Skipar starfshóp um nýtingu vinds á hafi

Hvar er mögulegt að hafa fljótandi vindmyllur umhverfis Ísland? Hvar eru skilyrði óhagstæð vegna fiskimiða og siglingaleiða, farfugla og náttúru? Hlutverk nýs starfshóps verður að komast að þessu.

Vindmyllur er ekki hægt að setja niður hvar sem er á hafi úti.
Vindmyllur er ekki hægt að setja niður hvar sem er á hafi úti.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, hefur ákveðið að skipa starfs­hóp sem vinni sam­an­tekt um mögu­leika á nýt­ingu vinds á hafi í lög­sögu Íslands. Sam­an­tekt­ina á að nýta til und­ir­bún­ings stefnu­mörk­unar stjórn­valda um nýt­ingu vinds á hafi sem liður í gerð upp­færðrar orku­skipta­á­ætl­un­ar.

Óskað verður til­nefn­inga frá ÍSOR, Orku­stofn­un, Veð­ur­stof­unni og Nátt­úru­fræði­stofnun og for­maður skip­aður án til­nefn­ing­ar. Gert er ráð fyrir að starfs­hóp­ur­inn leiti m.a. upp­lýs­inga hjá fram­an­greindum aðilum auk Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, Sam­orku og Lands­virkjun ásamt upp­lýs­ingum erlendis frá.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að marka skuli stefnu um vind­orku­ver á hafi. Áður en sú stefnu­mótun hefst þarf hins vegar að liggja fyrir heild­rænt yfir­lit yfir mögu­leika til fram­leiðslu raf­orku frá vind­orku­verum á hafi.

Auglýsing

Í svo­nefndri Græn­bók, sem umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son lét vinna í vet­ur, eru dregnar upp sviðs­myndir um fram­tíðar orku­þörf hér á landi. Flestar gera þær ráð fyrir auk­inni orku­þörf, sumar veru­lega auk­inni þörf á kom­andi ára­tug­um. Leita þarf því allra leiða varð­andi nýja orkuskosti, segir í sam­an­tekt umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­is­ins sem Kjarn­inn fékk um vind­orku­á­form á hafi úti, mál sem kynnt var á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í gær.

­Mik­il­vægt sé að hafa sem besta yfir­sýn yfir þróun vind­orku­nýt­ingar á hafi og grunn­upp­lýs­ingar um hag­kvæmni orku­fram­leiðsl­unnar sam­an­borið við aðra orku­kosti. Skoða þarf að mati ráðu­neyt­is­ins vand­lega hvort og þá hvernig vind­orka á hafi verði liður í þeirri orku­skipta­á­ætlun sem sett verður fram á næstu miss­er­um.

Skipun fyrr­greinds starfs­hóps er liður í því verk­efni. Ráðu­neytið segir í svari sínu til Kjarn­ans að upp­lýs­ingar liggi víða, m.a. hjá nor­rænum orku­rann­sóknum og einnig sé hægt að líta til skýrslu sem lögð var fram á Alþingi af ráð­herra orku­mála í nóv­em­ber 2018 og tók m.a. til vind­orku á landi og sjáv­ar­falla­orku.

Starfs­hópnum er ætlað að taka saman upp­lýs­ingar um eft­ir­far­andi atriði:

 • Fýsi­leika orku­vinnslu á hafi við Ísland.
 • Leggja þarf gróft mat á mögu­lega afl- og orku­fram­leiðslu­getu.
 • Taka þarf saman upp­lýs­ingar um hag­kvæmni orku­fram­leiðslu á hafi og mögu­legrar þró­un­ar.
 • Hvar sé raun­hæft að hafa botn­fastar vind­myll­ur.
 • Hvar sé mögu­legt að hafa fljót­andi vind­myll­ur.
 • Hvar séu hag­stæð vind­skil­yrði.
 • Hvar séu skil­yrði óhag­stæð vegna fiski­miða og sigl­inga­leiða.
 • Hvar séu mögu­legar land­teng­ingar frá vind­myllum við Ísland.
 • Hvar séu skil­yrði óhag­stæð vegna far­fugla og nátt­úru.
 • Hvort hætta stafi af hafís eða öðrum nátt­úru­fyr­ir­brigð­um.
 • Hvað þurfi að hafa sér­stak­lega í huga varð­andi úrbætur á reglu­verki til að styðja við þróun nýt­ingar vind­orku á hafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent