Mynd: Facebook-síða Icelandair

Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi

Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri en stór úrlausnarefni eru enn óleyst.

Á föstu­dag sam­þykkti hlut­hafa­fundur Icelandair Group að heim­ila að hluta­fjár­út­boð félags­ins, þar sem til stendur að sækja hátt í 30 millj­arða króna í nýtt hluta­fé, megi fara fram. Það þýðir þó ekki að nokkuð sé í hendi varð­andi árangur útboðs­ins. Þvert á móti sýndi kynn­ing Úlf­ars Stein­dórs­son­ar, stjórn­ar­for­manns Icelanda­ir, á fund­inum að fjöl­margir hnútar eru óleystir áður en að hluta­fjár­út­boð­ar­ferlið getur hafist, en stefnt er að því að það verði um miðjan næsta mán­uð. 

Fyrst þarf að nást sam­komu­lag við hluta starfs­manna um breyt­ingu á kjörum, við lán­veit­endur og leigu­sala um breyt­ingu á skuldum í hlutafé og á skil­málum samn­inga og við birgja og sam­starfs­að­ila um slíkt hið sama. Þá þarf að liggja fyrir ein­hver vissa um að burð­ugir fjár­fest­ar, þ.e. íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, séu til­búnir að veðja á Icelandair enn á ný. Það eru ekki nema ára­tugur frá því að þeir léku lyk­il­hlut­verk í að end­ur­skipu­leggja flug­fé­lagið fjár­hags­lega eftir síð­asta efna­hags­á­fall.

Hvað er búið að gera?

Í kynn­ing­unni er farið yfir þær umfangs­miklu aðgerðir sem Icelandair hefur þegar gripið til vegna yfir­stand­andi aðstæðna. Þar ber fyrst að nefna upp­sagnir á 2.300 manns. Af eft­ir­stand­andi starfs­mönn­um, sem eru um 1.400 tals­ins, eru ein­ungis 560 í fullu starfi. Afgang­ur­inn er sem stendur á hluta­bóta­leið stjórn­valda. Þeir sem enn starfa hjá félag­inu hafa auk þess tekið á sig 20 til 30 pró­sent launa­lækk­anir enda flýgur Icelandair nú ein­ungis um þrjú pró­sent af ætl­aðri flug­á­ætlun sinn­i. 

Auglýsing

Icelandair hefur einnig frestað greiðslu skatta og gjalda sam­kvæmt þeim úrræðum sem stjórn­völd hafa boðið upp á, samið um fryst­ingu lána við valda lán­veit­endur og Isa­via hefur sam­þykkt að fresta greiðslu á öllum gjöldum vegna notk­unar á Kefla­vík­ur­flug­velli fram í ágúst 2020. Þá hefur Icelanda­ir, líkt og önnur flug­fé­lög innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins (EES), getað frestað greiðslu á flug­um­ferð­ar­stjórn­ar­gjöldum til EUROCONTROL. 

Icelandair náði líka að klára sölu á 75 pró­sent hlut í Icelandair Hot­els og tengdum fast­eignum til Berjaya Land Ber­had, en þó fyrir lægri upp­hæð en upp­haf­lega stóð til. Þá var Air Iceland Conn­ect, dótt­ur­fé­lag utan um inn­an­lands­flug á Íslandi, rent saman við Icelandair til hag­ræð­ing­ar. 

Hvað er verið að gera?

Til þess að vera í stakk búið að telj­ast líf­væn­legt og sam­keppn­is­hæft fyr­ir­tæki hefur Icelandair ráð­ist í að reyna að end­ur­semja við flug­virkja, flug­menn og flug­þjóna. Fyrstu tvær stétt­irnar hafa þegar sam­þykkt nýja samn­inga sem fela í sér rekstr­ar­hag­fræði fyrir flug­fé­lagið en Flug­freyju­fé­lag Íslands hafn­aði því sem kallað var loka­til­boð Icelandair í síð­ustu viku. 

Flug­menn sam­þykktu að vinna meira, að fækka frí­dög­um, frysta laun í þrjú ár og skrifa undir samn­ing sem gildir til 2025, til að tryggja fyr­ir­sjá­an­leika. Þetta á að skila 22 pró­sent auk­inni fram­leiðni frá flug­mönn­unum fyrir Icelandair og kostn­aður á hvern sætis kíló­meter (e Cost per Availa­ble seat kilometer eða CASK) lækkar um 25 pró­sent. 

Flug­virkjar gerðu líka lang­tíma­samn­ing, sem gildir út árið 2025. Í honum felst meðal ann­ars meiri sveigj­an­leiki fyrir Icelandair að útvista ákveðnum verk­efnum flug­virkja. 

Hvað á eftir að gera?

Þó það tak­ist að leysa deil­una við Flug­freyju­fé­lagið á er ansi margt eftir sem þarf að ganga upp til að hluta­fjár­út­boðið fari fram og geti mögu­lega skilað til­ætl­uðum árangri. Í fyrsta lagi þarf að semja við lán­veit­endur og leigu­sala. 

Stærstu lán­veit­endur Icelandair eru rík­is­bank­arnir tveir, Íslands­banki og Lands­bank­inn, og banda­ríski bank­inn CIT Bank. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans telja borð­leggj­andi að þessir kröfu­hafar þurfi að breyta kröfum í hlutafé til að hægt verði að ná í nýtt hlutafé í rekst­ur­inn. Ekki sé til­hlýði­legt að kröfu­hafar sitji einir eftir með að fá allt sitt, þegar allir aðrir sem tengj­ast Icelandair þurfa að taka á sig aðlögun vegna aðstæðna. Hið minnsta þurfi að veita félag­inu langt greiðslu­hlé og breyta ýmsum skil­málum í lána­samn­ing­um, mögu­lega á þann veg að um verði að ræða breyti­lega samn­inga sem verði ein­fald­lega breytt í hlutafé náist ekki ákveð­inn árangur í rekstr­ar­við­snún­ing­i.  

Það á einnig eftir að ganga frá sam­komu­lagi við íslenska ríkið um fyr­ir­greiðslu, en það hefur þegar gefið óljóst vil­yrði um að eiga sam­tal um veit­ingu lána­línu eða ábyrgð á lánum til félags­ins. Sú fyr­ir­greiðsla er hins vegar bundin við að hag­stæð nið­ur­staða liggi fyrir í samn­inga­við­ræðum við lán­veit­end­ur, leigu­sala og birgja og að hluta­fjár­út­boðið gangi vel. 

Auglýsing

Gangi allt ofan­greint eftir er því litla verk­efni ólokið að semja við flug­véla­fram­leið­and­ann Boeing um að losna undan kaup­samn­ingum á þeim Boeing 737 Max vélum sem Icelandair hefur enn ekki fengið afhend­ar, og um frek­ari skaða­bætur vegna þeirra sem félagið hefur þegar keypt en getur ekki notað vegna kyrr­setn­ingar á vél­un­um. Þær við­ræður eru skil­greindar „í gangi“ af Icelanda­ir. 

Hverjir eiga að kaupa?

Að öllu fram­an­greindu afgreiddu yrði hægt að ráð­ast í hluta­fjár­út­boð til að safna 200 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða hátt í 29 millj­örðum króna á gengi dags­ins í dag. Hluti af þeirri upp­hæð gæti feng­ist í gegnum það að breyta ein­hverju af 34 millj­arða króna vaxta­ber­andi skuldum félags­ins í nýtt hluta­fé, líkt og áður var rak­ið. Það gæti þá þýtt að íslenska ríkið yrði óbeinn eig­andi að Icelandair í gegnum eign­ar­hald á Íslands­banka og Lands­bank­ann. 

Það þarf hins vegar líka að sækja mikið reiðu­fé. Við­mæl­endur Kjarn­ans í fjár­mála­geir­anum eru sam­mála um að það fé verði ekki sótt til erlendra fjár­festa, hvorki PAR Capi­tal Mana­gement, núver­andi stærsta eig­anda Icelanda­ir, né ann­arra. 

Íslenskir einka­fjár­festar eru fæstir með bol­magn til að taka þátt í jafn óvissu fjár­fest­ingaræv­in­týri og því eru von­irnar helst bundnar við íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­ið. 

Landsbankinn er á meðal stærstu lánveitenda Icelandair, en hann á veð í tíu Boeing 757 vélum félagsins sem eru komnar vel til ára sinna.
mynd: Bára Huld Beck

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga nú þegar að minnsta kosti um 44 pró­sent í Icelandair í beinni eign, en Alls námu vaxta­ber­andi skuldir Icelandair um 34 millj­örðum króna í lok mars. Við fulla nýt­ingu á hluta­fjár­aukn­ing­unni þynn­ast núver­andi hlut­hafar í Icelandair saman niður í 15,3 pró­sent eign. Það er því verið að biðja líf­eyr­is­sjóð­ina um að sam­þykkja að gefa eftir þorra eignar sinnar og kaupa mikið magn af nýjum hluta­bréfum í flug­fé­lagi sem eng­inn veit með nokk­urri vissu hvenær fer aftur á flug, né hvaða við­skipta­legar aðstæður verða til staðar þegar það ger­ist fyrir félagið að verða arð­samt á ný. 

Hvað ætlar Icelandair að verða?

Í kynn­ing­unni kemur fram að Icelandair ætli sér að stað­setja sig mitt á milli svo­kall­aðra legacy-flug­fé­laga, sem veita umtals­verða þjón­ustu sam­hliða flugi, og lág­far­gjalda­flug­fé­laga. Það er reyndar ekki ný hug­mynd, heldur var hún líka sett fram á aðal­fundi félags­ins snemma árs 2017. Í kjöl­farið var ráð­ist í mis­heppn­aðar breyt­ingar á leiða­kerfi og á sölu- og mark­aðs­starfi félags­ins, sem síðan hefur verið reynt að vinda ofan af. 

Icelandair telur til í kynn­ing­unni að bein sala í gegnum bók­un­ar­vél og öflug heima­síðu séu miklir styrk­leikar til að byggja á, enda sé í eðli­legu árferði um helm­ingur af sölu Icelandair þar í gegn­um. Auk þess telur félagið sig vera með góð sam­bönd við þriðju aðila sem selja fyrir það, sam­bönd sem hafi verið þróuð yfir margra ára skeið. 

Auglýsing

Icelandair bendir á að félagið eigi mik­il­væg lend­ing­ar­leyfi á vel stað­settum flug­völlum víða innan leiða­kerfis síns, að vöru­merkið sé bæði þekkt og sterkt, að mik­ill mannauður sé innan félags­ins, að sveigj­an­leiki sé í flota þess og að vist­kerfi þeirra fyr­ir­tækja sem teng­ist Icelandair sé afar verð­mæt. 

Í kynn­ing­unni eru svo birtar sviðs­myndir um hvernig Icelandair gæti gengið að skala upp starf­semi sína. Þar er reiknað með átta hund­ruð þús­und far­þegum hjá félag­inu í ár, sem þýðir að það telur sig í færum að bæta við sig yfir 200 þús­und far­þegum í ár. Til sam­an­burðar flugu 4,4 millj­ónir manns með Icelandair í fyrra. Sviðs­myndin gerir ráð fyrir að það muni taka félagið til árs­ins 2024 að ná þeim hæðum að nýju og að far­þega­fjöld­inn verði ein­ungis 1,4 milljón manns á næsta ári, 2021.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar