Mynd: Bára Huld Beck

Tengdar útgerðir fá tæp sex ár til að koma sér undir kvótaþak

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi um breyttar skilgreiningar á því hvað teljist tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þeir sem lagabreytingin hefur áhrif á munu hafa fram á fiskveiðiárið 2025/2026 til að koma sér undir lögbundið kvótaþak.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi um breyttar skilgreiningar á því hvað teljist tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þeir sem lagabreytingin hefur áhrif á munu hafa fram á fiskveiðiárið 2025/2026 til að koma sér undir lögbundið kvótaþak.

Til stendur að breyta lögum á þann hátt að skilgreining á tengdum aðilum í sjávarútvegi verði útvíkkuð og gerð skýrari. Áfram sem áður, að minnsta kosti um sinn, mega tengdir aðilar halda á allt að 12 prósent kvóta og þurfa að eiga meirihluta í annarri útgerð til að teljast löglega tengdir. 

Í frumvarpi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt í drögum í samráðsgátt stjórnvalda er bráðabirgðaákvæði kynnt til sögunnar sem segir að fari aflahlutdeild útgerða í eigu tengdra aðila, sem ekki töldust tengdir áður en lögin tóku gildi, yfir áðurnefnd mörg þá munu þeir hinir sömu frá frest til loka fiskveiðiársins 2025/2026 til að fara niður fyrir kvótaþakið. Það hefst 1. september 2025.

Því munu stórútgerðir landsins, sem mögulega fara yfir áðurnefnt kvótaþak verði frumvarpið að lögum, fá tæp sex ár að óbreyttu til að koma sér í löglega stöðu. 

Eftirlit verið í lamasessi

Frumvarpsdrögin, sem sett voru inn í samráðsgátt stjórnvalda á föstudag, byggja á vinnu verkefnastjórnar um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni. Hún var skipuð í mars 2019, í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun skilaði svartri stjórnsýsluúttekt á Fiskistofu í janúar 2019. 

Þar var meðal annars bent á að Fiskistofa kanni ekki hvort yfir­­ráð tengdra aðila í sjá­v­­­ar­út­­­vegi yfir afla­hlut­­deildum væri í sam­ræmi við lög. Þ.e. að eft­ir­lits­að­il­inn með því að eng­inn hópur tengdra aðila ætti meira en 12 pró­­sent af heild­­ar­afla væri ekki að sinna því eft­ir­liti í sam­ræmi við lög. 

Hingað til hefur eft­ir­litið með þessu verið þannig háttað að starfs­­menn frá Fiski­­stofu hafa farið tvisvar á ári og spurt sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækin um hversu miklum kvóta þau og tengdir aðilar halda á. Sam­­kvæmt skýrslu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar var um tvö dags­verk að ræða á ári. „Fiski­­stofa treystir nán­­ast alfarið á til­­kynn­ing­­ar­­skyldu fyr­ir­tækja við eft­ir­lit með sam­­þjöppun afla­heim­ilda,“ sagði í skýrsl­unni.

Rík­is­end­ur­skoðun sagði í skýrslu sinni að ráð­­ast þyrfti í end­­ur­­skoðun á ákvæðum laga um stjórn fisk­veiða um „bæði yfir­­ráð og tengsl aðila svo tryggja megi mark­visst eft­ir­lit með sam­­þjöppun afla­heim­ilda“. 

Hluta af vinnu flýtt vegna Samherjamálsins

Í verkefnastjórninni sitja Sig­urður Þórð­ar­son, sem er for­mað­ur, Bryn­hildur Bene­dikts­dótt­ir, sér­fræð­ingur á skrif­stofu sjáv­ar­út­vegs- og fisk­eldis í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, Elliði Vign­is­son, sveit­ar­stjóri, Hulda Árna­dótt­ir, lög­maður og Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, alþing­is­mað­ur Samfylkingarinnar.

Í nóv­em­ber 2019, í kjöl­far Sam­herj­a­máls­ins, óskaði Krist­ján Þór eftir því að verkefnastjórnin myndi skila þeim hluta vinnu sinnar sem snéri að tengdum aðilum fyrir 1. jan­úar 2020. Henni var skilað skrif­lega 30. des­em­ber 2019. 

Eftir að viðskiptahættir Samherja í Namibíu og víðar voru opinberaðir ákvað ríkisstjórnin að flýta vinnu við breytingar á skilgreiningu á tengdum aðilum í sjávarútvegi.
Mynd: Wikileaks

Í til­lög­unum var hvorki tekin afstaða til reglna um hámarksaflahlutsdeild né kröfu um hlut­fall meiri­hluta­eignar í tengdum aðil­um. Þau mál er enn til skoð­unar hjá nefnd­inni og verður fjallað um þau í loka­skýrslu henn­ar, sem á að skila í mars 2020. 

Í til­lög­un­um, sem voru fimm tals­ins, fólst að skil­grein­ing á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sam­búð­ar­fólks og barna þeirra, að ákveðin stjórn­un­ar­leg tengsl milli fyr­ir­tækja leiði til þess að fyr­ir­tækin eru talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagn­stæða, að skil­greint verði hvað felst í raun­veru­legum yfir­ráðum, að aðilar sem ráða meira en sex pró­sent af afla­hlut­deild eða 2,5 pró­sent af krókafla­hlut­deild skulu til­kynna til Fiski­stofu áætl­aðan sam­runa, eða kaup í félagi sem ræður yfir hlut­deild eða kaup á hlut­deild og koma kaupin ekki til fram­kvæmda nema sam­þykki Fiski­stofu liggi fyrir og að Fiski­stofu verði veittar auknar heim­ildir til afla gagna.

Fosturbörn munu teljast til tengdra aðila

Frumvarpið sem kynnt var í samráðsgáttinni á föstudag tekur til allra þeirra tillagna sem verkefnastjórnin lagði fram. Að einhverju leyti gengur það lengra þar sem fósturbörn munu líka teljast tengdir aðilar.

Í því segir enn fremur að tengsl skuli talin milli aðila sem stjórnað sé af sömu einstaklingum nema að sýnt sé fram á hið gagnstæða. Raunveruleg yfirráð skapist af rétti, með samningum eða með einhverjum öðrum hætti sem annaðhvort sérstaklega eða samanlagt, og með hliðsjón af staðreyndum eða lagalegum atriðum sem við eiga, gerir aðila kleift að hafa afgerandi áhrif á félag, einkum með: 

  1. eignarhaldi eða rétti til að nota eignir félags, allar eða að hluta, 
  2. rétti eða samningum sem veita afgerandi áhrif á samsetningu, atkvæðagreiðslu, eða ákvarðanir stofnana félags. 

Yfirráð öðlast aðilar sem: 

  1. eru rétthafar eða eiga tilkall til réttar samkvæmt samningum þar að lútandi, eða 
  2. þrátt fyrir að vera ekki handhafar slíks réttar eða eiga ekki tilkall til réttar samkvæmt slíkum samningum hafa möguleika til að beita slíkum réttindum.

Samherji og Síldarvinnslan stundum tengd en stundum ekki

Þau útgerðarfyrirtæki sem munu teljast tengdir aðilar samkvæmt frumvarpsdrögunum munu þó fá, líkt og áður sagði, mörg ár til að koma málefnum sínum í löglegan farveg, verði þeir brotlegir við lögin eftir að þau taka gildi. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði munu þeir fá til fiskveiðiársins 2025/2026 til þess. 

Nokkrir tengdir hópar eru mjög umsvifa­­miklir í íslenskum sjá­v­­­ar­út­­­vegi og halda á stórum hluta úthlut­aðs kvóta. 

Á meðal þeirra er Sam­herji, stærsta sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki lands­ins. Í sept­­­­em­ber 2019 var Sam­herji, sem nýlega var ásakað um vafa­­­sama og mög­u­­­lega ólög­­­lega við­­­skipta­hætti víða um heim, með 7,1 pró­­­­­sent úthlut­aðs kvót­a. Útgerð­­­­ar­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­ar, sem er í 100 pró­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lag heldur á 0,64 pró­­­­sent hans. 

Síld­­­­­ar­vinnslan, sem er Samherji á beint og óbeint 49,9 prósent hlut í, hefur alltaf haldið því fram að fyrirtækið og Samherji væru ekki tengdir aðilar. Þorsteinn Már Baldvinsson var samt sem áður forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar árum saman allt þar til að hann sagði af sér, að minnsta kosti tímabundið, báðum stöðum vegna Samherjamálsins í nóvember 2019. Kjarninn greindi frá því í þeim mánuði að samkvæmt kynningum sem er að finna í þeim gögnum sem Wikileaks birti samhliða opinberun nokkurra fjölmiðla á Samherjamálinu komi skýrt fram að Samherji hafi kynnt Síldarvinnsluna sem uppsjávarhluta samstæðu sinnar erlendis og birt myndir af starfsemi fyrirtækisins. 

Ef Samherji og Síldarvinnslan yrðu flokkaðir sem tengdir aðilar myndi sameiginlegur kvóti samstæðunnar fara langt yfir lögbundið kvótaþak, enda heldur Síldarvinnslan á 5,3 pró­­­­­sent allra afla­heim­ilda og sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­­­­­fyr­ir­tækið Berg­­­­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­­­­sent kvót­ans, en það er að öllu leyti í eigu Síld­­­­­ar­vinnsl­unn­­­­­ar. 

Sam­an­lagt er afla­hlut­­­­­deild þess­­­­­ara aðila er því rúm­­­­lega 16,6 pró­­­­­sent.

Samherji/Síldarvinnslan þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að losa sig við kvóta í nánustu framtíð. Enn hafa engar breytingar verið kynntar á því ákvæði að það þurfi að eiga meirihluta í öðru útgerðarfyrirtæki til að teljast tengdur og því er 49,9 prósent eignarhluturinn enn undir því marki. Jafnvel þótt að einhver þeirra boðuðu breytinga sem eru í frumvarpsdrögum Kristjáns Þórs um tengda aðila myndu ná yfir Samherja/Síldarvinnsluna þá munu fyrirtækin hafa mörg ár til að finna lausn á þeirri stöðu. 

Bræður ekki tengdir aðilar

Mögulegt er að frumvarpið hafi áhrif á fleiri risa í íslenskum sjávarútvegi. Brim er það sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki sem heldur á mestum kvóta, en félagið fór yfir hámark sem lög heim­ila í kvóta, í króka­afla­hlut­­deild í þorski, í nóv­­­em­ber þegar stjórn þess sam­­­­þykkti samn­inga um kaup á tveimur sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­­­­­fyr­ir­tækjum í Hafn­­­­­ar­­­­­firði, Fisk­vinnsl­unni Kambi og Grá­brók. Hjálmar Krist­jáns­­­son átti 39 pró­­­sent í Kambi og allt hlutafé í Grá­brók. Brim var því að kaupa eignir af bróður for­­­stjóra síns. Sam­an­lagt kaup­verð nam rúm­­­­­lega þremur millj­­­­­örðum króna. 

Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­­­­ar­­­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­­­­­ur, sem á um 46,26 pró­­­­­sent hlut í því félagi eftir að hafa selt stóran hlut til KG Fisk­verk­unar fyrir skemmstu. Það félag var 1. sept­­­­­em­ber síð­­­­­ast­lið­inn með 3,9 pró­­­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík (í eigu Brims) með 1,3 pró­­­­­sent afla­hlut­­­­­deild. 

Þann 10. des­em­ber síð­­ast­lið­inn greindi Kjarn­inn frá því að Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­víkur hefði keypt 33,3 pró­­­sent hlut KG fisk­verk­unar í eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­inu Krist­ján Guð­­­munds­­­son ehf., sem átti 37 pró­­­sent í Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­vík­­­­­ur. 

Brim er það útgerðarfyrirtæki sem heldur á mesti aflahlutdeild.
Mynd: Brim

Í orð­­­send­ingu sem Kjarn­­­anum barst frá Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur í kjölfar ofangreindra tíðinda sagði að þar með séu „rofin fjár­­­hags­­­leg tengsl á milli bræðr­anna Guð­­­mundar og Hjálm­­­ars Krist­jáns­­­sona. Eign­­­ar­hald félaga þeirra bræðra á hlutafé í Brimi hf. er aðskil­ið.“

Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­víkur er þar af leið­andi að upp­­i­­­­stöðu í eigu Guð­­­mundar Krist­jáns­­­son­­­ar, sem er einnig for­­­stjóri Brims. Eign­­­ar­hlutur félags­­­ins í Brim er nú 36,13 pró­­­sent. Auk þess eiga tvö tengd félög þess hlut, þar af á FISK-­­­Seafood eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag, í 100 pró­­­sent eigu Útgerð­­­ar­­­fé­lags Reykja­vík­­­­­ur, 10,05 pró­­­sent hlut. Sam­tals á þessi sam­­­staða Guð­­­mundar Krist­jáns­­­sonar því nú 46,26 pró­­­sent í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ris­an­­­um. 

Félag Hjálm­­­ars Þór Krist­jáns­­­son­­­ar, KG  Fisk­verkun á Rifi, er líka á meðal stærstu eig­enda Brims, með 6,5 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. 

Þeir bræður eru ekki skil­­­greindir sem fjár­­­hags­­­lega tengdir og verða það ekki heldur ef frumvarp Kristjáns Þórs verður að lögum, enda teljast bræður ekki til tengdra aðila samkvæmt því. Viðmælendur Kjarnans sem komu að mótun tillagnanna sögðu að það hefði meðal annars verið vegna þess systkin séu ekki alltaf sátt eða í samstarfi. 

Sam­an­lagður kvóti þess­­­ara þriggja félaga (Brims, Ögur­víkur og Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur), sem eru ekki skil­­­greind sem tengd, var 15,6 pró­­­sent í byrjun sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­ins. Sú tala gæti hafa tekið breyt­ingum enda mikil við­skipti átt sér stað innan þessa mengis síð­ustu mán­uði. Von er á nýjum tölum frá Fiskistofu um úthlutaðar aflahlutdeild stórútgerða á næstu vikum. 

Lítill hópur með rúm­­lega helm­ing

Kaup­­­fé­lag Skag­­­firð­inga á síðan FISK Seafood, sem heldur á 5,3 pró­­­sent heild­­­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­­­sent í Vinnslu­­­stöð­inni í Vest­­­manna­eyjum sem er með fimm pró­­­sent heild­­­ar­afla­hlut­­­deild. Þá eign­að­ist FISK allt hlutafé í Soff­an­­­ías Cecils­­­son hf. síðla árs 2017, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­­­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­­­ar­kvóti þess­­­ara þriggja ótengdu aðila 10,6 pró­­­sent, og er því undir 12 pró­­­sent mark­inu þótt þeir yrðu skil­­­greindir með öðrum hætti.

Sú breyt­ing hefur hins vegar orðið á, frá 1. sept­­­em­ber síð­­­ast­liðn­­­um, að Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­víkur keypti ríf­­­lega 10,18 pró­­­sent hlut FISK Seafood í Brim, sem FISK hafði keypt í ágúst m.a. af líf­eyr­is­­­sjóðnum Gildi, á 6,6 millj­­­arða króna, á tæp­­­lega átta millj­­­arða króna þann 9. sept­­­em­ber. Hagn­aður FISK var, sam­­­kvæmt þessu hátt í 1,4 millj­­­arðar króna á nokkrum dög­­­um. Í grein sem nokkrir sveit­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­menn í Skaga­­­firði skrif­uðu á vef­inn Feyki (í eigu Kaup­­­fé­lags Skag­­­firð­inga) 20. sept­­­em­ber 2019 var óvænt greint frá því að um 4,6 millj­­­arðar króna af þessum tæp­­­lega átta millj­­­arða króna kaup­verði hefði verið greitt með afla­heim­ild­­­um. „Það þýðir um 10 pró­­­sent aukn­ingu í afla­heim­ildum FISK Seafood í tonnum og um leið umtals­verða aukn­ingu í umsvifum félags­­­ins hér á heima­slóð­un­um,“ sagði í grein­inn­i. 

Sam­an­lagt héldu þau félög sem talin voru upp hér að ofan, og tengj­­­ast Sam­herja, Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur og Kaup­­­fé­lagi Skag­­­firð­inga, en eru samt sem áður ekki tengdir aðil­­­ar, alls á 42,2 pró­­­sent af öllum kvóta í land­inu í byrjun sept­­em­ber 2019. 

Ef við er bætt Vísi og Þor­birni í Grinda­vík, sem héldu sam­an­lagt á 8,4 pró­­­sent af heild­­­ar­kvót­­­anum og voru í sam­eig­ing­­­ar­við­ræð­um um nokk­­urra mán­aðar skeið, þá fer það hlut­­­fall yfir 50 pró­­­sent. Vísir og Þorbjörn slitu hins vegar nýverið þeim viðræðum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar