Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi

Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.

Fólk
Auglýsing

Ein­ungis 13 ríki af 226 gerðu aðgerðir gegn kyn­bundnu ofbeldi að ríkj­andi stefnu í aðgerð­ar­á­ætl­unum sínum vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og 0,0002 pró­sent af því fjár­magni sem fór í við­bragðs­á­ætl­anir fóru í að upp­ræta kyn­bundið ofbeldi.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem UN Women og Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNDP) hafa tekið saman um við­bragðs­á­ætl­anir ríkja heims­ins við COVID-19 far­aldr­in­um. Sér­stak­lega er fjallað um við­brögð íslenskra stjórn­valda vegna kyn­bund­ins ofbeldis gegn konum og börnum í skýrsl­unni.

Unnið var með gögn frá 226 ríkjum heims og var nið­ur­staðan sú að almennt hafi ekki verið hugað að kynja­sjón­ar­miðum eða -hlut­verkum í við­bragðs­á­ætl­unum ríkja.

Auglýsing

Meðal þess sem kemur fram í skýrsl­unni er að ríki sem eiga sterka fem­iníska hreyf­ingu hafi verið tals­vert lík­legri til að taka til­lit til kynja­sjón­ar­miða í COVID-19 áætl­unum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyf­ing er við lýði.

Jafn­framt að 12 pró­sent af efna­hags­á­ætl­unum ríkja hafi stutt beint við efna­hags­legt öryggi kvenna og 82 pró­sent af aðgerð­arteymum þess­ara 226 ríkja hafi verið skipuð karl­mönnum að mestu. Aðeins 7 pró­sent aðgerðateyma hafi verið með jafnt kynja­hlut­fall en 11 pró­sent voru skipuð konum að mestu.

Úrræðin þóttu takast vel til hér á landi

Í skýrsl­unni er einnig farið yfir úrræði sem þóttu vel til takast, líkt og úrræði íslenskra stjórn­valda til að sporna geng kyn­bundnu ofbeldi og auka þjón­ustu við þolendur kyn­bund­ins ofbeldis á tímum COVID-19. Sér­stak­lega er fjallað um aðgerð­arteymi sem skipað var af stjórn­völdum í þeim til­gangi að stýra og sam­ræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi.

Meðal þess sem teymið lagði til var að koma á fót upp­lýs­inga­torgi, opna kvenna­at­hvarf á Akur­eyri, auka stuðn­ing við börn í við­kvæmri stöðu og auka fjár­veit­ingar til frjálsra félaga­sam­taka og sveit­ar­fé­laga til að halda úti þjón­ustu.

Þannig fékk Kvenna­at­hvarfið 100 millj­ónir til að bæta húsa­kost sinn og aðgengi; Stíga­mót fengu 20 millj­ónir til að bregð­ast við auknu álagi og draga úr bið­tíma og Reykja­vík­ur­borg fékk styrk til að fjár­magna tíma­bundið hús­næði fyrir heim­il­is­lausar kon­ur.

Landið verið í stakk búið til að takast á við aukn­ing­una í ofbeldi gegn konum og stúlkum

Í skýrsl­unni segir að þegar heims­far­ald­ur­inn skall á hafi rík­is­stjórn Íslands verið fljót að stofna vinnu­hóp undir for­ystu kvenna sem hafði það á sinni könnu að inn­leiða og stýra for­varn­ar­að­gerðum á móti ofbeldi gegn konum og stúlk­um, fjár­magn­aðan með 1,6 millj­ónum evra. For­sæt­is­ráð­herrann, Katrín Jak­obs­dótt­ir, hafi ásamt öðrum kven­leið­togum verið ausin lofi fyrir fram­úr­skar­andi við­brögð sín við COVID-19.

„Hvað varðar ofbeldi gegn konum og stúlkum sér í lagi hrinti landið í fram­kvæmd átta aðgerðum sem náðu yfir ýmis svið, til dæmis með því að auka við hús­rými til að skýla fólki, styrkja þann vett­vang þar sem sagt er frá brotum og veita félags- og sál­fræð­i­stuðn­ing.

Árin sem fóru í að bæta starfs­getu stuðn­ings­þjón­ustu­að­ila stuðl­uðu að því að landið var í stakk búið til að takast á við aukn­ing­una í ofbeldi gegn konum og stúlk­um. Árið 2020, rétt áður en far­ald­ur­inn skall á, var Ísland eina Evr­ópu­landið sem stóðst þær kröfur sem voru sam­þykktar á Ist­an­búl ráð­stefn­unni um að útvega bæði neyð­ar­línu fyrir konur á öllu land­inu og kvenna­at­hvörf. Bæði rík­is­styrkir og fram­lög til stuðn­ings­þjón­ustu sér­hæfðra aðila fyrir konur juk­ust á meðan á far­aldr­inum stóð og féð var notað til dæmis til að flýta fyrir bygg­ingu hús­næðis fyrir þolendur ofbeldis og draga úr bið­tíma á Stíga­mót­um, ráð­gjaf­ar- og stuðn­ings­mið­stöð fyrir þolendur kyn­ferð­is­of­beld­is,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unni.

Ísland með sterka og sjálf­stæða kven­rétt­inda­hreyf­ingu

Þá er það sér­stak­lega tekið fram að Ísland sé með sterka og sjálf­stæða kven­rétt­inda­hreyf­ingu sem knýi á um umbætur í lög­gæslu og dóms­kerf­inu sem skipt hafi sköpum á meðan á far­aldr­inum stóð. Árið 2016 hafi Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands farið að kalla eftir því að konur ættu að eiga fleiri full­trúa í lög­regl­unni sem varð til aukn­ingar úr tæp­lega 13 pró­sentum árið 2014 í um það bil 40 pró­sent árið 2021. „Lög­reglan á Íslandi lenti einnig undir smá­sjánni árið 2019 þegar níu konur höfð­uðu mál gegn rík­inu vegna þess að komið var fram við þær af kven­fyr­ir­litn­ingu þegar heim­il­is­of­beld­is­mál þeirra voru tekin fyr­ir.“

Þá kemur fram í skýrsl­unni að þegar heims­far­ald­ur­inn skall á hafi rík­is­lög­reglu­stjóri bætt verk­ferla og sér­hæfða þjálfun fyrir lög­reglu til að bregð­ast við aukn­ing­unni á heim­il­is­of­beldi og gefið þannig til kynna að lög­reglan tæki ofbeldi gegn konum og stúlkum alvar­lega.

„Fyrir utan til­teknar aðgerðir til að veita við­spyrnu á móti ofbeldi gegn konum og stúlkum ber að taka með í reikn­ing­inn heild­ar­ár­angur íslensku rík­is­stjórn­ar­innar í að halda far­aldr­inum í skefj­um. Ókeypis skiman­ir, heild­stætt rakn­ing­ar­kerfi og síðar almenn bólu­setn­ing gerðu land­inu kleift að halda smit­tölum lágum og forð­ast sam­fé­lags­lok­anir og drógu þannig úr aðstæðum sem gátu aukið hætt­una á ofbeldi innan heim­il­is­ins,“ segir í þeim hluta skýrsl­unnar sem fjallar um Ísland.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent