„Þarf að huga betur að mér sjálfum og minni fjölskyldu“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg óljóst hvað taki við hjá sér er hann láti af störfum sóttvarnalæknis í haust. Bæði faglegar og persónulegar ástæður séu fyrir ákvörðuninni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Hinn yfir­veg­aði, ein­beitti og orð­heppni vís­inda­maður Þórólfur Guðna­son hefur til­kynnt að hann ætli að hætta sem sótt­varna­læknir í haust. Sú ákvörðun ætti ekki að koma eins og þruma úr heið­skíru lofti því hann hefur sinnt starf­inu í tutt­ugu ár og verður sjö­tugur á næsta ári. En engu að síður virð­ist sem ákvörð­unin hafi komið þjóð­inni nokkuð á óvart.

Ekki leið á löngu eftir að til­kynn­ing var birt á vef emb­ættis land­læknis að Þórólfur var mættur í beina útsend­ingu á Vísi til að útskýra ákvörð­un­ina. Mað­ur­inn sem hefur leitt íslensku þjóð­ina í gegnum heims­far­ald­ur, brýnt enda­laust fyrir okkur að við­hafa per­sónu­bundnar sótt­varnir – sagt okkur að þvo hendur og spritta oftar er nokkur ann­ar. Kenndi okkur að lesa í kúrf­ur, hvað R-tala væri, hjarð­ó­næmi, rað­grein­ing, nýgengi og svo mætti áfram telja enda­laust.

Og það er einmitt staðan í far­aldri COVID-19 sem er m.a. ástæða þess að Þórólfur ætlar að hætta á þessum tíma­punkti. Hann sagði við Vísi í morgun að hann teldi okkur vera komin á góðan stað í þeirri bylgju far­ald­urs­ins, eins og hann orð­aði það, sem gengið hefur yfir síð­ustu vikur og mán­uði. En ítrek­aði, eins og svo oft áður, að far­ald­ur­inn væri ekki búinn. „En ég held að þetta sé góður tími fyrir mig og sótt­varn­irnar að stokka aðeins upp.“

Auglýsing

Ágætt væri að hafa ein­hvern annan í brúnni þegar far­ald­ur­inn og við­brögð við honum verða gerð upp sem og við að upp­færa allar okkar við­bragðs­á­ætl­anir út frá feng­inni reynslu.

Ákvörð­un­ina seg­ist hann hafa tekið „al­gjör­lega“ á sínum eigin for­send­um.

„Mér líður bara mjög vel,“ sagði hann. „Ég er stoltur af því sem við höfum verið að gera hér [hjá land­lækni og almanna­vörn­um] og ég held að allir geti borðið höf­uðið hátt. En við þurfum að halda áfram.“ Og svo sagði hann það sem við höfum heyrt hann segja svo oft áður: „Það getur komið bakslag í far­ald­ur­inn.“

Ekki láta villa sér sýn

Spurður hvort hann væri með ein­hver skila­boð til næsta sótt­varna­læknis svar­aði Þórólf­ur: „Að standa eins fag­lega að hlutum eins og mögu­legt er. Láta ekki ein­hver ann­ar­leg sjón­ar­mið villa sér sýn.“

Hann segir „al­veg óljóst“ hvað taki við hjá sér í haust. „Ég þarf að huga betur að mér sjálfum og minni fjöl­skyld­u.“

Upp­lýs­inga­fundir almanna­varna og emb­ættis land­læknis er far­ald­ur­inn stóð sem hæst skiptu tug­um. Og Þórólfur var í aðal­hlut­verki á þeim flest­um. Hann sagð­ist ekki úti­lokað að hann ætti eftir að sakna upp­lýs­inga­fund­anna og að hann ætti eftir að „fara í gegnum ákveðið hug­ar­angur þegar þessu lýk­ur. En ég held að það gildi um alla sem hefur liðið vel í vinn­unn­i“.

Er gaman að vera sótt­varna­lækn­ir? spurði frétta­maður Vís­is.

„Já það er mjög gam­an. Gaman að vinna við það fag sem maður hefur lagt fyrir sig og að vinna með svona frá­bæru fólki. Það eru for­rétt­ind­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent