Mynd: Bára Huld Beck

27 manna samráðsnefnd og fjórir starfshópar eiga að leggja til breytingar á sjávarútvegskerfinu

Matvælaráðherra segir að í sjávarútvegi ríki djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti sem stafi af samþjöppun veiðiheimilda og að ágóðanum af sameiginlegri auðlind sé ekki skipt á réttlátan hátt. Hún hefur skipað samráðsnefnd og fjóra starfshópa til að móta ný heildarlög. Nefndin á að starfa út næsta ár.

Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra hefur skipað 27 manns í sam­ráðs­nefnd um sjáv­ar­út­vegs­stefnu. Hún verður sjálf for­maður nefnd­ar­innar og allir aðrir flokkar á þingi eiga í henni full­trúa. Það eiga líka full­trúar flestrar hag­að­ila, svo sem Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og þeirra sem gæta hags­muna ann­arra í grein­inni. Sömu sögu er að segja um full­trúa umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­sam­taka. 

Undir sam­ráðs­nefnd­inni starfa fjórir starfs­hóp­ar. Þeir kall­ast Sam­fé­lag, Aðgengi, Umgengni og Tæki­færi.

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að fyr­ir­hug­aðar loka­af­urðir þessa starfs séu meðal ann­ars ný heild­ar­lög um stjórn fisk­veiða eða ný lög um auð­lindir hafs­ins og aðrar laga­breyt­ing­ar, verk­efni á sviði orku­skipta, nýsköp­un­ar, haf­rann­sókna og gagn­sæi og kort­lagn­ing eigna­tengsla í sjáv­ar­út­veg­i. 

Gert er ráð fyrir því að sam­ráðs­nefndin starfi til loka árs 2023. Því er að minnsta kosti rúmt eitt og hálft ár þangað til að umræddar loka­af­urðir eiga að liggja fyr­ir. Næstu kosn­ingar eru fyr­ir­hug­aðar 2025. Því verður komið inn á síð­asta heila starfsár sitj­andi rík­is­stjórnar þegar nið­ur­staðan úr starf­inu á að liggja fyr­ir­.  

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Svandísi að í sjáv­ar­út­vegi ríki djúp­stæð til­finn­ing meðal almenn­ings um órétt­læti. „Sú til­finn­ing tel ég að stafi aðal­lega af tvennu; sam­þjöppun veiði­heim­ilda og þeirri til­finn­ingu að ágóð­anum af sam­eig­in­legri auð­lind lands­manna sé ekki skipt á rétt­látan hátt. Mark­miðið með þess­ari vinnu er því hag­kvæm og sjálf­bær nýt­ing sjáv­ar­auð­linda í sátt við umhverfi og sam­fé­lag.“

Ekki önnur póli­tísk nefnd

Fjallað var um skipun nefndar til að kort­leggja áskor­anir og tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi og tengdum greinum og meta þjóð­hags­legan ávinn­ing fisk­veiði­stjórn­unar kerf­is­ins í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar eftir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Vinstri græn end­ur­nýj­uðu sam­starf sitt seint á síð­asta ári undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dótt­ur. 

Í til­kynn­ing­unni á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að í ljósi reynslu af vinnu við end­ur­skoðun á fisk­veiði­lög­gjöf­inni á und­an­förnum árum og ára­tugum varð nið­ur­staða mat­væla­ráð­herra sú að beita þyrfti nýrri nálgun við þær fjöl­mörgu áskor­anir og tæki­færi sem eru í sjáv­ar­út­vegi og snerta sam­fé­lagið allt með beinum og óbeinum hætti. „Í stað einnar stórrar póli­tískrar nefndar er nú komið á lagg­irnar opnu, þver­fag­legu og gagn­sæju verk­efni fjöl­margra aðila sem unnið verður með skipu­legum hætti á kjör­tíma­bil­in­u.“

Starfs­hóp­ur­inn „Sam­fé­lag“ fær það hlut­verk að fjalla um ágrein­ing um stjórn fisk­veiða og mögu­leika til sam­fé­lags­legrar sátt­ar, sam­þjöppun veiði­heim­ilda, veiði­gjöld og skatt­spor. 

For­maður þeirrar nefndar er Gunnar Har­alds­son, fram­kvæmda­stjóri ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Intellecon. Hann var um tíma efna­hags­ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra þegar Davíð Odds­son sat á þeim stóli, for­stöðu­maður Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands og hag­fræð­ingur hjá OECD í Par­ís. Þá var hann stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins 2009 til 2010.

Aðrir í hópnum eru Catherine Cham­bers, rann­sókna­stjóri, Háskóla­setur Vest­fjarða, Hreiðar Þór Val­týs­son, dós­ent við Háskól­ann á Akur­eyri, Katrín Júl­í­us­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og Val­gerður Sól­nes, dós­ent við Háskóla Íslands.

Sá starfs­hópur sem kall­ast „Að­gengi“ fær meðal ann­ars það verk­efni að fjalla um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi og óskyldum greinum og aukið gagn­sæi í rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. For­maður þess hóps er Egg­ert Bene­dikt Guð­munds­son, verk­fræð­ingur og fyrr­ver­andi for­stjóri HB Granda, sem nú heitir Brim, og N1. Aðrir í þeim hópi eru Alda B. Möller mat­væla­fræð­ingur Arnór Snæ­björns­son, sér­fræð­ingur í mat­væla­ráðu­neyt­in­u,  Frið­rik Árni Frið­riks­son Hir­st, fram­kvæmda­stjóri Laga­stofn­unar Háskóla Íslands, og Ing­veldur Ásta Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri North 65.

Hóp­ur­inn sem kall­ast „Um­gengni“ mun meðal ann­ars fjalla um umgengni við sjáv­ar­auð­lind­ina, orku­skipti, vigt­un, brott­kast, eft­ir­lit og við­ur­lög. For­maður þess hóps er Gréta María Grét­ars­dótt­ir, for­stjóri Arctic Adventures, en aðrir með­limir eru Frey­dís Vig­fús­dótt­ir, sér­fræð­ingur í mat­væla­ráðu­neyt­inu, Halla Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Opti­tog, Jónas Rúnar Við­ars­son, sviðs­stjóri hjá Mat­ís, og Sig­urður Ingi Frið­leifs­son, fram­kvæmda­stjóri Orku­stofn­un­ar. 

Síð­asti hóp­ur­inn kall­ast „Tæki­færi“ og á meðal ann­ars að skoða staf­ræna umbreyt­ingu, alþjóða­sam­skipti og orð­spor Íslands. For­maður hans er Ing­unn Agnes Kro, fram­kvæmda­stjóri Jarð­varma, en aðrir í hópnum eru Ari Krist­inn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Awa­reGO, Hildur Ingv­ars­dótt­ir, skóla­meist­ari Tækni­skóla Íslands, Hilmar Bragi Jan­us­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Kviku banka og Óskar Veigu Ósk­ars­son, sölu­stjóri hjá Mar­el.

Sam­ráðs­nefndin sem Svan­dís skip­aði er þannig skip­uð:1. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, mat­væla­ráð­herra, for­maður

2. Ásmundur Frið­riks­son, til­nefndur af Sjálf­stæð­is­flokki

3. Stefán Vagn Stef­áns­son, til­nefndur af Fram­sókn­ar­flokki

4. Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, til­nefnd af Vinstri­hreyf­ing­unni- grænt fram­boð

5. Oddný Harð­ar­dótt­ir, til­nefnd af Sam­fylk­ing­unni

6. Mörður Áslaug­ar­son, til­nefndur af Pírötum

7. Hanna Katrín Frið­riks­son, til­nefnd af Við­reisn

8. Eyjólfur Ármanns­son, til­nefndur af Flokki fólks­ins

9. Sig­urður Páll Jóns­son, til­nefndur af Mið­flokknum

10. Rebekka Hilm­ars­dótt­ir, til­nefnd af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga

11. Víf­ill Karls­son, til­nefndur af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga

12. Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, til­nefnd af Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi

13. Ólafur Mart­eins­son, til­nefndur af Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi

14. Arthur Boga­son, til­nefndur af Lands­sam­bandi smá­báta­sjó­manna

15. Arnar Atla­son, til­nefndur af Sam­tökum fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda

16. Örvar Mart­eins­son, til­nefndur af Sam­tökum smærri útgerða

17. Páll Rúnar M. Krist­jáns­son, til­nefndur af Félagi atvinnu­rek­enda

18. Val­mundur Val­munds­son, til­nefndur af Sjó­manna­sam­bandi Íslands

19. Árni Bjarna­son, til­nefndur af Félagi skip­stjórn­ar­manna

20. J. Snæ­fríður Ein­ars­dótt­ir, til­nefnd af Félagi vél­stjóra og málm­tækni­manna

21. Sig­ur­björg Árna­dótt­ir, til­nefnd af Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Íslands

22. Auður Önnu Magn­ús­dótt­ir, til­nefnd af Land­vernd

23. Sig­rún Perla Gísla­dótt­ir, til­nefnd af Ungum umhverf­issinnum

24. Gunnar Har­alds­son, for­maður starfs­hóps­ins Sam­fé­lag

25. Gréta María Grét­ars­dótt­ir, for­maður starfs­hóps­ins Umgengni

26. Egg­ert Bene­dikt Guð­munds­son, for­maður starfs­hóps­ins Aðgengi

27. Ing­unn Agnes Kro, for­maður starfs­hóps­ins Tæki­færi

Tveir af hverjum þremur telja kvóta­kerfið ógna lýð­ræð­inu

Í ​​ aðdrag­anda kosn­­ing­anna í fyrra­haust voru gerðar ýmsar kann­­anir á skoðun almenn­ings á þeim kerfum sem Ísland hefur komið sér upp í sjá­v­­­ar­út­­­vegi. Á meðal þeirra var könnun sem Gallup gerði fyrir þrýst­i­hóp­inn Þjóð­­­ar­­­eign. Í henni var fólk spurt hvort það styddi að mark­aðs­­­gjald væri greitt fyrir afnot af fiski­miðum þjóð­­­ar­inn­­­ar. Nið­­­ur­­­staðan var sú að 77 pró­­­sent aðspurðra var fylgj­andi því og ein­ungis 7,1 pró­­­sent var and­vígt slíkri kerf­is­breyt­ingu. Afger­andi meiri­hluti kjós­­­enda allra flokka var fylgj­andi breyt­ing­unni þótt stuðn­­­ing­­­ur­inn væri minni hjá kjós­­­endum Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks, Sjálf­­­stæð­is­­­flokks og Mið­­­flokks en þeim sem ætla að kjósa aðra flokka.

Í annarri könn­un, sem MMR gerði fyrir Öldu – félags um sjálf­­­bærni og lýð­ræði, og var birt í ágúst 2021, sögð­ust 66 pró­­­sent lands­­­manna, tveir af hverjum þrem­­­ur, vera óánægðir með núver­andi útfærslu á kvóta­­­kerfi í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi. Þar af sögð­ust 38 pró­­­sent vera mjög óánægð með hana. Tæpur fimmt­ung­­­ur, 19 pró­­­sent aðspurðra, sagð­ist ekki hafa sterka skoðun á útfærsl­unni en ein­ungis 14 pró­­­sent voru ánægð með hana. Kjós­­­endur Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins reynd­ust þeir einu sem eru ánægð­­­ari með útfærslu kvóta­­­kerf­is­ins en óánægð­­­ari. Alls sögð­ust 42 pró­­­sent þeirra vera ánægðir með hana en 25 pró­­­sent eru óánægð. 

Brim, Ísfélag Vestmannaeyja, Samherji og Síldarvinnslan eru þau fjögur sjávarútvegsfyrirtæki sem halda á mestum kvóta. Guðmundur Kristjánsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Gunnþór Ingvason stýra eða eiga þau fyrirtæki.
Mynd: Samsett

Í sömu könnun sögðu 64 pró­­­sent lands­­­manna, næstum tveir af hverjum þrem­­­ur, að núver­andi útfærsla á kvóta­­­kerf­inu ógni lýð­ræð­inu.

Borga meira í arð en til rík­is­ins

Það er ekki að ástæðu­lausu að almenn­ingur upp­lifir stöð­una svona. Kjarn­inn greindi frá því í fyrra­haust að á árinu 2020 greiddu útgerðir lands­ins eig­endum sínum alls arð upp á 21,5 millj­­arða króna á sama tíma og þau greiddu sam­tals 17,4 millj­­arða króna í öll opin­ber gjöld: tekju­skatt, trygg­inga­gjald og veið­i­­­gjald. Það var hæsta arð­greiðsla sem greinin hefur greitt eig­endum sínum frá upp­­hafi innan eins árs á sama tíma og greiðslan til hins opin­bera var sú næst lægsta frá árinu 2011. Þetta var auk þess í fyrsta sinn frá banka­hruni sem umfang greiddra opin­berra gjalda var minna en arð­greiðsla sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja til eig­enda sinna innan árs.

Þá á eftir að taka til­­lit til þess að rík­­is­­sjóður hefur umtals­verðan kostnað af eft­ir­liti og rann­­sókna vegna fisk­veiða og -vinnslu. Í fyrra voru heild­­ar­út­­­gjöld hans vegna eft­ir­lits og rann­­­sókna vegna fisk­veiða og -vinnslu um sjö millj­­­arðar króna í ár. Árin 2015-2020 voru álögð veið­i­­­gjöld að með­­al­tali 7,4 millj­­arðar á verð­lagi árs­ins 2020. Því fara veið­i­­­gjöld að upp­i­­­stöðu í að greiða kostnað rík­­is­­sjóðs af eft­ir­liti og rann­­sókn­um, sem nýt­­ast sjá­v­­­ar­út­­­veg­in­­um. 

Sam­tals hagn­að­ist sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­­­ur­inn um 468 millj­­­arða króna frá byrjun árs 2009 og til loka árs 2020. Frá árinu 2009 hafa sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki greitt 126,3 millj­­­arðar króna í arð til eig­enda sinna. Auk þess sátu eftir 325 millj­­­arðar króna í eigið fé í útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækj­unum um síð­­­­­ustu ára­­­mót. Það jókst um 28 millj­­­arða króna árið 2020 þrátt fyrir metarð­greiðsl­­­ur. Hagur sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja í heild vænk­að­ist því um næstum 50 millj­­­arða króna á árinu 2020. 

Eigið fé geirans er stór­­­lega van­­­metið þar sem virði kvóta, sem útgerðir eign­­­færa, er bók­­­fært á miklu lægra verði en feng­ist fyrir hann á mark­aði.

Frá 2009 hefur sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­­­ur­inn greitt alls 196,7 millj­­­arða króna í opin­ber gjöld, þar af 78 millj­­­arða króna í veið­i­­­­gjöld. Sú tala dregst frá áður en hagn­aður sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja er reikn­að­­­ur.

Heild­­ar­hagn­að­­ur­inn á árinu 2020, fyrir skatta og gjöld, var því um 665 millj­­­arðar króna. Af þeirri upp­­­hæð fór undir 30 pró­­­sent til íslenskra rík­­­is­ins, eig­anda auð­lind­­­ar­inn­­­ar, í formi tekju­skatts, trygg­inga­gjalds og veið­i­­gjalda, en rúm­­­lega 70 pró­­­sent sat eftir hjá eig­endum fyr­ir­tækj­anna.

Ofan­­greindar tölur komu fram í árlegum sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­gagna­grunni Deloitte sem kynntur er á Sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­deg­inum og fyr­ir­tækið heldur í sam­­­starfi við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi og Sam­tök atvinn­u­lífs­ins.

Stór­­aukin sam­­þjöppun

Sam­­kvæmt lögum má engin ein blokk í sjá­v­­­ar­út­­­vegi halda á meira en tólf pró­­sent af úthlut­uðum heild­­ar­kvóta á hverjum tíma. Þegar Fiski­­stofa, sem hefur eft­ir­lit með því að yfir­­­ráð ein­stakra aðila yfir afla­hlut­­­deildum fari ekki umfram lög­­­bundin mörk, birti nýja sam­an­­­tekt á sam­­­þjöppun afla­hlut­­­deildar í nóv­­em­ber í fyrra kom í ljós að Brim, eitt stærsta sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki lands­ins, var komið yfir það mark. Það var leyst með því að Brim seldi annarri útgerð, Útgerð­­ar­­fé­lagi Reykja­vík­­­ur, hluta af úthlut­uðum veið­i­­heim­ildum sín­­um. Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur, sem er að upp­i­­­stöðu í eigu Guð­­mundar Krist­jáns­­sonar for­­stjóra Brim, er stærsti eig­andi Brim.

Í tölum Fiski­­stofu kom líka fram að heild­­ar­verð­­mæti úthlut­aðs kvóta sem tíu stærstu útgerðir lands­ins halda á hafði farið úr því að vera 53 pró­­sent í að vera rúm­­lega 67 pró­­sent. Auknar heim­ildir til að veiða loðnu skiptu þar umtals­verðu máli.

Sam­an­lagt halda fjórar blokkir: Þær sem kenndar eru við Sam­herja, Brim, Kaup­­­fé­lag Skag­­­firð­inga og Ísfé­lagið á rúm­­­lega 60 pró­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta á Íslandi.

Þessi mikla sam­þjöppun hefur leitt til þess að eig­endur örfárra sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja hafa efn­­­ast veru­­­lega. Ítök þeirra í ótengdum geirum hér­­­­­lendis hafa sam­hliða vaxið hratt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar