EPA

Verksmiðjurnar sem framleiða kórónuveiruna

Vikum saman hafa sláturhús verið í fréttum vegna hópsýkinga starfsmanna af COVID-19. Skýringarnar eru margvíslegar. Í slíkum verksmiðjum er loftið kalt og rakt og fólk er þétt saman við vinnuna. En oft er starfsfólkið líka fjarri heimalandinu, þekkir illa sinn rétt og býr í ofanálag saman við þröngan húsakost.

Yfir 1.550 starfs­menn Tönnies-slát­ur­húss­ins greindust með kór­ónu­veirusmit í síð­asta mán­uði. Í kjöl­farið tóku sam­komu- og ferða­tak­mark­anir í borg­inni  Guet­ersloh aftur gildi. Um 600 þús­und manns þurfa að hlíta þeim.Tönnies-slát­ur­húsið er aðeins eitt af mörgum slát­ur­húsum og kjöt­vinnslu­stöðvum í Þýska­landi  þar sem umfangs­mikil hópsmit hafa komið upp meðal starfs­manna. Og Þýska­land er aðeins eitt af mörgum löndum þar sem kór­ónu­veiran hefur náð mik­illi útbreiðslu meðal starfs­fólks í kjöt­iðn­aði. Kjarn­inn hefur þegar fjallað um ástandið í Banda­ríkj­unum en sífellt fleiri lönd bæt­ast í þennan hóp. Hol­lend­ingar hafa fengið sinn skerf og um helg­ina greindust til dæmis kór­ónu­veirusmit í starfs­mönnum þriggja slát­ur­húsa í Aust­ur­ríki.Auglýsing

Ef nýja kór­ónu­veiran SAR­S-CoV-2 mætti velja sér stað til að hreiðra um sig á yrðu slát­ur­hús ofar­lega á óska­list­an­um. Ástæðan er sú að þar er allt til alls svo hún geti lif­að, dafnað og fjölgað sér við kjörað­stæð­ur. Í slát­ur­húsum og kjöt­vinnslu­stöðvum er loftið kalt og rakt. Þar standa iðnir verka­menn þétt saman við vinnu sína og svitna jafn­vel við erfið störf­in. Allt getur þetta orðið til þess að veir­ur  á borð við SAR­S-CoV-2 eiga auð­veld­ara en ella með að ber­ast frá manni til manns með dropa­smiti eða snert­ingu.Veirunni skæðu, sem fyrst er talin hafa smit­ast yfir í menn á blaut­mark­aði í Kína þar sem verslað er með lif­andi og dauð dýr, hefur orðið að ósk sinni. Hún hefur hreiðrað um sig í slát­ur­hús­um. Og hún hefur sýkt marga.Það eru þó ekki aðeins slát­ur­húsin sjálf sem geta nán­ast orðið að verk­smiðjum fyrir veiruna ef ekki er farið að öllu með gát og öllum reglum um sótt­varnir – sem eru strangar í mat­væla­iðn­aði – fylgt.Þýskir svínabændur eru í erfiðri stöðu. Svínin halda áfram að stækka en enginn kemur að sækja þau og flytja til slátrnunar.

Í Þýska­landi er talið að skýr­ing­una á hóp­sýk­ingum meðal starfs­manna slát­ur­húsa megi líka rekja til fyr­ir­komu­lags þessa iðn­aðar í land­inu þar sem fram­leiðslu­fyr­ir­tækin fela oft und­ir­verk­tökum þennan hluta fram­leiðslu­keðj­unn­ar: Að slátra dýr­unum og brytja niður fyrir áhuga­sama kaup­end­ur.Und­ir­verk­tak­arnir ráða far­and­verka­menn frá fátæk­ari löndum til starfs­ins. Starfs­fólk slát­ur­hús­anna er því upp til hópa inn­flytj­endur og far­and­verka­fólk. Inni í samn­ingnum er hús­næði – og akstur á vinnu­stað. Hljómar kannski ágæt­lega nema að hús­næðið er þröng ver­búð og far­ar­tækið sem notað er til að aka fólk­inu til vinnu er rúta þar sem þétt er set­ið. Þannig eru aðstæð­urnar að minnsta kosti í mörgum til­fellum eins og rakið er í ítar­legri úttekt Der Spi­egel á aðbún­aði og aðstæðum fólks­ins sem vinnur við að slátra dýrum í Þýska­landi svo að ódýrt kjöt kom­ist á disk neyt­enda.  Það er því talið að smit­hættan sé í bæði vinnu­um­hverfi starfs­mann­anna, í híbýlum þeirra og á leið í vinnu. Sam­an­tek­ið: Hún er alltum­lykj­andi í öllu þeirra lífi.„Það er mjög mik­il­vægt að gera sér grein fyrir að starfs­fólk í þessum verk­smiðjum – og sinnir þessu óvin­sæla starfi – er oft far­and­verka­fólk, útlend­ingar sem búa saman á heima­vist­um. Og þeir búa og ferð­ast í mik­illi nánd,“ segir James Wood, deild­ar­for­seti dýra­lækn­inga­deildar Cambridge-há­skóla.Auglýsing

Heima­vist, svefn­skáli eða ver­búð. Þetta eru lík­lega þau orð sem kom­ast næst því að lýsa híbýlum verka­mann­anna. Þangað koma þeir rétt til að halla sér á milli vakta.Kanadískir og breskir vís­inda­menn tóku saman höndum og rann­sök­uðu aðstæður í kjöt­vinnslu­stöðvum og slát­ur­hús­um. Þeir komust að því að „járn­flet­ir“ og „lágur hiti“ lengja líf­tíma veira á borð við SAR­S-CoV-2. Þeir benda í rann­sókn­inni einnig á að í slíkum verk­smiðjum er oft hávaði sem verður til þess að fólk þarf að hækka róm­inn til að yfir­gnæfa læt­in. Það gæti, að mati vís­inda­mann­anna, aukið enn á smit­hætt­una. Þá er nið­ur­staða þeirra einnig sú að starfs­fólkið finni fyrir þrýst­ingi frá yfir­mönnum að halda áfram að mæta í vinn­una þó að það finni fyrir ein­kennum sem bent gætu til COVID-19.

Líf­tím­inn lengdurYsta lag kór­ónu­veira er skel úr fitu sem verður til þess að þær þríf­ast vel í köldu lofti. Sýnt hefur verið fram á að nýja kór­ónu­veiran getur lifað í allt að 72 klukku­tíma á yfir­borði ef hita­stigið er 21-23 gráð­ur. Í lægra hita­stigi lifa þær enn leng­ur. Mögu­lega dögum sam­an.Þá berst veiran auð­veldar um kalt loft, sér­stak­lega því sem dælt er með loft­ræst­ingu hring eftir hring í sama rými. Þetta getur orðið til þess að aðeins örfáir smit­aðir starfs­menn séu nóg til að stað­bundið hópsmit verð­ur, hefur Der Spi­egel eftir Tom Jeffer­son, heilsu­sér­fræð­ingi við Oxfor­d-há­skóla.  Þeir verða ofursmit­berar svo­kall­að­ir. „Og ef starfs­menn­irnir búa svo sam­an, og taka sama stræt­is­vagn­inn til vinnu, þá er erfitt að stöðva útbreiðsl­una.“Á hverjum degi, undir venjulegum kringumstæðum, er tugþúsundum svína slátrað í Tönnies-sláturhúsinu.

Vís­inda­menn við smit­sjúk­dóma­stofnun Banda­ríkj­anna hafa rann­sakað til­felli COVID-19 í 114 slát­ur­húsum þar í landi. Að minnsta kosti 4.900 starfs­manna sýkt­ust og í byrjun apríl höfðu yfir tutt­ugu lát­ist vegna sjúk­dóms­ins. Stofn­unin krafð­ist grund­vall­ar­breyt­inga til að lág­marka hættu á smit­um, m.a. hólfuð úti­svæði fyrir starfs­menn í pásum, strang­ari þrif og meiri sótt­hreins­un.Jeffer­son telur að miklu frekar ætti að skima ræki­lega og reglu­lega fyrir veirunni hjá fólk­inu sem vinnur við þessar kjörað­stæður veirunn­ar.Svefn­skála verka­manna í Mün­ster, vest­ast í Þýska­landi, er vart hægt að kalla heim­ili, skrifa blaða­menn Der Spi­egel í umfjöllun sinni. Og á síð­ustu dögum hefur þeim verið breytt í fang­elsi. Járn­hliðið við bygg­ing­una er harð­læst og eng­inn má yfir­gefa hús­ið. Inni eru far­and­verka­menn frá Rúm­en­íu. Þeir eru í sótt­kví – sumir reyndar í ein­angr­un. Allir vinna þeir hjá Tönnies-slát­ur­hús­inu, því stærsta í Þýska­land­i. 

Fyrir nokkrum dögum bjuggu þeir fimmtán saman í litlu rými. Fimm greindust með smit. Þrír voru fluttir annað en tveir eru enn í hús­inu. Blaða­maður Der Spi­egel tal­að­i við einn verka­mann­inn í gegnum hlið­ið. Sá var ekki smit­að­ur, að minnsta kosti síð­ast þegar hann vissi. En hann býr í sama húsi og menn sem eru með COVID-19. Og vill gjarnan kom­ast í burtu. Hann hringdi meira að segja í lög­regl­una sem sagð­ist ekk­ert geta gert.Auglýsing

Á hefð­bundnum degi er tugum þús­unda svína slátrað í Tönnies-slát­ur­hús­inu. Rúm­en­arnir komu til Þýska­lands til að vinna þar. Starfs­ör­yggið er lítið og launin lág. Það var eins og eng­inn heims­far­aldur væri í gangi innan veggja. Við starfs­manna­inn­gang­inn átti að mæla hita starfs­manna. Það var ekki gert fyrr en tveimur dögum áður en allir voru sendir heim í ein­angrun og sótt­kví eftir að ljóst var að upp var komið stærsta hópsmit í allri Evr­ópu.Eig­and­inn – stundum kall­aður Kjöt­bar­ón­inn – hefur í fleiri ár hag­rætt í starf­sem­inni til að ná meiri afköst­um. Clem­ens Tönnies er sagður „meist­ari“ í því að ná sem mestu út úr starfs­fólk­inu og sömu­leiðis af skrokkum dýr­anna sem það slátr­ar. Hann selur kjötið ódýrt og er þess vegna eft­ir­lætis birgir lág­vöru­versl­ana Þýska­lands. Tönnies-veldið er með 30 pró­sent af svína­kjöts­mark­aði lands­ins. Slát­ur­húsin hans eru, eins og það er orðað í umfjöllun Der Spi­egel, „lyk­il­hlekkur í þeirri fram­leiðslu­keðju þar sem dýrum er umbreytt í ódýrt kjöt“.Með því að lág­marka kostn­að, stækka og stækka, hefur Tönnies eitt og sér umbylt kjöt­iðn­að­inum og komið sér fyrir í ráð­andi stöðu.

Er skinku­sneiðin þess virði?Hvernig komið er fram við starfs­menn slát­ur­húsa og kjöt­vinnsla í Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku er eitt af því sem far­aldur COVID-19 hefur afhjúpað síð­ustu mán­uði. Hann hefur einnig afhjúpað hvernig komið er fram við dýrin sem þar er slátr­að. „Þetta neyðir okkur ekki aðeins til að spyrja hvers vegna veiran getur breiðst svona hratt út í slát­ur­hús­um,“ segir í grein blaða­manna Der Spi­egel. „Þetta setur kast­ljósið einnig á þennan iðnað í heild: Hvað gengur í raun og veru á í kjöt­fram­leiðsl­unni? Við hvaða aðstæður þarf starfs­fólkið að vinna? Og er skinku­sneiðin þess virð­i?“„Þetta setur kastljósið einnig á þennan iðnað í heild: Hvað gengur í raun og veru á í kjötframleiðslunni? Við hvaða aðstæður þarf starfsfólkið að vinna? Og er skinkusneiðin þess virði?“

Stjórn­mála­menn eru hættir að mæra Tönnies. Það hafa minni hlut­hafar í fyr­ir­tæki hans einnig gert. Íbúar borg­anna tveggja sem þurfa að sæta ferða- og sam­komu­tak­mörk­un­um, eru æfir.Robert Habeck, vara­for­maður Græn­ingja­flokks­ins í Þýska­landi, segir að hópsmitin í kjöt­iðn­að­inum og „Tönnies-krísan“ hafi sýnt að nýrrar nálg­unar sé þörf. Breyt­ingar eru þegar í upp­sigl­ingu. Þýska rík­is­stjórnin ætlar sér að banna und­ir­verk­töku í kjöt­iðn­að­inum með nýrri lög­gjöf.Hubertus Heil, atvinnu­mála­ráð­herra Þýska­lands, hefur sagt kjöt­bar­ón­inn Tönnies bera mikla ábyrgð. Hann hafi hagn­ast sví­virði­lega á slátrun svína. Karl-Josef Laumann, heil­brigð­is­ráð­herra í Norð­ur­rín-Vest­fa­l­íu, hefur kraf­ist laga­breyt­inga.Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur einnig blandað sér í mál­ið. Ráð­herra atvinnu- og félags­mála sam­bands­ins hefur sagt að til skoð­unar sé hvort að vinnu­lög­gjöf sam­bands­ins hafi verið brot­in.

Svína­kjöt frá Tönnies á til­boðiEin stærsta mat­vöru­keðja Þýska­lands hefur líka sagt sína skoð­un: Að fram­leiðslan væri í ekki í sam­ræmi við þá gæða­staðla sem fyr­ir­tækið standi fyr­ir. Hún selur reyndar enn kjöt frá Tönnies – og á enn meira til­boði þessa vik­una.Bænd­urnir sem selja svín sín til Tönnies eru örvænt­ing­ar­fullir. Engir bílar koma og sækja dýrin og flytja þau til slátr­un­ar. Slát­ur­húsið er lokað vegna hóp­sýk­ing­ar. En svínin halda áfram að stækka. Sumir hafa grip­ið  til þess ráðs að breyta fóð­ur­geymslum í svína­stí­ur. Þegar einn hlekkur í fram­leiðslu­keðj­unni dettur út þá hrann­ast vanda­málin á svína­bú­unum upp. Slát­ur­húsið er veikasti hlekk­ur­inn.Clem­ens Tönnies er millj­arða­mær­ing­ur. Margir hafa litið upp til hans en nú er tónn­inn breytt­ur. Hann er orð­inn að tákn­mynd þess sem COVID-19 afhjúpaði: Oft á tíðum skelfi­legan aðbúnað dýra og fólks­ins sem slátrar þeim.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent