SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir

Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
Auglýsing

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) styðja frum­varp Svan­dísar Svav­ars­dóttur um breyt­ingar á lögum um veið­i­­­gjöld. Í frum­varp­inu felst að inn­heimt veiði­gjöld á næsta ári verði 2,5 millj­örðum krónum hærri en ann­ars en verði svo lægri árin á eft­ir. Sú fjár­hæð sem skilar sér í rík­is­sjóð að óbreyttu á fimm ára tíma­bili er því sú sama. 

Fram­lagn­ing frum­varps­ins átti sér skamman aðdrag­anda og það var afgreitt út úr rík­­is­­stjórn í síð­ustu viku. Til stendur að það verði að lögum strax og búið verði að sam­­þykkja frum­varp­ið. 

Frum­varp­inu er ætlað að bregð­­ast við víxl­verkun ákvæðis í lögum um veið­i­­­gjöld ann­­ars vegar og lögum um tekju­skatt hins vegar sem heim­ilar útgerðum að fyrna meðal ann­­ars skip og skips­­búnað um 50 pró­­sent á ári vegna fjár­­­fest­inga á árunum 2021 og 2022. Sú heim­ild var sett inn í lögin sem hluti af við­brögðum stjórn­valda við efna­hags­legum afleið­ingum við kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um, með frum­varpi sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram. Hún átti að skapa hvata fjár­fest­ing­ar, þannig að skatt­greiðslum yrði frestað til skamms tíma.

Ef lög­­unum verður ekki breytt mun þessi víxl­verkun leiða til þess að minna sam­ræmi yrði á milli raun­veru­­legrar afkomu sjá­v­­­ar­út­­­vegs og inn­­heimtra veið­i­­gjalda. 

Ná ekki for­sendum fjár­laga­frum­varps að óbreyttu

Um mikla hags­muni er að ræða fyrir rík­­is­­sjóð á næsta ári. Verði frum­varp Svan­­dísar sam­­þykkt munu veið­i­­­gjöld sem útgerðir greiða í rík­­is­­sjóð hækka um 2,5 millj­­arða króna á næsta ári og verða 9,5 millj­­arðar króna alls. Verði ekk­ert að gert munu veið­i­­­gjöldin verða sjö millj­­arðar króna, sem er langt undir for­­sendum fjár­­laga­frum­varps­ins, þar sem reiknað er með 8,3 millj­­örðum króna í veið­i­­­gjöld á árinu 2023. 

Auglýsing
Á móti munu veið­i­­­gjöld verða lægri árin þar á eft­ir, verði engar frek­­ari breyt­ingar gerðar á lögum um veið­i­­gjald, þar sem fyrn­ingar sem að óbreyttu kæmu að fullu til frá­­­dráttar rekstr­­ar­­kostn­aði ein­stakra fyr­ir­tækja næstu eitt til tvö árin dreifast yfir á fleiri ár og verða í gangi í allt að fimm ár. 

Í umsögn SFS er gerð athuga­semd við að verið sé að breyta sköttum á grein­ina fyr­ir­vara­laust. Þau telji hins veg­ar 

mik­il­vægt að lög nái þeim mark­miðum sem að er stefnt og end­ur­spegli sann­an­lega vilja lög­gjafans. „Sam­kvæmt frum­varps­drög­unum hafa skatta­legar flýti­fyrn­ingar skapað meiri sveiflur í reikni­stofni veiði­gjalds á milli ára en ráð var fyrir gert. Unnt er að taka undir það, að miklar sveiflur í veiði­gjaldi, sem rekja má til fyrn­inga fárra skipa, eru síst heppi­leg­ar. Mik­il­vægt er því að finna á þessu far­sæla lausn. Af þeim sökum og að öllu fyrr­greindu virtu styðja SFS þær breyt­ingar sem nú eru lagðar til.“

Vert er að taka fram að sam­ráð var haft við SFS við gerð frum­varps­ins. 

Svandís Svavarsdóttir. Mynd: Eyþór Árnason

Svan­­dís skip­aði stóra sam­ráðs­­nefnd um sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­stefnu í maí á þessu ári. Undir henni starfa svo fjórir starfs­hóp­ar auk þess sem sér­­­stök verk­efna­­stjórn er að störf­­um. Þessi hóp­­ur, sem telur um 50 manns, á að  starfa út næsta ár og skila meðal ann­­­ars af sér nýjum heild­­­ar­lögum um stjórn fisk­veiða eða nýjum lög um auð­lindir hafs­ins, verk­efnum á sviði orku­­­skipta, nýsköp­un­­­ar, haf­rann­­­sókna og gagn­­­sæi og kort­lagn­ing eigna­­­tengsla í sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­i. Einn starfs­hóp­­ur­inn á að fjalla um ágrein­ing um stjórn fisk­veiða og mög­u­­­leika til sam­­­fé­lags­­­legrar sátt­­­ar, sam­­­þjöppun veið­i­­heim­ilda, veið­i­­­­gjöld og skatt­­­spor. 

Því er mög­u­­legt að lögum um veið­i­­­gjöld verði breytt áður en veið­i­­­gjöld fara að skerð­­ast vegna frum­varps­ins sem nú hefur verið lagt fram. 

Sjá­v­­­ar­út­­­vegur hagn­að­ist um 65 millj­­arða króna í fyrra

Met­hagn­aður var í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi í fyrra, þegar geir­inn hagn­að­ist um 65 millj­­­örðum króna eftir skatta og gjöld. Alls jókst hagn­að­­­ur­inn um 124 pró­­­sent milli ára. 

Á sama tíma greiddu sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækin 22,3 millj­­­arða króna í öll opin­ber gjöld. Veið­i­­­­gjöld, tekju­skatt og trygg­inga­gjöld. Það þýðir að rúm­­­lega fjórð­ungur af hagn­aði fyrir greiðslu opin­berra gjalda fór til hins opin­bera en tæp­­lega 75 pró­­sent varð eftir hjá útgerð­­ar­­fyr­ir­tækj­u­m. 

Hagn­aður geirans áður en hann greiddi veið­i­­­­gjöld, tekju­skatt og trygg­inga­gjald í rík­­­is­­­sjóð var sam­tals 752,3 millj­­­arðar króna frá 2009 og út síð­­­asta ár. Af þessum hagn­aði sat tæp­­­lega 71 pró­­­sent eftir hjá útgerðum lands­ins en rétt um 29 pró­­­sent fór í opin­ber gjöld.

Frá árinu 2010 hafa þau greitt 143,2 millj­­­­­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­­­­­ur. Hagur sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­­­­­fyr­ir­tækj­anna hefur því vænkast um 575,2 millj­­­­­arða króna frá hruni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent