Bóluefnakapphlaupið kostaði 1,3 milljónir manna lífið

Ríkustu löndin hömstruðu bóluefni svo lítið var til skiptanna fyrir þau fátækari. Það vitum við. Núna hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þetta óréttláta kapphlaup kostaði gríðarlegan fjölda mannslífa.

Bóluefni voru er faraldurinn stóð sem hæst af skornum skammti.
Bóluefni voru er faraldurinn stóð sem hæst af skornum skammti.
Auglýsing

Bjarga hefði mátt meira en milljón manns­lífum í heims­far­aldri COVID-19 ef bólu­efni hefðu verið jafn algengi­leg fátæk­ari ríkjum heims og þeim rík­ari. Þetta er nið­ur­staða nýrrar rann­sóknar breskra vís­inda­manna þar sem rýnt var í gögn frá 152 lönd­um. Enn fleira fólki hefði verið hægt að bjarga ef að rík lönd hefðu, sam­hliða jafnri dreif­ingu bólu­efna, haldið sótt­varna­að­gerðum á borð við sam­komu­tak­mark­anir og grímunotkun yfir lengri tíma. Þá hefði, að því er reikni­líkan vís­inda­mann­anna sýn­ir, verið hægt að bjarga 3,8 millj­ónum fólks.

Auglýsing

Við munum öll eftir háleitum lof­orðum stjórn­valda í rík­ustu löndum heims um að kaupa og dreifa bólu­efnum bróð­ur­lega um heim­inn. Þegar á reyndi, í raun meðan að bólu­efni gegn COVID-19 voru aðeins hug­mynd, fóru hins vegar þeir sem mest máttu sín, þeir sem áttu pen­inga og höfðu völd, að tryggja sér kaup á bólu­efnum í stórum stíl. Vissu­lega fór ein­hver hluti þess­ara bólu­efna að lokum til fátæk­ari ríkja en stað­reyndin er sú að þegar kom að því að verj­ast far­aldr­inum hugs­uðu stjórn­völd fyrst og fremst um sig og sína. Það er að segja: Fyrst okkar fólk – svo aðr­ir.

En þetta kost­aði sitt. Og þá erum við ekki aðeins að tala um pen­inga (ekk­ert vest­rænt ríki fór á haus­inn við að hamstra bólu­efni) heldur fólst stærsti kostn­að­ur­inn í manns­líf­um.

Frá fjöldabólusetningu í Laugardalshöll. Skjáskot: RÚV

Um leið og ljóst var að auðug ríki ætl­uðu sér ekki að standa við fyr­ir­heit um jafna dreif­ingu bólu­efna var talið ljóst að það myndi þýða að fleiri myndu deyja. En nú hefur þetta verið reiknað út og stað­fest. Og von­andi nýt­ist sú vit­neskja heims­byggð­inni í næsta far­aldri, hefur vís­inda­tíma­ritið Nat­ure eftir Oli­ver Watson, sér­fræð­ingi í far­alds­fræði og smit­sjúk­dómum við Imper­ial Col­lege í London.

Í lok síð­asta árs hafði tæpur helm­ingur jarð­ar­búa fengið tvo skammta af bólu­efnum gegn COVID. En ef skoðað er hverjir höfðu verið bólu­settir á þeim tíma­punkti birt­ist dökk og órétt­lát mynd. Um 75 pró­sent íbúa í rík­ari löndum höfðu fengið tvær sprautur en innan við 2 pró­sent í sumum fátæk­ustu ríkj­un­um.

Áttu birgðir og bólu­settu börn

Þegar þarna var komið við sögu kom á dag­inn að auðug ríki höfðu safnað bólu­efnum langt umfram þörf og lögðu þá lín­urnar fyrir bólu­setn­ingu barna sinna sem sýnt hafði þá þegar verið fram á að væru í lít­illi áhættu að veikj­ast alvar­lega af sjúk­dómn­um. Á sama tíma höfðu önnur og fátæk­ari ríki ekki nándar nærri nóg af bólu­efni til að bólu­setja sína við­kvæm­ustu hópa. Fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Eldra fólk.

Lýð­töl­fræð­ing­ur­inn Sam Moore og félagar hans við Warwick-há­skóla í Coventry í Bret­landi, söfn­uðu gögnum um umfram dauðs­föll og aðgengi að bólu­efnum sem þau settu svo inn í stærð­fræði­lík­an. Með lík­an­inu var reiknað út hver nið­ur­staðan í far­aldr­inum hefði getað orðið ef bólu­efnum hefði verið skipt jafnt um heims­byggð­ina. Með í reikn­ing­inn voru tekin áhrif bólu­setn­inga á bæði útbreiðslu veirunnar og alvar­leika COVID-19 veik­inda.

Auglýsing

Nið­ur­staða vís­inda­hóps­ins, sem birt var í októ­ber­hefti vís­inda­tíma­rits­ins Nat­ure Med­icine, er sú að miðað við engar aðrar aðgerðir en að draga úr nánd fólks voru við­hafðar hefði jöfn dreif­ing bólu­efna getað komið í veg fyrir 1,3 millj­ónir dauðs­falla. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir miklu fleiri ef rík­ari lönd hefðu haldið sínum sótt­varna­að­gerðum til streitu lengur til að draga úr smit­um.

Veik heil­brigð­is­kerfi

Rík­ustu löndin hömstr­uðu bólu­efni og komu þannig í veg fyrir að þau fátæk­ari gætu fengið nægt magn af þeim. En aðrir þættir skiptu einnig máli. Þannig vitum við að ríkin voru mis­jafn­lega í stakk búin til að geyma bólu­efn­in, sem sum hver voru aðeins not­hæf við mjög sér­stakar aðstæð­ur, s.s. mik­inn kulda. Þá voru þau einnig mis­jafn­lega í stakk búin til að dreifa þeim til fólks og bólu­setja það. Vís­inda­hóp­ur­inn tók ekki með í sína útreikn­inga þetta órétt­láta aðgengi.

Nið­ur­stöð­urnar eru í takti við nið­ur­stöður svip­aðrar rann­sóknar sem birtar voru nýverið í lækna­blað­inu Lancet. Sam­kvæmt henni þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 45 pró­sent allra and­láta vegna COVID-19 í fátækum ríkjum ef bólu­setn­inga­hlut­fall þar hefði verið 20 pró­sent við lok síð­asta árs. Það var einmitt mark­mið hins alþjóð­lega COVAX-­sam­starfs sem átti að tryggja jafna dreif­ingu bólu­efna en mis­heppn­að­ist það ætl­un­ar­verk sitt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent