Afglæpavæðing neysluskammta er enn á dagskrá hjá ríkisstjórninni

Ekki er stafkrók að finna um afglæpavæðingu neysluskammta í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er áætlað að heilbrigðisráðherra endurflytji frumvarp fyrri heilbrigðisráðherra um málið, með breytingum, í febrúarmánuði.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðgert er að hann leggi fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta í febrúar.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðgert er að hann leggi fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta í febrúar.
Auglýsing

Willum Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra mun í febr­úar leggja fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um ávana- og fíkni­efni, sem felur í sér afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta. Þetta kemur fram í þing­mála­skrá nýrrar rík­is­stjórn­ar, sem birt var á vef Alþingis í gær.

Þar segir að frum­varpið feli í sér breyt­ingu á ákvæði núgild­andi laga um vörslu og með­ferð, „á þann hátt að heim­ila vörslu ávana- og fíkni­efna sem telj­ast til eigin nota“. Frum­varpið verður end­ur­flutt með breyt­ing­um, en Svan­dís Svav­ars­dóttir fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra mælti fyrir frum­varpi um þetta efni í fyrra, sem ekki varð að lög­um.

Stjórn­ar­liðar ósam­stíga um málið í vor

Er síð­asta þing var að klár­ast í júní var búið að taka eina umræðu um málið á þingi og það komið til með­ferðar í vel­ferð­ar­nefnd þings­ins. Þaðan komst það ekki fyrir þing­lok.

Fram í fréttum á þeim tíma að það hefði verið vegna þess að þing­menn úr liði stjórn­ar­flokk­anna hefðu ekki náð saman um mál­ið. Hall­dóra Mog­en­sen þing­maður Pírata og sagði í sam­tali við Vísi á þeim tíma að það væri „súrt,“ þar sem Píröt­um, sem höfðu áður sett málið fram á þingi, hefði verið lofað að stjórn­ar­frum­varp sem leiddi að sama mark­miði yrði klárað á vor­þingi.

Í nýjum stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem kynntur var á sunnu­dag, er ekki staf­krók að finna um þetta mál og vakti það upp áhyggjur af afdrifum þessa máls, hjá þeim sem telja þjóð­þrifa­mál að afglæpa­væða neyslu­skammta fíkni­efna.

Lenya Rún Taha Karim, vara­þing­maður Pírata, beindi þeirri spurn­ingu á Twitter til ung­liða­hreyf­inga allra stjórn­ar­flokk­anna þriggja hvort þeim „þætti þetta í lag­i“ og fékk þau svör til baka frá tveimur af þremur hreyf­ingum að þetta væri „ekki í lag­i“.

Ung vinstri græn sögð­ust ætla að nota sinn vett­vang og þrýsta á sitt fólk í þessum mála­flokki, Sam­band ungra sjálf­stæð­is­manna er „fylgj­andi afglæpa­væð­ingu“ og þykir „leið­in­legt að þetta mál­efni er ekki í stjórn­ar­sátt­mál­an­um“ og Sam­band ungra fram­sókn­ar­manna seg­ist hafa rætt málið mikið og sé með það í mál­efna­nefnd. Lík­lega verði ályktun þeirra um málið send á þing­flokk­inn er hún verði til­bú­in.

Sex af hverjum tíu föngum áttu við vímu­efna­­vanda að stríða

Umræða um afglæpa­væð­ingu fíkn­i­efna­­neyslu er ekki ný, heldur hefur hún staðið yfir hér­­­lendis árum sam­­an. Árið 2014 gerði Kjarn­inn röð frétta um fang­els­is­­mál. Við gerð þeirra fékk hann aðgang að miklu magni af töl­fræði hjá Fang­els­is­­­mála­­­stofn­un. Á meðal þess sem fram kom var að 30 pró­­­sent þeirra sem sátu inni (42 af 139) í íslenskum fang­elsum í nóv­­­em­ber 2014 sátu inni fyrir fíkn­i­efna­brot. Það voru nán­­­ast jafn margir og sátu inni fyrir kyn­­­ferð­is­brot (25) og ofbeld­is­brot (22) til sam­ans. Þegar horft var til allra fanga í afplán­un, líka þeirra sem voru að afplána utan fang­elsa, voru 55 að afplána dóm vegna fíkn­i­efna­brota.

Auglýsing

Þann 22. júní 2015 svar­aði Ólöf Nor­dal, þáver­andi inn­­­­an­­­­rík­­­­is­ráð­herra, fyr­ir­­­­spurn á Alþingi um afplánun fanga í fang­elsi. Í svari hennar kom fram að tæp­­­­lega 60 pró­­­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum eigi við vímu­efna­­­­vanda að etja. Þar sagði einnig að rúm­­­­lega 70 pró­­­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum ættu sér sögu um slíkan vanda. Svarið byggði á óbirtri rann­­­­sókn sér­­­­fræð­inga.

Þegar umfjöll­un Kjarn­ans um fang­els­is­­mál var end­­ur­­tekin 2018 kom í ljós að flestir þeirra sem þá afplán­uðu dóma eða höfðu hlotið óskil­orðs­bund­inn dóm gerðu það fyrir fíkn­i­efna­brot, eða 28 pró­­sent fanga. Alls afplán­uðu 16 pró­­­sent fanga dóma vegna auð­g­un­­­ar­brota og sama hlut­­­fall vegna umferð­­­ar­laga­brota. Ell­efu pró­­­sent fanga afplán­uðu dóma vegna mann­dráps eða til­­­raunar til mann­dráps, 13 pró­­­sent vegna ofbeld­is­brota og 14 pró­­­sent vegna kyn­­­ferð­is­brota.

Í skýrslu starfs­hóps sem dóms­­mála­ráð­herra fól að skila til­­lögum um leiðir til að stytta boð­un­­ar­lista til afplán­unar refs­ing­­ar, sem birti nið­­ur­­stöður sínar í fyrra, sagði meðal ann­­ars að „hlut­­fall fanga fyrir fíkn­i­efna­brot hefur vaxið mjög í fang­elsum lands­ins á síð­­­ustu árum. Árið 2019 var hlut­­fallið komið í 40 pró­­sent allra fanga og vel á annað hund­rað afplán­aði dóm fyrir brot af því tagi. Í lok síð­­­ustu aldar sátu ein­ungis innan við tíu pró­­sent fanga í fang­elsi fyrir fíkn­i­efna­brot.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent