Leggja fram tillögu um að innkalla kvótann á 20 árum og bjóða hann síðan upp

Allir þingmenn Pírata standa að þingsályktunartillögu um að íslenska ríkið innkalli allar úthlutaðar aflaheimildir á 20 árum og bjóði þær svo upp gegn hæsta gjaldi „sem nokkur er fús til að greiða“.

piratarnyttstoff.jpg
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata hefur lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að inn­kalla allar úthlut­aðar afla­heim­ildir til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á 20 árum og bjóða þær þess í stað upp á opnum mark­aði þannig að hægt verði að tryggja fullt gjald fyrir nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Í til­lög­unni segir að með fullu gjaldi sé átt við mark­aðs­verð, eða „hæsta gjald sem nokkur er fús að greiða fyrir afnot af auð­lind­inni, t.d. á mark­aði eða upp­boði eða í samn­ingum við ríkið sem umboðs­mann rétts eig­anda, þjóð­ar­inn­ar.“

Í grein­ar­gerð til­lög­unnar segir að það hafi sýnt sig á und­an­förnum árum að auð­lind­arenta íslensku þjóð­ar­innar af fisk­veiði­auð­lind­inni hafi ekki verið í sam­ræmi við vænt­ingar henn­ar. „Ít­rekað hefur komið upp í sam­fé­lag­inu megn óánægja með ákvarð­anir Alþingis um veiði­gjöld og ljóst að núver­andi fyr­ir­komu­lag er ófull­nægj­andi þegar kemur að því að tryggja sann­gjarna og rétt­láta gjald­töku af auð­lind­inni. Flutn­ings­menn telja full­reynt að tryggja þjóð­inni rétt­láta hlut­deild í auð­lind hennar með núver­andi fyr­ir­komu­lagi. Með því að bjóða afla­heim­ildir upp á opnum mark­aði verður hægt að tryggja að fyrir þessa auð­lind fáist fullt gjald.“

Leigu­gjaldið óskipt í rík­is­sjóð

Í til­lög­unni felst að Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, verði falið að und­ir­búa og leggja fram, fyrir 1. nóv­em­ber næst­kom­andi, frum­varp sem myndi lög­festa að árlega yrði inn­kallað fimm pró­sent af úthlut­uðum veiði­heim­ildum að ári liðnu frá gild­is­töku lag­anna. Yrðu þau að veru­leika myndi því allar veiði­heim­ildir vera inn­kall­aðar eftir 21 ár. 

Auglýsing
Sá hluti sem inn­kall­aður yrði ætti svo að bjóða upp til tutt­ugu ára í senn á opnum mark­aði. Í til­lög­unni segir að til að gæta sjón­ar­miða um sjálf­bærni og sam­fé­lags­lega sátt verði óút­hlutað afla­mark „boðið upp á aðgreindum mörk­uðum sam­kvæmt nán­ari útfærslu ráð­herra.“ Leigu­gjaldið myndi renna óskipt í rík­is­sjóð og allar upp­lýs­ingar um það yrðu gerðar opin­berar og aðgengi­leg­ar. Tryggð verði jöfn aðkoma að upp­boðum og gegn­sæi við fram­kvæmd þeirra.

Í grein­ar­gerð til­lög­unnar segir enn fremur að ein af und­ir­stöðum þess að fisk­veiði­stjórn­ar­kerfið geti talist sjálf­bært sé að um til­högun þess ríki sam­fé­lags­leg sátt. „Til að tryggja þessa sátt leggja flutn­ings­menn til að óút­hlut­aðar afla­heim­ildir verði boðnar upp á aðgreindum mörk­uð­um. Nán­ari útfærsla hvað varðar aðgrein­ingu mark­aða verði falin ráð­herra, en lagt er til að mark­aðir verði aðgreindir eftir land­svæðum að teknu til­liti til byggða­sjón­ar­miða. Það skiptir máli að íslenskt sam­fé­lag í heild upp­lifi sátt um fisk­veiði­stjórn­ar­kerfið en ekki síst að afmörkuð byggð­ar­lög geri það, sér­stak­lega þar sem sjáv­ar­út­vegur er á meðal helstu atvinnu­greina sam­fé­lags­ins. Með því að afmarka þá mark­aði þar sem upp­boðið fer fram má betur tryggja sam­fé­lags­lega sátt sem er lyk­il­þáttur í sjálf­bærni fisk­veiði­stjórn­ar­kerf­is­ins til lang­frama.“

Um 1.200 millj­arða virði

Sé miðað við algengt virði á kvót­­anum í við­­skipt­um, og upp­­­lausn hans, er heild­­ar­virði úthlut­aðs kvóta til íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja um 1.200 millj­­arðar króna. 

Kjarn­inn greindi frá því í lok apríl að tíu stærstu útgerðir lands­ins haldi sam­tals á rúm­lega helm­ingnum af úthlut­uðum kvóta. Innan þessa hóps eru aðilar sem eru tengdir þótt þeir séu það ekki sam­­kvæmt lögum um fisk­veið­­ar. Brim, Sam­herji og Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga eru fyr­ir­­ferða­­mestu útgerð­irn­­ar. Þær halda, einar og sér og ásamt félögum sem eig­endur þeirra eiga í, á rúm­lega 43 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent