Ferðaskrifstofur fá áratug til þess að greiða lánin frá Ferðaábyrgðarsjóði til baka

Síðustu lánin sem ríkið veitti ferðaskrifstofum til að endurgreiða neytendum vegna ferða sem felldar voru niður í upphafi heimsfaraldursins verða ekki að fullu greidd til baka fyrr en undir lok árs 2032, samkvæmt frumvarpi ráðherra.

Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála.
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála.
Auglýsing

Þær ferða­skrif­stofur sem alls fengu 3,2 millj­arða króna lán­aða frá sér­stökum Ferða­á­byrgð­ar­sjóði hins opin­bera, til þess að end­ur­greiða neyt­endum pakka­ferðir sem ekki voru farnar í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, munu fá allt að tíu ár til þess að end­ur­greiða lánin en ekki sex ár eins og áður hafði verið lagt upp með.

Frum­varp þessa efnis er nú á greiðri leið í gegnum þing­ið, en atvinnu­vega­nefnd er sam­stíga um að sam­þykkja skuli frum­varpið, sem lagt var fram af Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og við­skipta­ráð­herra í byrjun apr­íl, en ferða­mál heyra undir ráðu­neyti henn­ar.

Rúm­lega fimm­tíu lán veitt

Fyrsti gjald­dagi þeirra 54 lána sem Ferða­á­byrgð­ar­sjóður hefur veitt er 1. des­em­ber 2022, en á sein­asta ári var ákveðið að seinka þessum fyrsta gjald­daga um eitt ár sökum þess að rekstur ferða­skrif­stofa væri ekki orð­inn nægi­lega burð­ugur til þess að þær gætu staðið straum af afborg­unum þess­ara lána, sem verða fjórar á ári.

Fyrstu afborgun lán­anna hefur raunar verið frestað tvisvar, en þegar lögin voru sett árið 2020 var lagt upp með að fyrsta afborgun yrði innt af hendi 1. mars 2021, en því síðar frestað til 1. des­em­ber sama ár.

Nú er svo lengt í þessum lánum um fjögur ár, með stöðu grein­ar­innar huga, en í grein­ar­gerð með frum­varpi ráð­herra segir að við­spyrna ferða­þjón­ust­unnar hafi „ekki orðið jafn hröð og von­ast var til“ og að fjár­hags­staða flestra ferða­skrif­stofa sé um þessar mundir „veru­lega slæm og ljóst að flestum lán­tak­endum mun reyn­ast erfitt að standa í skilum með end­ur­greiðslur af lánum sínum á sex árum frá lán­veit­ing­u.“

„Í ljósi mik­il­vægis ferða­þjón­ust­unnar fyrir hag­kerfið leiðir heild­ar­mat á hags­munum til þess að rétt sé að veita heim­ild til að lengja lánin til allt að tíu ára og styrkja þannig rekstr­ar­stöðu ferða­skrif­stof­a,“ segir sömu­leiðis í grein­ar­gerð með frum­varpi ráð­herra.

Auglýsing

Í nefnd­ar­á­liti atvinnu­vega­nefndar segir að ljóst sé að verði ekki lengt í lán­unum verði greiðslu­byrði lán­tak­enda mjög mikil á fyrsta gjald­daga lán­anna. Fram kemur að við með­ferð máls­ins í nefnd­inni hafi verið rætt um að eitt af mark­miðum með stofn­setn­ingu Ferða­á­byrgð­ar­sjóðs hafi verið að aðstoða ferða­skrif­stofur í því erf­iða rekstar­um­hverfi sem leiddi af heims­far­aldr­in­um. Nefndin telur því nauð­syn­legt að lengt verði í láns­tíma þeirra lána sem Ferða­á­byrgð­ar­sjóður veitti.

Kom í veg fyrir fjölda­gjald­þrot ferða­skrif­stofa

Stofnun Ferða­á­byrgð­ar­sjóðs átti sér nokkurn aðdrag­anda, en við upp­haf kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í vetr­ar­lok 2020 kom upp bráða­vandi hjá ferða­skrif­stof­um, bæði þeim sem gera út á ferðir ferða­manna hingað til lands og þeirra sem selja Íslend­ingum ferðir út í heim.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir kom Ferðaábyrgðarsjóðnum á laggirnar sem ráðherra ferðamála í upphafi COVID-krísunnar eftir að hugmyndum um endurgreiðslu með inneignarnótum var varpað til hliðar. Mynd: Bára Huld Beck.

Ferða­tak­mark­anir leiddu til þess að nær öllum ferða­lögum var aflýst og því reynd­ist ómögu­legt að koma pakka­ferðum sem neyt­endur höfðu greitt fyrir í fram­kvæmd. Sam­kvæmt lögum eiga neyt­endur rétt á fullri end­ur­greiðslu innan 14 daga frá því að til­kynnt er um aflýs­ingu ferðar eða hún afpöntuð vegna óvið­ráð­an­legra aðstæðna.

Hjá fyrri ráð­herra ferða­mála, Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, voru til að byrja með uppi áform um að heim­ila ferða­­­skrif­­­stofum að fresta end­­­ur­greiðslum pakka­­­ferða sem féllu niður um allt að tólf mán­uði með því að gefa út inn­­­­­eign­­­arnótur fyrir and­virði ferð­­­ar­inn­­­ar.

Þetta frum­varp var afar umdeilt og sögðu Neyt­enda­sam­tökin til dæmis að það fæli í sér að ferða­skrif­stofur fengju vaxta­laus lán hjá neyt­endum án þess að þeir hefðu nokkuð um það að segja.

Að end­ingu varð nið­ur­staðan sú að Þór­dís Kol­brún ját­aði að frum­varp hennar nyti ekki stuðn­ings á þingi og haf­ist var handa við að teikna upp Ferða­á­byrgða­sjóð­inn, sem ríkið svo fjár­magn­aði til þess að leysa bráða­vanda ferða­skrif­stofa og forða fjölda­gjald­þrotum í grein­inni. Ferða­mála­stofa hefur umsjón með sjóðn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent