Leggja fram tillögu um að innkalla kvótann á 20 árum og bjóða hann síðan upp

Allir þingmenn Pírata standa að þingsályktunartillögu um að íslenska ríkið innkalli allar úthlutaðar aflaheimildir á 20 árum og bjóði þær svo upp gegn hæsta gjaldi „sem nokkur er fús til að greiða“.

piratarnyttstoff.jpg
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata hefur lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að inn­kalla allar úthlut­aðar afla­heim­ildir til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á 20 árum og bjóða þær þess í stað upp á opnum mark­aði þannig að hægt verði að tryggja fullt gjald fyrir nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Í til­lög­unni segir að með fullu gjaldi sé átt við mark­aðs­verð, eða „hæsta gjald sem nokkur er fús að greiða fyrir afnot af auð­lind­inni, t.d. á mark­aði eða upp­boði eða í samn­ingum við ríkið sem umboðs­mann rétts eig­anda, þjóð­ar­inn­ar.“

Í grein­ar­gerð til­lög­unnar segir að það hafi sýnt sig á und­an­förnum árum að auð­lind­arenta íslensku þjóð­ar­innar af fisk­veiði­auð­lind­inni hafi ekki verið í sam­ræmi við vænt­ingar henn­ar. „Ít­rekað hefur komið upp í sam­fé­lag­inu megn óánægja með ákvarð­anir Alþingis um veiði­gjöld og ljóst að núver­andi fyr­ir­komu­lag er ófull­nægj­andi þegar kemur að því að tryggja sann­gjarna og rétt­láta gjald­töku af auð­lind­inni. Flutn­ings­menn telja full­reynt að tryggja þjóð­inni rétt­láta hlut­deild í auð­lind hennar með núver­andi fyr­ir­komu­lagi. Með því að bjóða afla­heim­ildir upp á opnum mark­aði verður hægt að tryggja að fyrir þessa auð­lind fáist fullt gjald.“

Leigu­gjaldið óskipt í rík­is­sjóð

Í til­lög­unni felst að Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, verði falið að und­ir­búa og leggja fram, fyrir 1. nóv­em­ber næst­kom­andi, frum­varp sem myndi lög­festa að árlega yrði inn­kallað fimm pró­sent af úthlut­uðum veiði­heim­ildum að ári liðnu frá gild­is­töku lag­anna. Yrðu þau að veru­leika myndi því allar veiði­heim­ildir vera inn­kall­aðar eftir 21 ár. 

Auglýsing
Sá hluti sem inn­kall­aður yrði ætti svo að bjóða upp til tutt­ugu ára í senn á opnum mark­aði. Í til­lög­unni segir að til að gæta sjón­ar­miða um sjálf­bærni og sam­fé­lags­lega sátt verði óút­hlutað afla­mark „boðið upp á aðgreindum mörk­uðum sam­kvæmt nán­ari útfærslu ráð­herra.“ Leigu­gjaldið myndi renna óskipt í rík­is­sjóð og allar upp­lýs­ingar um það yrðu gerðar opin­berar og aðgengi­leg­ar. Tryggð verði jöfn aðkoma að upp­boðum og gegn­sæi við fram­kvæmd þeirra.

Í grein­ar­gerð til­lög­unnar segir enn fremur að ein af und­ir­stöðum þess að fisk­veiði­stjórn­ar­kerfið geti talist sjálf­bært sé að um til­högun þess ríki sam­fé­lags­leg sátt. „Til að tryggja þessa sátt leggja flutn­ings­menn til að óút­hlut­aðar afla­heim­ildir verði boðnar upp á aðgreindum mörk­uð­um. Nán­ari útfærsla hvað varðar aðgrein­ingu mark­aða verði falin ráð­herra, en lagt er til að mark­aðir verði aðgreindir eftir land­svæðum að teknu til­liti til byggða­sjón­ar­miða. Það skiptir máli að íslenskt sam­fé­lag í heild upp­lifi sátt um fisk­veiði­stjórn­ar­kerfið en ekki síst að afmörkuð byggð­ar­lög geri það, sér­stak­lega þar sem sjáv­ar­út­vegur er á meðal helstu atvinnu­greina sam­fé­lags­ins. Með því að afmarka þá mark­aði þar sem upp­boðið fer fram má betur tryggja sam­fé­lags­lega sátt sem er lyk­il­þáttur í sjálf­bærni fisk­veiði­stjórn­ar­kerf­is­ins til lang­frama.“

Um 1.200 millj­arða virði

Sé miðað við algengt virði á kvót­­anum í við­­skipt­um, og upp­­­lausn hans, er heild­­ar­virði úthlut­aðs kvóta til íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja um 1.200 millj­­arðar króna. 

Kjarn­inn greindi frá því í lok apríl að tíu stærstu útgerðir lands­ins haldi sam­tals á rúm­lega helm­ingnum af úthlut­uðum kvóta. Innan þessa hóps eru aðilar sem eru tengdir þótt þeir séu það ekki sam­­kvæmt lögum um fisk­veið­­ar. Brim, Sam­herji og Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga eru fyr­ir­­ferða­­mestu útgerð­irn­­ar. Þær halda, einar og sér og ásamt félögum sem eig­endur þeirra eiga í, á rúm­lega 43 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent