Flugfreyjufélagið og Icelandair búin að skrifa undir kjarasamning

Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair undirrituðu í nótt kjarasamning sem gildir til loka september 2025. Nú eru allar lykilstéttir starfsmanna Icelandair búnar að semja. Framundan er hlutafjárútboð þar sem Icelandair reynir að sækja hátt í 30 milljarða.

Frá undirskrift samningsins í nótt.
Frá undirskrift samningsins í nótt.
Auglýsing

Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) skrifuðu í nótt undir nýjan kjarasamning sem gildir til 30. september 2025. Í tilkynningu frá Icelandair segir að samningurinn sé í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með um að auka vinnuframlag og sveigjanleika fyrir Icelandair en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur flugfreyja og flugþjóna.

Í tilkynningu frá Flugfreyjufélaginu, sem hefur verið með lausa samninga frá 1. september í fyrra, segir starfsöryggi félagsmanna hafi verið eitt af aðaláhersluatriðum samninganefndar í viðræðunum. Félagið finni til ábyrgðar gagnar stöðunni sem hafi verið uppi, sýnt mikinn samningsvilja og verið tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og mæta fyrirtækinu á erfiðum tímum. 

Auglýsing
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir að með nýjum samningi kom það til móts við Icelandair í því gjörbreytta landslagi sem blasir við fyrirtækinu og gerir því kleift að auka samkeppnishæfni og sveigjanleika félagsins. Samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum næstkomandi föstudag og verða greidd um hann atkvæði í kjölfarið

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, fagnar undirskriftinni og segir hana mikilvægan þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair. Auk þess sé hún liður í að auka samkeppnishæfni þess til lengri tíma. „Töluverðar breytingar til einföldunar voru gerðar frá fyrri samningi sem fela í sér aukið vinnuframlag og aukinn sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi Icelandair en samningurinn tryggir jafnframt góð kjör og sveigjanleika fyrir starfsfólk. Með þessum samningi eru flugfreyjur og flugþjónar að leggja sitt af mörkum til að styrkja rekstrargrundvöll Icelandair til framtíðar.“

Icelandair á bjargbrúninni

Það nær algjöra stopp sem varð á flugumferð í heiminum samhliða útbreiðslu COVID-19 og sú mikla óvissa sem er uppi um ferðaþjónustu vegna þessa hefur haft gríðarleg áhrif á Icelandair. Félagið hefur notið fjölmargra úrræða stjórnvalda eins og hlutabótaleiðarinnar og styrkja til að segja fólki upp í mæra mæli en nokkurt annað fyrirtæki. Samt hefur blasað við lengi að Icelandair þarf að ná sér í nýtt fé til að lifa af. Og það ætlar fyrirtækið að gera í hlutafjárútboði sem á að hefjast í lok mánaðar. Þar ætlar það sér að sækja allt að 200 milljónir dali, um 28 milljarða króna á gengi dagsins í dag.

Lykilbreyta í því að geta sótt það fé var að semja upp á nýtt lykilstarfsfólk. Samningar þeirra þóttu óhagstæðir í augum fjárfesta og draga úr samkeppnishæfni Icelandair.

Flugmenn og flugvirkjar Icelandair voru þegar búnir að semja um langtímakjarasamninga. Því stóðu flugfreyjur og -þjónar fyrirtækisins einir eftir af lykilstéttum sem þurfti að ná nýju samkomulagi við, sem gæti liðkað fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair. 

Flugmenn samþykktu að vinna meira, að fækka frídögum, frysta laun í þrjú ár og skrifuðu undir samning sem gildir til 2025, til að tryggja fyrirsjáanleika. Þetta á að skila 22 prósent aukinni framleiðni frá flugmönnunum fyrir Icelandair og kostnaður á hvern sætis kílómeter (e Cost per Available seat kilometer eða CASK) lækkar um 25 prósent. 

Flugvirkjar gerðu líka langtímasamning, sem gildir út árið 2025. Í honum felst meðal annars meiri sveigjanleiki fyrir Icelandair að útvista ákveðnum verkefnum flugvirkja. 

Mörg verkefni eftir

Enn er ansi margt annað eftir sem þarf að ganga upp til að hlutafjárútboðið fari fram og geti mögulega skilað tilætluðum árangri. Í fyrsta lagi þarf að semja við lánveitendur og leigusala. 

Stærstu lánveitendur Icelandair eru ríkisbankarnir tveir, Íslandsbanki og Landsbankinn, og bandaríski bankinn CIT Bank. 

Viðmælendur Kjarnans telja borðleggjandi að þessir kröfuhafar þurfi að breyta kröfum í hlutafé til að hægt verði að ná í nýtt hlutafé í reksturinn. Ekki sé tilhlýðilegt að kröfuhafar sitji einir eftir með að fá allt sitt, þegar allir aðrir sem tengjast Icelandair þurfa að taka á sig aðlögun vegna aðstæðna. Hið minnsta þurfi að veita félaginu langt greiðsluhlé og breyta ýmsum skilmálum í lánasamningum, mögulega á þann veg að um verði að ræða breytilega samninga sem verði einfaldlega breytt í hlutafé náist ekki ákveðinn árangur í rekstrarviðsnúningi.  

Það á einnig eftir að ganga frá samkomulagi við íslenska ríkið um fyrirgreiðslu, en það hefur þegar gefið óljóst vilyrði um að eiga samtal um veitingu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. Sú fyrirgreiðsla er hins vegar bundin við að hagstæð niðurstaða liggi fyrir í samningaviðræðum við lánveitendur, leigusala og birgja og að hlutafjárútboðið gangi vel. 

Gangi allt ofangreint eftir er því verkefni ólokið að semja við flugvélaframleiðandann Boeing um að losna undan kaupsamningum á þeim Boeing 737 Max vélum sem Icelandair hefur enn ekki fengið afhendar, og um frekari skaðabætur vegna þeirra sem félagið hefur þegar keypt en getur ekki notað vegna kyrrsetningar á vélunum. Þær viðræður eru skilgreindar „í gangi“ af Icelandair. 

Svo þarf að sannfæra fjárfesta um að setja tugi milljarða króna inn í Icelandair. Þar er helst horft til íslenskra lífeyrissjóða. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent