Norska Hafrannsóknarstofnunin

Fordæmisgefandi að ásættanlegt sé að menga villta dýrastofna

„Það er ljóst að mörgum spurningum er ósvarað varðandi lífríkið í Ísafjarðardjúpi og möguleg áhrif eldis á fiskum í sjókvíum á það,“ segir í umsögn Hafró um áformað laxeldi Arnarlax. Óvissan kemur einnig fram í umsögnum annarra stofnana.

Marg­vís­legar ábend­ingar og athuga­semdir eru settar fram í umsögnum stofn­ana á frum­mats­skýrslu Arn­ar­lax um fyr­ir­hugað sjó­kvía­eldi í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Hætta á erfða­blöndun og fisk­sjúk­dómum er ítrekuð og fjallað um þá stað­reynd að nokkur fyr­ir­tæki til við­bótar áforma eldi í Djúp­inu sem hafi sam­legð­ar­á­hrif. Telur Umhverf­is­stofnun til dæmis ljóst að ekki verði hægt að veita leyfi fyrir allt það umfang sem er í und­ir­bún­ingi.Að því gefnu að til­skilin leyfi fáist stefnir Arn­ar­lax að því að hefja rekstur eld­is­ins í Djúp­inu næsta vor. Arn­ar­lax var stofnað árið 2010 og er stærsti hlut­hafi þess norska fisk­eld­is­fyr­ir­tækið Sal­mar AS. Fyr­ir­tækið er nú þegar með starfs- og rekstr­ar­leyfi fyrir 10 þús­und tonna árs­fram­leiðslu á laxi í Arn­ar­firði og árið 2016 keypti það eld­is­fyr­ir­tækið Fjarða­lax sem hefur leyfi til eldis í Pat­reks­firði, Tálkna­firði og Arn­ar­firði.Áætlað er að eld­iskvíar verði á þremur stöðum í Djúp­inu; við Óshlíð, Drangs­vík og Eyja­hlíð. Gert er ráð fyrir að fjöldi eld­iskvía á hverju svæði verði á bil­inu 5-15 tals­ins. Er það mat fyr­ir­tæk­is­ins að eldið myndi lík­lega hafa óveru­leg áhrif á ástand sjávar sem og á villta laxa vegna fisk­sjúk­dóma. Þá er talið ósenni­legt að fram­kvæmdin skaði villta laxa­stofna með erfða­blönd­un.Fyrsta skref í mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmdar er mats­á­ætl­un. Það næsta er frum­mats­skýrsla og það þriðja er mats­skýrsla áður en kemur að því að Skipu­lags­stofnun gefi álit sitt.Ýmsum opin­berum stofn­unum ber að gefa umsagnir við frum­mats­skýrslur sem fram­kvæmda­að­ili þarf að taka til­lit til í end­an­legri mats­skýrslu. Þá er öðrum einnig frjálst að gera athuga­semdir við slíkar skýrslur á afmörk­uðum kynn­ing­ar­tíma sem nú er lið­inn.Auglýsing

Hvað frum­mats­skýrslu Arn­ar­lax varðar benda umsagn­ar­að­ilar á ýmsa þætti sem taka þarf til umfjöll­unar í næsta skrefi: Mats­skýrsl­unni. Þar ber m.a. nokkuð oft á góma umtöluð hætta á erfða­blöndun við villta laxa­stofn­inn. Í lax­eld­inu í Ísa­fjarð­ar­djúpi stendur til að not­ast við kyn­bættan frjóan lax af norskum upp­runa þó einnig  sé í skýrsl­unni lagt mat á umhverf­is­á­hrif þess að nota ófrjóan fisk. Þetta skiptir gríð­ar­legu máli, ekki síst í ljósi þess að Haf­rann­sókn­ar­stofnun hefur gefið út áhættu­mat á erfða­blöndun í Djúp­inu og sam­kvæmt því skal eld­is­magn á frjóum laxi ekki vera meira en 12.000 tonn. Áform Arn­ar­lax ein og sér eru undir þeim mörkum en að minnsta kosti þrjú fyr­ir­tæki til við­bótar eru í sömu hug­leið­ingum og sam­an­lagt magn því langt umfram áhættu­mat.„Afar jákvætt væri að nota aðeins ófrjóan lax“ segir meðal ann­ars í ítar­legri umsögn Fiski­stofu og Nátt­úru­fræði­stofnun bendir á að kyn­bættur frjór lax af norskum upp­runa sé fram­andi teg­und í íslenskri nátt­úru og því hvorki í sam­ræmi við lög um nátt­úru­vernd né samn­ing­inn um vernd líf­fræði­legrar fjöl­breytni. Ef heim­ila eigi lax­eldi með slíkum teg­undum í sjó­kvía­eldi eigi það að vera ófrjór fisk­ur. „Verði fram­kvæmdin heim­iluð verður að tryggja með vökt­un, rann­sóknum og aðgerð­um, að hægt sé að fylgj­ast með og rekja til upp­runans þau áhrif sem villtir laxa­stofnar geta orðið fyr­ir. Og jafn­framt gera ráð fyrir að hægt sé að bregð­ast við óásætt­an­legum nei­kvæðum afleið­ingum sjó­kvía­eldis á við­eig­andi hátt.“Áform Arnarlax og annarra eldisfyrirtækja um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi eins og það er birt í skýrslunni. Í umsögnum stofnana kemur fram að fjarlægð milli eldissvæða sé ónóg og einnig að nákvæm staðsetning annarra áforma liggi nú fyrir.
Úr frummatsskýrslu Arnarlax

Stærstu áhættu­þættir við lax­eldi í sjó eru að sögn Nátt­úru­fræði­stofn­unar útbreiðsla sjúk­dóma, mengun og erfða­blöndun við villta laxa­stofna. Þrátt fyrir að Nátt­úru­fræði­stofnun telji að hægt sé að byggja álit Skipu­lags­stofn­unar að mestu leyti á frum­mats­skýrsl­unni  bendir stofn­unin á ýmis atriði sem hún telur að betur mætti fara.Haf­rann­sókn­ar­stofnun hefur gert mat á burð­ar­þoli Ísa­fjarð­ar­djúps og mið­ast það við 30.000 tonn af fiski. Í dag eru uppi áform um eldi á yfir 25.000 tonnum á eld­is­svæðum sem dreifast mis­jafn­lega um djúp­ið. Nátt­úru­fræði­stofnun segir það gefa auga leið að meng­un­ar­á­lag yrði mis­jafnt eftir svæðum og bendir í því sam­bandi til dæmis á svæði undan Snæfjalla­strönd þar sem gert er ráð fyrir þremur fisk­eld­is­svæðum frá tveimur fyr­ir­tækj­um. Í mats­skýrslu þurfi að skoða burð­ar­þols­matið út frá sam­þjöppun eld­is­svæða og hvað ein­stök svæði Djúps­ins þola.Haf­rann­sókn­ar­stofnun segir í sinni umsögn að miðað við fyr­ir­huguð áform myndi heild­ar­fram­leiðsla fyr­ir­tækj­anna allra rúm­ast innan burð­ar­þols­mats en vera umtals­vert umfram áhættu­mat erfða­blönd­un­ar.Auglýsing

Í umsögn Umhverf­is­stofn­unar kemur fram að eld­is­fyr­ir­tækin séu enn fleiri og að sam­an­lagt sé um 38.600 tonna eldi að ræða. Einnig bendir stofn­un­in, líkt og Hafró, á að miðað við fyr­ir­hug­aðar áætl­anir muni heim­ildir í áhættu­mati Hafró fyrir frjóan lax duga skammt. „Um­hverf­is­stofnun tekur fram að ljóst er að ekki verður hægt að veita leyfi fyrir allt það umfang sem aðilar hafa í und­ir­bún­ing­i.“Hvað hættu á erfða­blöndun varðar ber að mati Nátt­úru­fræði­stofn­unar að hafa í huga að „lax­eldi er rekstur þar sem gert er ráð fyrir að vera með eldið í fjöl­mörg ár og því eru að öllu jöfnu sífellt að bæt­ast við stroku­laxar og þar með eykst áhætta á var­an­legri erfða­blönd­un. [...] Aukið lax­eldi á Vest­fjörðum í heild eykur einnig hættu á að stroku­lax ber­ist til ann­arra svæða á land­in­u“.Nei­kvæðar afleið­ingar þekktar

Í umsögn stofn­un­ar­innar er enn­fremur bent á að í sumum til­fellum virð­ist sem fram­kvæmda­að­ili telji að lög um nátt­úru­vernd gildi ekki í hafi. „Nei­kvæðar afleið­ingar af lax­eldi í sjó eru þekktar og mót­væg­is­að­gerðir virð­ast ekki hafa komið í veg fyrir þær [..]. Það er for­dæm­is­gef­andi á nei­kvæðan hátt að líta svo á að það sé yfir­leitt ásætt­an­legt að menga/erfða­blanda villta dýra­stofna til­vilj­un­ar­kennt byggt á útreikn­ingum [...] sem engin vissa er fyrir að séu rétt­ir. Enn síður er vissa fyrir því hver hin end­an­legu áhrif geta orðið á íslenska laxa­stofna. Þetta er einnig alvar­legt í ljósi þess að ekki eru fyrir hendi aðferð­ir, nema að mjög tak­mörk­uðu leyti, til að fylgj­ast með og eða stýra hvert eld­is­fiskur sem sleppur fer né hvaða laxa­stofnar verða fyrir áhrif­um.“Nátt­úru­fræði­stofnun seg­ist leggja annað mat á áhrifin en Arn­ar­lax og telur með hlið­sjón af lögum um nátt­úru­vernd að ekki eigi að nota frjóan lax af fram­andi stofni í lax­eldi í sjó­kvíum á Íslandi heldur ein­ungis í lok­uðu umhverfi.Dæmi um sýnileika eldiskvía. Myndin tekin af áningarstaðnum við Kambsnes.
úr frummatsskýrslu

Haf­rann­sókn­ar­stofnun telur óljóst hver áhrifin af fisk­eld­inu gætu orðið á nytja­stofna í Ísa­fjarð­ar­djúpi og inn­fjörðum þess. Í gegnum tíð­ina hafi rann­sóknir sýnt að þar heldur sig og vex upp tals­vert magn af fisk­ung­viði. Rækja og ljósáta séu fæða fyrir fisk eins og þorsk og ýsu. Erlendar rann­sóknir hafi sýnt fram á skað­semi kemískra lúsa­lyfja á rækju og á önnur krabba­dýr. „Því má segja að óvissa sé um áhrif lúsa­lyfja á afkomu krabba­dýra og þar af leið­andi á afkomu ann­ara dýra sem reiða sig á krabba­dýr sem fæð­u,“ segir í umsögn Hafró. Þá bendir stofn­unin á að sú reynsla sem þegar er komin af lax­eldi hér á landi sýni að fjöldi og smit laxa- og fiskilúsa sé mun meiri en fjallað var um í fyrri frum­mats­skýrsl­um. Það hafi leitt til þess að þörf fyrir með­höndlun með lyfjum hafi einnig verið meiri.Hafró vekur einnig athygli á því að í frum­mats­skýrsl­unni séu tak­mark­aðar upp­lýs­ingar og stað­reyndir um reynslu Arn­ar­lax af því fisk­eldi sem nú þegar er starf­rækt á þeirra veg­um. Fyrir umsagn­ar­að­ila liggi þessar upp­lýs­ingar ekki fyr­ir, en yrðu „afar gagn­legar fyrir nið­ur­stöður á hlut­lægu umhverf­is­mati. Þannig hefði verið hægt að draga fram lær­dóm frá fyrri mats­skýrslum Arn­ar­lax þ.e. hvað hefði gengið eftir varð­andi áætluð umhverf­is­á­hrif og hvað ekki“.Lazalús er snýkjudýr og áður var talið að hún þrifist illa við Ísland vegna sjávarkuldans. Annað hefur komið á daginn.

Hvetur stofn­unin því til þess að í mats­skýrslu verði m.a. fjallað um eft­ir­far­andi þætti:Fjalla ætti um afföll laxa og hrogn­kelsa í eldi Arn­ar­lax hf. og við hverju má búast í þeim efnum í fyr­ir­hug­uðu eldi í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Hrogn­kelsi eru notuð til að hreinsa sníkju­dýr af eld­is­laxi, m.a. laxa­lús.Fjalla ætti um reynslu af óhöppum og hversu margir fiskar hafa sloppið úr sjó­kví­um. Einnig ætti að fjalla um orsakir þeirra óhappa.Bendir stofn­unin á að nú þegar hafi laxi með nýrna­veiki verið sleppt í sjó­kví­ar. „Fram­kvæmda­að­ili telur að nýrna­veikin hafi ekki valdið nei­kvæðum áhrifum ann­ars staðar en í eld­inu sjálfu. Hins vegar er bent á að almennt geti verið hætta á því að villtir fiskar smit­ist af sjúk­dómum séu veikir fiskar settir út í nátt­úr­una.“

Umtals­verð óvissa vegna laxalúsarHingað til hefur lítið verið fjallað um laxalús, segir í umsögn Hafró, og talið að hér væri sjór of kaldur til að laxa­lús þrif­ist. „Annað hefur komið í ljós og greini­legt er að margt er eftir ólært varð­andi áhrif laxalúsar í eldi og á villta fiska hér á landi. Fyrir fram­tíð lax­eldis er ljóst að umtals­verð óvissa er varð­andi áhrif laxalúsar sem gæti valdið hvað mestum umhverf­is­á­hrifum og vand­kvæðum í eld­in­u.“Í frum­mats­skýrsl­unni stendur að þótt rann­sóknir á áhrifum lax­eldis á smit meðal villtra laxa­fiska­stofna séu á byrj­un­ar­stigi hér á landi, „bendir fyr­ir­liggj­andi þekk­ing til þess að smitá­lag í nátt­úru­legum lax­fiska­stofnum stafi ekki af nálægu sjó­kvía­eld­i“. Bæði Hafró og Fiski­stofa vekja athygli á því að ekki sé vísað til neinna rann­sókna hvað þessa full­yrð­ingu varðar og benda á nýlega rann­sókn á villtum laxi í Arn­ar­firði sem sýnir hið gagn­stæða: Aukið smitá­lag var þar sem lax­eldi var stund­að.Auglýsing

Í umsögn Hafró kemur einnig fram að fiski­lús sé vanda­mál í lax­eldi í sjó­kvíum og að sýk­ing hafi orðið umtals­verð sem kallað hafi á lyfja­með­höndl­un. Stofn­unin segir mörgum spurn­ingum ósvarað varð­andi fiski­lús m.a. hvort að við­koma hennar „auk­ist með til­komu millj­óna fiska í sjó­kvíum“ og ef svo er hvort sú aukn­ing geti haft nei­kvæð áhrif á villta fiska af upp­runa sjávar og ferskvatns.Í all­mörgum til­fellum hefur að sögn Hafró þurft að með­höndla fiska vegna laxa- og fiskilúsa, meðal ann­ars með lyfja­böðun og lyfja­fóðrun og að almennt sé mælt gegn notkun lyfja við fram­leiðslu mat­væla vegna hættu á lyfja­ó­næmi.

Mörgum spurn­ingum ósvaraðHafró telur að í frum­mats­skýrsl­unni sé fjallað á „mjög almennan hátt“ um sjó­birt­ing og sjó­bleikju og dregnar álykt­anir sem ekki er vitað hvort stand­ist, til dæmis er varðar tíma­lengd sjó­birt­inga í sjó. Einnig er sagt að lax­eldi hafi ekki haft áhrif á sjó­birt­ing hér á landi en nið­ur­stöður rann­sóknar sýna, að sögn Hafró, að tíðni lúsa­smits á sjó­birt­ingi sé meiri á eld­is­svæð­um.Þá tekur stofn­unin fram í umsögn sinni að í ljós hafi komið að meira sé af göngu­fiskum á Vest­fjörðum en áður var talið. Gerðar hafi verið úttektir á útbreiðslu og þétt­leik lax­fiska í ám við Ísa­fjarð­ar­djúp og „hefði það verið æski­legt“ ef fjallað hefði verið um þær nið­ur­stöð­ur.„Það er ljóst að mörgum spurn­ingum er ósvarað varð­andi líf­ríkið í Ísa­fjarð­ar­djúpi og mögu­leg áhrif eldis á fiskum í sjó­kvíum á það,“ segir í umsögn Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar. „Mik­il­vægt hefði verið að svör við þessum spurn­ingum lægju fyrir áður en til aukn­ingar fisk­eldis kæmi til.“Í umsögn Hafró kemur einnig fram að fiskilús sé vandamál í laxeldi í sjókvíum og að sýking hafi orðið umtalsverð sem kallað hafi á lyfjameðhöndlun.
Norska Hafrannsóknarstofnunin

Hafin er vinna við strand­svæð­is­skipu­lag fyrir Vest­firði í sam­ræmi við lög um skipu­lag á haf- og strand­svæð­um. Orku­stofnun vekur í þessu sam­hengi athygli á að víða í Ísa­fjarð­ar­djúpi eru uppi áform um eldi og því er brýnt að hugað sé að mis­mun­andi nýt­ing­ar­mögu­leik­um, sam­ráði og sam­starfi hinna mis­mun­andi aðila sem því tengj­ast.Bæði Haf­rann­sókn­ar­stofnun og Mat­væla­stofnun benda á það í sínum umsögnum að sam­kvæmt frum­mats­skýrsl­unni séu fjar­lægðir milli fyr­ir­hug­aðra eld­is­svæða Arn­ar­lax og ann­arra fyr­ir­tækja of stutt­ar, að minnsta kosti í ein­hverjum til­fell­um, og því ekki í sam­ræmi við reglu­gerð um fisk­eldi. Sam­kvæmt henni skal fjar­lægð eld­is­svæða ólíkra aðila vera að minnsta kosti fimm kíló­metrar til þess að minnka líkur á dreif­ingu sjúk­dóma.Í skýrsl­unni kemur fram að ekki liggi fyrir hverjar fjar­lægðir sjó­kvía­eld­is­stöðva ótengdra aðila við Ísa­fjarð­ar­djúp verði en Mat­væla­stofnun bendir hins vegar á að þær upp­lýs­ingar séu nú komnar fram.  „Eld­is­svæði þess­arar fram­kvæmdar falla öll undir það að vera í meiri nálægð við eld­is­svæði ótengdra aðila þegar tekið er til­lit til þess eldis sem er nú þegar í gangi eða fyr­ir­hug­aðra svæða [...],“ stendur í umsögn MAST.Í allmörgum tilfellum hefur að sögn Hafró þurft að meðhöndla fiska vegna laxa- og fiskilúsa, meðal annars með lyfjaböðun og lyfjafóðrun og að almennt sé mælt gegn notkun lyfja við framleiðslu matvæla vegna hættu á lyfjaónæmi.
Norska Hafrannsóknarstofnunin

Umhverf­is­stofnun telur heilt yfir að áhrif sjó­kvía­eldis Arn­ar­lax í Ísa­fjarð­ar­djúpi kunni að vera tals­vert nei­kvæð en með vöktun og mót­væg­is­að­gerðum yrði hægt að lág­marka nei­kvæð áhrif, þ.e. að áhrif hald­ist innan þeirra við­miða sem sett eru til að forð­ast umtals­verð nei­kvæð áhrif á umhverf­ið. Að mati stofn­un­ar­innar yrðu helstu umhverf­is­á­hrif líf­rænt álag á fjörð­inn, þá sér­stak­lega áhrif á botn­dýra­líf undir kvíum og sam­legð­ar­á­hrifa við annað eldi á svæð­inu.Í ítar­legri umsögn um frum­mats­skýrsl­una kemur m.a. fram að betri umfjöllun vanti um áhrif auk­ins fjölda eld­iskvía á líf­ríki fjarð­ar­ins, búsvæði sjó­fugla, sela og hvala. „Slík umfjöllun á ekki ein­göngu að snúa að því hvort sjáv­ar­spen­dýr, fuglar eða annað líf­ríki geti valdið skaða á eld­is­bún­aði við aukið umfang þess í firð­inum heldur áhrif starf­sem­innar á búsvæði og lífs­við­ur­væri þess­ara líf­vera í Ísa­fjarð­ar­djúpi.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent