Segja nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fela í sér aðför að kjörum lífeyrisþega lífeyrissjóða

Tveir reynslumestu stjórnendur íslenska lífeyriskerfisins frá því að það var sett á fót segja að verði framlögð frumvarpsdrög að lögum muni það hafa í för með sér verulega kaupmáttarskerðingu lífeyrisþegar.

Hrafn Magnússon, Bjarni Benediktsson og Þorgeir Eyjólfsson.
Hrafn Magnússon, Bjarni Benediktsson og Þorgeir Eyjólfsson.
Auglýsing

„Í far­vatn­inu er aðför að kjörum líf­eyr­is­þega líf­eyr­is­sjóð­anna. Atlagan að kjörum líf­eyr­is­þega er hluti fyr­ir­hug­aðra breyt­inga á ýmsum lögum vegna lög­fest­ingar hækk­unar lág­marks­ið­gjalds til líf­eyr­is­sjóða. Skerð­ingin á kjörum líf­eyr­is­þeg­anna er með öllu óskyld og óvið­kom­andi lög­fest­ingu lág­marks­ið­gjalds­ins.“ Svona hefst grein í Morg­un­blað­inu í dag sem er skrifuð af tveimur reynslu­mestu stjórn­endur íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins frá því að það var sett á fót, Hrafni Magn­ús­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða til 36 ára, og Þor­geiri Eyj­ólfs­syni, sem var fram­kvæmda­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna í ald­ar­fjórð­ung. 

Drög að ofan­greindu frum­varpi voru birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda 18. mars síð­ast­lið­inn. Þau eru lögð fram af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu sem stýrt er af Bjarna Bene­dikts­syn­i. Efni frum­varps­ins er sagt vera liður í stuðn­­ingi rík­­is­­stjórn­­­ar­innar við gerð lífs­kjara­­samn­ings­ins frá árinu 2019. Í þeim samn­ingi skuld­bundu stjórn­­völd sig meðal ann­­ars að hækka lág­­marks­ið­­gjald til líf­eyr­is­­sjóða og að ráð­stafa mætti sér­­­eign­­ar­­sparnað til hús­næð­is­­kaupa eða til lækk­­unar hús­næð­is­lána. Frum­varpið var áður lagt fram í apríl í fyrra, en þá lagði efna­hags- og við­­skipta­­nefnd þings­ins til að það yrði end­­ur­­skoðað með til­­liti til þeirra umsagna sem bár­ust um það. Eftir að hafa unnið úr umsögn­unum hefur ráð­herr­ann nú lagt fram frum­varpið aftur með nokkrum breyt­ing­­um.

Auglýsing
Nú er til­gangur þess tíund­aður í fimm lið­um. Í fyrsta lagi á að lög­festa lög­bundna hækkun mót­fram­lags launa­greið­enda á almennum vinnu­mark­aði til líf­eyr­is­sjóðs úr átta pró­sentum í 11,5 pró­sent. Í öðru lagi er lagt til að sjóð­fé­lagar geti ráð­stafað hækkun mót­fram­lags­ins til þess er mun kall­ast til­greind sér­eign, í stað þess að ráð­stafa hækk­un­inni í sam­trygg­ing­ar­deildir líf­eyr­is­sjóða. Í þriðja lagi eru til­lögur að auknum heim­ildum til þess að nýta úrræði líf­eyr­is­sparn­aðar til fyrstu kaupa á fast­eign. Í fjórða lagi er lagt til að til­greindur verði á skýran hátt sá hluti líf­eyr­is­sparn­aðar sem kemur ekki til lækk­unar við ákvörðun um elli­líf­eyri, tekju­trygg­ingu og ráð­stöf­un­arfé sam­kvæmt lögum um almanna­trygg­inga. 

Og svo er, í fimmta lagi, lagt til að verð­lags­upp­færslur líf­eyr­is­greiðslna eigi sér stað einu sinni á ári í stað mán­að­ar­lega eins og nú er. Það er sá hluti sem Hrafn og Þor­geir gagn­rýna harð­lega.

„Ekki eins og líf­eyr­is­þegar lands­ins hafi verið ofaldir af stjórn­völd­um“

Í grein­inni segja þeir að með þess­ari breyt­ingu eigi að skerða lífs­kjör líf­eyr­is­þeg­anna með því að í stað þess að greiðslur líf­eyris frá líf­eyr­is­sjóð­unum taki mán­að­ar­legum breyt­ingum vísi­tölu neyslu­verðs sé ætl­unin að verð­bæta líf­eyr­inn einu sinni á ári. „Þannig hækki líf­eyrir í útgreiðslu árlega í jan­úar ár hvert um hækkun neyslu­verð­vísi­tölu næst­lið­ins árs. Kaup­máttur líf­eyris líf­eyr­is­þeg­anna mun því lækka sem nemur verð­bótum sem ann­ars bæt­ast við líf­eyr­is­greiðslu hvers mán­aðar innan árs­ins.“

Hrafn og Þor­geir segja að nei­kvæðar afleið­ingar hinna fyr­ir­hug­uðu breyt­inga megi sjá með því að horfa á hver áhrifin yrðu á yfir­stand­andi ári ef laga­breyt­ingin hefði tekið gildi í upp­hafi árs 2022. Miðað við þá 6,7 pró­sent verð­bólgu sem mælist nú myndi kaup­mátt­ar­skerð­ing líf­eyr­is­þega verða um það bil þrjú pró­sent ef breyt­ingin hefði þegar tekið gild­i.  

Í drögum að frum­varp­inu er breyt­ingin á verð­lags­upp­færslu líf­eyr­is­greiðslna rök­studd með eft­ir­far­andi hætti: „Er þetta gert til þess að draga úr mis­ræmi milli tekju­á­ætl­unar líf­eyr­is­þega og raun­veru­legra tekna hans sem leiða gjarnan til þess að líf­eyr­is­þegi þarf að end­ur­greiða þegar fengnar greiðslur frá almanna­trygg­ing­um. Til­lagan er til hags­bóta fyrir líf­eyr­is­þega og Trygg­inga­stofn­un.“ 

Hrafn og Þor­geir segja að í stað þess að ráð­ast í það sem þeir kalla „veru­lega kaup­mátt­ar­skerð­ingu líf­eyr­is“ til að draga úr fyrr­greindu mis­ræmi gæti Trygg­inga­stofnun auð­veld­lega upp­fært tekju­á­ætlun líf­eyr­is­þeg­anna þannig að áætlað sé fyrir verð­lags­breyt­ingum líf­eyr­is­greiðslna mán­að­anna sem eftir lifa á hverju ári.

Þeir vitna svo í umsögn Seðla­banka Íslands um frum­varps­drög­in, þar sem fram kemur að bank­inn telji að með breyt­ing­unni verði líf­eyr­is­þegar af verð­bótum sem ann­ars bætt­ust við innan hvers alm­an­aks­árs. „Jafn­framt að hann telji eðli­legt að fram­kvæmdin sé með sama hætti og gildir um verð­tryggðar fjár­fest­ing­ar, sem eru verð­bættar minnst mán­að­ar­lega. Horft til nokk­urra ára safn­ast kaup­mátt­ar­skerð­ingin upp.“

Hrafn og Þor­geir segja í lok grein­ar­innar að ólík­legt sé að líf­eyr­is­þegar telji fyr­ir­hug­aða breyt­ingu á verð­trygg­ingu líf­eyris sér til hags­bóta þegar hún upp­söfnuð yfir fimm ára tíma­bil sam­svarar sam­an­lagt allt frá einni til tveggja mán­aða líf­eyr­is­greiðslna yfir tíma­bilið sem þá vantar til að standa straum af brýn­ustu nauð­synj­um. „Ekki eins og líf­eyr­is­þegar lands­ins hafi verið ofaldir af stjórn­völd­um. En það er efni í aðra og mun sorg­legri grein.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent