Takmarkanir myndu þjóna takmörkuðum tilgangi

Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Íslandi eins góða og hún geti orðið í kórónuveirufaraldrinum. Það myndu þjóna litlum tilgangi að setja á takmarkanir til þess að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu á þessari stundu nema þær yrðu mjög strangar.

Í samtali við Kjarnann sagðist Þórólfur ósammála því að um vítahring væri að ræða.
Í samtali við Kjarnann sagðist Þórólfur ósammála því að um vítahring væri að ræða.
Auglýsing

Fjöl­miðlar og vís­inda­menn hafa gert að umfjöll­un­ar­efni sínu kosti og galla þess að leyfa kór­ónu­veirunni að leika nokkurn veg­inn lausum hala. Enn er tals­vert um smit, bæði á Íslandi og erlend­is, þó staðan hér sé með betra móti. Í umfjöllun Atl­antic er spurn­ing­ar­merki sett við það hvort rétt sé að leyfa veirunni að ganga svo að segja óáreittri. Fleiri smit þýði jú fleiri stökk­breyt­ingar og fleiri stökk­breyt­ingar fleiri smit, sem skapi eins konar víta­hring.

Í sam­tali við Kjarn­ann sagð­ist Þórólfur ósam­mála því að um víta­hring væri að ræða, heldur ein­fald­lega eðli­lega þró­un. Rétt sé að far­ald­ur­inn sé ekki á und­an­haldi, enda sé kór­ónu­veiran öðru­vísi en margar veirur að því leyti að hún valdi kve­fein­kennum sem upp geti komið aftur og aft­ur, og búi ekki til gott ónæmi hjá fólki sem smit­ist. Það sé ein­fald­lega sá staður sem far­ald­ur­inn sé á og ómögu­legt sé að segja til um hvort hann þró­ist í þá átt­ina að veiran muni ein­ungis valda kvefi og engum alvar­legum ein­kenn­um, eða hvort upp komi nýtt afbrigði sem kom­ist algjör­lega hjá fyrra ónæmi. Hið síð­ar­nefnda sé hins vegar ólík­legt.

Auglýsing

Séu end­ursmit skoðuð megi sjá að þau séu langal­geng­ust hjá þeim sem smit­uð­ust snemma í far­aldr­inum á árunum 2020 og 2021 og áður en ómíkron-af­brigðið leit dags­ins ljós. Hjá þeim sem smit­ast hafi seinna og af ómíkron sé hlut­fall end­ursmita langt undir 1%. Það gæti þó breyst með tol­komu nýrra afbrigða sem virð­ist vera að kom­ast undan ónæmi. Hins vegar séu end­ursmit í nær öllum til­fellum væg­ari en fyrsta smit.

Spurður að því hvort ráð­legt væri að fara aftur í ein­hvers konar tak­mark­anir til þess að lækka smit­hlut­fall segir Þórólfur að það myndi lík­lega hafa lítið uppá sig. Í jan­úar og febr­úar á þessu ári, þegar strangar tak­mark­anir voru í gildi, höfum við samt sem áður horft upp á tals­verðan vöxt í far­aldr­inum ein­fald­lega vegna þess að ómíkron-af­brigðið hafi verið mun meira smit­andi en önnur afbrigði og tak­mark­anir haft tak­mörkuð áhrif.

Það afbrigði sem ráði ríkjum í augna­blik­inu, BA.5, sé meira smit­andi og það afbrigði sem nú virð­ist vera að skjóta upp koll­inum í heim­in­um, BA.2.75, enn meira smit­andi. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu þess­ara afbrigða þyrfti mjög strangar tak­mark­anir sem yrðu erf­iðar í fram­kvæmd og samt sem áður væri óvíst með árangur slíkra aðgerða. Ólík­legt sé að stjórn­völd eða almenn­ingur sé til­bú­inn í slíkt. Enn sé fólk þó hvatt til að huga að per­sónu­legum sótt­vörn­um.

Þórólfur segir þó að eðli­lega verði tak­mark­anir skoð­aðar ef staðan versni mik­ið, en það hafi hún ekki gert í langan tíma. Um 30 manns liggja inni á Land­spít­ala vegna kór­ónu­veiru­sýk­ing­ar, flestir með sína fyrstu sýk­ingu, og einn eða tveir á gjör­gæslu. Hann von­ast til þess að ónæmið verði fljót­lega svo gott að tölur fari lækk­andi.

Sam­fé­lags­ó­næmi sé þó þegar mjög gott á Íslandi og ef svo væri ekki væri ástandið allt annað og verra. Eins og stendur er ekki verið að mæla með fjórðu bólu­setn­ing­ar­sprautu nema fyrir ákveðna hópa, en Þórólfur segir kapp áfram verða lagt á að bólu­setja eldra fólk og aðra sem veikir eru fyr­ir. Að öðru leyti geti verið best að fá nátt­úru­lega sýk­ingu í vel bólu­setta þjóð þannig hægt verði að fá eins gott ónæmi og mögu­legt er.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent