Leggja fram tillögu um að innkalla kvótann á 20 árum og bjóða hann síðan upp

Allir þingmenn Pírata standa að þingsályktunartillögu um að íslenska ríkið innkalli allar úthlutaðar aflaheimildir á 20 árum og bjóði þær svo upp gegn hæsta gjaldi „sem nokkur er fús til að greiða“.

piratarnyttstoff.jpg
Auglýsing

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að innkalla allar úthlutaðar aflaheimildir til sjávarútvegsfyrirtækja á 20 árum og bjóða þær þess í stað upp á opnum markaði þannig að hægt verði að tryggja fullt gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar. Í tillögunni segir að með fullu gjaldi sé átt við markaðsverð, eða „hæsta gjald sem nokkur er fús að greiða fyrir afnot af auðlindinni, t.d. á markaði eða uppboði eða í samningum við ríkið sem umboðsmann rétts eiganda, þjóðarinnar.“

Í greinargerð tillögunnar segir að það hafi sýnt sig á undanförnum árum að auðlindarenta íslensku þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni hafi ekki verið í samræmi við væntingar hennar. „Ítrekað hefur komið upp í samfélaginu megn óánægja með ákvarðanir Alþingis um veiðigjöld og ljóst að núverandi fyrirkomulag er ófullnægjandi þegar kemur að því að tryggja sanngjarna og réttláta gjaldtöku af auðlindinni. Flutningsmenn telja fullreynt að tryggja þjóðinni réttláta hlutdeild í auðlind hennar með núverandi fyrirkomulagi. Með því að bjóða aflaheimildir upp á opnum markaði verður hægt að tryggja að fyrir þessa auðlind fáist fullt gjald.“

Leigugjaldið óskipt í ríkissjóð

Í tillögunni felst að Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði falið að undirbúa og leggja fram, fyrir 1. nóvember næstkomandi, frumvarp sem myndi lögfesta að árlega yrði innkallað fimm prósent af úthlutuðum veiðiheimildum að ári liðnu frá gildistöku laganna. Yrðu þau að veruleika myndi því allar veiðiheimildir vera innkallaðar eftir 21 ár. 

Auglýsing
Sá hluti sem innkallaður yrði ætti svo að bjóða upp til tuttugu ára í senn á opnum markaði. Í tillögunni segir að til að gæta sjónarmiða um sjálfbærni og samfélagslega sátt verði óúthlutað aflamark „boðið upp á aðgreindum mörkuðum samkvæmt nánari útfærslu ráðherra.“ Leigugjaldið myndi renna óskipt í ríkissjóð og allar upplýsingar um það yrðu gerðar opinberar og aðgengilegar. Tryggð verði jöfn aðkoma að uppboðum og gegnsæi við framkvæmd þeirra.

Í greinargerð tillögunnar segir enn fremur að ein af undirstöðum þess að fiskveiðistjórnarkerfið geti talist sjálfbært sé að um tilhögun þess ríki samfélagsleg sátt. „Til að tryggja þessa sátt leggja flutningsmenn til að óúthlutaðar aflaheimildir verði boðnar upp á aðgreindum mörkuðum. Nánari útfærsla hvað varðar aðgreiningu markaða verði falin ráðherra, en lagt er til að markaðir verði aðgreindir eftir landsvæðum að teknu tilliti til byggðasjónarmiða. Það skiptir máli að íslenskt samfélag í heild upplifi sátt um fiskveiðistjórnarkerfið en ekki síst að afmörkuð byggðarlög geri það, sérstaklega þar sem sjávarútvegur er á meðal helstu atvinnugreina samfélagsins. Með því að afmarka þá markaði þar sem uppboðið fer fram má betur tryggja samfélagslega sátt sem er lykilþáttur í sjálfbærni fiskveiðistjórnarkerfisins til langframa.“

Um 1.200 milljarða virði

Sé miðað við algengt virði á kvót­anum í við­skipt­um, og upp­lausn hans, er heild­ar­virði úthlutaðs kvóta til íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 1.200 millj­arðar króna. 

Kjarninn greindi frá því í lok apríl að tíu stærstu útgerðir lands­ins haldi sam­tals á rúmlega helmingnum af úthlut­uðum kvóta. Innan þessa hóps eru aðilar sem eru tengdir þótt þeir séu það ekki sam­kvæmt lögum um fisk­veið­ar. Brim, Sam­herji og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga eru fyr­ir­ferða­mestu útgerð­irn­ar. Þær halda, einar og sér og ásamt félögum sem eig­endur þeirra eiga í, á rúmlega 43 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent