„Atlaga“ að kjörum lífeyrisþega stöðvuð en þensluaðgerðir á húsnæðismarkaði enn inni

Í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um lífeyrissgreiðslur er gert ráð fyrir að nýr hópur, sá sem hefur ekki átt fasteign í fimm ár, megi nota séreignarsparnað skattfrjálst til að kaupa sér húsnæði.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Í síð­ustu viku var frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um líf­eyr­is­greiðslur og til­­­greinda sér­­­eign dreift á þingi. Frum­varpið er að uppi­stöðu til þess gert að efna lof­orð sem stjórn­völd gáfu í tengslum við gerð lífs­kjara­samn­ing­anna vorið 2019, en hafa enn ekki efnt. Í þeim samn­ingi skuld­bundu stjórn­­völd sig meðal ann­­ars að hækka lág­­marks­ið­­gjald til líf­eyr­is­­sjóða úr 12 í 15,5 pró­sent og að ráð­stafa mætti sér­­­eign­­ar­­sparn­aði til hús­næð­is­­kaupa eða til lækk­­unar hús­næð­is­lána.

Bjarni lagði frum­varpið fyrst fram fyrir rúmu ári síð­an. Í því voru mun fleiri breyt­ingar en þær sem minnst er á hér að ofan og fyrir vikið sætti það umtals­verðri gagn­rýni, meðal ann­ars fyrir ónægt sam­ráð við hag­að­ila. Fyrir vikið náði frum­varpið ekki fram að ganga. Því var vísað aftur til rík­is­stjórn­ar­innar til frek­ari umfjöll­unar og und­ir­bún­ings.

Efn­is­lega gagn­rýnin var margs­kon­ar. Sú sem hæst fór sner­ist um að sam­kvæmt frum­varp­inu áttu verð­lags­­upp­­­færslur líf­eyr­is­greiðslna að eiga sér stað einu sinni á ári í stað mán­að­­ar­­lega eins og nú er. Þetta köll­uðu reynslu­mikið fólk úr líf­eyr­is­sjóða­heim­inum atlögu að kjörum líf­eyr­is­þega sem myndi skerða kaup­þátt líf­eyr­is­þegar umtals­vert. Þótt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra seg­ist í grein­ar­gerð ekki geta tekið undir allar athuga­semdir um þetta atriði sem settar hafa verið fram „var talið rétt að svo stöddu að leggja ekki til breyt­ingar á útreikn­ingn­um.“

Annað atriði sem hefur verið gagn­rýnt er að heim­ilt verður að nota svo­kall­aða til­greina sér­eign skatt­frjálst upp í fyrstu fast­­eigna­­kaupin sín. Það er þenslu­hvetj­andi aðgerð, sem er ekki það sem upp­seldur hús­næð­is­mark­aður þar sem fram­boð er langt frá því að svara eft­ir­spurn þarf á að halda.

Var­huga­verðar breyt­ingar með stuttum fyr­ir­vara

Upp­haf­lega frum­varpið var lagt fram fyrir rúmu ári. Á meðal þeirra sem gagn­rýndu það harka­lega var Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). Hún sagði í sam­tali við Kjarn­ann að stjórn­völd væru að reyna að „smygla“ óræddum breyt­ingum inn í frum­varpið og gerði aðal­lega athuga­semdir við þrennt. Í fyrsta lagi með að það ætti að hækka þann aldur þegar rétt­inda­á­vinnsla til elli­líf­eyris hefst frá 16 ára aldri og upp í 18 ára ald­­ur. Það myndi þýða  að 16 og 17 ára ung­­menni greiði ekki í líf­eyr­is­­sjóð eins og í dag og atvinn­u­rek­endur greiði þar af leið­andi heldur ekki mót­fram­lag í líf­eyr­is­­sjóði þeirra vegna.

Auglýsing
Í annan stað hafi verið stefnt að því að breyta upp­­­færslu á vísi­­tölu líf­eyr­is, þannig að líf­eyrir yrði ein­ungis verð­bættur einu sinni á ári, 1. jan­ú­­ar, en ekki í hverjum ein­asta mán­uð­i. Í þriðja lagi sagði Drífa að ASÍ væri ekki hrifið af und­an­þágu sem sé tíma­bundið veitt frá hækkun lág­­marks­ið­gjalda í líf­eyr­is­­sjóði, sem ann­­ars er verið að lög­­­festa með frum­varp­inu að fari úr 12 pró­­sentum upp í 15,5 pró­­sent. Und­an­þágan er veitt til bráða­birgða fyrir þá sem eru með samn­inga um 12 pró­­sent iðgjöld, en þetta á fyrst og fremst á við sjó­­menn. Þessa und­an­þágu vildu ASÍ ekki hafa inni.

Í nefnd­ar­á­liti efna­hags- og við­skipta­nefndar sagði meðal ann­ars að gagn­rýnin sem sett hafði verið fram við umfjöllun nefnd­ar­innar um málið hafi til að mynda snú­ist um að ónægt sam­ráð hefði verið haft við líf­eyr­is­sjóði og aðra hags­muna­að­ila við und­ir­bún­ing þess. Þá sagði þar að „var­huga­vert væri að viða­miklar breyt­ingar á líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu væru lagðar fram með svo stuttum fyr­ir­vara.“

Nefndin lagði því til að mál­inu yrði vísað til rík­is­stjórn­ar­inn­ar, það yrði rýnt með til­lit til ábend­inga í umsögnum og sam­ráð haft við hag­að­ila um breyt­ing­ar. Að því loknu væri hægt að leggja frum­varpið fram að nýju á yfir­stand­andi þing­i. 

Breytt frum­varp en margt gam­alt inni í því

Drög að nýju frum­varpi voru kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda fyrr á þessu ári. Hluti af því sem áður hafði verið gagn­rýnt var farið út og nú áttu að fel­ast fimm meg­in­breyt­ingar í frum­varp­inu. Í fyrsta lagi átti að lög­binda hækkun mót­fram­lags launa­greið­enda á almennum vinnu­mark­aði til líf­eyr­is­sjóðs úr átta pró­sent­um  í 11,5 pró­sent, en 77-100 pró­sent atvinnu­rek­enda greiða nú þegar 11,5 pró­sent í líf­eyr­is­sjóð með hverjum starfs­manni sam­kvæmt því sem fram kemur í árs­reikn­ingum líf­eyr­is­sjóð­anna. Þar með myndi lág­marks­ið­gjald hækka upp í 15,5 pró­sent.

Í öðru lagi var lagt til að sjóð­fé­lagar gætu ráð­stafað hækkun mót­fram­lags­ins til þess er mun kall­ast til­greind sér­eign, í stað þess að ráð­stafa hækk­un­inni í sam­trygg­ing­ar­deildir líf­eyr­is­sjóða. Í þriðja lagi voru settar fram til­lögur að auknum heim­ildum til þess að nýta úrræði líf­eyr­is­sparn­aðar til fyrstu kaupa á fast­eign.

Í fjórða lagi var lagt til að til­greindur yrði á skýran hátt sá hluti líf­eyr­is­sparn­aðar sem kemur ekki til lækk­unar við ákvörðun um elli­líf­eyri, tekju­trygg­ingu og ráð­stöf­un­arfé sam­kvæmt lögum um almanna­trygg­inga.

Í fimmta lagi var svo, áfram sem áður, lagt til að verð­lags­upp­færslur líf­eyr­is­greiðslna ættu sér stað einu sinni á ári í stað mán­að­ar­lega eins og nú er.

Þenslu­hvetj­andi aðgerð

Fjöl­margt í nýjum frum­varps­drögum Bjarna var gagn­rýnt. Þar er til að mynda lög­fest heim­ild sjóðs­fé­laga líf­eyr­is­sjóða til að geta ráð­stafað hluta af því fram­lagi sem þeir greiða til líf­eyr­is­sjóða í svo­kall­aða til­greinda sér­­­eign. Þessa til­­­greindu sér­­­eign munu sjóð­­fé­lagar svo geta nýtt sér skatt­frjálst upp í fyrstu fast­­eigna­­kaupin sín.

Þessi aðgerð yrði án efa þenslu­hvetj­andi á hús­næð­is­mark­aði þar sem verð er þegar búið að hækka mun hraðar en ráð­stöf­un­ar­tekjur á skömmum tíma og fram­boð er langt frá því að anna eft­ir­spurn. Segja má að íslenskum hús­næð­is­mark­aður sé í raun upp­seld­ur. 

Í nýjasta hefti Fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika sagði Seðla­­bank­inn að margir þættir hafi ýtt undir eft­ir­­spurn eftir að kór­ónu­veiru­far­­sóttin náði til lands­ins snemma árs 2020, t.a.m. auk­inn sparn­aður vegna tak­­mark­aðra neyslu­­mög­u­­leika, mikil kaup­mátt­­ar­aukn­ing heim­ila og vaxta­­lækk­­­anir Seðla­­bank­ans.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

Bank­inn sagði að ójafn­­vægið sem ríkir á hús­næð­is­­mark­aðnum bendi til þess að áhætta á bólu­­myndun sé að aukast tölu­vert þessi mis­s­er­in. Hins vegar von­að­ist hann til þess að vaxta­hækk­­­anir und­an­far­inna mán­aða og þrengri skil­yrði fyrir lán­­töku myndi minnka þetta ójafn­­vægi með því að draga úr eft­ir­­spurn.

Auknar heim­ildir til skatt­frjálsrar ráð­­stöf­unar á sér­­­eign­­ar­­sparn­aði í fyrstu fast­­eign, líkt og lagt er til í frum­varpi Bjarna, hefðu þver­öfug áhrif og auka eft­ir­­spurn á hús­næð­is­­mark­aði, þar sem þær auka aðgengi heim­ila að fjár­­­magni til hús­næð­is­­kaupa. Ef slíkum eft­ir­­spurn­­ar­kippi er ekki mætt með sam­svar­andi aukn­ingu fram­­boðs mun hús­næð­is­verð hækka enn frek­­ar. Því er um þenslu­að­gerð að ræða. 

Áhrif aðgerð­­ar­innar á eft­ir­­spurn á fast­­eigna­­mark­aðnum eru ekki metin í frum­varps­drög­un­um.

Köll­uðu frum­varpið atlögu að kjörum líf­eyr­is­þega

Önnur skörp gagn­rýni á drögin kom frá Hrafni Magn­ús­­syni, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóra Lands­­sam­­taka líf­eyr­is­­sjóða til 36 ára, og Þor­­geiri Eyj­­ólfs­­syni, sem var fram­­kvæmda­­stjóri Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna í ald­­ar­fjórð­ung. Þeir eru tveir af reynslu­mestu stjórn­endum íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins frá því að það var sett á fót.

Í grein sem Hrafn og Þor­geir skrif­uðu saman í Morg­un­blaðið og birt­ist 4. apríl sagði m.a.: „Í far­vatn­inu er aðför að kjörum líf­eyr­is­þega líf­eyr­is­­sjóð­anna. Atlagan að kjörum líf­eyr­is­þega er hluti fyr­ir­hug­aðra breyt­inga á ýmsum lögum vegna lög­­­fest­ingar hækk­­unar lág­­marks­ið­gjalds til líf­eyr­is­­sjóða. Skerð­ingin á kjörum líf­eyr­is­þeg­anna er með öllu óskyld og óvið­kom­andi lög­­­fest­ingu lág­­marks­ið­gjalds­ins.“ 

Atlagan sem þeir töldu vera í far­vatn­inu snéri að því að frum­varps­drögin gerðu áfram ráð fyrir að verð­lags­­upp­­­færslur líf­eyr­is­greiðslna ættu sér stað einu sinni á ári í stað mán­að­­ar­­lega eins og nú er. Þetta sögðu Hrafn og Þor­geir að myndi skerða lífs­kjör líf­eyr­is­þega. Nei­­kvæðar afleið­ingar hinna fyr­ir­hug­uðu breyt­inga mættu sjá með því að horfa á hver áhrifin yrðu á yfir­­stand­andi ári ef laga­breyt­ingin hefði tekið gildi í upp­­hafi árs 2022. Miðað við þá 6,7 pró­­sent verð­­bólgu sem mæld­ist þegar greinin var skrifuð myndi kaup­mátt­­ar­skerð­ing líf­eyr­is­þega verða um það bil þrjú pró­­sent ef breyt­ingin hefði þegar tekið gild­i.  Hún yrði meiri í dag þar sem verð­bólgan er komin upp í 7,6 pró­sent og spár grein­ing­ar­að­ila gera ráð fyrir að hún fari yfir átta pró­sent fyrir sum­ar­lok.

Hrafn Magnússon.

Hrafn og Þor­­geir sögðu í lok grein­­ar­innar að ólík­­­legt sé að líf­eyr­is­þegar telji fyr­ir­hug­aða breyt­ingu á verð­­trygg­ingu líf­eyris sér til hags­­bóta þegar hún upp­­­söfnuð yfir fimm ára tíma­bil sam­svarar sam­an­lagt allt frá einni til tveggja mán­aða líf­eyr­is­greiðslna yfir tíma­bilið sem þá vantar til að standa straum af brýn­­ustu nauð­­synj­­um. „Ekki eins og líf­eyr­is­þegar lands­ins hafi verið ofaldir af stjórn­­völd­­um. En það er efni í aðra og mun sorg­­legri grein.“

Felldi út breytt fyr­ir­komu­lag við útreikn­ing á verð­bótum

Gagn­rýnin sem sett hefur verið fram á frum­varpið á síð­ustu tveimur árum hefur skilað umtals­verðum árangri, þótt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hafi ekki tekið til­lit til hennar allr­ar. 

Í frum­varp­inu sem dreift var mánu­dag í síð­ustu viku, og til stóð að taka til fyrstu umræðu á þing­inu í gær, eru lagðar til fjórar meg­in­breyt­ing­ar. Sú stærsta er áfram sem áður að hækka lág­marks­ið­gjald úr 12 í 15,5 pró­sent. Felld hefur verið á brott til­laga um að skylda líf­eyr­is­sjóði til að bjóða sjóð­fé­lögum ráð­stöfun á hluta iðgjalds­stofns til til­greindrar sér­eign­ar. Í stað þess er lagt til að líf­eyr­is­sjóðum verði heim­ilt að kveða á um slíkra ráð­stöfun í sam­þykktum sín­um.

Til­lögur að auknum heim­ildum til þess að nýta úrræði líf­eyr­is­sparn­aðar til fyrstu kaupa á fast­eign eru áfram inni, með til­heyr­andi þenslu­á­hrif­um. 

Loks er lagt til að til­greindur verði skýr­lega sá hluti líf­eyr­is­sparn­aðar sem kemur ekki til lækk­unar við ákvörðun um elli­líf­eyri, tekju­trygg­ingu og ráð­stöf­un­arfé sam­kvæmt lögum um almanna­trygg­ing­ar.

Ýmis­legt hefur verið fellt á brott. Þar ber hæst það sem Hrafn og Þor­geir gagn­rýndu harð­lega í grein sinni í Morg­un­blað­inu í apr­íl, breytt fyr­ir­komu­lag við útreikn­ing á verð­bótum líf­eyr­is­greiðslna. Í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varpi Bjarna segir að þrátt fyrir að „ekki sé unnt að taka undir allar athuga­semdir um þetta atriði sem fram komu í umsögnum var talið rétt að svo stöddu að leggja ekki til breyt­ingar á útreikn­ingn­um.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar