Fylgi Vinstri grænna ekki mælst minna síðan skömmu eftir formannsskipti 2013

Fylgi Pírata og Samfylkingar hefur ekki mælst hærra á þessu kjörtímabili en það gerist nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist annan mánuðinn í röð með um 20 prósent fylgi og Vinstri græn mælast verr en þau hafa gert í níu ár.

Gengi ríkisstjórnarflokkanna hefur verið æði misjafnt það sem af er kjörtímabili. Framsókn mælist í kjörfylgi á meðan að hinir tveir flokkarnir mælast nálægt því lægsta fylgi sem þeir hafa nokkru sinni mælst með.
Gengi ríkisstjórnarflokkanna hefur verið æði misjafnt það sem af er kjörtímabili. Framsókn mælist í kjörfylgi á meðan að hinir tveir flokkarnir mælast nálægt því lægsta fylgi sem þeir hafa nokkru sinni mælst með.
Auglýsing

Sam­eig­in­legt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja stendur nán­ast í stað milli mán­aða. Alls segj­ast 45,7 pró­sent þjóð­ar­innar styðja þá þrjá flokka eins og stendur en sam­eig­in­legt fylgi þeirra í lok apríl mæld­ist 45,5 pró­sent. 

Sam­an­lagt hafa flokk­arnir þrír tapað 8,6 pró­sentu­stigum af fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um. 

Eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem mælist nú yfir kjör­fylgi er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Fylgi hans í maí mæld­ist 17,5 pró­sent, sem er rétt yfir nið­ur­stöðu síð­ustu þing­kosn­inga þar sem flokk­ur­inn fékk 17,3 pró­sent atkvæða.

Auglýsing
Vert er að minna á að Fram­sókn vann mik­inn kosn­inga­sigur víða um land í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum sem fóru fram í síð­asta mán­uði og sýni­legur með­byr með flokkn­um. ­Fylgi Fram­sóknar eykst um tæp tvö pró­sentu­stig milli mán­aða.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup.

Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokkur í sögu­legum lægðum

Vinstri græn mæl­ast nú með minnsta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með síðan vorið 2013, en 8,1 pró­sent kjós­enda segja að þeir myndu kjósa flokk­inn, sem er tveimur pró­sentu­stigum minna fylgi en mæld­ist í apr­íl. Hann hefur tapað 4,5 pró­sentu­stigum af fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um, eða þriðj­ungi þess. Þegar horft er aftur til kosn­ing­anna 2017, þegar Vinstri græn fengu 16,9 pró­sent atkvæða, hefur fylgið meira en helm­ing­ast.

Yfir­lit Gallup yfir fylgi flokka sam­kvæmt könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins nær aftur til maí­mán­aðar 2004. Frá upp­hafi þess tíma­bils og til loka nóv­em­ber­mán­aðar 2012 fór fylgi Vinstri grænna aldrei undir tíu pró­sent og í kosn­ingum sem flokk­ur­inn fór í gegnum var það á bil­inu 14,4 til 21,7 pró­sent. Á þessum árum var Stein­grímur J. Sig­fús­son for­maður flokks­ins, en hann var helsti for­víg­is­maður þess að hann var stofn­aður árið 1999.

Steingrímur J. Sigfússon var formaður Vinstri grænna í 14 ár. Hann sat áfram á þingi eftir að hafa látið af formennsku og var forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili. Mynd: Bára Huld Beck.

Stein­grímur til­kynnti um miðjan febr­úar 2013 að hann ætl­aði ekki að gefa kost á sér áfram sem for­maður á lands­fundi sem fór fram um viku síð­ar. Á þeim tíma mæld­ist fylgi Vinstri grænna lægra en nokkru sinni áður í könn­unum Gallup, eða 7,4 pró­sent.

Katrín Jak­obs­dóttir tók við for­mennsku í flokknum 23. febr­úar 2013. Frá þeim tíma hafa Vinstri græn ein­ungis einu sinni mælst með minna fylgi en nú í fullri könnun Gallup. Í viku­legri könnun í aðdrag­anda kosn­inga sem birt var 11. apríl það ár mæld­ist fylgið 7,4 pró­sent. Þess ber að geta að þá voru Vinstri græn á loka­metrum í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi við Sam­fylk­ing­una sem reynst hafði afar óvin­sælt þegar leið á. Ein­ungis 34 pró­sent lands­manna studdu þá rík­is­stjórn þegar stuðn­ingur hana var síð­ast mæld­ur. Í kosn­ing­unum í apríl 2013 fengu Vinstri græn 10,2 pró­sent atkvæða. 

Auglýsing
Sjálfstæðisflokkurinn fór í fyrsta sinn í sögu sinni undir 20 pró­sent fylgi í könnun Gallup í síð­asta mán­uði, þegar fylgið mæld­ist 19,8 pró­sent. Fylgi hans er nán­ast á sama stað núna og breyt­ingar vel innan skekkju­marka, en 20,1 pró­sent segj­ast nú styðja flokk­inn. Hann hefur tapað 4,3 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um. 

Bæði Vinstri grænum og Sjálf­stæð­is­flokki gekk víða mun verr en þau höfðu von­ast til í nýaf­stöðnum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Í stærsta sveit­ar­fé­lag­inu, Reykja­vík­ur­borg, fékk Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sína verstu kosn­inga­nið­ur­stöðu frá upp­hafi og Vinstri græn fengu ein­ungis fjögur pró­sent atkvæða í kjör­dæmum tveggja helstu leið­toga hans, Katrínar Jak­obs­dóttur og Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur. 

Gangur hjá miðju­flokk­unum í and­stöð­unni

Píratar mæl­ast þriðji stærsti flokkur lands­ins með 14,7 pró­sent fylgi og skammt á hæla þeirra kemur Sam­fylk­ingin með 14,1 pró­sent. Það er mesta fylgi sem báðir þeir flokkar hafa mælst með það sem af er kjörtima­bili.

Við­reisn mælist svo með 9,5 pró­sent. Allir þessir flokkar bæta við sig fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um. Þá fengu þeir sam­tals 26,8 pró­sent atkvæða en mæl­ast nú með 38,3 pró­sent fylgi, eða 11,5 pró­sentu­stigum meira en þeir fengu í kosn­ing­unum í fyrra­haust. Flokk­arnir þrír hafa ekki mælst með jafn mikið sam­eig­in­legt fylgi í könnun Gallup frá því í jan­úar 2021. Yrði þetta nið­ur­staða kosn­inga ættu þessir þrír flokkar að geta myndað öruggan meiri­hluta með Fram­sókn­ar­flokki en sem stendur er það stjórn­ar­mynstur í mótum í Reykja­vík­ur­borg. 

Hinir tveir flokk­arnir í stjórn­ar­and­stöðu, Flokkur fólks­ins og Mið­flokk­ur­inn, hafa báðir tapað fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um. Sá fyrr­nefndi mælist nú með 6,4 pró­sent fylgi, sem er 2,4 pró­sentu­stigum undir kjör­fylgi, og 4,3 pró­sent segj­ast styðja þann síð­ar­nefnda, rúmu pró­sentu­stigi færri en gerðu það í sept­em­ber 2021. Sós­í­alista­flokkur Íslands mælist með fimm pró­sent fylgi, en hann náði ekki inn á þing í síð­ustu kosn­ingum eftir að hafa fengið 4,1 pró­sent fylg­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent