Leggur til þensluaðgerðir á húsnæðismarkaði

Fjármálaráðherra hyggst auka heimildir fólks til að ráðstafa séreignarsparnaðinum sínum skattfrjálst til fyrstu fasteignakaupa. Það gæti unnið gegn markmiðum Seðlabankans um að draga úr eftirspurnarþrýstingi á húsnæðismarkaði.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segir að stjórn­völd ættu að veita ein­stak­lingum frek­ari stuðn­ing við fyrstu hús­næð­is­kaup, en hann leggur til að þeir fái auknar heim­ildir til að ráð­stafa sér­eign­ar­sparn­aði sínum skatt­frjálst. Þetta kemur fram í nýjum drögum að frum­varpi ráð­herr­ans um líf­eyr­is­greiðslur og til­greinda sér­eign sem nálg­ast má í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Liður í lífs­kjara­samn­ingnum

Drögin voru kynnt á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í síð­ustu viku, en þar kemur fram að efni frum­varps­ins væri liður í stuðn­ingi rík­is­stjórn­ar­innar við gerð lífs­kjara­samn­ings­ins frá árinu 2019. Í þeim samn­ingi skuld­bundu stjórn­völd sig meðal ann­ars að hækka lág­marks­ið­gjald til líf­eyr­is­sjóða og að ráð­stafa mætti sér­eign­ar­sparnað til hús­næð­is­kaupa eða til lækk­unar hús­næð­is­lána.

Frum­varpið var áður lagt fram í apríl í fyrra, en þá lagði efna­hags- og við­skipta­nefnd þings­ins til að það yrði end­ur­skoðað með til­liti til þeirra umsagna sem bár­ust um það. Eftir að hafa unnið úr umsögn­unum hefur ráð­herr­ann nú lagt fram frum­varpið aftur með nokkrum breyt­ing­um.

Auglýsing

Í nýju frum­varpi er mót­fram­lag vinnu­veit­enda í líf­eyr­is­sjóð hærra, auk þess sem sjóð­fé­lagar geta ráð­stafað hluta af því fram­lagi í svo­kall­aðri til­greindri sér­eign. Þessa til­greindu sér­eign munu sjóð­fé­lagar svo geta nýtt sér skatt­frjálst upp í fyrstu fast­eigna­kaupin sín.

Aukin eft­ir­spurn gegn mark­miðum Seðla­bank­ans

Í nýjasta hefti Fjár­mála­stöð­ug­leika segir Seðla­bank­inn að mikið ójafn­vægi sé á milli fram­boðs og eft­ir­spurnar á hús­næð­is­mark­aðnum sem hafi leitt til mik­illar hækk­unar á hús­næð­is­verði nýlega. Sam­kvæmt bank­anum ýttu margir þættir undir eft­ir­spurn eftir að far­sóttin náði til lands­ins, t.a.m. auk­inn sparn­aður vegna tak­mark­aðra neyslu­mögu­leika, mikil kaup­mátt­ar­aukn­ing heim­ila og vaxta­lækk­anir Seðla­bank­ans.

Bank­inn segir að ójafn­vægið sem ríkir á hús­næð­is­mark­aðnum bendi til þess að áhætta á bólu­myndun sé að aukast tölu­vert þessi miss­er­in. Hins vegar von­ast hann til þess að vaxta­hækk­anir und­an­far­inna mán­aða og þrengri skil­yrði fyrir lán­töku minnki þetta ójafn­vægi með því að draga úr eft­ir­spurn.

Aftur á móti má búast við því að auknar heim­ildir til skatt­frjálsrar ráð­stöf­unar á sér­eign­ar­sparn­aði í fyrstu fast­eign hafi þver­öfug áhrif og auki eft­ir­spurn á hús­næð­is­mark­aði, þar sem þær auka aðgengi heim­ila að fjár­magni til hús­næð­is­kaupa. Ef slíkum eft­ir­spurn­ar­kippi er ekki mætt með sam­svar­andi aukn­ingu fram­boðs mun hús­næð­is­verð hækka enn frek­ar.

Bjarni segir í frum­varpi sínu að ráð­stöfun sér­eign­ar­sparn­aðar til íbúða­kaupa auð­veldi heim­ilum með með­al­tekjur og lágar tekjur að fara á íbúða­markað og styrki eig­in­fjár­stöðu þeirra. Sam­kvæmt nýút­gef­inni grein­ingu ASÍ hefur úrræð­ið, sem hefur verið til í ein­hverri mynd frá árinu 2014, þó fyrst og fremst gagn­ast tekju­hæstu hópum sam­fé­lags­ins.

Áhrif aðgerð­ar­innar á eft­ir­spurn á fast­eigna­mark­aðnum eru ekki metin í frum­varp­inu, en þó er bætt við að almennt hækki fast­eigna­verð með fleiri úrræðum til þess að styðja við fast­eigna­kaup. Aftur á móti segir ráð­herr­ann að aðgerðin muni að öllum lík­indum auka íbúða­fjár­fest­ingu, en ekki sé ljóst hversu mikil sú aukn­ing verði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent