Kallar eftir afstöðu forsætisráðherra til dómsmáls Lilju

Þingflokksformaður Viðreisnar segir að mennta- og menningarmálaráðherra sé greinilega að störfum, sitji ríkisstjórnar- og þingflokksfundi, en mæti hins vegar ekki í þingsal til að svara fyrir brot sín á jafnréttislögum.

Hanna Katrín Friðriksson.
Hanna Katrín Friðriksson.
Auglýsing

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar, segir það tíð­indi að Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, ætli að höfða dóms­mál á hendur konu sem gerði athuga­semd við emb­ætt­is­færslu hennar og taldi rétt sinn brot­inn. „Ég velti því fyrir mér hvort þessi ákvörðun hafi verið rædd í rík­is­stjórn og hver sé afstaða Katrínar Jak­obs­dóttur til dóms­máls­ins. For­sæt­is­ráð­herra fer með jafn­rétt­is­mál eftir að hafa tekið mála­flokk­inn til sín í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins, vafa­lítið til að gera jafn­rétt­is­málum sér­stak­lega hátt undir höfð­i.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book sem Hanna Katrín birtir í dag. 

Greint var frá því í gær að Lilja ætli að höfða mál gegn Haf­­dísi Helgu Ólafs­dótt­­ur, skrif­­stofu­­stjóra í for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu, sem kæru­­nefnd jafn­­rétt­is­­mála úrskurð­aði í lok maí að Lilja hefði brotið jafn­­rétt­is­lög með því að snið­­ganga í emb­ætti ráðu­­neyt­is­­stjóra í mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráðu­­neyt­in­u. 

Með því að stefna Haf­­dísi Helgu ætlar Lilja að reyna að ógilda úrskurð kæru­­nefnd­­ar­inn­­ar. 

Hanna Katrín rifjar upp í stöðu­upp­færsl­unni að sama dag og lög­brot Lilju urðu ljós, 2. júní síð­ast­lið­inn, hafi hún beint spurn­ingu um málið til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra þar sem Lilja sjálf hafi ekki verið í þing­sal. „For­sæt­is­ráð­herra tók við það til­efni sér­stak­lega fram að mennta­mála­ráð­herra þyrfti auð­vitað að gera grein fyrir sjón­ar­miðum sínum í þessu máli og að hún yrði vafa­laust til svara í þing­sal síðar til að reifa þau. Sú spá for­sæt­is­ráð­herra hefur því miður ekki gengið eft­ir. Mennta­mála­ráð­herra hefur síð­ustu vik­urnar vissu­lega verið að störfum í ráðu­neyti sínu. Hún situr rík­is­stjórn­ar­fundi og fréttir eru af störfum hennar í fjöl­miðlum og sam­fé­lags­miðl­um. Mennta­mála­ráð­herra sést jafn­framt í þing­hús­inu, t.d. á þing­flokks­fundum Fram­sókn­ar. Hún hefur bara ekki mætt í þing­sal í fyr­ir­spurna­tíma þing­manna eftir að þetta mál kom upp. Þær eru því nokkuð margar spurn­ing­arnar sem enn er ósvarað varð­andi þetta mál. Sú stærsta er þó; ríkir sátt í rík­is­stjórn­inni um þessar áherslur í jafn­rétt­is­mál­u­m?“

Nið­ur­staðan að Haf­dís Helga hafi verið van­metin

For­saga máls­ins er sú að í byrjun júní var greint frá því í fjöl­miðlum að Lilja hefði brotið jafn­­­rétt­is­lög við skipun Páls Magn­ús­­­sonar í emb­ætti ráðu­­­neyt­is­­­stjóra í fyrra, sam­­­kvæmt úrskurði kæru­­­nefndar jafn­­­rétt­is­­­mála. Hún hafi van­­­metið Haf­­­dísi Helgu í sam­an­­burði við Pál. Hæf­is­­nefnd hafði ekki talið Haf­­dísi Helgu í hópi þeirra fjög­­urra sem hæf­­astir voru taldir í starf­ið. 

Auglýsing
Páll, sem var skip­aður í emb­ættið síðla árs í fyrra, hefur um ára­bil gegn trún­­­­að­­­­ar­­­­störfum fyrir Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokk­inn en hann var vara­­­þing­­­maður Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins í tvö kjör­­­tíma­bil í kringum árið 2000 og aðstoð­­­ar­­­maður Val­­­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins.

Í kjöl­far frétta um nið­­ur­­stöðu kæru­­nefnd­­ar­innar fjöll­uðu fjöl­miðlar um for­­mann hæf­is­­nefnd­­ar­innar sem tók um ráðn­­ingu ráðu­­neyt­is­­stjór­ans. For­­maður hennar er lög­­fræð­ing­­ur­inn Einar Hugi Bjarna­­son, sem Lilja hefur á tveggja og hálfs starfs­­tíma sínum í ráðu­­neyt­inu, valið til margra trún­­að­­ar­­starfa. Ráðu­­neytið hefur á þeim tíma greitt Ein­­ari Huga alls 15,5 millj­­ónir króna fyrir lög­­fræð­i­ráð­­gjöf og nefnd­­ar­­setu á vegum ráðu­­neyt­is­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent