Tíu útgerðir héldu á rúmlega helmingi kvótans í lok síðasta mánaðar

Brim, Samherji og FISK-Seafood eru risarnir í íslenskum sjávarútvegi. Útgerðirnar og aðrar sem þær eða eigendur þeirra eiga í fara með tæplega 43 prósent af öllum úthlutuðum kvóta.

Reykjavíkurhöfn
Auglýsing

Tíu stærstu útgerðir lands­ins halda sam­tals á tæp­lega 53 pró­sent af úthlut­uðum kvóta. Það er mjög svipuð staða og var uppi í sept­em­ber í fyrra. Innan þessa hóps eru aðilar sem eru tengdir þótt þeir séu það ekki sam­kvæmt lögum um fisk­veið­ar. Brim, Sam­herji og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga eru fyr­ir­ferða­mestu útgerð­irn­ar. Þær halda á, einar og sér og ásamt félögum sem eig­endur þeirra eiga í, á tæp­lega 43 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum um kvóta­stöðu 100 stærstu útgerða lands­ins þann 31. mars síð­ast­lið­inn.

Fiski­stofa birtir töl­urnar en hún hefur eft­ir­lit með því að yfir­ráð ein­stakra aðila yfir afla­hlut­deildum fari ekki umfram þau mörk sem lög um stjórn fisk­veiða kveða á um. Þau lög segja að hámarks­afla­hlut­deil sem ein­stakir eða tengdir aðilar halda á megi ekki fara yfir tólf pró­sent af heild­ar­verð­mæti afla­hlut­deildar allra teg­unda. Sam­kvæmt gild­andi lögum fer eng­inn yfir þau mörk, en mikil póli­tísk umræða hefur verið um að breyta því hvað telj­ist tengdir aðilar í sjáv­ar­út­vegi und­an­farin miss­eri.

Eiga að fá sex ár til að koma sér undir þakið

Í febr­úar kynnti Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, drög að frum­varpi um breyttar skil­grein­ingar á því hvað telj­ist tengdir aðil­ar. 

Í þeim drögum kom fram að þeir sem laga­breyt­ingin hefur áhrif á munu hafa fram á fisk­veiði­árið 2025/2026 til að koma sér undir lög­bundið kvóta­þak, eða sex ár.

Frum­varps­drögin byggði á vinnu verk­efna­stjórnar um bætt eft­ir­lit með fisk­veið­i­­auð­lind­inni. Hún var skipuð í mars 2019, í kjöl­far þess að Rík­is­end­ur­skoðun skil­aði svartri stjórn­sýslu­út­tekt á Fiski­stofu í jan­úar 2019. 

Auglýsing
Í til­­lög­un­um, sem voru fimm tals­ins, fólst að skil­­grein­ing á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sam­­búð­­ar­­fólks og barna eða fóst­ur­barna þeirra, að ákveðin stjórn­­un­­ar­­leg tengsl milli fyr­ir­tækja leiði til þess að fyr­ir­tækin eru talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagn­­stæða, að skil­­greint verði hvað felst í raun­veru­­legum yfir­­ráðum, að aðilar sem ráða meira en sex pró­­sent af afla­hlut­­deild eða 2,5 pró­­sent af krókafla­hlut­­deild skulu til­­kynna til Fiski­­stofu áætl­­aðan sam­runa, eða kaup í félagi sem ræður yfir hlut­­deild eða kaup á hlut­­deild og koma kaupin ekki til fram­­kvæmda nema sam­­þykki Fiski­­stofu liggi fyrir og að Fiski­­stofu verði veittar auknar heim­ildir til afla gagna.

Í til­­lög­unum var hvorki tekin afstaða til reglna um hámarks­afla­hluts­deild né kröfu um hlut­­fall meiri­hluta­­eignar í tengdum aðil­­um. Þau mál eru enn til skoð­unar hjá nefnd­inni og eiga að vera til umfjöll­unar í loka­skýrslu henn­ar. Þeirri skýrslu átti að skila í síð­asta mán­uði, eða í mars 2020. 

Brim, Sam­herji og FISK eru risarnir í íslenskum sjáv­ar­út­vegi

Litlar breyt­ingar eru á umfangi kvóta þeirra stóru útgerð­ar­hópa sem tengj­ast inn­byrðis án þess þó að verða tengdir aðilar sam­kvæmt lög­um. Þannig er Brim sú útgerð sem heldur á mestum kvóta, eða 10,13 pró­sent. Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem á 44,65 pró­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 3,51 pró­sent af öllum afla­heim­ild­um. Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er að uppi­stöðu í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, for­stjóra og stjórn­ar­manns í Brim­i. 

Til við­bótar heldur útgerð­ar­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 1,55 pró­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi þrjú félög eru því með 15,19 pró­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Sam­herji er með næst mesta afla­hlut­deild, eða 7,02 pró­sent. Fyr­ir­tækið er í eigu for­­­­­stjór­ans Þor­­­­­steins Más Bald­vins­­­­­son­ar, útgerð­­­­­ar­­­­­stjór­ans Krist­jáns Vil­helms­­­­­sonar og Helgu S. Guð­­munds­dótt­­ur, fyrr­ver­andi eig­in­­kona Þor­­steins Más. ­Út­gerð­­­­­ar­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­ar, sem er í 100 pró­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­fest­inga­­­­­fé­lag heldur á 0,64 pró­­­­­sent hans. 

Auglýsing
Síld­­­­­ar­vinnslan, sem Sam­herji á beint og óbeint 49,9 pró­sent hlut í, er svo með 5,2 pró­sent afla­hlut­deild og Berg­ur-Hug­inn, í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar, er með 2,3 pró­sent af heild­ar­kvóta til umráða. Sam­an­lagt er þessi blokk með 16,5 pró­sent afla­hlut­deild. 

Kaup­­­­fé­lag Skag­­­­firð­inga á FISK Seafood, sem heldur á 5,5 pró­­­­sent heild­­­­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­­­­sent í Vinnslu­­­­stöð­inni í Vest­­­­manna­eyjum sem er með 4,5 pró­sent heild­­­­ar­afla­hlut­­­­deild. Þá á Vinnslu­stöðin 48 pró­sent hlut í útgerð­ar­fé­lag­inu Hug­inn í Vest­manna­eyj­um, sem heldur á 0,76 pró­sent af útgefnum kvóta.

FISK á til við­bótar allt hlutafé í Soff­an­­­­ías Cecils­­­­son, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­­­­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­­­­ar­kvóti þess­­­­ara þriggja rétt yfir ell­efu pró­sent, og er því undir 12 pró­­­­sent mark­inu þótt þeir yrðu skil­­­­greindir með öðrum hætti.

Sam­an­lagt eru þessir þrír hópar með yfir­ráð yfir tæp­lega 43 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta á Ísland­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar