Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi

Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.

Fólk
Auglýsing

Ein­ungis 13 ríki af 226 gerðu aðgerðir gegn kyn­bundnu ofbeldi að ríkj­andi stefnu í aðgerð­ar­á­ætl­unum sínum vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og 0,0002 pró­sent af því fjár­magni sem fór í við­bragðs­á­ætl­anir fóru í að upp­ræta kyn­bundið ofbeldi.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem UN Women og Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNDP) hafa tekið saman um við­bragðs­á­ætl­anir ríkja heims­ins við COVID-19 far­aldr­in­um. Sér­stak­lega er fjallað um við­brögð íslenskra stjórn­valda vegna kyn­bund­ins ofbeldis gegn konum og börnum í skýrsl­unni.

Unnið var með gögn frá 226 ríkjum heims og var nið­ur­staðan sú að almennt hafi ekki verið hugað að kynja­sjón­ar­miðum eða -hlut­verkum í við­bragðs­á­ætl­unum ríkja.

Auglýsing

Meðal þess sem kemur fram í skýrsl­unni er að ríki sem eiga sterka fem­iníska hreyf­ingu hafi verið tals­vert lík­legri til að taka til­lit til kynja­sjón­ar­miða í COVID-19 áætl­unum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyf­ing er við lýði.

Jafn­framt að 12 pró­sent af efna­hags­á­ætl­unum ríkja hafi stutt beint við efna­hags­legt öryggi kvenna og 82 pró­sent af aðgerð­arteymum þess­ara 226 ríkja hafi verið skipuð karl­mönnum að mestu. Aðeins 7 pró­sent aðgerðateyma hafi verið með jafnt kynja­hlut­fall en 11 pró­sent voru skipuð konum að mestu.

Úrræðin þóttu takast vel til hér á landi

Í skýrsl­unni er einnig farið yfir úrræði sem þóttu vel til takast, líkt og úrræði íslenskra stjórn­valda til að sporna geng kyn­bundnu ofbeldi og auka þjón­ustu við þolendur kyn­bund­ins ofbeldis á tímum COVID-19. Sér­stak­lega er fjallað um aðgerð­arteymi sem skipað var af stjórn­völdum í þeim til­gangi að stýra og sam­ræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi.

Meðal þess sem teymið lagði til var að koma á fót upp­lýs­inga­torgi, opna kvenna­at­hvarf á Akur­eyri, auka stuðn­ing við börn í við­kvæmri stöðu og auka fjár­veit­ingar til frjálsra félaga­sam­taka og sveit­ar­fé­laga til að halda úti þjón­ustu.

Þannig fékk Kvenna­at­hvarfið 100 millj­ónir til að bæta húsa­kost sinn og aðgengi; Stíga­mót fengu 20 millj­ónir til að bregð­ast við auknu álagi og draga úr bið­tíma og Reykja­vík­ur­borg fékk styrk til að fjár­magna tíma­bundið hús­næði fyrir heim­il­is­lausar kon­ur.

Landið verið í stakk búið til að takast á við aukn­ing­una í ofbeldi gegn konum og stúlkum

Í skýrsl­unni segir að þegar heims­far­ald­ur­inn skall á hafi rík­is­stjórn Íslands verið fljót að stofna vinnu­hóp undir for­ystu kvenna sem hafði það á sinni könnu að inn­leiða og stýra for­varn­ar­að­gerðum á móti ofbeldi gegn konum og stúlk­um, fjár­magn­aðan með 1,6 millj­ónum evra. For­sæt­is­ráð­herrann, Katrín Jak­obs­dótt­ir, hafi ásamt öðrum kven­leið­togum verið ausin lofi fyrir fram­úr­skar­andi við­brögð sín við COVID-19.

„Hvað varðar ofbeldi gegn konum og stúlkum sér í lagi hrinti landið í fram­kvæmd átta aðgerðum sem náðu yfir ýmis svið, til dæmis með því að auka við hús­rými til að skýla fólki, styrkja þann vett­vang þar sem sagt er frá brotum og veita félags- og sál­fræð­i­stuðn­ing.

Árin sem fóru í að bæta starfs­getu stuðn­ings­þjón­ustu­að­ila stuðl­uðu að því að landið var í stakk búið til að takast á við aukn­ing­una í ofbeldi gegn konum og stúlk­um. Árið 2020, rétt áður en far­ald­ur­inn skall á, var Ísland eina Evr­ópu­landið sem stóðst þær kröfur sem voru sam­þykktar á Ist­an­búl ráð­stefn­unni um að útvega bæði neyð­ar­línu fyrir konur á öllu land­inu og kvenna­at­hvörf. Bæði rík­is­styrkir og fram­lög til stuðn­ings­þjón­ustu sér­hæfðra aðila fyrir konur juk­ust á meðan á far­aldr­inum stóð og féð var notað til dæmis til að flýta fyrir bygg­ingu hús­næðis fyrir þolendur ofbeldis og draga úr bið­tíma á Stíga­mót­um, ráð­gjaf­ar- og stuðn­ings­mið­stöð fyrir þolendur kyn­ferð­is­of­beld­is,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unni.

Ísland með sterka og sjálf­stæða kven­rétt­inda­hreyf­ingu

Þá er það sér­stak­lega tekið fram að Ísland sé með sterka og sjálf­stæða kven­rétt­inda­hreyf­ingu sem knýi á um umbætur í lög­gæslu og dóms­kerf­inu sem skipt hafi sköpum á meðan á far­aldr­inum stóð. Árið 2016 hafi Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands farið að kalla eftir því að konur ættu að eiga fleiri full­trúa í lög­regl­unni sem varð til aukn­ingar úr tæp­lega 13 pró­sentum árið 2014 í um það bil 40 pró­sent árið 2021. „Lög­reglan á Íslandi lenti einnig undir smá­sjánni árið 2019 þegar níu konur höfð­uðu mál gegn rík­inu vegna þess að komið var fram við þær af kven­fyr­ir­litn­ingu þegar heim­il­is­of­beld­is­mál þeirra voru tekin fyr­ir.“

Þá kemur fram í skýrsl­unni að þegar heims­far­ald­ur­inn skall á hafi rík­is­lög­reglu­stjóri bætt verk­ferla og sér­hæfða þjálfun fyrir lög­reglu til að bregð­ast við aukn­ing­unni á heim­il­is­of­beldi og gefið þannig til kynna að lög­reglan tæki ofbeldi gegn konum og stúlkum alvar­lega.

„Fyrir utan til­teknar aðgerðir til að veita við­spyrnu á móti ofbeldi gegn konum og stúlkum ber að taka með í reikn­ing­inn heild­ar­ár­angur íslensku rík­is­stjórn­ar­innar í að halda far­aldr­inum í skefj­um. Ókeypis skiman­ir, heild­stætt rakn­ing­ar­kerfi og síðar almenn bólu­setn­ing gerðu land­inu kleift að halda smit­tölum lágum og forð­ast sam­fé­lags­lok­anir og drógu þannig úr aðstæðum sem gátu aukið hætt­una á ofbeldi innan heim­il­is­ins,“ segir í þeim hluta skýrsl­unnar sem fjallar um Ísland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent