Mynd: EPA

„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann

Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.

Þann 23. mars ávarp­aði Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, bresku þjóð­ina. Til­gang­ur­inn var að til­kynna um að nær algjört útgöng­u­­bann tæki gildi í land­inu þá þeg­­ar. Fólk í Bret­landi átti vera heima, með örfáum und­an­­tekn­ing­­um. Ein­ungis tveir mega koma saman á almanna­­færi, nema þeir búi á sama heim­ili. „Þið verðið að vera heima,“ sagði for­­sæt­is­ráð­herr­ann. 

Íbúar í Bret­landi áttu ein­ungis fara út til þess að versla helstu nauð­­synja­vör­­ur, eins sjaldan og unnt er. Einnig mátti fólk fara út að hreyfa sig einu sinni á dag, en þá ein­­samalt eða með öðrum sem búa á sama heim­ili.

Úr ávarpi Johnson.
Mynd: Skjáskot

„Þú átt ekki að hitta vini. Ef vinir þínir biðja þig um að hitta sig, þá ættir þú að segja nei,“ sagði John­son og bætti við að ef fólk færi ekki að reglum hefði lög­­regla heim­ild til þess að beita sektum eða til þess að leysa upp sam­kom­­ur. 

Flest dauðs­föll í Evr­ópu

Þetta var fyrir rúmum tveimur mán­uðum síðan og frá þeim tíma hefur COVID-19 far­ald­ur­inn farið illa með breskt sam­fé­lag. Stað­fest greind smit þar hafa verið um 260 þús­und og tæp­lega 37 þús­und manns hafa lát­ist í ástand­inu. Það er hæsta dán­ar­tala í Evr­ópu og sú næst hæsta í heim­in­um, á eftir Banda­ríkj­un­um.

Bretar hafa fært miklar fórnir til að reyna að ná tökum á far­aldr­in­um. Flestir hafa hlýtt skila­boðum stjórn­valda og haldið sig heima. Sleppt því að hitta vini og ætt­ingja. Farið að öllu með gát þangað til að stjórn­völd hafa gefið meld­ingar um ann­að.

Auglýsing

Þess vegna er mjög útbreidd og almenn bræði í bresku sam­fé­lagi yfir fram­ferði Dom­inic Cumm­ings, helsta póli­tíska ráð­gjafa Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra. 

Umdeildur maður fer í heim­sókn til for­eldra sinna í útgöngu­banni

Cumm­ings er afar umdeildur í Bret­landi. Hann stýrði bar­áttu útgöngu­sinna í Brex­it-­deil­unni með þeim árangri að þeir sigr­uðu hana. Und­an­farin miss­eri hefur hann svo verið helsti póli­tíski ráð­gjafi Boris John­son sem hefur unnið hvern póli­tískan sig­ur­inn á fætur öðrum fram að COVID-far­aldr­in­um. Fyrst varð hann for­sæt­is­ráð­herra og nýr for­maður Íhalds­flokks­ins í fyrra­sumar og svo vann hann stór­sigur í þing­kosn­ingum sem fram fóru í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Helsta bar­áttu­mál John­son og Cumm­ings var sem fyrr að klára útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu, sem hefur ekki gengið snuðru­laust fyrir sig frá því að hún var sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 2016. 

Annað hvort 27. eða 28. mars, skömmu eftir að John­son, sem sjálfur var um tíma í bráðri lífs­hættu eftir að hafa smit­ast af COVID-19, flutti ávarpið þar sem hann sagði Bretum að vera heima þá ákvað Cumm­ings að ferð­ast rúm­lega 400 kíló­metra, frá London til Dur­ham þar sem for­eldrar hans búa, með eig­in­konu sinni og ungu barni. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hjónin væru bæði með ein­kenni sem svip­aði til COVID-19 sjúk­dóms­ins. Bresku dag­blöðin The Guar­dian og Daily Mir­ror opin­ber­uðu ferða­lagið nýver­ið. 

Auglýsing

Cumm­ings hefur gefið þær skýr­ingar að hann hafi farið í ferða­lagið með hags­muni barns­ins í huga. Til­gang­ur­inn hafi verið sá að ef hann eða eig­in­kona hans myndu veikj­ast alvar­lega þá gætu for­eldrar hans séð um það. Þegar blaða­menn sátu fyrir Cumm­ings fyrir utan heim­ili hans á laug­ar­dag þá sagð­ist hann hafa hagað sér bæði „skyn­sam­lega og lög­lega.“

Þau ummæli hafa fallið í grýttan jarð­veg víða, enda fjöl­margir Bretar sem voru í þeirri stöðu að hafa getað þegið hjálp nán­ustu ætt­ingja við umönnun barna sinna á meðan að þeir tók­ust á við veik­indi í far­aldr­in­um, en sóttu hana ekki vegna þess að stjórn­völd höfðu sagt þeim að halda sig heima. 

Það var svo ekki til að bæta úr skák þegar vitni gáfu sig fram og sögð­ust hafa séð Cumm­ings og eig­in­konu hans tví­vegis utan heim­ilis for­eldra hans í apr­íl. Í fyrra skiptið í Dur­ham snemma í mán­uð­inum og í hið síð­ara við Barn­ard Cast­le, sem er vin­sæll ferða­manna­staður í útjaðri Dur­ham þann 12. apr­íl. 

Tveimur dögum síð­ar, 14. apr­íl,var Cumm­ings kom­inn aftur til London og var mynd­aður þar. Vitni hefur síðan sagt að það hafi séð hann á almanna­færi í nálægð við Dur­ham fimm dögum síð­ar, eða 19. apr­íl. Cumm­ings virð­ist því hafa ferð­ast fram og til baka milli London og Dur­ham á tímum þar sem hið mjög stranga útgöngu­bann var í gildi.

For­sæt­is­ráð­herra lýsir yfir stuðn­ingi

Gríð­ar­legur þrýst­ingur hefur skap­ast á að Cumm­ings verði rek­inn. Það megi ekki vera þannig að stjórn­völd láti eina teg­und reglna gilda um alla þjóð­ina, en aðrar um helsta ráð­gjafa for­sæt­is­ráð­herra. Sér­stak­lega þegar um er að ræða jafn víð­tæka frels­is­svipt­ingu og rót á dag­legu lífi íbú­anna og raun ber vitni vegna COVID-að­gerða.

Auglýsing

John­son ræddi við Cumm­ings í eigin per­sónu um helg­ina og ákvað svo, á stöðu­fundi stjórn­valda vegna COVID-far­ald­urs­ins í gær, að lýsa yfir stuðn­ingi við hann. For­sæt­is­ráð­herr­ann taldi ráð­gjafa sinn hafa fylgt inn­sæi sínu sem faðir og hegðað sér í sam­ræmi við settar regl­ur. Sumt sem sagt hefði verið í fréttum væri ekki satt, en John­son til­tók þó ekki hvað það væri.

Þegar The Guar­dian og Daily Mail eru sam­mála

Janine Gib­son, aðstoð­ar­rit­stjóri Finacial Times, tísti í gær að ein­hver mjög hátt­settur í rík­is­stjórn Tony Blair á sínum tíma hefði sagt henni að ef Daily Mail og The Guar­dian séu sam­mála um eitt­hvað, þá ætti við­fangið að gef­ast sam­stundis upp. Daily Mail þykir enda mjög hallt undir stefnu Íhalds­flokks­ins og The Guar­dian draga taum Verka­manna­flokks­ins. 

Á for­síðu the Daily Mail í dag segir ein­fald­lega: „Á hvaða plánetu eru þeir?“ Þar er átt við John­son og Cumm­ings. Í til­vísun í leið­ara­skrif blaðs­ins á for­síð­unni segir að Cumm­ings hafi á mjög skýran hátt brotið gegn útgöngu­bann­inu. „Með því að gera það þá hefur hann gefið hverri ein­ustu sjálfselsku mann­eskju leyfi til að leika sér að heilsu almenn­ings.“ Í kjöl­farið er farið fram á afsögn Cumm­ings. Fáist hún ekki þurfi John­son að reka hann og svo er vitnað í fræg ummæli for­sæt­is­ráð­herr­ans um Brex­it, þar sem hann sagði ítrekað „no ifs or buts“, það þyrfti að klára þá útgöngu.

Forsíða Daily Mail í dag.
Mynd: Skjáskot

Þegar við bæt­ist að fjöl­miðla­mað­ur­inn Piers Morgan, sem hefur þótt afar hlið­hollur Íhalds­flokknum und­an­farin miss­eri og stýrir vin­sælum sjón­varps­þætti þar í landi, lýsti því yfir að hann teldi það „hel­vítis sví­virðu“ (e. fuck­ing dis­grace) að John­son hefði ekki rekið Cumm­ings. Morgan hefur einnig sagt að hann muni brjóta gegn útgöngu­banns­reglum til að heim­sækja aldr­aða for­eldra sína ef for­sæt­is­ráð­herr­ann end­ur­skoðar ekki ákvörðun sína. 

Keir Star­mer, sem nýverið tók við sem leið­togi Verka­manna­flokks­ins, tísti að John­son hefði fallið á próf­inu með því að lýsa yfir stuðn­ingi við Cumm­ings. „Það er móðgun við þá fórn sem breskur almenn­ingur hefur fært að Boris John­son skuli ekki ætla að gera neitt í máli Cumm­ings,“ skrif­aði Star­mer.

Verka­manna­flokk­ur­inn hefur auk þess látið útbúa aug­lýs­ingar sem fara nú sem eldur um sinu um sam­fé­lags­miðla þar sem að athæfi Cumm­ings er sett í sam­hengi við orð helstu stjórn­ar­herra und­an­far­ið. 

Rík­is­stjórn John­son hitt­ist síðar í dag til að ræða frek­ari til­slak­anir á útgöngu­bann­inu sem verið hefur við lýði í Bret­landi. Þar verður staða Cumm­ings án efa rædd á ný og hvort þessi umdeildi áhrifa­maður sitji áfram í hirð for­sæt­is­ráð­herr­ans mun að öllum lík­indum ráð­ast þar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar