Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.

Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Auglýsing

Lárus Sig­urður Lár­us­son lög­maður hefur verið skip­aður stjórn­ar­for­maður nýs Mennta­sjóðs náms­manna, sem kemur í stað Lána­sjóðs íslenskra náms­manna (LÍN). Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra skipar í stjórn sjóðs­ins.

Lárus starfar hjá lög­manns­stof­unni Sævar Þór & Partners. Hann starf­aði áður sem lög­fræð­ingur hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu í rúm fimm ár áður en hann fór að leggja stund á lög­mennsku. Þar áður var hann lög­fræð­ingur hjá Per­sónu­vernd. Alls starf­aði Lárus sem lög­fræð­ingur hjá rík­inu í meira en ára­tug.

Hann hefur setið í stjórn LÍN frá 2018 og verið vara­for­maður stjórn­ar­inn­ar. Lárus situr einnig í stjórn um heið­urs­laun lista­manna og er vara­maður í stjórn lista­manna­launa. Í þessar stjórnir var hann einnig til­nefndur eða skip­aður í af Lilju Alfreðs­dótt­ur.

Odd­viti Fram­sóknar í Reykja­vík norður árið 2017

Lárus hefur lengi verið virkur í starfi Fram­sókn­ar­flokks­ins. „Ég hef verið í Fram­sókn­ar­flokknum í meira en 20 ár. Það liggur við að það hafi stundum verið feimn­is­mál að vera í Fram­sókn­ar­flokknum og oft verið mjög erfitt,“ sagði hann í við­tali við Vísi árið 2016.

Auglýsing

Þá var Lárus í 2. sæti á fram­boðs­lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður fyrir alþing­is­kosn­ing­ar. Ári seinna, er boðað var að nýju til kosn­inga, var Lárus odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu og voru það því hann og Lilja Alfreðs­dóttir sem fóru fyrir flokknum í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur.

Manna­ráðn­ingar Lilju til umfjöll­unar

Tölu­vert hefur verið fjallað um skip­anir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í nefndir og emb­ætti und­an­farnar vik­ur, eftir að kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að þeirri nið­ur­stöðu að Lilja hefði farið gegn jafn­rétt­islögum er hún skip­aði Pál Magn­ús­son, fyrr­ver­andi vara­þing­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í ráðu­neyti sínu. Umboðs­maður Alþingis er einnig með skip­un­ina til skoð­un­ar.

Lilja hefur síðan þá farið í mál við Haf­dísi Helgu Óla­dótt­ir, kon­una sem kærði ráðn­ing­una, til þess að reyna að fá úrskurð­inum hnekkt. Ráðu­neytið hefur sagt þá ákvörðun byggja á lög­fræði­á­litum sem ráð­herra afl­aði sér, sem hefðu bent á laga­lega ann­marka í úrskurði kæru­nefnd­ar­innar og laga­lega óvissu, sem Lilja vilji eyða.

Kjarn­inn hefur reynt að fá lög­fræði­á­litin afhent, en ráðu­neytið synj­aði beiðn­inni síð­asta föstu­dag. Sú ákvörðun hefur verið kærð til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

Í kjöl­far frétta um nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­innar mál kom fram í fjöl­miðlum að for­maður hæf­is­nefnd­ar­innar sem fjall­aði um ráðn­ingu í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra var lög­fræð­ing­ur­inn Einar Hugi Bjarna­son. 

Lilja hefur valið hann til ýmissa trún­að­ar­starfa í ráð­herra­tíð sinni og fram kom hjá RÚV að ráðu­neytið hefði greitt honum alls 15,5 millj­ónir króna fyrir lög­fræði­ráð­gjöf og nefnd­ar­setu á vegum ráðu­neyt­is­ins síðan árið 2017. 

Rík­is­fjöl­mið­ill­inn greindi einnig frá því að Lilja hefði farið gegn til­lögu sér­fræð­inga í ráðu­neyti sínu er hún fól Ein­ari Huga for­manns­hlut­verkið í fjöl­miðla­nefnd í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Sérhagsmunaöflin „stökkva á tækifærið“ til að hafa afkomuöryggið af fólki
Forseti Alþýðusambands Íslands setti 44. þing sambandsins í dag. Hún sagði í ávarpi við þingsetningu að hættan þegar harðnar á dalnum væri sú að réttindi yrðu gefin eftir og ójöfnuður ykist.
Kjarninn 21. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji aftur kominn yfir 30 prósent í Eimskip og gerir yfirtökutilboð
Í annað sinn á þessu ári er Samherji Holding komið með yfir 30 prósent eignarhlut í Eimskip, en þá myndast yfirtökuskylda. Síðast fékk félagið að sleppa undan henni vegna „sérstakra aðstæðna sem hefðu skapast á fjármálamarkaði vegna útbreiðslu Covid-19“.
Kjarninn 21. október 2020
ASÍ gagnrýnir að skattalækkun til fjármagnseigenda sé í forgangi
Alþýðusamband Íslands segir að skattalækkun upp á 2,1 milljarða til fjármagnseigenda eigi ekki að vera í forgangi heldur eigi verkefni stjórnvalda að vera að tryggja afkomu fólks. Sambandið segir að atvinnuleysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfnuðar.
Kjarninn 21. október 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ósannfærandi málamiðlunartillaga
Kjarninn 21. október 2020
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni
Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.
Kjarninn 21. október 2020
Árni Stefán Árnason
Flugmál – ævintýraleg þróun flugherma til heimabrúks
Kjarninn 21. október 2020
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Vill nánari útlistun á aðhaldsaðgerðum
Viðskiptaráð kallar eftir nánari útskýringu á því hvernig hið opinbera ætlar að haga aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem eru boðaðar eftir rúm tvö ár.
Kjarninn 21. október 2020
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent