Starfsævi Íslendinga sú lengsta í Evrópu

Þeir Íslendingar sem eru nú að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði geta vænst þess að verja þar 44,6 árum. Starfsævin er tæpum níu árum styttri í löndum ESB en á Íslandi samkvæmt tölum Eurostat.

sumardagur-i-reykjavik_14210954807_o.jpg
Auglýsing

Þeir Íslend­ingar sem urðu 15 ára á síð­asta ári mega búast við því að starfsævi þeirra verði 44,6 ár. Hvergi í Evr­ópu er starfsævin jafn löng en hún er næst lengst í Hollandi, 42,5 ár að með­al­tali. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins.

Á vef Eurostat segir að mæli­kvarð­inn sem er not­aður gefi til kynna hversu mörg ár 15 ára ung­menni geti vænst að verja á vinnu­mark­aði. Að með­al­tali er starfsævi karla lengri en starfsævi kvenna, hér á landi geta 15 ára piltar vænst þess að vera 46,4 ár á vinnu­mark­aði en 15 ára stúlkur geta gert ráð fyrir því að eiga 42,6 ára langa starfsævi.

Auglýsing

Með­al­lengd starfsæv­innar innan Evr­ópu­sam­bands­ins er tæpum níu árum styttri en hér á landi eða 36 ár. Hjá körlum er með­al­talið 38,2 ár en 33,7 ár hjá kon­um.

Starfsævin lengst nán­ast stöðugt frá upp­hafi ald­ar­innar

Í Evr­ópu er starfsævin styst í Rúm­en­íu, 31,3 ár. Þar á eftir kemur Ítalía en með­al­starfsævi þar í landi er 31,6 ár. Ítalskar konur geta gert ráð fyrir að vinna skemur en aðrir íbúar álf­unn­ar, sam­kvæmt Eurostat er með­al­starfsævi ítal­skra kvenna 26,9 ár. Karlar þar í landi verja aftur á móti 36 árum á vinnu­mark­aði að með­al­tali.

Lengd starfsæv­innar hefur vaxið nán­ast stöðugt frá því í upp­hafi ald­ar­inn­ar. Árið 2001 var með­al­talið innan ESB 32 ár en það var komið upp í 35,9 ár árið 2019. Með­al­talið lækk­aði í fyrsta sinn árið 2020 vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og fór þá niður í 35,6 ár. Líkt og áður segir var með­al­talið fyrir síð­asta ár komið í 36 ár og það hefur því náð að hoppa upp fyrir með­al­talið eins og það var fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur.

Konur vinna lengur en karlar í Litáen

Líkt og áður segir er starfsævi kvenna skemmri en starfsævi karla í Evr­ópu. Þetta kynja­bil hefur engu að síður minnkað á síð­ustu árum Mun­ur­inn árið 2021 mæld­ist 4,5 ár en bilið var sjö ár árið 2001. Kynja­bilið er mest á Ítalíu en starfsævi ítal­skra karla er rúmum níu árum lengri en ítal­skra kvenna.

Kynja­bilið er minnst í Eist­landi, þar sem það mælist 0,1 ár. Í einu landi Evr­ópu geta konur vænst þess að eiga lengri starfsævi en karl­ar, það er í Litáen þar sem konur verja að með­al­tali 1,3 árum lengur á vinnu­mark­aði en karl­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent