Tíu útgerðir héldu á rúmlega helmingi kvótans í lok síðasta mánaðar

Brim, Samherji og FISK-Seafood eru risarnir í íslenskum sjávarútvegi. Útgerðirnar og aðrar sem þær eða eigendur þeirra eiga í fara með tæplega 43 prósent af öllum úthlutuðum kvóta.

Reykjavíkurhöfn
Auglýsing

Tíu stærstu útgerðir landsins halda samtals á tæplega 53 prósent af úthlutuðum kvóta. Það er mjög svipuð staða og var uppi í september í fyrra. Innan þessa hóps eru aðilar sem eru tengdir þótt þeir séu það ekki samkvæmt lögum um fiskveiðar. Brim, Samherji og Kaupfélag Skagfirðinga eru fyrirferðamestu útgerðirnar. Þær halda á, einar og sér og ásamt félögum sem eigendur þeirra eiga í, á tæplega 43 prósent af öllum úthlutuðum kvóta. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum um kvótastöðu 100 stærstu útgerða landsins þann 31. mars síðastliðinn.

Fiskistofa birtir tölurnar en hún hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög um stjórn fiskveiða kveða á um. Þau lög segja að hámarksaflahlutdeil sem einstakir eða tengdir aðilar halda á megi ekki fara yfir tólf prósent af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda. Samkvæmt gildandi lögum fer enginn yfir þau mörk, en mikil pólitísk umræða hefur verið um að breyta því hvað teljist tengdir aðilar í sjávarútvegi undanfarin misseri.

Eiga að fá sex ár til að koma sér undir þakið

Í febrúar kynnti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, drög að frumvarpi um breyttar skilgreiningar á því hvað teljist tengdir aðilar. 

Í þeim drögum kom fram að þeir sem lagabreytingin hefur áhrif á munu hafa fram á fiskveiðiárið 2025/2026 til að koma sér undir lögbundið kvótaþak, eða sex ár.

Frumvarpsdrögin byggði á vinnu verkefnastjórnar um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni. Hún var skipuð í mars 2019, í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun skilaði svartri stjórnsýsluúttekt á Fiskistofu í janúar 2019. 

Auglýsing
Í til­lög­un­um, sem voru fimm tals­ins, fólst að skil­grein­ing á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sam­búð­ar­fólks og barna eða fósturbarna þeirra, að ákveðin stjórn­un­ar­leg tengsl milli fyr­ir­tækja leiði til þess að fyr­ir­tækin eru talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagn­stæða, að skil­greint verði hvað felst í raun­veru­legum yfir­ráðum, að aðilar sem ráða meira en sex pró­sent af afla­hlut­deild eða 2,5 pró­sent af krókafla­hlut­deild skulu til­kynna til Fiski­stofu áætl­aðan sam­runa, eða kaup í félagi sem ræður yfir hlut­deild eða kaup á hlut­deild og koma kaupin ekki til fram­kvæmda nema sam­þykki Fiski­stofu liggi fyrir og að Fiski­stofu verði veittar auknar heim­ildir til afla gagna.

Í til­lög­unum var hvorki tekin afstaða til reglna um hámarksaflahlutsdeild né kröfu um hlut­fall meiri­hluta­eignar í tengdum aðil­um. Þau mál eru enn til skoð­unar hjá nefnd­inni og eiga að vera til umfjöllunar í lokaskýrslu hennar. Þeirri skýrslu átti að skila í síðasta mánuði, eða í mars 2020. 

Brim, Samherji og FISK eru risarnir í íslenskum sjávarútvegi

Litlar breytingar eru á umfangi kvóta þeirra stóru útgerðarhópa sem tengjast innbyrðis án þess þó að verða tengdir aðilar samkvæmt lögum. Þannig er Brim sú útgerð sem heldur á mestum kvóta, eða 10,13 prósent. Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem á 44,65 prósent hlut í Brim beint og í gegnum dótturfélag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 3,51 prósent af öllum aflaheimildum. Útgerðarfélag Reykjavíkur er að uppistöðu í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra og stjórnarmanns í Brimi. 

Til viðbótar heldur útgerðarfélagið Ögurvík, að fullu í eigu Brims, á 1,55 prósent af úthlutuðum kvóta. Þessi þrjú félög eru því með 15,19 prósent af úthlutuðum kvóta. 

Samherji er með næst mesta aflahlutdeild, eða 7,02 prósent. Fyrirtækið er í eigu for­­­­stjór­ans Þor­­­­steins Más Bald­vins­­­­sonar, útgerð­­­­ar­­­­stjór­ans Krist­jáns Vil­helms­­­­sonar og Helgu S. Guð­munds­dótt­ur, fyrr­ver­andi eig­in­kona Þor­steins Más. Útgerð­­­­ar­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­ar, sem er í 100 pró­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lag heldur á 0,64 pró­­­­sent hans. 

Auglýsing
Síld­­­­­ar­vinnslan, sem Samherji á beint og óbeint 49,9 prósent hlut í, er svo með 5,2 prósent aflahlutdeild og Bergur-Huginn, í eigu Síldarvinnslunnar, er með 2,3 prósent af heildarkvóta til umráða. Samanlagt er þessi blokk með 16,5 prósent aflahlutdeild. 

Kaup­­­fé­lag Skag­­­firð­inga á FISK Seafood, sem heldur á 5,5 pró­­­sent heild­­­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­­­sent í Vinnslu­­­stöð­inni í Vest­­­manna­eyjum sem er með 4,5 prósent heild­­­ar­afla­hlut­­­deild. Þá á Vinnslustöðin 48 prósent hlut í útgerðarfélaginu Huginn í Vestmannaeyjum, sem heldur á 0,76 prósent af útgefnum kvóta.

FISK á til viðbótar allt hlutafé í Soff­an­­­ías Cecils­­­son, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­­­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­­­ar­kvóti þess­­­ara þriggja rétt yfir ellefu prósent, og er því undir 12 pró­­­sent mark­inu þótt þeir yrðu skil­­­greindir með öðrum hætti.

Samanlagt eru þessir þrír hópar með yfirráð yfir tæplega 43 prósent af öllum úthlutuðum kvóta á Íslandi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar