Arnarlax telur „ósennilegt“ að eldi í Djúpinu skaði villta laxastofna

Fjögur fyrirtæki vilja framleiða samtals um 25.700 tonn af eldisfiski árlega í Ísafjarðardjúpi. Samlegðaráhrifin yrðu margvísleg auk þess sem hætta á sjúkdómum og erfðablöndun við villta laxastofna eykst.

Dæmi um sýnileika eldiskvía. Myndin tekin af áningarstaðnum við Kambsnes.
Dæmi um sýnileika eldiskvía. Myndin tekin af áningarstaðnum við Kambsnes.
Auglýsing

Ef áform fjög­urra fyr­ir­tækja um sjó­kvía­eldi í Ísa­fjarð­ar­djúpi ná fram að ganga mun heild­ar­fram­leiðsla á eld­is­fiski þar verða um 25.700 tonn á ári. Sam­legð­ar­á­hrif eru talin verða nokkuð nei­kvæð fyrir ástand ­sjáv­ar, botn­dýra­líf og haf- og strand­nýt­ingu.

Með auknu eldi er einnig hætta á að sjúk­dómar og laxa­lús nái að breið­ast út til nær­liggj­andi eld­is­svæða. Áhrif á nátt­úru­lega laxa­stofna gæt­u orðið tals­vert nei­kvæð og einnig er lík­legt að hætta auk­ist á að eld­is­laxar nái að hrygna í vest­firskum ám og hafi mögu­leika á að blanda erfða­efni við villt­an ­lax. Ef blend­ingar ná fót­festu í við­kom­andi laxa­stofni verði áhrifin var­an­leg og óaft­ur­kræf. Þá getur eldið haft tak­mark­andi áhrif á sigl­inga­leiðir og nokk­uð ­nei­kvæð áhrif á fisk­veið­ar. Sam­legð­ar­á­hrif verða hins vegar veru­lega jákvæð ­fyrir sam­fé­lag svæð­is­ins.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í frum­mats­skýrslu Arn­ar­lax ehf. um mat á umhverf­is­á­hrifum sjó­kvía­eldis í Ísa­fjarð­ar­djúpi með­ fram­leiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári. Í skýrsl­unni er fyrst og fremst fjallað um mögu­leg umhverf­is­á­hrif þessa til­tekna verk­efn­is, hvort sem eld­is­lax­inn verður frjór eða ófrjór, en einnig sam­an­lögð áhrif allra þeirra ­fisk­eld­is­verk­efna sem áformuð eru.

Arn­ar­lax stefnir að því að hefja rekstur eld­is­ins í Djúp­in­u vorið 2021.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið Arn­ar­lax ehf. var stofnað árið 2010. Stærsti hlut­hafi fyr­ir­tæk­is­ins er norska fisk­eld­is­fyr­ir­tækið Sal­mar AS. Arn­ar­lax ­starf­rækir sjó­kvía­eldi á Vest­fjörðum og er með aðstöðu á Bíldu­dal. Fyr­ir­tæk­ið hefur starfs- og rekstr­ar­leyfi fyrir 10.000 tonna árs­fram­leiðslu á laxi í Arn­ar­firði. Árið 2016 keypti Arn­ar­lax eld­is­fyr­ir­tækið Fjarða­lax sem hefur starfs- og rekstr­ar­leyfi í Pat­reks­firði, Tálkna­firði og Arn­ar­firði. Árið 2012 keypti Arn­ar­lax ­fisk­eld­is­stöð­ina Bæj­ar­vík á Tálkna­firði. Með kaupum á Fjarða­laxi eign­að­ist ­Arn­ar­lax einnig 50 pró­sent hlut í seiða­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Ísþór í Þor­láks­höfn. Hjá Arn­ar­laxi, Fjarða­laxi og Bæj­ar­vík starfa nú um 110 manns.

Ísa­fjarð­ar­djúp, oft kallað Djúp­ið, er dýpsti fjörður á Ís­landi. Fjörð­ur­inn er eitt meg­in­ein­kenna Vest­fjarða og umhverfis hann rísa ­sæ­brött og tign­ar­leg fjöll­in. Suður úr Ísa­fjarð­ar­djúpi ganga níu firðir og úr mynn­i hans til norð­aust­urs eru Jök­ul­firð­ir. Þrjár stórar eyjar eru á Ísa­fjarð­ar­djúpi; Vig­ur, Æðey og Borg­ar­ey.

Mörk fjög­urra sveit­ar­fé­laga liggja að Ísa­fjarð­ar­djúpi: Ísa­fjarð­ar­bær, ­Bol­ung­ar­vík­ur­kaup­stað­ur, Súða­vík­ur­hreppur og Stranda­byggð.

Áform Arnarlax og annarra eldisfyrirtækja um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi.

Í frum­mats­skýrsl­unni, sem Ver­kís vann fyrir Arn­ar­lax, kem­ur fram að áætlað sé að eld­iskvíar verði á þremur stöðum í Djúp­inu; við Óshlíð, Drangs­vík og Eyja­hlíð. Við val á stað­setn­ingu var horft til margra þátta eins og veðr­áttu, öldu­hæð­ar, sigl­inga­leiða og veiði­svæða. Við stað­ar­val var gert ráð ­fyrir að eld­is­svæðin yrðu utan net­laga en komið fyrir þar sem botn er í hallandi hlíð, þannig að líf­rænn úrgangur frá eld­inu dreif­ist bet­ur. Gert er ráð fyrir að fjöldi eld­iskvía á hverju eld­is­svæði verði á bil­inu 5-15 tals­ins.

Vinda­samt er í Ísa­fjarð­ar­djúpi á vet­urna. Frá því í maí 2017 til októ­ber 2019 fór vindur yfir 26 m/s í 129 klukku­stund­ir, þar af var ofsa­veður eða fár­viðri í 37 klukku­stundir á tíma­bil­inu, segir í skýrsl­unni um veð­ur­far á fyr­ir­hug­uðu athafna­svæði.

Í skýrsl­unni segir að seiði verði bólu­sett í eld­is­stöð fyr­ir­ ­sjó­setn­ingu og ein­göngu verði „not­ast við sjúk­dóma­frí seiði sem vottuð verða af ­dýra­lækn­i“.

1,8 millj­ónir seiða fyrsta árið

Í end­ur­skoð­uðu áhættu­mati vegna erfða­blönd­un­ar, útgefnu af Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, er lagt til að leyfi­legur hámarks­lífmassi frjós lax í Ísa­fjarð­ar­djúpi verð­i 12.000 tonn og 14.000 tonn ef not­ast verður við stærri seiði en 400 grömm við útsetn­ing­u.

Seiði sem sett yrðu í sjó­kvíar í Ísa­fjarð­ar­djúpi yrðu alin til að byrja með í fisk­eld­is­stöð­inni í Bæj­ar­vík á Tálkna­firði. Arn­ar­lax áætlar að setja út á fyrsta ári um 1,8 millj­ónir 90-300 gramma eld­isseiða og að eld­is­fiskur nái slát­ur­stærð á 15 til 24 mán­uð­um. Eldið verður kyn­slóða­skipt og eld­is­svæð­i hvíld milli kyn­slóða. Sam­kvæmt fram­leiðslu­á­ætlun er gert ráð fyrir að árleg fram­leiðsla verði komin í um 10.000 tonn á þriðja ári eld­is­ins.

Talið er að svæðið geti borið allt að 30.000 tonna fram­leiðslu í fisk­eldi, án þess að hafa umtals­verð áhrif á súr­efn­is­inni­hald ­sjáv­ar, segir í skýrsl­unni. Þá kemur fram að allt eldi Arn­ar­lax muni lík­lega hafa óveru­leg áhrif á ástand sjávar í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Komi fram nei­kvæð áhrif verði þau aft­ur­kræf og tíma­bund­in. Gera megi ráð fyrir að áhrif lax­eld­is­ins á botn­dýra­líf verði tals­vert nei­kvæð á tak­mörk­uðu svæði nærri eld­is­stað.

Siglingaleiðir í Ísafjarðardjúpi samkvæmt gagnagrunni Marine traffic.

Gjöful fiski­mið eru í Ísa­fjarð­ar­djúpi og er þar löng hefð ­fyrir veið­um. Djúpið er upp­eld­is­svæði margra fisk­teg­unda en í skýrsl­unni kem­ur fram að ekki sé vitað til þess að hrygn­ing þeirra eigi sér þar stað.  Arn­ar­lax telur að lax­eldið muni ekki hafa bein á­hrif á rækju­stofn og þorskung­viði. Ýsa er hins vegar nokkuð útbreidd utan við Æðey og gæti eldið haft áhrif á ætis­slóð henn­ar.

Arn­ar­lax gerir ráð fyrir því að áhrif á villta lax­fiska meg­i helst vænta frá eld­is­svæð­inu við Óshlíð, fjarri Inn­djúp­inu, ef fisk­sjúk­dóm­ar eða laxa­lús komi upp í eld­inu. „Með til­liti til umfangs Ísa­fjarð­ar­djúps verð­i á­hrifin minni háttar og aft­ur­kræf ef til þeirra kem­ur,“ stendur í skýrsl­unni. Þá eru áhrif á villta lax­fiska í Ísa­fjarð­ar­djúpi vegna fisk­sjúk­dóma og laxalúsar met­in ó­veru­leg.

Að teknu til­liti til mót­væg­is­að­gerða, í til­felli frjós lax, er talið ósenni­legt að fram­kvæmdin skaði villta laxa­stofna með erfða­blönd­un. ­Með hlið­sjón af ráð­gjöf Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar og mót­væg­is­að­gerðum eru áhrif 10.000 tonna eldis á frjóum laxi metin óveru­leg til nokkuð nei­kvæð á erfða­efn­i villtra lax­fiska og talin aft­ur­kræf.

Auglýsing
  

Eldi á ófrjóum laxi er að mati Arn­ar­lax ekki lík­legt til að hafa áhrif á erfðir villtra laxa­stofna í Ísa­fjarð­ar­djúpi. „Ekki er þó hægt að ­full­yrða að aðferð til að bæla gena­tján­ingu gefi 100 pró­sent ófrjóan lax. Því verða áhrif 10.000 tonna lax­eldis lík­lega í mesta lagi óveru­leg á erfð­ir villtra laxa­stofna í Ísa­fjarð­ar­djúpi,“ segir í frum­mats­skýrsl­unni.

Nokkuð nei­kvæð áhrif á fisk­veiðar

Áhrif á fram­kvæmda- og rekstr­ar­tíma á fisk­veiðar eru hins ­vegar talin nokkuð nei­kvæð þar sem eld­iskvíar og tengdur bún­aður tak­mark­ar ­svæði sem nýta má til sjó­sókn­ar. Áhrif á sigl­ingar eru einnig talin nokk­uð ­nei­kvæð. Eld­is­svæðin við Drangs­hlíð og Eyja­hlíð eru utan helstu sigl­inga­leiða. Eld­is­svæðið við Óshlíð er á fjöl­förnu sigl­inga­svæði og getur því haft trufl­and­i á­hrif ef ekki er gripið til við­eig­andi ráð­staf­ana, svo sem merk­inga í sam­ræmi við þær reglur sem gilda. Sigl­inga­leiðir tengj­ast einkum fisk­veið­um, þjón­ust­u við fisk­eldi, ferða­þjón­ustu, úti­vist og frí­stund­um.

Á fyrsta ári eld­is­ins yrði fóð­ur­magn um 1.950 tonn og á ár­inu 2023 væri árlegt fóð­ur­magn í eldi komið i um 11.200 tonn á ári. Gert er ráð fyrir að allt að 200 tonn af laxi verði flutt frá sjó­kvíum til hafnar og að slát­ur­húsi félags­ins í hverri viku.

Hund­ruð tonna af líf­rænum úrgangi

Losun á líf­rænum úrgangi til umhverf­is­ins ræðst af fram­leiðslu­magni og fóð­ur­notk­un, segir í skýrsl­unni. Við mat á losun nær­ing­ar­efna til umhverf­is­ins má almennt gera ráð fyrir að fóður inni­haldi 51 pró­sent kolefni, 7 pró­sent af köfn­un­ar­efni (nit­ur) og 1 pró­sent af fos­fór. Við mat á losun nær­ing­ar­efna frá sjó­kvía­eldi Arn­ar­lax í Djúp­inu er gert ráð fyrir að 70 ­pró­sent af öllu kolefni í fóðri ber­ist í í umhverf­ið, 62 pró­sent af öllu köfn­un­ar­efni og 70 pró­sent af öllum fos­fór. Megin hluti þess kolefnis er ber­st til umhverf­is­ins er koltví­sýr­ingur (CO2). Áætluð árleg losun á köfn­un­ar­efn­i (nit­urs) þegar fram­leiðsla er komin í tæp 10.000 tonn er alls 483 tonn. Áætl­uð ár­leg losun fos­fórs er 65 tonn og áætluð árleg losun kolefnis 978 tonn.

Í Ísafjarðardjúpi yrðu notaðar kvíar eins og þessi.

Til við­bótar við fyr­ir­hugað sjó­kvía­eldi Arn­ar­lax í Ísa­fjarð­ar­djúpi áforma fleiri fyr­ir­tæki þar sjó­kvía­eldi. Háa­fell ehf. áform­ar fram­leiðslu á 6.800 tonnum af laxi og 200 tonnum á þorski á níu stöðum í Djúp­in­u og var frum­mats­skýrsla lögð fram til Skipu­lags­stofn­unar árið 2016.

Arctic Sea Farm hf. áformar 8.000 tonna fram­leiðslu af lax­i og sil­ungi í Djúp­inu. Ákvörðun Skipu­lags­stofn­unar um mats­á­ætlun um fram­leiðslu­aukn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins var birt um mitt ár 2017. Þá áformar Hábrún að auka núver­andi eldi í 700 tonn og hefur til­laga að starfs­leyfi vegna þeirrar aukn­ing­ar verið aug­lýst á vef Umhverf­is­stofn­un­ar.

Ef áform um fram­leiðslu Arn­ar­lax, Arctic Sea Farm, Háa­fells og Hábrúnar á eld­is­fiski ná fram að ganga mun heild­ar­fram­leiðsla í Ísa­fjarð­ar­djúpi verða um 25.700 tonn á ári.

Sam­legð­ar­á­hrif fisk­eldis í Ísa­fjarð­ar­djúpi og við Vest­firð­i eru í skýrslu Arn­ar­lax metin nokkuð nei­kvæð fyrir ástand sjáv­ar, botn­dýra­líf og haf- og strand­nýt­ingu, en gætu orðið nokkuð til tals­vert nei­kvæð fyr­ir­ ­nátt­úru­lega laxa­stofna, ef um er að ræða frjóan lax, en lík­lega í mesta lag­i ó­veru­leg í til­felli ófrjós eld­is­lax.

Allir geta kynnt sér frum­mats­skýrsl­una og lagt fram ­at­huga­semd­ir. Athuga­semdir skulu vera skrif­legar og ber­ast eigi síðar en 26. maí 2020 til Skipu­lags­stofn­unar eða með tölvu­pósti á skipu­lag@­skipu­lag.is.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent