Flugfreyjufélagið og Icelandair búin að skrifa undir kjarasamning

Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair undirrituðu í nótt kjarasamning sem gildir til loka september 2025. Nú eru allar lykilstéttir starfsmanna Icelandair búnar að semja. Framundan er hlutafjárútboð þar sem Icelandair reynir að sækja hátt í 30 milljarða.

Frá undirskrift samningsins í nótt.
Frá undirskrift samningsins í nótt.
Auglýsing

Icelandair og Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ) skrif­uðu í nótt undir nýjan kjara­samn­ing sem gildir til 30. sept­em­ber 2025. Í til­kynn­ingu frá Icelandair segir að samn­ing­ur­inn sé í sam­ræmi við þau mark­mið sem lagt var upp með um að auka vinnu­fram­lag og sveigj­an­leika fyrir Icelandair en á sama tíma verja ráð­stöf­un­ar­tekjur flug­freyja og flug­þjóna.

Í til­kynn­ingu frá Flug­freyju­fé­lag­inu, sem hefur verið með lausa samn­inga frá 1. sept­em­ber í fyrra, segir starfs­ör­yggi félags­manna hafi verið eitt af aðal­á­herslu­at­riðum samn­inga­nefndar í við­ræð­un­um. Félagið finni til ábyrgðar gagnar stöð­unni sem hafi verið uppi, sýnt mik­inn samn­ings­vilja og verið til­búið að leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arnar og mæta fyr­ir­tæk­inu á erf­iðum tím­um. 

Auglýsing
Guðlaug Líney Jóhanns­dótt­ir, for­maður Flug­freyju­fé­lags­ins, segir að með nýjum samn­ingi kom það til móts við Icelandair í því gjör­breytta lands­lagi sem blasir við fyr­ir­tæk­inu og gerir því kleift að auka sam­keppn­is­hæfni og sveigj­an­leika félags­ins. Samn­ing­ur­inn verður kynntur fyrir félags­mönnum næst­kom­andi föstu­dag og verða greidd um hann atkvæði í kjöl­farið

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, fagnar und­ir­skrift­inni og segir hana mik­il­vægan þátt í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu Icelanda­ir. Auk þess sé hún liður í að auka sam­keppn­is­hæfni þess til lengri tíma. „Tölu­verðar breyt­ingar til ein­föld­unar voru gerðar frá fyrri samn­ingi sem fela í sér aukið vinnu­fram­lag og auk­inn sveigj­an­leika til þró­unar á leiða­kerfi Icelandair en samn­ing­ur­inn tryggir jafn­framt góð kjör og sveigj­an­leika fyrir starfs­fólk. Með þessum samn­ingi eru flug­freyjur og flug­þjónar að leggja sitt af mörkum til að styrkja rekstr­ar­grund­völl Icelandair til fram­tíð­ar.“

Icelandair á bjarg­brún­inni

Það nær algjöra stopp sem varð á flug­um­ferð í heim­inum sam­hliða útbreiðslu COVID-19 og sú mikla óvissa sem er uppi um ferða­þjón­ustu vegna þessa hefur haft gríð­ar­leg áhrif á Icelanda­ir. Félagið hefur notið fjöl­margra úrræða stjórn­valda eins og hluta­bóta­leið­ar­innar og styrkja til að segja fólki upp í mæra mæli en nokk­urt annað fyr­ir­tæki. Samt hefur blasað við lengi að Icelandair þarf að ná sér í nýtt fé til að lifa af. Og það ætlar fyr­ir­tækið að gera í hluta­fjár­út­boði sem á að hefj­ast í lok mán­að­ar. Þar ætlar það sér að sækja allt að 200 millj­ónir dali, um 28 millj­arða króna á gengi dags­ins í dag.

Lyk­il­breyta í því að geta sótt það fé var að semja upp á nýtt lyk­il­starfs­fólk. Samn­ingar þeirra þóttu óhag­stæðir í augum fjár­festa og draga úr sam­keppn­is­hæfni Icelanda­ir.

Flug­menn og flug­virkjar Icelandair voru þegar búnir að semja um lang­tíma­kjara­samn­inga. Því stóðu flug­freyjur og -þjónar fyr­ir­tæk­is­ins einir eftir af lyk­il­stéttum sem þurfti að ná nýju sam­komu­lagi við, sem gæti liðkað fyrir fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu Icelanda­ir. 

Flug­menn sam­þykktu að vinna meira, að fækka frí­dög­um, frysta laun í þrjú ár og skrif­uðu undir samn­ing sem gildir til 2025, til að tryggja fyr­ir­sjá­an­leika. Þetta á að skila 22 pró­sent auk­inni fram­leiðni frá flug­mönn­unum fyrir Icelandair og kostn­aður á hvern sætis kíló­meter (e Cost per Availa­ble seat kilometer eða CASK) lækkar um 25 pró­sent. 

Flug­virkjar gerðu líka lang­tíma­samn­ing, sem gildir út árið 2025. Í honum felst meðal ann­ars meiri sveigj­an­leiki fyrir Icelandair að útvista ákveðnum verk­efnum flug­virkja. 

Mörg verk­efni eftir

Enn er ansi margt annað eftir sem þarf að ganga upp til að hluta­fjár­út­boðið fari fram og geti mögu­lega skilað til­ætl­uðum árangri. Í fyrsta lagi þarf að semja við lán­veit­endur og leigu­sala. 

Stærstu lán­veit­endur Icelandair eru rík­is­bank­arnir tveir, Íslands­banki og Lands­bank­inn, og banda­ríski bank­inn CIT Bank. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans telja borð­leggj­andi að þessir kröfu­hafar þurfi að breyta kröfum í hlutafé til að hægt verði að ná í nýtt hlutafé í rekst­ur­inn. Ekki sé til­hlýði­legt að kröfu­hafar sitji einir eftir með að fá allt sitt, þegar allir aðrir sem tengj­ast Icelandair þurfa að taka á sig aðlögun vegna aðstæðna. Hið minnsta þurfi að veita félag­inu langt greiðslu­hlé og breyta ýmsum skil­málum í lána­samn­ing­um, mögu­lega á þann veg að um verði að ræða breyti­lega samn­inga sem verði ein­fald­lega breytt í hlutafé náist ekki ákveð­inn árangur í rekstr­ar­við­snún­ing­i.  

Það á einnig eftir að ganga frá sam­komu­lagi við íslenska ríkið um fyr­ir­greiðslu, en það hefur þegar gefið óljóst vil­yrði um að eiga sam­tal um veit­ingu lána­línu eða ábyrgð á lánum til félags­ins. Sú fyr­ir­greiðsla er hins vegar bundin við að hag­stæð nið­ur­staða liggi fyrir í samn­inga­við­ræðum við lán­veit­end­ur, leigu­sala og birgja og að hluta­fjár­út­boðið gangi vel. 

Gangi allt ofan­greint eftir er því verk­efni ólokið að semja við flug­véla­fram­leið­and­ann Boeing um að losna undan kaup­samn­ingum á þeim Boeing 737 Max vélum sem Icelandair hefur enn ekki fengið afhend­ar, og um frek­ari skaða­bætur vegna þeirra sem félagið hefur þegar keypt en getur ekki notað vegna kyrr­setn­ingar á vél­un­um. Þær við­ræður eru skil­greindar „í gangi“ af Icelanda­ir. 

Svo þarf að sann­færa fjár­festa um að setja tugi millj­arða króna inn í Icelanda­ir. Þar er helst horft til íslenskra líf­eyr­is­sjóða. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent