Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku

Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.

Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Auglýsing

Inn­leið­ing kynja­kvóta hjá stjórnum fyr­ir­tækja hefur bætt ákvarð­ana­töku og leitt til fjöl­breytt­ari umræðna við stjórn­ar­borð­ið. Þetta leiða nið­ur­stöður rann­sóknar Auðar Örnu Arn­ar­dótt­ur, for­stöðu­manns MBA náms og dós­ents við við­skipta­deild Háskól­ans í Reykja­vík, og Þrastar Olafs Siurjóns­son­ar, pró­fess­ors við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands í ljós. Þau Auður og Þröstur rit­uðu grein­ina Áhrif kynja­kvóta á stjórn­ar­brag að mati stjórn­ar­manna í nýjasta tölu­blað Tíma­rits um við­skipti og efna­hags­mál þar sem sagt er frá fram­kvæmd rann­sókn­ar­innar og nið­ur­stöðum henn­ar.

Auglýsing

Ísland er eitt þeirra landa sem hefur lög­leitt kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja en það var gert árið 2013. „Ís­lensku lögin kveða á um að ekki lægra hlut­fall en 40% skuli vera af öðru kyni í stjórnum fyr­ir­tækja,“ segir um lögin í grein­inni og falla öll fyr­ir­tæki með fleiri en 50 starfs­menn á árs­grund­velli undir þau. Gögnin sem þau Auður og Þröstur skoð­uðu í rann­sókn sinni eru frá raf­rænni könnun sem gerð var ári eftir að lögin tóku að fullu gildi. Könn­unin var send stjórn­ar­mönnum 300 stærstu íslensku fyr­ir­tækj­anna. Svar­endur voru 244 stjórn­ar­menn og var hlut­fall kven­kyns svar­enda 41 pró­sent.

Stjórn­ar­for­menn jákvæð­ari í garð kynja­kvóta en almennir stjórn­ar­menn

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar benda til þess að auk­inn fjöldi kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja „hafi ekki aðeins leitt, að mati stjórn­ar­manna, til rík­ari umræðna innan stjórna heldur séu umfjöll­un­ar­efnin við stjórn­ar­borðið fjöl­breytt­ari en áður. Þetta hefur bætt ákvarð­ana­töku stjórna að mati þeirra stjórn­ar­manna sem voru þátt­tak­endur í þess­ari rann­sókn.“

Meðal áhuga­verð­ari nið­ur­staðna rann­sókn­ar­inn­ar, að mati grein­ar­höf­unda, er munur á afstöðu stjórn­ar­for­manna og almennra stjórn­ar­manna til kynja­kvóta. Jækvæðni í garð kynja­kvóta var meiri meðal stjórn­ar­for­manna en stjórn­ar­manna. „Það kann að vera lengri reynsla stjórn­ar­for­manna og/eða mögu­lega meiri yfir­sýn þeirra yfir starf stjórna og áhrif stjórna á æðstu stjórn­endur við­kom­andi fyr­ir­tækis sem skýrir þennan mun,“ segir í lokakafla grein­ar­inn­ar.

Sam­bæri­legar nið­ur­stöður í erlendum rann­sóknum

Þar að auki segja grein­ar­höf­undar það áhuga­vert að stjórnir séu almennt virk­ari í eft­ir­lits­hlut­verki sínu í eftir að kynja­kvót­inn var lög­fest­ur. Þá telja stjórn­ar­menn að meiri gaumur sé gef­inn að stjórn­ar­háttum fyr­ir­tækja eftir upp­töku kynja­kvóta.

Erlendis hafa nið­ur­stöður í sams konar rann­sóknum verið á svip­aða leið. „Meðal skýr­inga sem hafa verið nefnd­ar, í erlendum rann­sókn­um, er að konur séu lík­legri til þess að vera óháðir stjórn­ar­menn og ekki með eins víð­tækt tengsla­net og karl­ar. Sú fjar­lægð kvenna leiði þá hugs­an­lega til sterkara eft­ir­lits. Áhættu­fælni kvenna, sem sögð er meiri en karla, hefur líka verið nefnd sem mögu­leg skýri­breyta hér um eft­ir­lits­hlut­verk stjórn­a,“ segir í grein þeirra Auðar og Þrast­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent