mat­vöru­keðja Þýska­lands hefur líka sagt sína skoð­un: Að fram­leiðslan væri í ekki í sam­ræmi við þá gæða­staðla sem fyr­ir­tækið standi fyr­ir. Hún selur reyndar enn kjöt frá Tönnies – og á enn meira til­boði þessa vik­una.Bænd­urnir sem selja svín sín til Tönnies eru örvænt­ing­ar­fullir. Engir bílar koma og sækja dýrin og flytja þau til slátr­un­ar. Slát­ur­húsið er lokað vegna hóp­sýk­ing­ar. En svínin halda áfram að stækka. Sumir hafa grip­ið  til þess ráðs að breyta fóð­ur­geymslum í svína­stí­ur. Þegar einn hlekkur í fram­leiðslu­keðj­unni dettur út þá hrann­ast vanda­málin á svína­bú­unum upp. Slát­ur­húsið er veikasti hlekk­ur­inn.Clem­ens Tönnies er millj­arða­mær­ing­ur. Margir hafa litið upp til hans en nú er tónn­inn breytt­ur. Hann er orð­inn að tákn­mynd þess sem COVID-19 afhjúpaði: Oft á tíðum skelfi­legan aðbúnað dýra og fólks­ins sem slátrar þeim.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent