Ætla að næstum tvöfalda raforkuframleiðslu Noregs með vindmyllum úti á sjó

Stjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins í Noregi kynnti í dag áform um stórtæka uppbyggingu vindorkuvera á hafi úti. Uppsett afl 1.500 vindmylla á að geta orðið 30 gígavött, sem er um tífalt samanlagt afl allra virkjana á Íslandi, árið 2040.

Vindmyllugarðar munu þekja um eitt prósent af norsku hafsvæði eftir um 20 ár, alls um 1.500 vindmyllur, samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þessi vindmyllugarður á myndinni er við strendur Belgíu.
Vindmyllugarðar munu þekja um eitt prósent af norsku hafsvæði eftir um 20 ár, alls um 1.500 vindmyllur, samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þessi vindmyllugarður á myndinni er við strendur Belgíu.
Auglýsing

Norska rík­is­stjórnin hefur kynnt áform um stór­tæka upp­bygg­ingu vind­orku­vera á hafi úti, en til stendur að nærri tvö­falda orku­vinnslu lands­ins fram til árs­ins 2040 með bygg­ingu um 1.500 vind­mylla undan ströndum Nor­egs.

Mark­miðið er eftir tæp 20 ár verði upp­sett afl í vind­orku­verum úti á hafi 30 GW (30.000 MW), ýmist botn­föstum eða fljót­andi. Það er um tífalt meira en sam­an­lagt afl allra vatns­afls­virkj­ana og orku­vera á Íslandi er í dag.

Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs. Mynd: EPA

Stóran hluta orkunnar á að flytja úr landi með strengjum til ann­arra ríkja Evr­ópu sam­kvæmt yfir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar og ætlar Nor­egur því að ger­ast stór­tækur útflytj­andi end­ur­nýj­an­legrar raf­orku.

Í til­kynn­ingu stjórn­valda segir að útflutn­ingur raf­orkunnar sé í raun óum­flýj­an­leg­ur, þar sem dreifi­kerfi raf­orku ráði engan veg­inn við þá stór­auknu raf­orku­fram­leiðslu sem senn fer í hönd.

Fram að þessu höfðu norsk stjórn­völd þegar boðað að ráð­ist yrði í upp­bygg­ingu vind­orku­vera á hafi úti á tveimur svæðum í Norð­ur­sjó með heildar afl upp á 4,5 GW. Fyrsta áfanga þeirrar upp­bygg­ingar á að bjóða út síðar á þessu ári.

Í til­kynn­ingu stjórn­valda er haft eftir Jonas Gahr Støre for­sæt­is­ráð­herra að þessi áætlun stjórn­valda marki tíma­mót í iðn­að­ar- og orku­sögu Nor­egs.

Stjórn­ar­and­staðan ekki sann­færð

Sam­kvæmt frétt norska rík­is­út­varps­ins NRK af mál­inu eru þó ekki allir sann­færðir um áætl­un­ina sem rík­is­stjórn Verka­manna­flokks­ins og Mið­flokks­ins kynntu í morg­un. Tals­menn Græn­ingja, Hægri­flokks­ins og Sós­íal­íska vinstri­flokks­ins slá fram efa­semd­um.

Auglýsing

Græn­ingjar settu það á odd­inn í kosn­inga­bar­átt­unni í fyrra að fasa út olíu með því að setja upp vind­myllu­garða á hafi úti með sama upp­setta afl og stjórn­völd segj­ast ætla sér nú, eða 30.000 MW, en Græn­ingjar vildu að stefnt yrði að því marki fyrr eða fyrir árið 2030. Tals­maður flokks­ins segir við NRK að 2040 sé langt undan og að stjórn­völd ættu að setja fram skýr, tölu­leg mark­mið um þá upp­bygg­ingu sem horft sé til fyrir árið 2030.

Sós­íal­íski vinstri­flokk­ur­inn segir að óljóst sé hvernig eigi að ná þessum mark­miðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Þetta er of slappt,“ er haft eftir tals­manni flokks­ins í frétt NRK.

Niko­lai Astrup þing­maður Hægri­flokks­ins, sem var við völd í Nor­egi þar til í fyrra, segir að það sé gott að stjórn­völd hafi sett sér þessi mark­mið, þrátt fyrir að hrað­inn í áætl­un­inni sé of lít­ill.

„Það mik­il­væg­asta er hvað stjórn­völd ætla að gera til að ná mark­miðum sínum og það segja þau ekk­ert um,“ hefur NRK eftir Astr­up.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent