Afglæpavæðing neysluskammta er enn á dagskrá hjá ríkisstjórninni

Ekki er stafkrók að finna um afglæpavæðingu neysluskammta í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er áætlað að heilbrigðisráðherra endurflytji frumvarp fyrri heilbrigðisráðherra um málið, með breytingum, í febrúarmánuði.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðgert er að hann leggi fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta í febrúar.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðgert er að hann leggi fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta í febrúar.
Auglýsing

Willum Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra mun í febr­úar leggja fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um ávana- og fíkni­efni, sem felur í sér afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta. Þetta kemur fram í þing­mála­skrá nýrrar rík­is­stjórn­ar, sem birt var á vef Alþingis í gær.

Þar segir að frum­varpið feli í sér breyt­ingu á ákvæði núgild­andi laga um vörslu og með­ferð, „á þann hátt að heim­ila vörslu ávana- og fíkni­efna sem telj­ast til eigin nota“. Frum­varpið verður end­ur­flutt með breyt­ing­um, en Svan­dís Svav­ars­dóttir fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra mælti fyrir frum­varpi um þetta efni í fyrra, sem ekki varð að lög­um.

Stjórn­ar­liðar ósam­stíga um málið í vor

Er síð­asta þing var að klár­ast í júní var búið að taka eina umræðu um málið á þingi og það komið til með­ferðar í vel­ferð­ar­nefnd þings­ins. Þaðan komst það ekki fyrir þing­lok.

Fram í fréttum á þeim tíma að það hefði verið vegna þess að þing­menn úr liði stjórn­ar­flokk­anna hefðu ekki náð saman um mál­ið. Hall­dóra Mog­en­sen þing­maður Pírata og sagði í sam­tali við Vísi á þeim tíma að það væri „súrt,“ þar sem Píröt­um, sem höfðu áður sett málið fram á þingi, hefði verið lofað að stjórn­ar­frum­varp sem leiddi að sama mark­miði yrði klárað á vor­þingi.

Í nýjum stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem kynntur var á sunnu­dag, er ekki staf­krók að finna um þetta mál og vakti það upp áhyggjur af afdrifum þessa máls, hjá þeim sem telja þjóð­þrifa­mál að afglæpa­væða neyslu­skammta fíkni­efna.

Lenya Rún Taha Karim, vara­þing­maður Pírata, beindi þeirri spurn­ingu á Twitter til ung­liða­hreyf­inga allra stjórn­ar­flokk­anna þriggja hvort þeim „þætti þetta í lag­i“ og fékk þau svör til baka frá tveimur af þremur hreyf­ingum að þetta væri „ekki í lag­i“.

Ung vinstri græn sögð­ust ætla að nota sinn vett­vang og þrýsta á sitt fólk í þessum mála­flokki, Sam­band ungra sjálf­stæð­is­manna er „fylgj­andi afglæpa­væð­ingu“ og þykir „leið­in­legt að þetta mál­efni er ekki í stjórn­ar­sátt­mál­an­um“ og Sam­band ungra fram­sókn­ar­manna seg­ist hafa rætt málið mikið og sé með það í mál­efna­nefnd. Lík­lega verði ályktun þeirra um málið send á þing­flokk­inn er hún verði til­bú­in.

Sex af hverjum tíu föngum áttu við vímu­efna­­vanda að stríða

Umræða um afglæpa­væð­ingu fíkn­i­efna­­neyslu er ekki ný, heldur hefur hún staðið yfir hér­­­lendis árum sam­­an. Árið 2014 gerði Kjarn­inn röð frétta um fang­els­is­­mál. Við gerð þeirra fékk hann aðgang að miklu magni af töl­fræði hjá Fang­els­is­­­mála­­­stofn­un. Á meðal þess sem fram kom var að 30 pró­­­sent þeirra sem sátu inni (42 af 139) í íslenskum fang­elsum í nóv­­­em­ber 2014 sátu inni fyrir fíkn­i­efna­brot. Það voru nán­­­ast jafn margir og sátu inni fyrir kyn­­­ferð­is­brot (25) og ofbeld­is­brot (22) til sam­ans. Þegar horft var til allra fanga í afplán­un, líka þeirra sem voru að afplána utan fang­elsa, voru 55 að afplána dóm vegna fíkn­i­efna­brota.

Auglýsing

Þann 22. júní 2015 svar­aði Ólöf Nor­dal, þáver­andi inn­­­­an­­­­rík­­­­is­ráð­herra, fyr­ir­­­­spurn á Alþingi um afplánun fanga í fang­elsi. Í svari hennar kom fram að tæp­­­­lega 60 pró­­­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum eigi við vímu­efna­­­­vanda að etja. Þar sagði einnig að rúm­­­­lega 70 pró­­­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum ættu sér sögu um slíkan vanda. Svarið byggði á óbirtri rann­­­­sókn sér­­­­fræð­inga.

Þegar umfjöll­un Kjarn­ans um fang­els­is­­mál var end­­ur­­tekin 2018 kom í ljós að flestir þeirra sem þá afplán­uðu dóma eða höfðu hlotið óskil­orðs­bund­inn dóm gerðu það fyrir fíkn­i­efna­brot, eða 28 pró­­sent fanga. Alls afplán­uðu 16 pró­­­sent fanga dóma vegna auð­g­un­­­ar­brota og sama hlut­­­fall vegna umferð­­­ar­laga­brota. Ell­efu pró­­­sent fanga afplán­uðu dóma vegna mann­dráps eða til­­­raunar til mann­dráps, 13 pró­­­sent vegna ofbeld­is­brota og 14 pró­­­sent vegna kyn­­­ferð­is­brota.

Í skýrslu starfs­hóps sem dóms­­mála­ráð­herra fól að skila til­­lögum um leiðir til að stytta boð­un­­ar­lista til afplán­unar refs­ing­­ar, sem birti nið­­ur­­stöður sínar í fyrra, sagði meðal ann­­ars að „hlut­­fall fanga fyrir fíkn­i­efna­brot hefur vaxið mjög í fang­elsum lands­ins á síð­­­ustu árum. Árið 2019 var hlut­­fallið komið í 40 pró­­sent allra fanga og vel á annað hund­rað afplán­aði dóm fyrir brot af því tagi. Í lok síð­­­ustu aldar sátu ein­ungis innan við tíu pró­­sent fanga í fang­elsi fyrir fíkn­i­efna­brot.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent