Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára

Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Auglýsing

Sókn­ar­gjöld, lög­boðið fram­lag til sókna þjóð­kirkj­unnar og ann­arra trú­fé­laga, munu verða 985 krónur á mán­uði fyrir hvern skráðan ein­stak­linga 16 ára og eldri á næsta ári. 

Það mun lækka úr 1.080 krónum á þessu ári og sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi munu sókn­ar­gjöld alls verða 2.757 millj­ónir króna á árinu 2022. Það er um 215 millj­ónum krónum lægri upp­hæð en á að fara í sókn­ar­gjöld í ár. 

Ástæðan fyrir lækk­un­inni er að nú á að fast­setja fjár­hæð sókn­ar­gjalda, í 985 krónum fyrir hvern ein­stak­ling sem slík eru greidd fyr­ir. Það var reyndar líka gert í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2021, þegar upp­hæðin var 980 krón­ur.

Ástæða þess að end­an­leg sókn­ar­gjöld urðu hærri í ár er að efna­hags- og við­skipta­nefnd ákvað að gera til­lögu um 100 króna tíma­bundna hækkun sókn­ar­gjalda eftir umfjöllun sína um fjár­laga­frum­varpi fyrir um ári síð­an. Sú til­laga var sam­þykkt og leiddi það til 280 millj­óna króna við­bót­ar­kostn­aðar vegna sókn­ar­gjalda í ár. Nú hefur þessi tíma­bundna hækkun verið felld nið­ur.

Rúm­lega 60 pró­sent eru í þjóð­kirkj­unni

Alls fara 7.951 millj­ónir króna í mála­flokk­inn trú­mál á næsta ári sam­kvæmt fjár­lög­um. Í sam­ræmi við nýjan við­bót­ar­samn­ing um end­­ur­­skoðun á kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lag­inu frá 1997 og samn­ingi um rekstr­­ar­­kostnað kirkj­unnar frá 1998 sem var und­ir­rit­aður fyrir rúmum tveimur árum fær þjóð­kirkjan þorra þess­arar upp­hæð­ar. Árlega fær hún fram­lög frá rík­­inu á grund­velli kirkju­jarða­­sam­komu­lags­ins sem og fram­lög sem renna til Kirkju­­mála­­sjóðs og Jöfn­un­­ar­­sjóðs sókna. 

Auglýsing
Í kirkju­jarða­sam­komu­lag­inu fólst að ríkið yfir­tók hund­ruð jarða sem kirkjan átti upp­haf­lega, gegn því að greiða laun presta. 

Til við­­bótar fær þjóð­­kirkjan greidd sókn­­ar­­gjöld og ef miðað er við að 61,1 pró­sent íbúa lands­ins til­heyra henni sam­kvæmt nýj­ustu birtu tölum Þjóð­skrár þá má ætla að hlut­deild þjóð­kirkj­unnar í útgreiddum sókn­ar­gjöldum verði á næsta ári verði tæp­lega 1,7 millj­arðar króna. Önnur trú­fé­lög skipta svo á milli sín tæp­lega 1,1 millj­arði króna.

Rúmur helm­ingur vill aðskilnað

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að ein­ungis 15 pró­­sent lands­­manna eru ánægð með störf Agn­­esar M. Sig­­urð­­ar­dótt­­ur, bisk­­ups Íslands, sam­­kvæmt nýjum þjóð­­ar­púlsi Gallup.

Þriðj­ungur lands­­manna, alls 33 pró­­sent, sögð­ust treysta þjóð­­kirkj­unni en 36 pró­­sent treystu henni ekki. Þetta eru svipuð hlut­­föll og hafa verið á und­an­­förnum árum þegar spurt hefur verið um traust til kirkj­unn­­ar. 

Alls sögð­ust 51 pró­­sent lands­­manna að þeir vildu aðskilnað ríkis og kirkju. Hlut­­fallið lækk­aði lít­il­­lega frá árinu 2019 þegar 55 pró­­sent sögð­ust á þeirri skoðun en það hefur verið yfir 50 pró­­sent í næstum árlegum könn­unum Gallup frá árinu 2007. 

Í þjóð­­ar­púls­inum sást að fólk undir fer­tugu er helst hlynnt aðskiln­að­i. 

Telur sam­komu­lagið kosta ríkið yfir 100 millj­arða

Sig­geir F. Ævars­son, fram­kvæmda­stjóri lífs­skoð­un­ar­fé­lags­ins Sið­mennt­ar, skrif­aði grein á Vísifyrir tæpum mán­uði síðan þar sem hann færði rök fyrir því að kirkju­jarða­sam­komu­lagið frá 1997 væru óhag­stæð­ustu samn­ingar Íslands­sög­unn­ar. Hann sagði að þeir myndu að end­ingu kosta ríkið yfir 100 millj­arða króna og skila litlu sem engu til baka.

Í grein Sig­geirs sagði að fast­eigna­mat þeirra kirkju­jarða sem væru enn í eigu rík­is­ins væri undir 2,8 millj­örðum króna. Upp­reiknað virði þeirra jarða sem hefðu verið seldar væri um 4,2 millj­arða króna. Því væri upp­reiknað heild­ar­viðir jarð­anna um sjö millj­arðar króna. Það er minna en sam­an­lagðar heild­ar­greiðslur rík­is­sjóðs til þjóð­kirkj­unnar á árunum 2021 og 2022. 

Sig­geir sagði í grein sinni að þegar sam­komu­lagið væri á enda runnið væri ríkið búið að greiða vel yfir 100 millj­arða króna fyrir jarð­irn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent