Segir núverandi ástand bitna mest á jaðarhópum en ekki banka­mönnum á „kóka­ín-djamm­inu“

Fyrir liggur að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta verður ekki á dagskrá þingsins á þessu misseri. Þingmaður Pírata gagnrýnir þá ákvörðun harðlega.

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

„Heil­brigð­is­ráð­herra er búinn að fella niður frum­varp sitt um afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta. Ég kann ekki að setja í orð von­brigði mín en langar mest að fara að gráta.“

Þannig hljómar tíst Hall­dóru Mog­en­sen þing­flokks­for­manns Pírata á Twitter í morg­un.

Sam­kvæmt svari heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans hefur frum­varpið verið fellt niður af þing­mála­skrá yfir­stand­andi þings. Ástæðan sé sú að ráð­herra ákvað að vinna að frek­ari útfærslu á frum­varp­inu, meðal ann­ars með skil­grein­ingu á hug­tak­inu neyslu­skammt­ur. Fram kemur hjá ráðu­neyt­inu að settur hafi verið á fót starfs­hópur um verk­efnið sem ráð­herra skip­aði þann 22. febr­úar síð­ast­lið­inn og sé hann tek­inn til starfa.

Auglýsing

Skil­grein­ingin á dag­skammti eða neyslu­skammti sett í reglu­gerð

„Starfs­hópnum er falið að skil­greina dag­skammt eða neyslu­skammt í tengslum við fram­an­greinda vinnu og er áætlað að setja þá skil­grein­ingu í reglu­gerð sem lögð verður fram með end­ur­bættu frum­varpi. Auk þess verður skil­grein­ingin miðuð við íslenskan raun­veru­leika en í alþjóð­legu sam­ráði, en þegar liggur fyrir í ráðu­neyt­inu vil­yrði frá Global Comm­is­son on Drug Policy um sam­ráð og aðgengi að sér­fræð­ingum sem leitt hafa svip­aða vinnu í öðrum lönd­um. Þá hefur Rann­sókna­stofa í afbrota­fræði lýst yfir áhuga á að koma að gagna­söfnun meðal fólks sem notar ávana- og fíkni­efni á Íslandi þar sem mark­miðið yrði að not­enda­reynsla og þekk­ing þeirra nýtt­ist til grund­vallar vinnu við skil­grein­ingu á neyslu­skömmt­u­m,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Starfs­hóp­inn skipa þau Helga Sif Frið­jóns­dótt­ir, sem er for­mað­ur, Bjarni Sig­urðs­son, Björg Þor­kels­dótt­ir, Guð­mundur Þórir Stein­þórs­son, Krist­inn Páll Sig­ur­björns­son, Hulda Elsa Björg­vins­dótt­ir, Kristín Dav­íðs­dótt­ir, Karl Steinar Vals­son, Sylvía Björg Run­ólfs­dóttir og Rafn M. Jóns­son. María Sæm Bjark­ar­dótt­ir, lög­fræð­ingur í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu, er starfs­maður hóps­ins.

Málið drepið í nefnd

Hall­dóra segir í sam­tali við Kjarn­ann að þing­menn hafi engar útskýr­ingar fengið í morgun á því af hverju frum­varpið er ekki á þing­mála­skrá.

Hún rifjar upp að Svan­dís Svav­ars­dóttir fyrrum heil­brigð­is­ráð­herra hafi sett fram frum­varp um afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta á síð­asta þingi en við með­ferð máls­ins hafi komið í ljós að ekki var stuðn­ingur við málið innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Og þá var málið bara drepið í nefnd.“ Til stóð að Willum Þór Þórs­son núver­andi heil­brigð­is­ráð­herra myndi mæla fyrir frum­varp­inu á ný í febr­úar síð­ast­liðnum en ekki varð af því.

Vont að draga málið á lang­inn

Hall­dóra er sjálf fyrsti flutn­ings­maður sam­bæri­legs frum­varps en hún mælti fyrir því í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­ins. Málið er nú hjá vel­ferð­ar­nefnd og hefur nefndin talað við fyrstu gest­ina en til stendur að tala við fleiri í þess­ari viku. Hall­dóra segir að henni sé þó sama hver nái að koma mál­inu í gegn – „bara að það kom­ist í gegn“.

Hún segir sem sagt að mikil þörf sé á að frum­varp sem þetta nái fram að ganga. Fólk með fíkni­vanda sé enn að fara á saka­skrá fyrir að bera í sínum fórum neyslu­skammta. Það fari hrein­lega eftir því á hvaða lög­reglu­þjóni það lendir hverju sinni hvort og hvernig því verði refs­að.

„Þessi rétt­inda­ó­vissa er svo vond staða og fólk veigrar sér við að sækja sér heil­brigð­is­þjón­ustu og sál­fræði­þjón­ustu út af til­kynn­ing­ar­skyldu þar, eins og fram kom í máli gesta sem komu fyrir vel­ferð­ar­nefnd. Þetta er hræði­leg staða sem við erum að setja vímu­efna­neyt­endur í og þetta er skað­leg stefna sem við þurfum að hætta. Það er svo vont þegar verið er að draga þetta á lang­inn.“

Hún segir að svona bitni alltaf á jað­ar­hóp­um. „Það er ekki verið að taka banka­menn­ina í jakka­föt­unum á kóka­ín-djamm­inu og leita á þeim og setja á saka­skrá. Þetta eru alltaf jað­ar­hópar – við­kvæm­asta fólkið í sam­fé­lag­inu þar sem refs­ingum er beitt.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent