Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.

Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið hefur synjað Kjarn­anum um aðgang að þeim lög­fræði­á­litum sem Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála, afl­aði í aðdrag­anda þess að hún ákvað að höfða mál á hendur Haf­­dísi Helgu Ólafs­dótt­­ur, skrif­­stofu­­stjóra í for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu, sem kæru­­nefnd jafn­­rétt­is­­mála úrskurð­aði nýverið að Lilja hefði brotið jafn­­rétt­is­lög með því að snið­­ganga í emb­ætti ráðu­­neyt­is­­stjóra í ráðu­neyt­in­u. 

Þegar greint var frá á RÚV þann 24. júní síð­ast­lið­inn að Lilja ætl­aði að stefna Haf­dísi Helgu, með það fyrir augum að fá úrskurð kæru­nefnd­ar­innar ógild­an, kom fram að sú ákvörðun hefði verið tekin eftir að ráð­herr­ann hefði aflað sér lög­fræði­á­lita sem bent hefðu á laga­lega ann­­marka í úrskurði kæru­­nefnd­­ar­inn­­ar. Úrskurð­­ur­inn byði upp á laga­­lega óvissu í tengslum við það ferli sem unnið sé eftir við skipan emb­ætt­is­­manna. Þeirri laga­ó­vissu vilji Lilja eyða. 

Kjarn­inn óskaði strax sama kvöld eftir því að fá umrædd lög­fræði­á­lit afhent. 

Svar við gagna­beiðn­inni barst í dag, 3. júlí, eða níu dögum eftir að gagna­beiðnin var send. Þar segir að Lilja hafi aflað lög­fræði­á­lit­anna vegna athug­unar á því hvort að dóms­mál skyldi höfð­að. Í ljós þess vís­aði ráðu­neytið í þriðja tölu­lið sjöttu greinar upp­lýs­inga­laga þar sem segir að bréfa­skipti við sér­fróða aðila í tengslum við rétt­ará­grein­ing eða til afnota í dóms­máli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu und­an­þegin upp­lýs­inga­lögum og synj­aði á þeim grund­velli beiðni Kjarn­ans um aðgengi að gögn­un­um. 

Kjarn­inn mun kæra þá nið­ur­stöðu til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál á næstu dög­um. 

Braut jafn­rétt­islög

Greint var frá því í byrjun mán­aðar að Lilja hefði brotið jafn­­­rétt­is­lög við skipun Páls Magn­ús­­­sonar í emb­ætti ráðu­­­neyt­is­­­stjóra í fyrra, sam­­­kvæmt úrskurði kæru­­­nefndar jafn­­­rétt­is­­­mála. Hún hafi van­­­metið Haf­­­dísi Helgu í sam­an­­burði við Pál. Hæf­is­­nefnd hafði ekki talið Haf­­dísi Helgu í hópi þeirra fjög­­urra sem hæf­­astir voru taldir í starf­ið. 

Auglýsing
Páll, sem var skip­aður í emb­ættið síðla árs í fyrra, hefur um ára­bil gegn trún­­­­að­­­­ar­­­­störfum fyrir Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokk­inn en hann var vara­­­þing­­­maður Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins í tvö kjör­­­tíma­bil í kringum árið 2000 og aðstoð­­­ar­­­maður Val­­­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins.

Í kjöl­far frétta um nið­­ur­­stöðu kæru­­nefnd­­ar­innar fjöll­uðu fjöl­miðlar um for­­mann hæf­is­­nefnd­­ar­innar sem tók um ráðn­­ingu ráðu­­neyt­is­­stjór­ans. For­­maður hennar er lög­­fræð­ing­­ur­inn Einar Hugi Bjarna­­son, sem Lilja hefur á tveggja og hálfs starfs­­tíma sínum í ráðu­­neyt­inu, valið til margra trún­­að­­ar­­starfa. Ráðu­­neytið hefur á þeim tíma greitt Ein­­ari Huga alls 15,5 millj­­ónir króna fyrir lög­­fræð­i­ráð­­gjöf og nefnd­­ar­­setu á vegum ráðu­­neyt­is­ins. 

Í áður­nefndri frétt RÚV, frá 24. júní, var rakið að í lögum um kæru­­nefnd jafn­­rétt­is­­mála segi að úrskurðir hennar séu bind­andi gagn­vart máls­að­il­um, en þeim sé heim­ilt að bera úrskurði hennar undir dóm­stóla. Til þess þurfi ráð­herrann, Lilja, að höfða mál á hendur kær­and­an­um, Haf­­dísi Helg­u. 

Lög­­­maður Haf­­dísar Helgu, Áslaug Árna­dótt­ir, sagði við RÚV að þessi ákvörðun ráð­herr­ans hefði komið á óvart. „ Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, að ráð­herra hafi höfðað mál per­­són­u­­lega gegn aðila sem kærir ákvörðun ráð­herra til kæru­­nefnd­­ar­inn­­ar.“ 

Vill ekki „kæl­ing­ar­á­hrif“

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn um málið til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í vik­unni og óskaði eftir afstöðu hennar til ákvörð­unar Lilju um að stefna Haf­dísi Helgu per­sónu­lega. „Það er auð­vitað sér­­stakt að lögin geri ráð fyrir því að eina leiðin til að fá úrskurði hnekkt sé að fara í mál við ein­stak­l­ing­inn sem kær­ir,“ sagði í skrif­legu svari for­sæt­is­ráð­herra.  

Hún benti á að lögin geri ráð fyrir þess­­ari heim­ild ráð­herra og að kær­andi hafi sama úrræði ef málið fer ekki á hans veg. Katrín taldi að full ástæða væri til að skoða þetta „því ekki viljum við að fram­­kvæmd lag­anna með þessum hætti hafi kæl­ing­ar­á­hrif, ef svo mætti segja, á vilja fólks til að leita réttar síns. Ferlið er einmitt hugsað til að tryggja rétt fólks sem telur á sér brot­ið.“

For­­sæt­is­ráð­herr­ann tók enn fremur undir það með Jafn­­rétt­is­­stofu að til fram­­tíðar litið þurfi að skoða hvort ekki mætti útfæra þetta betur þannig að fólki yrði ekki stefnt fyrir að nýta rétt sinn en báðir aðilar geti áfram látið reyna á úrskurð kæru­­nefndar fyrir dóm­stól­­um. „Það tel ég um að gera nú þegar end­­ur­­skoðun á jafn­­rétt­is­lögum fer fram og ég er full­viss um að hægt er að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi til betri veg­­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent