Kynjakvóti í framkvæmdastjórnum gæti leiðrétt kynjahalla í ráðningum forstjóra

Konur sitja ekki við sama borð og karlar í ráðningarferli forstjóra skráðra fyrirtækja að mati Ástu Dísar Óladóttur. Hún spyr hvort ekki þurfi að auglýsa stöðurnar í stað þess að láta ráðningarfyrirtæki sjá um ráðningarferlið að stóru leyti.

Ásta Dís Óladóttir hefur rannsakað kynjahalla í ráðningum forstjóra skráðra félaga á Íslandi.
Ásta Dís Óladóttir hefur rannsakað kynjahalla í ráðningum forstjóra skráðra félaga á Íslandi.
Auglýsing

Kynja­kvóti í fram­kvæmda­stjórnum skráðra félaga er meðal þeirra leiða sem hægt er að fara til þess að leið­rétta kynja­halla í ráðn­ingum for­stjóra í skráðum félögum á íslenskum mark­aði. Þetta segir Ásta Dís Óla­dótt­ir, dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands, í við­tali við Emil Dags­son í nýjasta þætti Ekon.

Ásta Dís hefur rann­sakað ráðn­ing­ar­ferli for­stjóra í skráðum félögum og er ein með­höf­unda grein­ar­innar For­stjóra­ráðn­ingar í þjóð­hags­lega mik­il­vægum fyr­ir­tækj­um: Kynja­halli, úti­lokun og ófag­leg rán­ing­ar­ferli? Með­höfu­bdar Ástu Dísar eru Þóra H Christ­i­an­sen, Sig­rún Gunn­ars­dóttir og Erla S. Krist­jáns­dóttir en greinin kom út í fyrra.

Að baki grein­ar­innar liggja við­töl við helm­ing þeirra kvenna sem áttu sæti í stjórnum skráðra félaga þegar rann­sóknin fór fram en hópur við­mæl­enda telur 22 kon­ur. Þegar rann­sóknin fór fram voru for­stjórar allra 19 fyr­ir­tækj­anna í kaup­höll­inni karl­ar. Síðan þá hefur ein kona bæst í hóp­inn, Birna Ein­ars­dóttir sem er banka­stjóri Íslands­banka.

Auglýsing

Að sögn Ástu Dísar var til­gangur rann­sókn­ar­innar að tala við konur sem sitja í stjórnum og koma þar af leið­andi að ráðn­ing­ar­ferli for­stjóra og spyrja út í hver sýn þeirra væri á ferl­ið.

„Við erum að beina kast­ljós­inu að konum sem sitja í stjórnum félaga og hver þeirra þáttur í ráðn­inga­ferl­inu væri. Tæp­lega helm­ingur stjórn­ar­manna í dag eru kon­ur, 46-48 pró­sent. Ég held að það fari hæst í 48 pró­sent stjórn­ar­kvenna í skráðum félögum þegar kynja­kvóta­lögin voru að fullu inn­leidd hér á landi. Það hefur aldrei verið hærra en það,“ segir Ásta Dís.

Spyr hvort ekki þurfi að aug­lýsa stöður lausar til umsóknar

Ein af þeim spurn­ingum sem rann­sak­endur leit­uðu svara við var hvers vegna kven­kyns for­stjórum hefði ekki fjölg­að, þegar staðan væri sú að nærri helm­ingur fólks sem á sæti í stjórnum séu kon­ur. Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki sem sjá að stórum hluta um ráðn­ing­ar­ferli reynd­ust hafa þar mikil áhrif.

Frá ráðn­ing­ar­stof­unum koma gjarnan úrtaks­listum með mögu­legum for­stjóra­efn­um. Á þeim listum eru yfir­leitt mun fleiri karlar en kon­ur, að sögn Ástu Dís­ar. Ráðn­ing­ar­ferlið sé líka oft­ast með svoköll­uðu „hea­d-hunt­ing“ sniði sem ráðn­ing­ar­stofur stýra enda stöð­urnar ekki aug­lýst­ar.

„Það þyrfti að skoða það að aug­lýsa stöð­ur. Konur vilja frekar bíða, þær vilja vera í þessum ramma, þær vilja sjá aug­lýs­ing­una og þær vilja máta sig við aug­lýs­ingu. Karl­arnir taka aftur á móti upp sím­ann og segja “Hey, ég hef áhuga á þess­ari stöðu, ég vil vera í þessu úrtaki”,“ segir Ásta Dís.

Því séu færri konur á áður­nefndum listum sem koma frá ráðn­ing­ar­stof­unum og því minna úr að velja í ráðn­ing­ar­ferl­inu. „Ætti að vera skylda að aug­lýsa þessar stöð­ur? Viljum við horfa frekar til opin­bera geirans þar sem er skylda að aug­lýsa þessar stöð­ur?“ spyr Ásta Dís.

Arf­taka­stjórnun og áhrif stórra fjár­festa

Önnur aðferð sem Ásta Dís nefnir er svokölluð arf­taka­á­ætlun eða arf­taka­stjórn­un. Hún segir arf­taka­stjórnun þekkj­ast vel erlendis en ekki vera í mik­illi notkun hér á landi. Arf­taka­stjórnun snýst um að horfa á núver­andi skipu­rit og finna tvo nýja kandídata fyrir hverja stöðu á skipu­rit­inu, einn karl og eina konu - arf­tak­ana. Við­kom­andi ein­stak­lingar geta þá verið þjálfaðir upp í stöð­una sem um ræðir með við­eig­andi menntun eða með öðrum leiðum sem auka reynslu.

Arf­tak­arnir verða þá klárir í að taka við stöðu í fram­kvæmda­stjórn með litlum fyr­ir­vara ef eitt­hvað kemur upp á og ein eða fleiri staða innan skipu­rits­ins losn­ar. Ásta Dís segir þessa leið geta verið gagn­lega ef fyr­ir­tæki stefna að því að ná jafn­rétti milli kynja innan fyr­ir­tækis en hún bendir á að það sé ein­fald­lega ákvörðun stjórnar að elt­ast við að ná slíku jafn­rétti.

Stórir fjár­festar geta einnig haft áhrif á jafn­rétti innan skráðra félaga. Ásta Dís segir til að mynda að líf­eyr­is­sjóð­irnir geti sett sem skil­yrði fyrir fjár­fest­ingu í fyr­ir­tæki að jafn­rétt­is­stefna sé til staðar innan þess fyr­ir­tæk­is.

Hægt er að hlusta á við­­tal Emils Dags­­sonar við Ástu Dís Óla­dóttur í nýjasta þætti Ekon í mynd­­band­inu hér fyrir neð­­an. Þætt­irnir Ekon eru styrktir af Háskóla Íslands, sem styður vís­inda­­­menn til virkrar þátt­­­töku í sam­­­fé­lag­inu í krafti rann­­­sókna þess og sér­­­þekk­ing­­­ar. Einnig er hægt að hlusta á Ekon á Soundcloud.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent