Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára

Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Auglýsing

Sókn­ar­gjöld, lög­boðið fram­lag til sókna þjóð­kirkj­unnar og ann­arra trú­fé­laga, munu verða 985 krónur á mán­uði fyrir hvern skráðan ein­stak­linga 16 ára og eldri á næsta ári. 

Það mun lækka úr 1.080 krónum á þessu ári og sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi munu sókn­ar­gjöld alls verða 2.757 millj­ónir króna á árinu 2022. Það er um 215 millj­ónum krónum lægri upp­hæð en á að fara í sókn­ar­gjöld í ár. 

Ástæðan fyrir lækk­un­inni er að nú á að fast­setja fjár­hæð sókn­ar­gjalda, í 985 krónum fyrir hvern ein­stak­ling sem slík eru greidd fyr­ir. Það var reyndar líka gert í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2021, þegar upp­hæðin var 980 krón­ur.

Ástæða þess að end­an­leg sókn­ar­gjöld urðu hærri í ár er að efna­hags- og við­skipta­nefnd ákvað að gera til­lögu um 100 króna tíma­bundna hækkun sókn­ar­gjalda eftir umfjöllun sína um fjár­laga­frum­varpi fyrir um ári síð­an. Sú til­laga var sam­þykkt og leiddi það til 280 millj­óna króna við­bót­ar­kostn­aðar vegna sókn­ar­gjalda í ár. Nú hefur þessi tíma­bundna hækkun verið felld nið­ur.

Rúm­lega 60 pró­sent eru í þjóð­kirkj­unni

Alls fara 7.951 millj­ónir króna í mála­flokk­inn trú­mál á næsta ári sam­kvæmt fjár­lög­um. Í sam­ræmi við nýjan við­bót­ar­samn­ing um end­­ur­­skoðun á kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lag­inu frá 1997 og samn­ingi um rekstr­­ar­­kostnað kirkj­unnar frá 1998 sem var und­ir­rit­aður fyrir rúmum tveimur árum fær þjóð­kirkjan þorra þess­arar upp­hæð­ar. Árlega fær hún fram­lög frá rík­­inu á grund­velli kirkju­jarða­­sam­komu­lags­ins sem og fram­lög sem renna til Kirkju­­mála­­sjóðs og Jöfn­un­­ar­­sjóðs sókna. 

Auglýsing
Í kirkju­jarða­sam­komu­lag­inu fólst að ríkið yfir­tók hund­ruð jarða sem kirkjan átti upp­haf­lega, gegn því að greiða laun presta. 

Til við­­bótar fær þjóð­­kirkjan greidd sókn­­ar­­gjöld og ef miðað er við að 61,1 pró­sent íbúa lands­ins til­heyra henni sam­kvæmt nýj­ustu birtu tölum Þjóð­skrár þá má ætla að hlut­deild þjóð­kirkj­unnar í útgreiddum sókn­ar­gjöldum verði á næsta ári verði tæp­lega 1,7 millj­arðar króna. Önnur trú­fé­lög skipta svo á milli sín tæp­lega 1,1 millj­arði króna.

Rúmur helm­ingur vill aðskilnað

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að ein­ungis 15 pró­­sent lands­­manna eru ánægð með störf Agn­­esar M. Sig­­urð­­ar­dótt­­ur, bisk­­ups Íslands, sam­­kvæmt nýjum þjóð­­ar­púlsi Gallup.

Þriðj­ungur lands­­manna, alls 33 pró­­sent, sögð­ust treysta þjóð­­kirkj­unni en 36 pró­­sent treystu henni ekki. Þetta eru svipuð hlut­­föll og hafa verið á und­an­­förnum árum þegar spurt hefur verið um traust til kirkj­unn­­ar. 

Alls sögð­ust 51 pró­­sent lands­­manna að þeir vildu aðskilnað ríkis og kirkju. Hlut­­fallið lækk­aði lít­il­­lega frá árinu 2019 þegar 55 pró­­sent sögð­ust á þeirri skoðun en það hefur verið yfir 50 pró­­sent í næstum árlegum könn­unum Gallup frá árinu 2007. 

Í þjóð­­ar­púls­inum sást að fólk undir fer­tugu er helst hlynnt aðskiln­að­i. 

Telur sam­komu­lagið kosta ríkið yfir 100 millj­arða

Sig­geir F. Ævars­son, fram­kvæmda­stjóri lífs­skoð­un­ar­fé­lags­ins Sið­mennt­ar, skrif­aði grein á Vísifyrir tæpum mán­uði síðan þar sem hann færði rök fyrir því að kirkju­jarða­sam­komu­lagið frá 1997 væru óhag­stæð­ustu samn­ingar Íslands­sög­unn­ar. Hann sagði að þeir myndu að end­ingu kosta ríkið yfir 100 millj­arða króna og skila litlu sem engu til baka.

Í grein Sig­geirs sagði að fast­eigna­mat þeirra kirkju­jarða sem væru enn í eigu rík­is­ins væri undir 2,8 millj­örðum króna. Upp­reiknað virði þeirra jarða sem hefðu verið seldar væri um 4,2 millj­arða króna. Því væri upp­reiknað heild­ar­viðir jarð­anna um sjö millj­arðar króna. Það er minna en sam­an­lagðar heild­ar­greiðslur rík­is­sjóðs til þjóð­kirkj­unnar á árunum 2021 og 2022. 

Sig­geir sagði í grein sinni að þegar sam­komu­lagið væri á enda runnið væri ríkið búið að greiða vel yfir 100 millj­arða króna fyrir jarð­irn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent