„Þarf að huga betur að mér sjálfum og minni fjölskyldu“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg óljóst hvað taki við hjá sér er hann láti af störfum sóttvarnalæknis í haust. Bæði faglegar og persónulegar ástæður séu fyrir ákvörðuninni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Hinn yfir­veg­aði, ein­beitti og orð­heppni vís­inda­maður Þórólfur Guðna­son hefur til­kynnt að hann ætli að hætta sem sótt­varna­læknir í haust. Sú ákvörðun ætti ekki að koma eins og þruma úr heið­skíru lofti því hann hefur sinnt starf­inu í tutt­ugu ár og verður sjö­tugur á næsta ári. En engu að síður virð­ist sem ákvörð­unin hafi komið þjóð­inni nokkuð á óvart.

Ekki leið á löngu eftir að til­kynn­ing var birt á vef emb­ættis land­læknis að Þórólfur var mættur í beina útsend­ingu á Vísi til að útskýra ákvörð­un­ina. Mað­ur­inn sem hefur leitt íslensku þjóð­ina í gegnum heims­far­ald­ur, brýnt enda­laust fyrir okkur að við­hafa per­sónu­bundnar sótt­varnir – sagt okkur að þvo hendur og spritta oftar er nokkur ann­ar. Kenndi okkur að lesa í kúrf­ur, hvað R-tala væri, hjarð­ó­næmi, rað­grein­ing, nýgengi og svo mætti áfram telja enda­laust.

Og það er einmitt staðan í far­aldri COVID-19 sem er m.a. ástæða þess að Þórólfur ætlar að hætta á þessum tíma­punkti. Hann sagði við Vísi í morgun að hann teldi okkur vera komin á góðan stað í þeirri bylgju far­ald­urs­ins, eins og hann orð­aði það, sem gengið hefur yfir síð­ustu vikur og mán­uði. En ítrek­aði, eins og svo oft áður, að far­ald­ur­inn væri ekki búinn. „En ég held að þetta sé góður tími fyrir mig og sótt­varn­irnar að stokka aðeins upp.“

Auglýsing

Ágætt væri að hafa ein­hvern annan í brúnni þegar far­ald­ur­inn og við­brögð við honum verða gerð upp sem og við að upp­færa allar okkar við­bragðs­á­ætl­anir út frá feng­inni reynslu.

Ákvörð­un­ina seg­ist hann hafa tekið „al­gjör­lega“ á sínum eigin for­send­um.

„Mér líður bara mjög vel,“ sagði hann. „Ég er stoltur af því sem við höfum verið að gera hér [hjá land­lækni og almanna­vörn­um] og ég held að allir geti borðið höf­uðið hátt. En við þurfum að halda áfram.“ Og svo sagði hann það sem við höfum heyrt hann segja svo oft áður: „Það getur komið bakslag í far­ald­ur­inn.“

Ekki láta villa sér sýn

Spurður hvort hann væri með ein­hver skila­boð til næsta sótt­varna­læknis svar­aði Þórólf­ur: „Að standa eins fag­lega að hlutum eins og mögu­legt er. Láta ekki ein­hver ann­ar­leg sjón­ar­mið villa sér sýn.“

Hann segir „al­veg óljóst“ hvað taki við hjá sér í haust. „Ég þarf að huga betur að mér sjálfum og minni fjöl­skyld­u.“

Upp­lýs­inga­fundir almanna­varna og emb­ættis land­læknis er far­ald­ur­inn stóð sem hæst skiptu tug­um. Og Þórólfur var í aðal­hlut­verki á þeim flest­um. Hann sagð­ist ekki úti­lokað að hann ætti eftir að sakna upp­lýs­inga­fund­anna og að hann ætti eftir að „fara í gegnum ákveðið hug­ar­angur þegar þessu lýk­ur. En ég held að það gildi um alla sem hefur liðið vel í vinn­unn­i“.

Er gaman að vera sótt­varna­lækn­ir? spurði frétta­maður Vís­is.

„Já það er mjög gam­an. Gaman að vinna við það fag sem maður hefur lagt fyrir sig og að vinna með svona frá­bæru fólki. Það eru for­rétt­ind­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent