Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19

Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.

Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Auglýsing

Teymi taí­lenskra vís­inda­manna seg­ist hafa „skot­held­ar“ sann­anir fyrir því að heim­il­is­köttur hafi smitað mann­eskju af SAR­S-CoV-2, veirunni sem veldur COVID-19. Þar með eru kettir komnir á lista yfir dýr sem geta borið smit í menn. Á þeim lista eru fyrir hamstr­ar, minkar og dádýr.

Frá þessu er greint í frétt á vef vís­inda­tíma­rits­ins Nat­ure.

„Við höfum vitað af þessum mögu­leika í tvö ár,“ segir Ang­ela Bosco-Lauth, sér­fræð­ingur í smit­sjúk­dómum við við rík­is­há­skól­ann Colorado. Hún telur nið­ur­stöður taí­lensku kollega sinna sann­fær­andi. Það sem komi á óvart er hversu langan tíma það hafi tekið að fá það stað­fest að veiran geti borist frá köttum í fólk. Far­ald­ur­inn hafi jú verið gríð­ar­lega mik­ill.

Auglýsing

Nat­ure segir í frétt sinni að rann­sóknir sem gerðar voru fyrr í far­aldr­inum hafi sýnt fram á að kettir geti smit­ast af kór­ónu­veirunni og geti smitað aðra ketti af henni. En að sanna að þeir geti borið hana í menn var nokkuð flókið að sanna. Og það var í raun til­viljun að þessi smit­leið upp­götv­að­ist.

Í ágúst voru feðgar sem greinst höfðu með veiruna í suð­ur­hluta Taílands settir í ein­angrun á háskóla­sjúkra­húsi. Sýni var einnig tekið úr heim­il­is­k­etti þeirra sem reynd­ist sýkt­ur. Þegar verið var að taka sýnið úr kett­inum hnerraði hann í and­lit dýra­lækn­is­ins. Lækn­ir­inn var með grímu fyrir munni og nefi og með hanska á höndum en augu hans voru ekki var­in.

Þremur dögum síðar fékk dýra­lækn­ir­inn hita, nef­rennsli og hósta og greind­ist í kjöl­farið með COVID-19. Gerð var ítar­leg smitrakn­ing en allt kom fyrir ekki: Eng­inn sem lækn­ir­inn hafði umgeng­ist var sýktur af veirunni. Þar með þótti lík­leg­ast að hann hefði smit­ast af kett­in­um, útskýrir einn höf­unda rann­sókn­ar­inn­ar, Sarunyou Chusri, smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ingur og læknir við Háskól­ann í Hat Yai á Taílandi. Rað­grein­ing leiddi svo í ljós að dýra­lækn­ir­inn var sýktur af nákvæm­lega sama afbrigði veirunnar og kött­ur­inn og eig­endur hans.

Vís­inda­menn segja að af þessu þurfi fólk þó ekki að hafa stórar áhyggj­ur. Lík­urnar á því að smit­ast af sýktum köttum séu afar litl­ar. Sýnt hefur verið fram á að veiru­magn í sýktum köttum sé lítið og að þeir séu fljótir að losa sig við hana. Hins veg­ar, sé stað­fest að köttur sé sýktur af COVID-19 skuli, líkt og þegar um mann­fólk er að ræða, fara var­lega í umgengni við þá.

Chusri segir að fólk eigi þó alls ekki að yfir­gefa dýrin sín séu þau veik heldur auð­vitað að hugsa enn betur um þau. Það sé enn mann­fólk sem helsta smit­hættan stafi af.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent