Vinnumenning og starfasamsetning mögulegar skýringar á langri starfsævi

Mikil atvinnuþátttaka ungmenna og meðal eldri aldurshópa skýrir að einhverju leyti hversu löng starfsævi Íslendinga er að sögn sviðsstjóra hjá ASÍ. Starfsævi Íslendinga er lengri en hjá öllum öðrum Evrópuþjóðum.

Vöxtur ferðaþjónustunnar gæti hefur líklega aukið framboð á fjölbreyttum störfum sem hægt er að vinna í hlutastarfi að sögn Róberts Farestveit, sviðsstjóra á sviði stefnumótunar og greininga hjá ASÍ. Slík störf geti hentað ungu fólki vel.
Vöxtur ferðaþjónustunnar gæti hefur líklega aukið framboð á fjölbreyttum störfum sem hægt er að vinna í hlutastarfi að sögn Róberts Farestveit, sviðsstjóra á sviði stefnumótunar og greininga hjá ASÍ. Slík störf geti hentað ungu fólki vel.
Auglýsing

Sú vinnu­menn­ing sem ríkir á Íslandi og aukin fjöl­breytni í störfum eru á meðal þeirra þátta sem skýrt geta hversu löng starfsævin er hér á landi að sögn Róberts Farest­veit sviðs­stjóra á sviði stefnu­mót­unar og grein­inga hjá Alþýðu­sam­bandi Íslands. Starfsævi Íslend­inga er sú lengsta í Evr­ópu en Eurostat, hag­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins, birti á dög­unum nýjar tölur þar sem lengd starfsæv­innar í Evr­ópu er borin sam­an.

Töl­fræði Eurostat greinir frá væntri lengd starfsævi 15 ára ung­menna, þeirra sem eru ef til vill að stíga sín fyrstu skref á vinnu­mark­aði. Sam­kvæmt Eurostat geta íslensk ung­menni vænst þess að verja 44,6 árum á vinnu­mark­aði. Að með­al­tali er starfsævi karla lengri en kvenna, hér á landi er með­al­tal karla 46,4 ár en 42,6 ár hjá kon­um. Í Evr­ópu er með­al­talið á heild­ina litið um 36 ár, hjá körlum í Evr­ópu er með­al­talið 38,2 ár en 33,7 ár meðal evr­ópskra kvenna.

Mikil atvinnu­þátt­taka á „báðum end­um“

„Þetta er marglaga og ég held að það sé ekki nein ein­föld skýr­ing á þessu,“ segir Róbert í sam­tali við Kjarn­ann, spurður að því hvers vegna Íslend­ingar vinni svona mik­ið. „Í flestum mæli­kvörðum eru yfir­leitt not­aðar tvær skil­grein­ingar varð­andi ald­ur, það er frá 16 til 64 ára og frá 16 til 74 ára. Þegar við skoðum Ísland í breiða ald­urs­bil­inu, 16 til 74 ára, þá erum við með mjög mikla atvinnu­þátt­töku borið saman við flest önnur lönd. Það skýrist af atvinnu­þátt­töku á báðum end­um.“

Auglýsing

Atvinnu­þátt­taka er sem sagt mikil hjá ung­mennum og hjá þeim sem eldri eru. Þegar horft er til þrengra ald­urs­bils breyt­ist þessi sam­an­burð­ur. „Ef við myndum skoða hóp­inn 25 til 64 ára þá erum við á svip­uðu bili og önnur lönd, mig minnir að Sví­þjóð og fleiri lönd séu hærri þar,“ bendir Róbert á.

Spurður að því hvers vegna Íslend­ingar vinni svona mikið segir Róbert að ekki sé hægt að skýra það með ein­földum hætti, þetta megi að hluta til skýra með vinnu­kúlt­urnum hér á landi. Þar að auki tíðk­ist það meðal ung­menna að vinna tals­vert með námi en atvinnu­þátt­taka ung­menna hefur auk­ist síð­ast­lið­inn ára­tug.

Þá geti starfa­sam­setn­ingin haft ein­hver áhrif, til að mynda segir Róbert að sam­hliða vexti ferða­þjón­ust­unnar hafi fram­boð ef til vill auk­ist á fjöl­breytt­ari störfum sem hægt sé að vinna í hluta­starfi.

Vinnu­þátt­taka eldra fólks geti verið bæði jákvæð og nei­kvæð

Spurður út í það hvort löng starfsævi og mikil atvinnu­þátt­taka hafi ein­hver áhrif á félags­lega þætti segir Róbert áhrifin vera sýni­legri hjá eldri ald­urs­hópum og að þau geti verið blanda af jákvæðum og nei­kvæðum áhrif­um. „Það geta verið jákvæðir hvatar sem ýta undir atvinnu hjá fólki sem vill vinna lengur því það gefur þeim ein­hvern til­gang. Svo erum við kannski að sjá fólk vinna lengur því þarf pen­ing vegna ein­hverja tekju­á­hrifa. Það væru þá kannski óheil­brigð­ari hvatar þar, því fólk í þeim hópi hefur kannski ekki nægi­leg rétt­indi úr líf­eyr­is­sjóð­u­m.“

Áhrif langrar starfsævi á heilsu fer að mestu eftir eðli starfa að sögn Róberts. „Það fer algjör­lega eftir því við hvað þú starfar,“ segir hann og bendir á að nei­kvæð áhrif á heilsu séu mun algeng­ari hjá fólki sem vinnur slít­andi vinnu. „Þetta getur verið mjög bundið við hvaða atvinnu­grein og hvaða starf þú starfar við. Við sjáum það auð­vitað í örorku­byrði og fleira hjá fólki í slít­andi vinnu og í líf­eyr­is­sjóðum þar sem hátt hlut­fall er af slíkri vinnu. Það er auð­vitað ákveðið áhyggju­efn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent