Ferðaskrifstofur fá áratug til þess að greiða lánin frá Ferðaábyrgðarsjóði til baka

Síðustu lánin sem ríkið veitti ferðaskrifstofum til að endurgreiða neytendum vegna ferða sem felldar voru niður í upphafi heimsfaraldursins verða ekki að fullu greidd til baka fyrr en undir lok árs 2032, samkvæmt frumvarpi ráðherra.

Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála.
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála.
Auglýsing

Þær ferða­skrif­stofur sem alls fengu 3,2 millj­arða króna lán­aða frá sér­stökum Ferða­á­byrgð­ar­sjóði hins opin­bera, til þess að end­ur­greiða neyt­endum pakka­ferðir sem ekki voru farnar í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, munu fá allt að tíu ár til þess að end­ur­greiða lánin en ekki sex ár eins og áður hafði verið lagt upp með.

Frum­varp þessa efnis er nú á greiðri leið í gegnum þing­ið, en atvinnu­vega­nefnd er sam­stíga um að sam­þykkja skuli frum­varpið, sem lagt var fram af Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og við­skipta­ráð­herra í byrjun apr­íl, en ferða­mál heyra undir ráðu­neyti henn­ar.

Rúm­lega fimm­tíu lán veitt

Fyrsti gjald­dagi þeirra 54 lána sem Ferða­á­byrgð­ar­sjóður hefur veitt er 1. des­em­ber 2022, en á sein­asta ári var ákveðið að seinka þessum fyrsta gjald­daga um eitt ár sökum þess að rekstur ferða­skrif­stofa væri ekki orð­inn nægi­lega burð­ugur til þess að þær gætu staðið straum af afborg­unum þess­ara lána, sem verða fjórar á ári.

Fyrstu afborgun lán­anna hefur raunar verið frestað tvisvar, en þegar lögin voru sett árið 2020 var lagt upp með að fyrsta afborgun yrði innt af hendi 1. mars 2021, en því síðar frestað til 1. des­em­ber sama ár.

Nú er svo lengt í þessum lánum um fjögur ár, með stöðu grein­ar­innar huga, en í grein­ar­gerð með frum­varpi ráð­herra segir að við­spyrna ferða­þjón­ust­unnar hafi „ekki orðið jafn hröð og von­ast var til“ og að fjár­hags­staða flestra ferða­skrif­stofa sé um þessar mundir „veru­lega slæm og ljóst að flestum lán­tak­endum mun reyn­ast erfitt að standa í skilum með end­ur­greiðslur af lánum sínum á sex árum frá lán­veit­ing­u.“

„Í ljósi mik­il­vægis ferða­þjón­ust­unnar fyrir hag­kerfið leiðir heild­ar­mat á hags­munum til þess að rétt sé að veita heim­ild til að lengja lánin til allt að tíu ára og styrkja þannig rekstr­ar­stöðu ferða­skrif­stof­a,“ segir sömu­leiðis í grein­ar­gerð með frum­varpi ráð­herra.

Auglýsing

Í nefnd­ar­á­liti atvinnu­vega­nefndar segir að ljóst sé að verði ekki lengt í lán­unum verði greiðslu­byrði lán­tak­enda mjög mikil á fyrsta gjald­daga lán­anna. Fram kemur að við með­ferð máls­ins í nefnd­inni hafi verið rætt um að eitt af mark­miðum með stofn­setn­ingu Ferða­á­byrgð­ar­sjóðs hafi verið að aðstoða ferða­skrif­stofur í því erf­iða rekstar­um­hverfi sem leiddi af heims­far­aldr­in­um. Nefndin telur því nauð­syn­legt að lengt verði í láns­tíma þeirra lána sem Ferða­á­byrgð­ar­sjóður veitti.

Kom í veg fyrir fjölda­gjald­þrot ferða­skrif­stofa

Stofnun Ferða­á­byrgð­ar­sjóðs átti sér nokkurn aðdrag­anda, en við upp­haf kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í vetr­ar­lok 2020 kom upp bráða­vandi hjá ferða­skrif­stof­um, bæði þeim sem gera út á ferðir ferða­manna hingað til lands og þeirra sem selja Íslend­ingum ferðir út í heim.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir kom Ferðaábyrgðarsjóðnum á laggirnar sem ráðherra ferðamála í upphafi COVID-krísunnar eftir að hugmyndum um endurgreiðslu með inneignarnótum var varpað til hliðar. Mynd: Bára Huld Beck.

Ferða­tak­mark­anir leiddu til þess að nær öllum ferða­lögum var aflýst og því reynd­ist ómögu­legt að koma pakka­ferðum sem neyt­endur höfðu greitt fyrir í fram­kvæmd. Sam­kvæmt lögum eiga neyt­endur rétt á fullri end­ur­greiðslu innan 14 daga frá því að til­kynnt er um aflýs­ingu ferðar eða hún afpöntuð vegna óvið­ráð­an­legra aðstæðna.

Hjá fyrri ráð­herra ferða­mála, Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, voru til að byrja með uppi áform um að heim­ila ferða­­­skrif­­­stofum að fresta end­­­ur­greiðslum pakka­­­ferða sem féllu niður um allt að tólf mán­uði með því að gefa út inn­­­­­eign­­­arnótur fyrir and­virði ferð­­­ar­inn­­­ar.

Þetta frum­varp var afar umdeilt og sögðu Neyt­enda­sam­tökin til dæmis að það fæli í sér að ferða­skrif­stofur fengju vaxta­laus lán hjá neyt­endum án þess að þeir hefðu nokkuð um það að segja.

Að end­ingu varð nið­ur­staðan sú að Þór­dís Kol­brún ját­aði að frum­varp hennar nyti ekki stuðn­ings á þingi og haf­ist var handa við að teikna upp Ferða­á­byrgða­sjóð­inn, sem ríkið svo fjár­magn­aði til þess að leysa bráða­vanda ferða­skrif­stofa og forða fjölda­gjald­þrotum í grein­inni. Ferða­mála­stofa hefur umsjón með sjóðn­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent