Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.

Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið hefur synjað Kjarn­anum um aðgang að þeim lög­fræði­á­litum sem Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála, afl­aði í aðdrag­anda þess að hún ákvað að höfða mál á hendur Haf­­dísi Helgu Ólafs­dótt­­ur, skrif­­stofu­­stjóra í for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu, sem kæru­­nefnd jafn­­rétt­is­­mála úrskurð­aði nýverið að Lilja hefði brotið jafn­­rétt­is­lög með því að snið­­ganga í emb­ætti ráðu­­neyt­is­­stjóra í ráðu­neyt­in­u. 

Þegar greint var frá á RÚV þann 24. júní síð­ast­lið­inn að Lilja ætl­aði að stefna Haf­dísi Helgu, með það fyrir augum að fá úrskurð kæru­nefnd­ar­innar ógild­an, kom fram að sú ákvörðun hefði verið tekin eftir að ráð­herr­ann hefði aflað sér lög­fræði­á­lita sem bent hefðu á laga­lega ann­­marka í úrskurði kæru­­nefnd­­ar­inn­­ar. Úrskurð­­ur­inn byði upp á laga­­lega óvissu í tengslum við það ferli sem unnið sé eftir við skipan emb­ætt­is­­manna. Þeirri laga­ó­vissu vilji Lilja eyða. 

Kjarn­inn óskaði strax sama kvöld eftir því að fá umrædd lög­fræði­á­lit afhent. 

Svar við gagna­beiðn­inni barst í dag, 3. júlí, eða níu dögum eftir að gagna­beiðnin var send. Þar segir að Lilja hafi aflað lög­fræði­á­lit­anna vegna athug­unar á því hvort að dóms­mál skyldi höfð­að. Í ljós þess vís­aði ráðu­neytið í þriðja tölu­lið sjöttu greinar upp­lýs­inga­laga þar sem segir að bréfa­skipti við sér­fróða aðila í tengslum við rétt­ará­grein­ing eða til afnota í dóms­máli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu und­an­þegin upp­lýs­inga­lögum og synj­aði á þeim grund­velli beiðni Kjarn­ans um aðgengi að gögn­un­um. 

Kjarn­inn mun kæra þá nið­ur­stöðu til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál á næstu dög­um. 

Braut jafn­rétt­islög

Greint var frá því í byrjun mán­aðar að Lilja hefði brotið jafn­­­rétt­is­lög við skipun Páls Magn­ús­­­sonar í emb­ætti ráðu­­­neyt­is­­­stjóra í fyrra, sam­­­kvæmt úrskurði kæru­­­nefndar jafn­­­rétt­is­­­mála. Hún hafi van­­­metið Haf­­­dísi Helgu í sam­an­­burði við Pál. Hæf­is­­nefnd hafði ekki talið Haf­­dísi Helgu í hópi þeirra fjög­­urra sem hæf­­astir voru taldir í starf­ið. 

Auglýsing
Páll, sem var skip­aður í emb­ættið síðla árs í fyrra, hefur um ára­bil gegn trún­­­­að­­­­ar­­­­störfum fyrir Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokk­inn en hann var vara­­­þing­­­maður Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins í tvö kjör­­­tíma­bil í kringum árið 2000 og aðstoð­­­ar­­­maður Val­­­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins.

Í kjöl­far frétta um nið­­ur­­stöðu kæru­­nefnd­­ar­innar fjöll­uðu fjöl­miðlar um for­­mann hæf­is­­nefnd­­ar­innar sem tók um ráðn­­ingu ráðu­­neyt­is­­stjór­ans. For­­maður hennar er lög­­fræð­ing­­ur­inn Einar Hugi Bjarna­­son, sem Lilja hefur á tveggja og hálfs starfs­­tíma sínum í ráðu­­neyt­inu, valið til margra trún­­að­­ar­­starfa. Ráðu­­neytið hefur á þeim tíma greitt Ein­­ari Huga alls 15,5 millj­­ónir króna fyrir lög­­fræð­i­ráð­­gjöf og nefnd­­ar­­setu á vegum ráðu­­neyt­is­ins. 

Í áður­nefndri frétt RÚV, frá 24. júní, var rakið að í lögum um kæru­­nefnd jafn­­rétt­is­­mála segi að úrskurðir hennar séu bind­andi gagn­vart máls­að­il­um, en þeim sé heim­ilt að bera úrskurði hennar undir dóm­stóla. Til þess þurfi ráð­herrann, Lilja, að höfða mál á hendur kær­and­an­um, Haf­­dísi Helg­u. 

Lög­­­maður Haf­­dísar Helgu, Áslaug Árna­dótt­ir, sagði við RÚV að þessi ákvörðun ráð­herr­ans hefði komið á óvart. „ Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, að ráð­herra hafi höfðað mál per­­són­u­­lega gegn aðila sem kærir ákvörðun ráð­herra til kæru­­nefnd­­ar­inn­­ar.“ 

Vill ekki „kæl­ing­ar­á­hrif“

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn um málið til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í vik­unni og óskaði eftir afstöðu hennar til ákvörð­unar Lilju um að stefna Haf­dísi Helgu per­sónu­lega. „Það er auð­vitað sér­­stakt að lögin geri ráð fyrir því að eina leiðin til að fá úrskurði hnekkt sé að fara í mál við ein­stak­l­ing­inn sem kær­ir,“ sagði í skrif­legu svari for­sæt­is­ráð­herra.  

Hún benti á að lögin geri ráð fyrir þess­­ari heim­ild ráð­herra og að kær­andi hafi sama úrræði ef málið fer ekki á hans veg. Katrín taldi að full ástæða væri til að skoða þetta „því ekki viljum við að fram­­kvæmd lag­anna með þessum hætti hafi kæl­ing­ar­á­hrif, ef svo mætti segja, á vilja fólks til að leita réttar síns. Ferlið er einmitt hugsað til að tryggja rétt fólks sem telur á sér brot­ið.“

For­­sæt­is­ráð­herr­ann tók enn fremur undir það með Jafn­­rétt­is­­stofu að til fram­­tíðar litið þurfi að skoða hvort ekki mætti útfæra þetta betur þannig að fólki yrði ekki stefnt fyrir að nýta rétt sinn en báðir aðilar geti áfram látið reyna á úrskurð kæru­­nefndar fyrir dóm­stól­­um. „Það tel ég um að gera nú þegar end­­ur­­skoðun á jafn­­rétt­is­lögum fer fram og ég er full­viss um að hægt er að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi til betri veg­­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent